Þjóðviljinn - 11.06.1977, Qupperneq 10
M SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Lmug«rd»gur 11 jénl 1»77
Helga Pálsdóttir Geirdal: Maöur vonast eftir verulegum kjarabótum. Kannski hefur aldrei verið unnið hér betur en núna þegar fólk er afslappað af þvi að það vinnur aðeins
dagvinnuna, segir ólafur Elisson verkstjóri.
|
Sigriin Clausen: Ég er hlynnt þvl að beita meiri hörku ef meðþarf.
Þórný Elisdóttir: Það er alit annað að vera komin heim kl. 5,þó að ég sé
ekki með nema 5 manna fjölskyldu.
,Fólk á að geta
lifað af dagyinnu’
Akraborgin klýfur
rennslétt sund, og sól
stafar af snjóhvitum
byrðing skipsins. Ferð
er heitið upp á Skaga til
að spyrja verkalýð um
viðhorf til yfirvinnu-
banns og samninga suð-
ur i Reykjavik.
Konur eiga að kljúfa sig
út úr og semja sér
Meöal farþega er Herdis Ólafs-
dóttir, formaður kvennadeildar
Verkalýðsfélagsins á Akranesi, á
heimleið úr langvinnu þófi. Hún
ætlar aö hvila sig um hrið á þrasi
við atvinnurekendur, en Bjarn-
friður Leósdóttir tekur sæti henn-
ar. Ég sest á móti Herdisi og hún
segir mér hljótt frá nýjum tiðind-
um af samningastólum. Hún hef-
ur áhyggjur af þvi aö láglauna-
hóparnir muni enn sitja eftir með
sárt enni, en konur skipa meiri-
hluta þeirra. „Ég er komin á þá
skoðun að konur eigi að kljúfa sig
út Ur og semja sér”, segir hún.
Svo fer hún að segja mér frá hæfi-
leikakonum i verkalýösstétt á
Akranesi og er greinilega stolt af
liði sinu. Nú kemur þekktur
ihaldspiltur og hlammar sér niö-
ur viö hliöina á okkur og eftir þaö
eru verkalýösmál ekki rædd af al-
vöru.
Hér vinna um 100
konur og 30 karlar
begar kemurupp á Skaga verö-
ur að láta hendur standa fram úr
ermum þvi að timinn er naumur.
Siðasta ferö meö Akraborginni er
klukkan hálf þrjú vegna yfir-
vinnubannsins. Ég hraða mér eft-
ir sólgljáandi steinsteypu og
heimsæki 3 stóra vinnustaði. Að
þessu sinni verður skýrt frá komu
minni i frystihús Haralds
Böðvarssonar. Þegar ég kem þar
að, rétt fyrir eitt, er matartima
ekki lokið og mannskapurinn
flatmagar f yrir utan i sterku skini
sólar.Hér vinna um hundrað kon-
ur og 30 karlar.
Fiskurinn vinnst af
þvi að fólk vinnur betur
Helga Pálsdóttir Geirdalliggur
igrasinuognýtur góöa veðursins.
„Maður vonast eftir verulegum
kjarabótum”,segirhún. „Þó held
ég að ekki sé hægt að taka stór
stökk i einu. Þetta verður að
koma i áföngum. Fólkið hérna er
ánægt að hafa svona stuttan
Heimsókn í
frystihús Haralds
Böðvarssonar á
Akranesi
Ellnborg Benediktsdóttir: Mér
finnst þetta ganga hægt hjá þeim
þarna fyrir sunnan
Myndir ogtexti: GFr
vinnutima vegna yfirvinnubanns-
ins. Þaö er þreytandi að vinna
dageftirdagtilkl.7 en nú er hætt
fyrir 5. Þetta eru betri aðgeröir
en að stoppa alveg. Fólk er
ánægðara svona þó að þetta komi
óneitanlega viö pyngjuna þegar
til lengdar lætur. Hitt er annaö
mál hvort yfirvinnubannið flýtir
fyrir samningum. Fiskurinn
vinnst af þvi aö fólk vinnur betur
þegarþað hættir svona snemmaá
daginn.
Enginn svertingi i
Ródesiu tæki að sér að
hreinsa kamra fyrir
þetta kaup
Nú er hringt til vinnu og Helga
hraðar sér inn i húsið. Ég fylgi á
eftir.og inni i húsinu hitti ég ólaf
Eliassonverkstjóra isal. Hann er
spurður að þvi hvort yfirvinnu-
bannið hafi haft mikil áhrif i
frystihúsinu. „Fyrir viku,” seg
ir hann,, „kom hér mikill afli á
land og þá þurfti að láta hluta af
honu:n i burt. Ég tek það fram að
hér hefur alla tið verið unniö vel,
en kannski aldrei betur en núna
þegar fólk er afslappað vegna
þess að baö vinnur aðeins dag-
vinnuna.Hér er fagfólk sem vinn-
ur af kostgæfni, en enginn svert-
ingi f Ródesiu tæki að sér aö
hreinsa kamra fyrir það kaup
sem þvi er boðið upp á. Konurnar
hérna fá 17 þúsund krónur á viku
sem er til háborinnar skammar.
Verðstöðvun verður
að setja á oddinn
Sigrún Clausen er trúnaðar-
maður í frystihúsinu og hana tek
ég næst tali. Hún leiðir mig inn i
pásustofuna svokallaða, sem er
snyrtileg vistarvera sem verka-
fólkið notartil smáhvilda og til að
fá sér að reykja.
,,Ég er ekki of hress yfir
samningamálunum”, segir Sig-
rún, „ég er hrædd viö gömlu
grýlu, að allar kjarabætur verði
jafnharðan teknar aftur. Ég held
að algjör verðstöövun sé það eina
sem getur tryggt þær kjarabætur
sem við fáum. Ég trúi ekki ööru
en samið verði um 100 þúsund
króna lágmarkskaup þvi að það
er ekki hægt að ætla fólki aö lifa á
70 þúsund krónum á mánuði en
það er kaupiö hér i frystihúsinu.
Ég er persónulega hlynnt þvi að
fara út i harðar aðgerðir til aö
halda kröfunum sem markaöar
voru á ASl-þinginu i fyrra til
streitu. En verðstöðvun verður aö
setja á oddinn svo aö ekki verði
allt af okkur tekið aftur, jafnvel
ður en fyrsta útborgun kemur til,
eins og gerst hefur áður.
Fólk er að uppgötva, að
það á að geta lifað á
dagvinnunni
Um yfirvinnubanniö er það að
segja að viö höfum uppgötvað að
það er miklu meira mann-
sæmandi að vinna aðeins dag-
vinnuna. Við höfum getað gert
ýmislegtsem viðhöfum áður orö-
ið að sleppa. Hingað til hefur
viðtekin skoðun verið sú aö dag-
vinnukaupiö sé ekki til að lifa á,
heldur komi þar eftirvinnan til.
Og fólk sér þetta núna þegar þaö
fær viku eftir viku 17 þúsund
krónur velta út úr launaumslag-
inu. Þetta kemur sér mjög illa
fjárhagslega fyrir marga. Við
verðum að breyta þessu. Fólk á
að geta lifað á dagvinnunni, og
það er að uppgötva það núna.
Ég held að afköst okkar i vinn-
unniséu betri heldur en þegar við
unnum eins langan vinnudag og
hefur tiðkast. Við erum óþreytt-
ari. En hins vegar ef mikið af
fiski bærist á land er ég hrædd um
að það kæmi við kaunin á at-
vinnurekandanum. Ég er ekki
Framhald á bls. 18.