Þjóðviljinn - 26.03.1977, Síða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Síða 3
Laugardagur 26. mprs 1977 þjóÐVILJINN — SIÐA 3 Erlendar fréttir í stuttu máli Bandaríkjaþingfordæmir kópadráp MONTREUX, Sviss 25/3 Reuter — Franz Weber, svisslendingur sem er forustumaður náttúruverndarsamtaka, sagðist i dag hafa i hyggju að byggja verksmiðju'i Labrador i Kanada og yrðu þar framleidd gerviselskinn. Myndi framleiðslan á gervi- skinnunum verða til þess að stöðva drápið á selkópum við Ný- fundnaland. Selveiðarnar á þeim slóðum fara fram árlega og hófust snemma i þessum mánuði. Hefur að þessu sinni verið gefið opin- bert leyfi til þess að drepa 170.000 seli, aðallega kópa, en hvit skinn þeirra eru mjög eftirsótt tískuvara. Veiðar þessar fara fram á næsta grimmdarfullan hátt og hefur þeim oft verið harð- lega mótmælt, einnig i ár. Fyrir tveimur dögum fordæmdi full- trúadeild Bandarikjaþings veiðarnar á þeim grundvelli, að þær væru stundaðar af grimmd og mannúðarleysi. Mótmælafasta tibetskra útlaga NÝJU-DELHI 24/3 — Um 80.000 tibetskir flóttamenn i mörgum löndum hyggjast fasta á morgun i samúðarskyni við sjö landa sina i Nýju-Delhi,sem ákveðið hafa að svelta sig i hel. Er þetta haft eftir talsmanni tibetskra útlaga. Tibetarnir sjö hófu föstuna s.l. sunnudag og hafast við fyrir framan byggingu upplýsingastofnunar Sameinuðu þjóðanna i Nýju-Delhi. Þeir segjast vera staðráðnir i þvi að svelta sig til bana ef Sameinuðu þjóðirnar fylgi ekki eftir ályktunum sinum um réttindi og sjálfsákvörðunarrétt tibetsku þjóðarinnar. Tibet er sem kunnugt er innlimað i Kina, og mennirnir sjö eru úr hópi flóttamanna sem flýðu land 1959 eftir að uppreisn hafði verið gerð gegn kinverjum. Fjöldaaftökur og pyndingar SYDNEY 25/3 — Aströlsk hreyfing, sem styður sjálfstæðisbar- áttu ibúanna á Austur-Timor er fyrrum var portúgölsk nýlenda, skýrði svo frá i dag að um 1500 manns hefðu i siðustu viku komist undan úr einangrunarfangabúðum Indónesiustjórnar og sagt ófagrar sögur af pyndingum og aftökum. Umræddir flóttamenn komust undan til svæða á eynni, sem Fretilin, sjálfstæðis- hreyfing Austur-Timor hefur á valdi sinu. Haft er eftir talsmanni Fretilin að margir ibúar hinnar fyrr- verandi nýlendu liði hungur undir stjórn indónesa og aðrir beri merki eftir pyndingar. Flóttamennirnir skýrðu svo frá að indónesar hefðu tekið um 350 manns af lifi i Dili, höfuðborg Aust- ur-Timor, dagana 7-9 des. 1975. Meðal hinna myrtu var eiginkona Rogerios Lobato, leiðtoga Fretilin. James Dunn, fyrrum ræðismaður Astraliu á Austur-Timor, skýrði bandariskum þingnefndum nýlega svo frá að þúsundir óbreyttra borgara hefðu verið drepnar á Austur-TImor eftir að Indónesia innlimaði svæðið. Það gerðist i júli s.l. eftir innrás indónesa, en liðsmenn Fretilin munu þó enn hafa stóran hluta hinnar fyrrverandi nýlendu á sinu valdi, enda er landslag þar vel fallið til skæruhernaðar. Dunn hafði upplýsingar sinar einkum eftir austurtimorskum flóttamönnum i Portúgal. Leiötogar spænskra kommúnista: Jafnandvigir Nató og Varsjár- bandalaginu MOSKVU 24/3 Reuter — Dolores Ibarruri, forseti Kommúnista- flokks Spánar, lýsti þvi yfir i dag að meginmarkmið flokksins væru náðun til handa öllum pólitiskum föngum og útlögum, fullt og löglegt starfsleyfi fyrir alla stjórnmálaflokka og frjálsar kosningar. Hlutverk Kommúnistaflokksins væri sagði Ibarruri, að tryggja að lýðræðisþróunin á Spáni yrði ekki einungis i orði, heldur og á borði. Dolores Ibarruri kvaðst einnig vera andvig þvi að Spánn gengi i Nató, enda myndi þátttaka Spánar i þvi bandalagi ekki einungis striða gegn hagsmunum Spánar, heldur og skaða öryggi Evrópu i heild. Aðalritari Kommúnistaflokksins, Santago Carrillo, lét samskonar álit i ljós fyrr á árinu, en hann kvaðst andvigur skipt- ingu Evrópu i áhrifasvæði milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna og væri flokkur hans jafnandvigur Varsjárbandalaginu og Nató. Dolores Ibarruri, sem nú er 81 árs að aldri, gat sér mikla frægð i spænsku borgarastyrjöldinni undir nafninu La Pasionaria. Hún hefur lengstum siðan dvalið i útlegð i Sovétrikjunum og hefur enn ekki fengið leyfi til þess að snúa heim til föðurlands sins. Polanski kæröur fyrir kynferöisafbrot LOS ANGELES 24/3 Reuter — Héraðskviðdómur I Los Angeles lagði i dag fram kæru á hendur kvikmyndahöfundinum Roman Polanski fyrir nauðgun, kynvillu og kynferðislega öfugugga- framkomu við 13 ára gamla stúlku. Polanski var handtekinn 11. mars eftir að hafa tekið myndir af stúlkunni á heimili leikarans Jacks Nicholson. Anjelica Huston, vinkona Nicholsons og dóttir kvikmyndatökustjórans Johns Huston, var einnig handtekin fyr- ir að hafa i fórum sinum kókain. Polanski, sem er pólskur að þjóðerni, er höfundur frægra kvik- mynda eins og Rosemary’s baby og Chinatown. Hann var kvænt- ur leikkonunni Sharon Tate, sem Manson-hópurinn myrti. Pol- anski getur átt von á langri fangelsisvist, verði hann fundinn sekur. Nýtt ritverk um frú Sjiang Sjing Ósigur Sjiang Sjing, eiginkonu Maós formanns, hefur verið mjög til umræðu undanfarið, og nú hef- ur bandariskur sérfræðingur um kinversk málefni, Roxane Witke, sent frá sér mikið ritverk, um lif og starf þessarar konu, sem um tima var meðal æðstu ráðamanna Kina er virðist nú hafa beðið full- Pakistan: Stjórnar- andstæd- ingar handteknir ISLAMABAD 25/3 Reuter — Lög- reglan i Pakistan hefur hafið handtökur á forustumönnum stjórnarandstöðunnar eftir að þeir höfðu hafnað tilboði Zulfik- ars Ali Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, um sáttaviðræður og endurtekið fyrri kröfur um að Bhutto segði af sér. Stjórnarand- staðan, sem er bandalag niu stjórnmálaflokka, heldui þvi fram aðstjórn Bhuttos hafi falsað úrslit kosninganna þar i landi ný- verið sér i vii, en samkvæmt til- kynntum niðurstöðum kosning- anna vann flokkur Bhuttos, Þjóðarflokkur Pakistans, mikinn sigur i þeim. Stjórnir hinna fjögurra fylkja, sem Pakistan er skipt i, upplýstu i NÝJU-DELHI 25/3 Reuter — Svo er að sjá að tekist hafi samkomu- lag milli Janata, aðalsigurvegara indversku kosninganna, og stuðn- ingsflokks þess Lýðræðislega Þjóðþingsflokksins, um skipun ráðherra i hina nýju stjórn. Hef- ur Morarji Desai, forsætisráð- herra og formaður Janata- bandalagsins, tilkynnt skipun 20 manna i rikisstjórn. Meðal þeirra kominn pólitiskan ósigur. Er bók- in byggð á einkaviðtöium Witke við Sjiang Sjing. Mynd þessi, sem er frá 1947, er af Maó og Sjiang Sjing hjá heimili þeirra i Jenan i Sénsi, sem var höfuðborg kin- verskra kommúnista uns þeir sigruðu i byltingarstyrjöldinni. /.ulfikar Ali Bhutto — stjórnar- andstæAingar beittir hörAu dag að herinn, lögregl?in og aðrar öryggissveitir hefðu fengið skip- un um að skjóta fyrirvaralaust alla þá menn, er staðnir væru að ofbeldi hverskonar, ránum, brennum og skemmdarverkum. Stjórnarandstaðan hafði boðað til allsherjarverkfalls á morgun og undanfarið hefur hún staðið að miklum mótmælaaðgerðum gegn stjórninni. Hefur i þvi sambandi komið til mikilla óreiða og hafa að minnsta kosti 80 manns látið lifið i þeim. Mestar hafa óeirðirn- ar orðið i borgunum Karachi, Lahore, Multan og Hyderabad. eru Charan Singh, leiðtogi Ind- verska þjóðarflokksins, sem sagður er fylgismikill meðal smábænda, og Jagjivan Ram, leiðtogi Lýðræðislega þjóðþings- flokksins. Aður hafði heyrst að stjórnarmyndun tefðist vegna deilna þessara leiðtoga um em- bætti varaforsætisráðherra. Ram hafði einnig keppt við Desai um forsætisráðherraembættið. Vilja hjálpa OLSÓ 25/3 Reuter — Rikis- stjórn Noregs hefur lagt til að Noregur veiti þjóðfrelsis- hreyfingum i Suður-Afriku, Ródesiu og Namibiu tólf miljónir norskra króna i þróunaraðstoð. Stórþingið mun fjalla um málið og greiða um það atkvæði. Belgi dæmd- ur í Lenín- grad MOSKVU 25/3 Reuter - Antoon Pype, 31 árs gamall belgiumaður, var i dag dæmdur til fimm ára vistar i vinnubúðum fyrir að hafa dreift bæklingum i háskólan- um i Leningrad. Var hann á- kærður fyrir andsovéskan áróður. Nordmenn auka oliu- vinnslu OSLÓ 25/3 Reuter — Norska stjórnin hefur lagt til að oliu- vinnsla verði hafin á 16 nýj- um stöðum i norska hluta Norðursjávar, þar á meðal á svæði austur af Statfjord- svæðinu (sem er austur af Sogni). Er talið að þar sé um að ræða eina af auðugustu oliulindum heims á sjávar- botni, og hefur hún verið tek- in frá handa Statoil, hinu rikisrekna oliufélagi norð- manna. Ráðstefna um Palestínu A morgun,sunnudaginn 27. mars mun Palestinunefndin á tslandi gangast fyrir liðs- mannaráðstefnu i Félags- stofnun stúdenta við Hring- braut. A ráðstefnunni verður framtiðarskipulagning og verkefni nefndarinnar rædd. Palestinunefndin á tslandi stendur á grundvelli skil- yrðislauss stuðnings við PLO o g þjóðfrelsisbaráttu palestinuaraba. og aðiljar að henni geta allir þeir einstak- lingar orðið sem þannig vilja stvðja baráttu palestinu- araba. Á ráðstefnunni verð- ur grundvöllur nefndarinnar útskvrður og ræddur. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem áhuga hafa á að leggja baráttu palestinu- araba lið. Ráðstefnan hefst kl. 14.00. og er þátttökugjald kr. 500. Palestinunefndin á islandi. Ný Indlandsstjórn Auglýsinga myndagetraun I gær var dregið úr yfir 200 lausn- um sem bárust við fyrstu aug- lýsingamyndagetraun Þjóðvilj- ans. Út var dregið nafn Jónasar Sigur- jónssonar, HjarAarhóli 12 Húsa vik. Rétt lausn getraunarinnar er: „Steinavör seiur Hestar gerðir veiöarfæra.” Þjóðviljinn þakkar þeim fjöl- mörgu sem sendu lausnir við gátunni og sérstakar kveðjur sendum við Jóhanni, en bréf hans endaði á þessum orðum: „Verð- launin gef ég ÞjóAviljanum fari svo óliklega, aö þau komi i minn hlut. J.S." / URSLIT

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.