Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 2
.2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. júll 1977. Feöur Reykjavikur....Ljósm. —eik Synir Reykjavlkur.. Ljósm. — eik SÓLDÝRKENDUR! bað er segin saga að þegar blessuð sólin skin fara allir blaðasnápar á vettvang til þess að sleikja hana undir þvi yfir- varpi aö taka myndir af öörum sóldýrkendum. Þegar fjórði sól- ardagur sumarsins rann upp yfir höfuöborgina ókum viö eftir Miklubrautinni, fórum niður aö Volgu og enduðum í miöbænum. Alls staðar iðaöi allt af sólskins- fjöri. Strákarnir voru afskap- lega sætir. Þessi á Miklubraut- inni var aö hvila sig frá þvi að tæta blómabeð fyrir borgina, hallaði sér makindalega aftur á bak i sólinni og sagðist ekkert hafa á móti þvi aö verða svolitiö bnínn. Úti á Skerjafirðinum var fjöldi seglbáta og héldu sterkar hendur um stýri. Undir húsvegg ( var saman kominn hópur ung- menna i sólbaöi. Þeir voru orðn- ir dökkir strákarnir, eins og sjá má af myndinni, enda ekki amalegt aö vinna útivinnu i þessu veðri. Umhverfið viö Volgu er allt að verða viðkunnanlegra. Krakk- arnir busluðu og karlarnir' teygðu úr sér. Þar er búiö að tyrfa heil ósköp og laga bakka og botn lækjarins. A Lækjartorgi og i Austur- stræti voru menn á ferð og flugi. Strákarnir voru feimnir eins og vera ber, brugðu höndum og skugga fyrir andlitið þegar myndavélin var munduö, þar sem þeir sátu undir vegg Otvegsbankans. Feður Reykjavikur voru þó ekki eins léttklæddir þar sem þeirsátud bekk á Torginu, — en auðvitað gátu þeir ekki heldur stillt sig um að kjá framan i sól- ina á slikum og þvilikum degi. Skelfing var þetta skemmtilegt., —AI/MB Feimnir eins og vera ber. Ljósm. — eik, KEKKONEN I LAXINN Urho Kekkonen. Eins og áöur hefir verið til- kynnt mun herra Urho Kekkonen forseti Finnlands dveljast hér á landi i opinberri heimsókn dag- ana 10. til 12. ágúst n.k. Forsetinn kemur flugleiðis til Reykjavikur. 1 fylgdarliði hans verður m.a. Paavo Vayrynen utanrikisráðherra Finnlands. Heimsóknin hefst með opinberri móttöku á Reykjavikurflugvelli miðvikudaginn 10. ágúst kl. 11.30. Verður siðan ekið frá flugvell- inum um Reykjanesbraut, Hring- braut, Sóleyjargötu, Frlkirkju- veg, Vonarstræti, og Tjarnargötu að Ráðherrabústaðnum þar sem forsetinn mun búa meðan á heim- sókninni stendur. Forseti Islands og kona hans hafa hádegisverð fyrir gestina þann dag, en kl. 17.30 mun forseti Finnlands taka á móti forstöðumönnum erlendra sendiráðai Reykjavik. Um kvöld- ið kl. 20.00 halda forsetahjónin kvöldverðarboð að Hótel Sögu til heiðurs forseta Finnlands. Að morgni fimmtudags 11. ágúst kl. 10.15 verða handritin i Amasafni skoðuð og Norræna húsið siðan heimsótt. Borgar- stjórnin býöur til hádegisverðar að Kjarvalsstöðum þennan dag, en siðdegis tekur Kekkonen for- seti á móti Finnum á íslandi i Ráðherrabústanum. Að kvöldi hefur hann boð að veitingahúsinu Þingholtii. Að föstudagsmorgni 12. ágúst kveðja forsetahjónin Finnlands- forseta og lýkur þar meö hinni opinberu heimsókn. Kl. 10.00 heldur Kekkonen for- seti til Mosfellssveitar, en þar af- hjúpar hann minnismerki hjá finnsku viðlagasjóðshúsunum. Slðan heldurhann til Þingvalla en þar hefir rikisstjórnin hádegis- verð fyrir hann i Ráðherrabú- staðnum. Að hádegisverðinum loknum heldur forsetinn að Laxá I Kjós þar sem hann mun veiða lax i boði rikisst jórnarinnar. Að aflokinni veiði er ekiö til Reykjavikurflugvallar og þaöan flogið til Króksstaðamela. For- setinn mun siðan stunda laxveið- ar I Vlðidalsá ásamt finnskum vinum. Brottför Finnlandsforseta er ráðgerð sunnudaginn 14. ágúst kl. 15.00 frá Reykjavikurflugvelli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.