Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 En það eru lágmarkskröfur til þjódfélagsins, að hver og einn þroskaheftur einstaklingur geti öðlast þann þroska, sem honum er unnt og geti lifað og starfað,svo sem honum ermeð bestu aðstoð eðlilegt Hvers eiga þau að gjalda? Málefni vangefinna og ann- arra þroskaheftra hafa veriö nokkuö í sviösljósinu ööru hverju a.m.k. siöustu misseri og vissulega eru þau enn á dagskrá. Lengi vel var þaö svo, aö málefni vangefinna voru ekki rædd i almennum umræöum og raunhæfar Urbætur þvi engar, þvi aö orö eru jú til alls fyrst Nú heyrist hins vegar mjög um þessi mál rætt, og allt er þaö tal á einn veg. Allir eru sammála um, aö mikilla og skjótra úrbóta sé þörf og núverandi ástand Sé óviöunandi. Sumir hafa á reiöum höndum patentlausnir og hampa þeim gjaman til aö undirstrika hinn brennandi áhuga sinn i þessum efnum. Þaö mætti þvi ætla, aö nú væru þessi mál i góöu lagi og þjóöfélagi okkar til sóma, svo lengi hefur þetta eldhugatal hljómaö af munni áhrifamanna og dropiö úr penna þeirra. En hér hefur fariö, eins og um margt annaö, aö samræmiö milli oröa og athafna er harla litiö. Skeleggustu málsvarar þroskaheftra hafa ætíö veriö vinstri sinnaö fólk i landinu.og á vettvangi stjórnmálanna hafa Alþýöubandalagsmenn veriö þar I broddi fylkingar. Þetta þarf engan aö undra. En furöu- legra er hitt, aö hægri sinnar hafa sinnt þessum málum mjög treglega eöa alls ekkert. Þeir vangefnu og þorskaheftir á ann- an hátt koma þó úr öllum þjóöfélagsstéttum og eru af þeim sökum engir sérstakir skjólstæöingar vinstri flokka. En hiö ómennska eöli hægri flokkanna kemur kannski einna best i ljós i afstööu þeirra gagn- vart þroskaheftum. Sú afstaöa mótast af sinnuleysi og jafnvel fyrirlitningu, svo og sýndarmennskukáki til aö friöa eigin samvisku viö og viö. Á þessu eru heiöarlegar og ánægjulegar undantekningar, en þvi miöur er heildarafstaöa stjórnvalda i landinu sú, sem ég hefi hér aö framan lýst sem stefnu hægri sinna. Og i þvi ligg- ur einmitt meinsemdin, þar er aö finna skýringuna á þv( hversu hörmulega lítiö hefir miöaö i rétta átt viö aö koma málefnum vangefinna og ann- arra þroskaheftra I mannsæm- andi horf hér á landi. Ekki væri sanngjarnt aö segja, aö ekkert raunhæft hafi veriö gert, en hins vegar hefir miöaö mjög hægt og allar um- bætur, sem fengist hafa, hafa veriö knúöar fram og frumkvæöi stjórnvalda fyrir- finnst hvergi. Á meban sá hugs- unarháttur rikirhjá valdhöfum, er ekki viö neinum stórstigum framförum aö búast, og þvi er kannski brýnasta hagsmuna- mál þroskaheftra þaö, aö vibhorf stjórnvalda til þeirra breytist og réttur þeirra til fyllstu þroskahjálpar veröi skýlaust virtur. Eitt hiö brýnasta, sem gera þarf, er aö koma ákveönu og skynsamlegu skipulagi á þroskahjálpina i öllum hennar myndum. 1 þvi sambandi er nauösynlegt, að yfirstjórn þess- ara mála veröi á einum staö i stjórnkerfinu og horfiö veröi frá þvi stjórnleysi, sem nú ríkir, þar sem stjórnun þessara mála er 1 höndum margra ráðuneyta. Þaö fyrirkomulag er kjöriö til aö viðhald rikjandi glundroöa og drepa á dreif þeim kröftum, sem þó fyrir hendi eru. Þetta hljóta allir aö sjá. Stjórnvöld eiga þarna auöveldan leik, sem mundi bæta stööuna gifurlega, ákveðin heildarsýn fengist og vandinn yröi auöleystari en ella. Styrktarfélög og foreldrafélög þroskaheftra barna, nýlega stofnuö landsamtök þessara aöila, svo og fjölmargir aörir styrktaraöilar eru naubsynlegir samstarfsaöilar, en einir sér og jafnvel vinnandi 1 samkeppni hver viö annan eru allir þessir aðilar vanmegnugir. A þann hátt hefur veriö unniö og þannig er lengi hægt aö vinna áfram, án þess aö verulegur árangur náist I heild — aöalvandinn veröur óleystur um ófyrirsjáanlega framtið. Hér gildir sem annars staöar: Sameinaöir stöndum vér — sundraðir föllum vér. Þaö er engan veginn auðvelt né’einfalt mál aö koma málefn- um þroskaheftra i þaö horf, sem vara þarf. Áöstaöan, sem fyrir hendi þarf aö vera, er svo marg- vlsleg, kannski jafn fjölþætt og fötlunin, sem um er aö ræöa hjá einstaklingunum, hvort sem þaö er á sál eöa lfkama eöa hvort tveggja. Það er þvl alveg ljóst, aö samhæfing allra krafta er forsenda þess, aö sá árangur náist, sem unandi er viö. Rétt er llka aö gera sér ljóst, að vand- inn veröur seint eða aldrei leystur til fulls, sérstaklega ekki, ef hver og einn einstak- lingur, sem á hjálp þarf aö halda, er hafður I huga. En þaö eru lágmarkskröfur til þjóöfélagsins, aö hver og einn þroskaheftur einstaklingur geti öölast þann þroska, sem honum erunnt, og geti lifaö og starfaö, þar sem um starfshæfni er aö ræöa, svo sem honum er meö bestuaðstoö eölilegast. Aöstaöa vangefinna er verst og ömurlegust, þeir hafa fæstra kosta völ af öllum hinum breyti- legu höpum þroskaheftra. Mest og stærst átak þarf þvi aö gera til aö skapa þeim mannsæmandi lifsaðstöðu. I málefnum þeirra hefur lika mesta tómlætiö og glundroðinn rikt. Stjórnvöld hafa ekki brugðist skyldum sín- um eins hrapallega viö neina þjóöfélagsþegna sem vangefiö fólk, og allmikiö hefur boriö á alls konar togstreitu milli þeirra, sem aö málefnum van- gefinna vinna. Þar er gjarnan deiltum leibir, sem leitt gætu til aukins þroska, einn sérfræöing- urinn vill þetta og annar hitt. Allt ber að sama brunni: heildarskipulag og stjórnun vantar. Mér finnst ekki ótrúlegt, aö heilladrjúgt væri, aö foreldra- félög vangefinna barna væru ráöameiri abili en aörir, þegar móta ' skal aöstööu fyrir vangefna. t flestum tilfellum eru vangefin börn höfö á heimil- um sinum alfariö, eins lengi og unnt er, milli þess sem þau eru þá I rannsóknum hjá sérfræö- ingum. Meöferö vangefinna barna og umfjöllun um málefni þeirra er afar viökvæmt mál, ekki einungis fyrir þann van- gefna sjálfan, sem mest á I húfi, heldur alveg eins fyrir foreldr- ana og aöra nána aöstandendur. Fyrstu árin lifir meö foreldrum einhver von um þaö, aö barniö nái umtalsveröum þroska. Þessar vonir rætast stundum að einhverju leyti, en oftar veröa þær aö engu. 1 mörgum tilfell- um eru það kannski foreldrarn- ir, sem þjást miklu meira en barniö. Þessir foreldrar eiga fullan rétt á þvl, aö tekiö sé tillit til vilja þeirra, reynslu og til- finninga. Þeirþurfa lika á vissri hjálp aö halda. Þaö á fyrir flestum vangefn- um aö liggja aö vistast alveg á einhverjum stofnunum, er þeir komast af barnsaldri a.m.k. Er ekkert viö þaö að athuga, ef um þroskandi stofnanir er aö ræöa, en ekki einfaldlega geymslu- stað, eins og við þekkjum dæmi um. En meöan foreldrar geta annast vangefiö barn sitt heima, gera þeir það. Hins vegar er þaö mikiö starf og til- finningalegt álag ekki siöur. Þessir foreldrar eiga þvi rétt á fullum skilningi stjórnvalda á þessu starfi, og eina lágmarks- tryggingu eiga þeir aö fá til aö geta haldið lengur út, án þess aö þeirra eigiö llf og heilsa sé I veöi umfram brýna þörf. Þessi lágmarkstrygging á aö minum dómi aö vera sú, aö foreldrarnir eigi aö geta á auöveldan hátt komiö barni sinu fyrir á vistheimili t.d. einn eöa tvo mánuði á ári. Foreldrarnir hafa mikia þörf fyrir hvild frá þessu erfiða starfi einhvern ákveðinn tima, og þetta fyrirkomulag yrði öllum aðilum til góös. Barniö venst viö aö vera án foreldranna, foreldrarnir hvilast og taka barniö aftur hressir og með endurnýjuöum kröftum og þjóöfélagið sjálft græöir á þessu fyrirkomulagi i tvennum skilningi. Þaö er ann- ars vegar hagkvæmt meö tilliti til fjölskyldusamfélagsins, aö barniö dveljist sem lengst heima, og hins vegar er þaö geysilegur fjárhagslegur sparn- aður. En út i þá hlið málsins fer ég ekki frekar aö sinni. Mannsæmandi aöstaöa og aðbúnaöur og fyllsta þroskahjálp til handa vangefn- um og öörum þroskaskertum einstaklingum I þjóöfélaginu útheimtir geysimikiö starf margra, ákveöna heildarstjórn og skipulagningu og mikla fjár- muni. Úr þessu skal á engan hátt dregiö hér. En viö skulum jafnframt gera okkur ljóst og vera minnug þess, aö þaö er dýrt aö halda uppi siðmenntuöu þjóðfélagi. Þetta er einn prófsteinninn á þaö, hvort viö erum fær um þaö eöa ekki. Ekki nýtt að drasli frá hernum sé sökkt hér í sjóinn Mönnum hefur aö von- um orðið tiðrætt um þá bíræfni herstöðvamanna að sökkva í sæ hér við strendur landsins ýmiss konar meira og minna vafasömu drasli og án þess, — á stundum a.m.k., — að leita leyfa hjá réttum aðilum. Þó er trúlegast að hér sé ekki neitt framtaká ferð,held- ur aðeins framhald á sögu, sem fyrir löngu hefur átt sitt upphaf, — og verður þó ekki þar fyrir að betri. t gærmorgun leit hér inn á blaöiö Karl Sigurösson, vél- stjóri. Hann skýröi okkur svo frá, aö þegar hann heföi veriö vélstjóri á Straumey, heföi hún eitt sinn flutt um þaö bil 200 tonn af skotfærum frá herstööinni og var þeim sökkt I sjó sunnan viö Reykjanes, á 1000 m. dýpi. Þarna var aballega um aö ræöa fallbyssuskot, en einnig vél- byssuskot, rakettur og þesshátt- ar góðgæti. Ekki kvaöst Karl muna ná- kvæmlega hvenær þetta heföi gerst,en þó á árabilinu 1956-1958. Karl sagöi þetta hafa verið varasaman farm, sem ekki heföi þolaö verulegt hnjask og þvi varö aö sæta góöu veöri og sjólagi. Varö Straumnesið þvl aö liggja um hriö undir Voga- stapa og blöa hagstæös veöurs. Skotfærin voru I járnbundnum trékössum, en tekin úr þeim og sökkt umbúöaiausum. Tveir amerlkumenn voru meö I för- inni til aö fylgjast meö þvi, aö allt færi nú fram meö „lögleg- um” hætti. Taliö var aö landhelgisgæslan heföi vitaö um þessa flutninga og mælt svo fyrir, aö herdóti þessu yröi valinn legstaöur á minnst 1000 m. dýpi. Orö lék á aö fleiri skip heföu fariö meö sllka farma á haf út og þá senni- lega sökkt þeim á minna dýpi, enda voru skip aö fá þennan ófögnuð i vörpur sinar. Ég held aö þetta sé regla hjá hernum, sagöi Karl, aö henda, hvort sem þaö eru matvæli eöa skotfæri, eftir ákveðinn tlma. Og samkvæmt þeirri reglu ætti þetta aö hafa gerst alltaf ööru hvoru slöan herinn settist hér ab. Ég var i heilt ár á bát fyrir austan, sem var I flutningum fyrir herinn milli Hornafjaröar og Langaness,og þá vissi maöur til, aö fariö var meö bátsfarm af niöursoðnum ávöxtum út á fjörö, höggvið gat á hverja dós og siðan hent vegna þess, aö þá var þetta búiö að ná ákveönum aldri. Nú, það er nú kannski meira til gamans, aö þeir voru aö henda einhverju kexi þarna suö- ur á Keflavikurvelli,og ég vissi um einn mann, sem náöi I kassa af þvi og bauö mér aö bragöa meö sér. Ég sagöist ekki hafa lyst á aö snapa haugana hjá könunum. Nei, þetta er áreiöanlega ekk- ert nýtt fyrirbæri, sagöi Karl Sigurösson aö lokum. ks/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.