Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 20
UOBVIUINN Laugardagur 26. mars 1977 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til fðstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Rttstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sfma starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. 1 gærkvöldi héldu sænska djasssöngkonan og leikkon- anMonica Zetterlund og fylgilið hennar fyrstu tónleika sina i Norræna húsinu. t fyrrakvöld gafst blaðamönnum hins vegar kostur á að spjalia við Monicu og þá Pétur östlund trommu- leikara, Sture Akeerberg bassa- leikara og eiginmann Monicu og Lars Begge pianóleikara. Þarkom m.a. fram að Monica hefur fengist við söng og leik frá blautu barnsbeini og byrjaöi 14 ára að aldri að syngja meö hljómsveit föður sins. Arið 1959 fór hún til Bandarikjanna þar sem hún söng og kom fram i sjónvarpsþáttum um þriggja mánaöa skeið. Siðan hefur hún fengist við þetta alfarið en ^ undanförnum árum hefur söng- urinn orðið að vikja fyrir leik i revium, kabarettum og kvik- myndum. Hefur hún m.a. verið fastur skemmtikraftur i sjón- varpsrevium þeirra Hasse og Tage en þær eru vinsælasta Undirlelkarar Monicu, frá vinstri: Sture Akeerberg, Pétur östlund og Lars Begge. (Ljósm. gel) Mér er sagt að ég eigí 600 lög á hljómplötum en sjálf hef ég enga tölu á þeim, segir Mönica Zetterlund djass- söngkona og leikkona sem skemmtir reykvíkingum nú um helgina skemmtiefni Sviþjóðar og hafa verið það um árabil. Þeir Hasse og Tage hafa einnig gert kvik- myndir sem Monica hefur leikið i og munu islendingar vafalaust þekkja best Eplastriðið sem sýnt var i Háskólabiói fyrir nokkru. Einnig hefur hún leikið i myndum annarra, t.d. Vestur- förum. Monica hefur þó alltaf af og til gefið sér tima til að syngja inn á plötur og kvaðst hún hafa heyrt það hjá einhverjum plötusnúð fyrir skömmu að þau væru orð in um 600 lögin sem hún hefur sungið inn á plötur. Sjálf kvaðst hún enga tölu hafa á þeim. Samstarf hennar og Lars Begge hófst árið 1959 en auk þess að vera undirleikari Mon- icu fæst Lars við tónlistar- kennslu, útsetningar og söng- stjórn. Sture Ákeerberg hefur leikið með konu sinni siöan um 1970 en auk þess er hann „free- lance” tónlistarmaður og hefur fengist við alls kyns tónlistar- flutning i útvarpi, á plötum og sjónvarpi. Pétur östlund ætti að vera óþarfi að kynna fyrir islending- um. Hann hefur dvalist i Sviþjóð um nokkurra ára skeið og virð- ist hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Auk þess að koma sér upp fjölskyldu hef- ur hann kennt slagverksleik við tónlistarháskólann i Stokk- hólmi. Hann hefur ásamt fleir- um fengið það verkefni að endurnýja námsefni i slag- verksleik fyrir sænska tón- listarskólakerfið en það er allt i endurskoðun um þessar mund- ir. Pétur hefur einnig fengist við að leika með hljómsveitum, einkum djass, og hann lék i reviu eftir þá Hasse og Tage sem gekk 200 sinnum- Pétur virðist njóta mikils álits sem tónlistarmaður i Sviþjóð þvi nýlega var honum úthlutað listamannalaunum frá sænska rikinu að upphæð 10 þúsund sænskar krónur. Engin skilyrði fylgdu þessum styrk en Pétur kvaðst ætla að verja honum til að ljúka við tvö æfingahefti fyrir trommuleikara sem hann hefur i smiðum. —ÞH Allt kyrrt á Kröflusvædi ,,Það hefur allt veriö ró- legt á svæðinu i dag, alls enginn skjálfti mælst, en þaö koniu einn eöa tveir smá- skjálftar i nótt er leiö, það er ekki svo gott aö sjá hvort um var aö ræða einn nokkuö snarpan skjálfta eöa tvo litla sem hafa svo til runnið sam- an, en að öðru leyti er allt ró- legt hér”, sagði Einar Ein- arsson á Skammadalshóli er við ræddum við hann i gær- dag. Einar sagðist ekki vera trúaður á að þessi hrina sem hófst i fyrradag væri alveg gengin yfir, sagði hann að vanalega hefðu svona skjálftahrinur staðið lengur. en það gætu komið svona hlé á milli. Einar Oddsson, formaður ajmannavarnarnefndarinn- ar i Vik, sagði að vegurinn yfir Mýrdalssand hefði verið opnaður aftur i gærmorgun, eftir að hafa verið lokaður alla nóttina og yrði hann op- inn áfram, nema ný skjálfta- hrina kæmi. —S.dór 108skjálftar viö Kröflu Það heldur áfram að skjálfa á Kröflusvæðinu, margir skjálftar en litlir. 1 gær kl. 15.00 þegar lesið var af skjálftamælunum höfðu mælst 108 skjálftar yfir sólarhringinn sem er mun minna en daginn áður þegar skjálftafjöldinn fór yfir 140, sem var nýtt met. Landris heldur áfram , en hefur hægt mikið á sér. Norðurendi stöðvarhússins við Kröflu er nú kominn i 9,3 mm miðað við suðurendann, en segja má að landris hafi svo til stöðvast nú i nokkra daga, aðeins hefur þó þokast uppá við. —-S.dór Yfirlitskort af athafnasvæðinu við Sundahöfn. Likan af hluta Sundahafnar f Straumfræöistofnuninni. Sundabakki og Korngarður lengdir Síðan verður hafist handa við þriðja hlutann — Kleppsgarð Að undanförnu hafa far- ið fram hjá Straumfræði- stofnun islands líkanatil- raunir með fyrirhugaða stækkun Sundahafnar. Er þar um að ræða byggingu þriðja hafnarbakkans í þeim hluta sem fyrir er ásamt frekari stækkun hafnarinnar til vesturs sem þó er framtíðar- draumur enn sem komið er. Segja má að tilraunir þessar hafi hafist veturinn 1973-74 þegar komið var fyrir duflum i Við- eyjarsundi sem mældu ölduhæð og straumþunga i sundinu. Unnið var úr þeim upplýsingum sem þannig var aflað i Dansk Hydraulisk Institut i Kaup mannahöfn en i nóvembermánuði sl. var hafist handa við byggingu likans af Sundahöfn i Straum- fræðistofnuninni i Keldnaholti. Stofnunin hefur nýlega fengið mjög fullkomnar vélar af danskri gerð til að framleiða öldur i likan- inu. Eru þær þannig að upplýs- ingar um verstu veðurskilyrði og mestu ölduhæð eru gataðar á strimil sem rennt er i gegnum einskonar lesara sem ræður úr götunum þær upplýsingar sem ölduvélin þarf til að framleiða öldur. 1 höfninni var siðan komið fyrir nákvæmum eftirlikingum af þremur skipum, misstórum, og mælt hvernig áhrif öldurnar höfðu á hreyfingar skipanna i höfninni miðað við ýmsa mögu- leika á fyrirkomulagi hafnar- garða. 1 fyrstu var gert ráð fyrir þvi að byggja Kleppsgarð i framhaldi af Sundabakka (miðbakkánum) til norðausturs. Það gafst ekki nógu vel þvi við það varð lögun hafnar-' innar svo regluleg að mikið sog myndaðist. Hefðu skipin hreyfst við þær aðstæður um 1.5 metra fram og til baka við hafnar- bakkann. Var þá reynt að gera 65 metra langt skarð milli Sunda- bakka og Kleppsbakka og lengja þann fyrrnefnda. Við það raskað- Framhald á bls. 18. SAMKEPPNI ÞJÓÐVILJANS UM VEGGSPJALD Þátttakendur eru minntir á að skila tillögum til trúnaðarmanns dómnefndar, Finns Torfa Hjörleifssonar, sem veitir upplýsingar i sima 81333. Skilafrestur er til 30, mars nk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.