Þjóðviljinn - 26.03.1977, Síða 9

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Síða 9
Laugardagur 26. mars 1977 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 Paö er ánægjulegt að sjá loðnuna renna um borð eins og sjá má ( svip Júliusar Haraldssonar háseta. ■ Guðjón Engilbertsson við dæluna. Þegar báturinn er kominn með fullfermi þurfa skipverjar stundum að Nótin lögð niður aftur á. vaða sjó á þilfarinu allt upp f mitti. ólafur Marinósson kokkur var I mörg herrans ár þjónn á ftnum. veitingahúsum i Reykjavik og siðan 8 ár á Gullfossi. Honum finnst betra upp á fjölskyldulifið að vera kokkur á Árna Sigurði. kominn upp i brú og farinn að leita að loðnu. sigla þvers og kruss um sviðið og fylgjast náiö með asdiktækinu, dýptarmæl- um og fisksjá. Ef að lfkum lætur kemur kallið innan tiðar: KLARIR! Þá hleypur mannskapurinn i sjóklæði og fer á sinn stað og bráðlega er nótinni hleypt út. Þegar hringurinn lokast er snurpað, þe. nótin tekin saman að neðan og siðan farið að draga. Allt er þetta gert með spilum og blökkum, enda er nót- in svo stór að mannsaflið gæti þar engu orkað, allra sist þegar kannski 100—200 tonn af loönu liggja i henni. Þetta eru risa- átök. Hér veltur á, að engin mis- tök verði. Hver maður er á sin- um stað. Hópur tekur við nótinni og leggur hana jafnóðum og hún er dregin inn. Aðrir sjá um spil- ið osfrv. Þegar loðnan er komin upp á yfirborðið er stór dæla sett ofan i .nótina og loðnunni dælt upp. Sjórinn skilur sig út og hún rennur eftir brautum i lestarnar.Gæta verður að þvi.aö jafntfarii hólt.bæði stjórnboröa og bakborða,til aðskipið fái ekki slagsiðu. Siðan verður að ganga frá nót og tækjum fyrir næsta kast. Áður en varir getur kallið komið á ný Mannskapurinn fer nú inn og Sigurður Hallgrfmsson 1. vélstjóri og Böðvar Guömundsson 2. vélstjóri I vélarrúminu. Þar er svo mikill hávaði að heyrnarskjól eru nauösynleg. dregur af sér sjóklæðin til að fá sér kaffisopa, en áður en varir geturkallið komið á ný: KLAR- IRÍ Og þá hefst sama sagan á ný. Þannig gengur þetta koll af kolli þangað til báturinn er orð- inn fullur. Og alltaf er haldið áfram meðan einhver veiðivon er. I túrnum um daginn var siðast kastað kl. hálfniu til niu aö kvöldi. Þetta var þó allt mjög auðvelt vegna þess hve veðrið var ein- staklega gott. Þegar verið er að fylla bátinn i sfðasta kasti er hann orðinn svo siginn að sjór flæðir inn á þilfarið. Þá getur orðið vandi að athafna sig, eink- um ef alda er. Stundum i vetur varð Arni Sigurður lunninga- fullur af sjó og stórsjór á þilfari. Ekkert fjölskyldulíf Þó að menn reyni etv. ekki svo mjög á krafta sina á loðnu er um stöðuga vinnu að ræða, stundum nær allan sólarhring- iqn. Aldrei er vitaö fyrirfram hvar landað er.og tómt mál er að tala um fjölskyldulif eða skemmtanir, nema i undantekn- ingum. Hversu vel má borga mönnum fyrir slikt lif? Nú virðist mönnum að loðnu- vertiðin sé á enda og þá taka við þorskanet. Tryggingin er nú um 105 þúsund krónur á mánuði og aldrei að vita hvort veiðist upp i hana. Og hver veit hvernig loðnuveiðin verður næsta ár? Sjómennskan: lif og björg okkar Þó að gljápikurnar sem strák- arnir af Arna Sigurði hittu á Óðali haldi að islendingar lifi af þvi að selja og kaupa tiskuvarn- ing,þá er þó sjómennskan lif og björg okkar, og enn þarf harða og hæfa menn til að draga fisk á land. Til þess að fá slika menn þarf að borga þeim vel. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.