Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mars 1977 Leikendur i „Sandkassanum eftir Ken Anderson, sem nemendur MT frumsýna á morgun, Hvemig er umhorfs á leikvellinum Varð- Menntaskólinn viö Tjörnina frumsýnir á sunnudaginn leik- ritið Sandkassann eftir sænska leikritahöfundinn Ken Ander- son. Leikrit þetta er reyndar ekki verk eins manns heldur ár- angur af hópstarfi leikara viö Borgarleikhúsið i Gautaborg, þar sem Ken var leikari. Hann tók sig svo til sfðar og festi á blað spuna (improvisasion) leikaranna. býðinguna geröi Stefán Bald- ursson en leikstjóri er Gisli Rúnar Jónsson. Aö ööru leyti sjá nemendur algerlega sjálfir um allt sem lýtur aö sýningunni. Leikmynd var gerö af nem. á myndlistarsviðiskólans og tveir strákar í skólanum sáu um smiöina ásamt leikurunum. Pianóundirleik annast einn nemandinn, Bjargey Ingólfs- dóttir og annar nem. Bergþór Pálsson samdi tvö ný lög við leikinn. Nemendur hafa æft af kappi siöan I febrúarbyrjun og i gær brugðum við okkur upp i Breiö- holtsskóla þar sem átti aö fara að leggja siöustu hönd á verkið, og ræddum viö þá af leikurun- um sem komnir voru. — Þetta verk hefur veriö sýnt borg? hér áöur, sögöu þeir, Leikfrum- an sýndi þaö fyrir nokkrum ár- um I Reykjavik og viöar og eins var þaö sýnt á Akureyri. Viö sleppum siöasta þættinum gæjakaflanum, okkur finnst hann oröinn of gamaldags. En I staöinn sömdum viö eftirleik og lika bættum viö forleik framan viö verkið. Svo sömdum viö lika smáþátt inni sem viö köllum sjónvarpsþátt. — Sandkassinner ádeiluverk. Þaö er ádeila á barnauppeldi. Leikurinn gerist á leikvelli nán- ar tiltekið I sandkassa. Sam- skipti foreldra og barna koma vel fram I leiknum og til aö und- irstrika hvernig þeim er farið látum viö foreldrana vera turn inn á leiksviöinu og þeir nota lúöra til aö kalla á krakkana sina. Samskiptin eru nefnilega ákaflega einhliöa. Leikvöllurinn ber lika nafn I samræmi viö þetta en hann heitir Varöborg. — Við skjótum lika inn i at- riðum þar sem börnin eru sýnd fullorðin og í samtölum viö for- eldrana kemur fram hvernig þau hafa mótast af uppeldinu. Eftirleikurinn er lika látinn ger- ast siöar eöa eftir 30 ár. Þá höf- um við einnig búiö til tvær per- sónur, þær Kómediu og Tragi- dlu sem kynna persónur leiks- ins. Menntaskólinn viö Tjörnina hefur einu sinni áöur sett upp leikrit en áhugi nemenda virtist þá ekki vera nógu mikill, en að sögn leikaranna hefur mikill leiklistaráhugi gripiö um sig I skólanum nú og þeir vonast eftir mikilli aösókn. Eins og áður segir veröur frumsýningin á sunnudaginn kl. 20.30 i Breiðholtsskóla og slöan veröa sýningar á sama staö og tlma á mánudag og þriöjudag. Miöar veröa seldir viö inngang- inn og I Menntaskólanum. Þess má geta aö lokum aö menntskælingar I Kópavogi eru aö sýna leikritiö Elliheimiliö eftir sama höfund en þaö er llka ádeiluverk. —hs Heimir Hannesson formaður Feröamálaráðs tslands og E.P. Kearney framkvæmdastjóri Ferðamála- ráðs Evrópu (Ljósm.: GEL) Hljómleikarnir verða í dag!! Rétt er að vekja athygli á því að það er í dag klukk- an tvö sem hljómleikar Skólahljómsveitar Kópa- vogs verða haldnir í Há- skólabíói/ en ekki um þar- næstu helgi eins og rang- hermt var í Þjóðviljanum í fyrradag. Eru þetta tíu ára af- mælistónleikar hljómsveit- arinnar, sem fyrir skömmu tók upp á hljóm- plötu mörg þeirra laga sem flutt verða í Háskólabíói. Dannebrog til Svöyu Storr Margrét Danadrottning hefur sæmt frú Svövu Storr, eiginkonu danska aöalræöismannsins Lud- vig Storr, riddarakrossi Danne- brogoröunnar. í kvöldveröarboöi I danska sendiráöinu 22. þ.m. afhenti utan- rikisráöherra dana K.B. Andersen frú Storr heiöurs- merkiö. í ræöu sinni viö þaö tæki- færi lagöi utanrikisráöherran áherslu á hina miklu hjálp sem frú Storr á liðnum árum hefur veitt sjúklingum frá Grænlandi sem lagöir hafa veriö inn á sjúkrahús hér á landi til lækn- inga. Ráöstefnuferda- menn gefa 5 sinn- um meira af sér en venjulegir ferðamenn adrir r Irskur ferðamálasérfrœðingur leggur á ráðin Hér á landi er nú staddur irski ferðamálasérfræöingurinn E.P.Kearney sem er aöalfram- kvæmdastjóri ráöstefnuráös Irska lýöveldisins og auk þess framkvæmdastjóri ETC (European Travel Commission) en aö þeirri nefnd standa 24 lönd I V-Evrópu. Kearney er hér i boöi Feröamálaráös íslands til aö leggja á ráöin hvernig auka megi ráöstefnuhald á tslandi en irum hefur oröiö mjög vel ágengt á undanförnum árum aö laöa til sin alþjóölegar ráöstefnur og mun Kearney eiga þar stóran hlut aö máli. Kearney sagöi aö ráöstefnuráö- iö Irska samanstæði af fulltrúum allra helstu aðila sem hag heföu af ráöstefnuferöamönnum á lr- landi og heföi veriö unniö mark- visst aö þvi siöan 1960 aö fjölga ráöstefnum I landinu. Arangurinn væri sá að 1960 komu 2000 ráö- stefnugestir til Irlands, áriö 1972 voru þeir 20.000 og 1974 40.000 og gert væri ráö fyrir 60.000 gestum áriö 1980. Reynslan sýndi aö þess- ir gestir eyddu i peningum aö meðaltali fimm sinnum meira en venjulegir feröamenn. Nú væri svo komiö aö feröamannaiön- aöurinn á trlandi væri oröinn annar stæráti atvinnuvegurinn þar. Kearney sagöi aö miklu meiri framtiö væri I ráöstefnutúrisma næsta áratuginn heldur en venju- legum túrisma og búist væri viö aö ráöstefnugestir I heiminum yröu helmingi fleiri I lok næsta áratugs en nú er. Fljótlega eftir aö Feröamála- ráö tslands tók til starfa I fyrra var skipuö nefnd sem i eiga sæti Haraldur J. Hamar, Erling Aspelund og Einar Olgeirsson til aö vinna aö auknu ráöstefnuhaldi á tslandi. Eitt helsta ráöiö til aö laöa aö ráöstefnur aö sögn Kearneys er aö innlendir menn sem færu á ráöstefnur erlendis væru eins konar sendifulltrúar lands sins og beittu sér fyrir þvi aö fá næstu ráðstefnu heim. 1 þvi skyni væri nauösynlegt að þeir heföu nauö- synlegar upplýsingar i höndum og fengju jafnvel fjárhagsstuön- ing til örvunar. —GFr Mesta at- vinnuleysi eftir stríð PARIS Reuter — Yfir 972.000 franskir verkamenn voru atvinnulausir I febrúar, eöa um 4.47% vinnuaflsins, og er þetta mesta atvinnu- leysi i landinu eftir siöari heimsstyrjöld. Atvinnu- leysisaukningin er 2.85% frá þvi i janúar og 8.3% frá þvi i febrúar i fyrra. Leiðrétting I frétt um byggingu heimilis fyrir aldraöa viö Dalbraut sem birtist i blaöinu sl. miövikudag var sagt aö læknavakt yröi i hús- inu allan sólarhringinn. Þetta er ekki rétt, læknir veröur ekki á vakt en hins vegar veröur vakt i húsinu sem fólkiö getur leitaö til beri eitthvaö út af. Þetta leiörétt- ist hér meö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.