Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis. (Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Ctbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: Clfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson 'SIÖumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Prentún: Biaöaprent hf. Hvar eru þessar 11-12 þúsund miljón- ir króna? Sem kunnugt er þá er helsti útflutnings- markaður okkar islendinga vestur i Bandarikjunum. Þar eru starfandi að fiskvinnslu og fisksölu islensk dótturfyrir- tæki bæði frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Sambandi islenskra samvinnu- félaga. A forsiðu Þjóðviljans i gær var vakin at- hygli á þvi hversu gifurlega miklu meira fékkst fyrir islenskar sjávarafurðir á Bandarikjamarkaði i fyrra heldur en árið áður. Samkvæmt opinberum óyggjandi heimildum frá söluaðilunum sjálfum þá hækkaði söluverðmæti þeirra afurða sem fóru til Bandarikjanna um hendur SIS og dótturfyrirtækis þess um 42,5% en sölu- verðmæti þeirra afurða sem fóru um hendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hækkaði um 45% — hvort tveggja mælt i dollurum. Söluverðmæti jókst hjá dótturfyrirtæki SIS úr 34 miljónum Bandarikjadollara og i 48,5 miljónir dollara, eða um 14,5 miljónir dollara á þessu eina ári 1976. Söluverð- mætið jókst hjá dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna úr 100 miljónum Bandarikjadollara og i 145 miljónir dollara eða um 45 miljónir doll- ara á þessu eina ári 1976. Samtals eykst verðmæti seldra sjávar- afurða islenskra í Bandarikjunum úr 134 miljónum dollara árið 1975 i 193,5 miijónir dollara árið 1976, eða um 59,5 miljónir dollara. Sé þessi upphæð — hækkunin á einu ári — umreiknuð i islenskar krónur sam- kvæmt núverandi gengi, þá kemur i ljós, að þessi verðmætisauki, sem okkur áskotnaðist vestur i Bandarikjunum árið 1976 umfram það sem fékkst fyrir söluna árið áður, nemur alinokkuð á 12. miljarð islenskra króna, þ.e. kr. 11.370 miljónir. Þetta er gifurlega há upphæð. — Hún er svo há, að fyrir sömu upphæð væri til dæmis hægt að hækka laun 31.600 einstak- linga um kr. 360.000,- á ári.það er um kr. 30.000,- á mánuði — t.d. þeirra sem hafa nú kr. 70.000,- á mánuði upp í kr. 100.000,- og þeirra sem hafa kr. 80.000,- á mánuði upp i kr. 110.000,- Og við minnum á, að 31.600 einstaklingar eru um 70% alls þess fólks, sem er i verkalýðsfélögum innan Al- þýðusambands íslands. Og þessi háa tala kr. 11.370.000.00,- hún er bara hækkun söluverðmætis á einu ein- asta ári, fyrir fiskinn okkar, sem seldur er til Bandarikjanna! Vert er að hafa hér alveg sérstaklega i huga, að þarna er ekki um að ræða ein- hverja gerfihækkun, hækkun i verðbólgu- krónum. — Nei, þetta er hækkun mæld i nokkurn veginn raunverulegum verðmæt- um, það er að segja i dollurum, og hún er tilkomin fyrst og fremst vegna gifurlegrar verðhækkunar á hver ja einingu, en einnig er um nokkra magnaukningu að ræða og hækkun vegna þess að meira en áður er verkað i flök en minna i blokkir. Aukning i raunverulegum verðmætum upp á 11-12.000 miljónir króna, bara á Bandarikjamarkaðinum einum. Hvað varð um þessa peninga? —Er ekki timabært að heimta svör við þvi? Sjálfsagt hefur verið um nokkra hækkun tilkostnaðar að ræða við framleiðslu og sölu vörunnar, en áreiðanlega ekkert ná- lægt þessum risaupphæðum. Fóru þessar stórauknu útflutnings- tekjur máske i það, að mæta samsvarandi hækkun á verði innfluttra vara? Nei, þvi fór fjarri. Erlent verð á innfluttum vörum hækkaði til jafnaðar aðeins um 5-7% á siðasta ári samkvæmt opinberum upp- lýsingum i stað t.d. 34% hækkunar á árinu 1974. — Verðmæti söluafurða okkar i Bandarikjunum hækkaði hins vegar um 40-50% á siðasta ári. Fóru þessi auknu verðmæti, sem við fengum fyrir þorsk okkar og ýsu i Banda- rikjunum þá ef til vill i vasa almennings á Islandi, t.d. fólksins sem vinnur i frysti- húsunum? Nei, — alls ekkert af þessum 11-12 þús. miljónum króna fór þangað. A sama árinu og svo myndarlega hækkaði i islenskum fjárhirslum vestur i Bandarikjunum þá fékk verkafólk á íslandi alls engar kjara- bætur. Það fékk að visu fleiri krónur, en þar sem verðlag hækkaði meira en laun, þá versnuðu kjörin enn. Hækkunin sem fékkst fyrir fiskinn vestur i Bandarikjun- um var sem sagt greidd i raunverulegum verðmætum en hækkunin á launum verka- fólks var ekki greidd i raunverulegum verðmætum og var i raun alls engin þar sem kaupmáttur launanna fór lækkandi en ekki hækkandi. Upphæð sem hefði dugað til að hækka laun sjö af hverjum tiu félagsmanna i verkalýðsfélögunum á íslandi um 30 þús. á mánuði, — það er há upphæð. Verkalýðshreyfingin á íslandi hlýtur að krefjast þess að fá greinargóð svör um hvað varð af öllum þessum verðmætum, — og sala á útflutningsvörum okkar hefur svo sem gengið vel viðar en i Banda- rikjunum. Að lokum er vert að minna þó alveg sér- staklega á, að enn má vænta mjög veru- legrar hækkunar á heildarsöluverðmæti fiskafurða okkar i Bandarikjunum á þessu ári 1977, miðað við heildarsöluverðmæti siðasta árs, þar sem mjög miklar hækkanir áttu sér einmitt stað undir lok ársins 1976. Það dugar ekki að taka við digrum sjóðum i dollurum og gulli fyrir útfluttan fisk en neita að hækka kaupið nema með falskrónum. Nú hefur verkalýðshreyfingin hugsað sér að binda enda á þessa ósvinnu. Til þess þarf hún stóraukið pólitiskt vald og órofa samstöðu fjöldans. k. Þeir eiga framsókn Kristinn Finnbogason hefur enn einu sinni fengiö staöfesta stjórn slna á Framsóknar- flokknum. Þórarinn Þórarins- son, Einar Ágústsson og Sverrir Bergmann — þrir efstu menn Framsóknarlistans I Reykjavik i siöustu kosningum — kusu aö styöja Kristin sem formann Fulltrúaráðs framsóknarfélag- anna i Reykjavík. Ástæöan til þess kann aö vera mörgum hul- in og veröur þess vegna rifjuö upp hér. Þeir Jón Aöalsteinn Jónasson i Sportval, Kristinn Finnboga- son, „kraftaverkamaður”, og Alfreö Þorsteinsson eru valda- mestu mennirnir i Framsóknar- félagi Reykjavikur. Þeir lRa á félagiö sem eign sina, rétt eins og Jón Aöalsteinn á fyrirtækiö Sportval. Samkvæmt þessu hef- ur hver nefndra þriggja manna allstóran hóp manna á sinum snærum, og i rauninni ráöa þeir viðkomandi félagi al- veg. Þegar kemur aö prófkjöri um framboðslista framsóknar i Reykjavik ráöa þeir feröinni; þeirra er mátturinn og á honum byggist „dýrð” þeirra þing- manna sem hér voru nefndir. Þórarinn, Einar og Sverrir þora ekki ööru en aö hlýöa, sitja og standa eins og Kristinn, Jón Aöalsteinn og Alfreö skipa þeim. Þetta er kjarni málsins. Ef þeir Þórarinn, Einar og Sverrir risa gegn almættinu veröur þeim samstundis sparkaö út af þinglista Fram sóknarflokksins. Kristinn og félagar ráöa úrslitum próf- kjörsins. Þeir eiga Fram- sóknarfélag Reykjavikur. „...erfitt þetta með vinstri Þrátt fyrir þessar staöreyndir um völd braskaranna yfir Framsóknarflokknum I Reykja- vlk, reyna forystumenn Fram- sóknarflokksins sem best þeir geta aö breiöa yfir hinar óþægi- legu staöreyndir. Þeir leyfa ein- um og einum þingmanni sinum aö látast vera vinstrisinnaðir, þvert ofan I almenna stefnu flokksins. En þessi sýndar- mennska er erfiö þvi núoröiö eru varla til nokkrir vinstri- menn i Framsóknarflokknum. Kannski hefur þessi sýndar- mennska framsóknarforystunn- ar aldrei veriö skýrö betur en i myndasögunni „Kubbur” sem birtist i Timanum I gær. Er hún birt hér i þættinum I dag til glöggvunar. Orö þarf ekki fleiri. Slepjulegur málflutningur Mikil iifandis ósköp er leiöin- legt að lesa þessar innantómu ræöur um Noröurlandaráö og norræna samvinnu frá fólki sem meinar ekkert meö oröum sín- um, en er hvenær sem er reiöu- búiö til þess aö kasta sér undir vald og vilja bandarikjamanna. Af þessu tilefnimá gjarnan rifja upp einkum fyrir þá sem ungir eru aö árum aö þegar Noröur- landaráö var stofnaö voru margir þingmenn Sjálfstæöis- flokksins og Framsóknarflokks- ins eindregiö á móti stofnun þess og aöild Islands aö ráöinu. Sóslalistaflokkurinn var hlynnt- ur aöild aö Noröurlandaráöi, en þegar til kastanna kom var allt reynt til aö útiloka hann. Þaö var gert meö þvi fyrstu árin aö kjósa þrjá menn I neöri deild og 'tvo menn I efri i ráöiö af Islands hálfu; hefði veriö kosið i Sam- einuöu þingi átti flokkurinn þó rétt á einum manni af fimm. Þessar aöfarir undirstrika lýö- ræöisást ráöamanna ihalds- flokkanna allra þegar til kast- anna kemur ^ athafnir rekast oft óþyrmilega á viö velluna og helgislepjuna i málflutningnum. m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.