Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. júlf 1977.
i
Aðalvinningshafinn úr blaðberahappdrættinu:
Sigríður Aðalsteinsdóttir
vogi fer til
Grænlands
11. ágúst
úr Kópa-
Nú fer aö styttast I þvi aö sá
blaöberi Þjóöviljans sem vann
stærsta happdrættisvinninginn í
blaöberahappdrættinu í ár fari
til Grænlands i fylgd meö blaöa-
manni. Þaö voru þær mæögur
Inger Stiholt og Sigrlöur Aöal-
steinsdóttir sem hjálpast aö viö
útburö i Kópavogi sem vinn-
inginn hlutu og fer Sigriöur, sem
veröur 13 ára i haust ásamt
Svavari Gestssyni ritstjóra I
vikuferötil Grænlands meö Cti-
vist dagana 11.-18. ágúst. 1 til-
efni af þvi heimsóttum viö hana
á Bjarnhólastig 17 f gær.
1 dýrðarveðri var öll fjöl-
skyldan samankomin en hús-
bóndinn, Aðalsteinn Guðnason,
er loftskeytamaður á ms.
Skógarfossi og þvi ekki á
hverjum degi að hann getur
veriö samvistum við fjöl-
skylduna. Þau hjónin voru mjög
ánægö með væntanlega Græn-
landsför dótturinnar og sögðust
ánægð með að Þjóöviljinn
viðurkenndi blaðbera sem hluta
af starfsfólki sinu og sýndi þeim
alúð með þessum viðurkenn-
ingarvotti, það væri meira en
hin blööin gerðu, en Inger
sagðist vera ve' kunnugt um það.
þar sem hún bæri út fleirii
blöð.
Ingerhefur nú verið blaðberi i
um 5 ár og segist vera það aðal-
lega fyrir hreyfinguna. Það sé
ágætt að byrja morguninn á
þann hátt. Börnin hjálpa til eftir
þvi sem skólinn leyfir og þegar
Aðalsteinn er heima vaknar
hann með þeim til aö undirbúa
blaðburðinn.
Ég erfarin að hlakka til, segir
Sigriður, að fara til Grænlands
og hef að undanförnu verið að
undirbúa mig meö þvi að fá
bækur á bókasafninu um Græn-
Hjónin Aðalsteinn Guönason og Inger Stiholt ásamt börnum sfnum I garöinum framan viö hús sitt.
Fremst situr Sigrföur en strakarnir heita Björn og Guöni. (Ljósm.: —eik—)
land. Þær bækur eru á dönsku
en Sigriður fór alein til Dan-
merkur i fyrra og var þar hjá
skyldmennum i 2 mánuði o^
getur þvi vel bjargað sér í
dönsku.
Þú verður að semja ferða-
sögu, segir pabbi hennar i
striðnistón, þú lætur hann
Svavar Gestsson semja hana
fyrir þig.
Það er greinilega létt yfir
þessari hressu fjölskyldu en
Guðna, syninum, finnst það nú
samt dálitið skrýtið að Sigriður
skuli fá utanför annað árið I röö
meðan hann fær enga. Hann er
10 ára en er nú samt ekkert að
vila þetta fyrir sér.
Eins og kunnugt er voru um 30
vinningar i blaðberahapp-
drættinu og skiptust þeir niður á
allt landið. I fyrra voru sel-
fyssingar heppnastir og fengu
bæði aðalvinninginn og fleiri
vinninga og þó að kópavogsbúar
hafi hreppt þann stóra i ár voru
selfyssingar einna drjúgastir
við að hala inn i ár lika. —GFr
Sigurður Ingvason, ráðunautur Iðnþróunarstofnunar, um
skipasmíðastöðvar og dráttarbrautir:
Siguröur Ingvason, sériegur ráöunautur um uppbyggingu skipasmiöa-
iönaöar.
TAKA ÞARF UPP
MEIRISAMYINNU
MILLI STÖÐVA
Of margar og
oft einhæfar
Eins og fram hefur komiö I
fréttum hefur Iönaöarráöuneytiö
skipaö 5 manna nefnd, sem taka á
til athugunar vandamál skipaiön-
aöarins hér á landi og gera tillög-
ur um, hvernig opinberir aöilar
geti sem best stuölaö aö hag-
kvæmri uppbyggingu hans.
Nefndina skipa:
Sveinn Björnsson frkvstj. form.
f.h. iðnaðarráöuneytisins. Aðal-
steinn Júliusson forstj., f.h. sam-
göngumálaráðuneytisins, Guð-
mundur Ólafsson frkvstj. f.h.
Framkvæmdastofnunar ríkisins,
Þorleifur Jónsson frkvstj. f.h. Fé-
lags dráttarbrauta og skipa-
smiðja, Guðjón Tómasson
frkvstj. f.h. Sambands málm- og
skipasmiðja.
í fréttatilkynningu frá Iðnþró-
unarstofnun íslands segi?, að frá
árinu 1974, hafi stofnunin ásamt
þeim aðilum, sem ofangreinda
nefnd skipa, haft forgöngu um
hagræðingaraögerðir I skipa-
smiði meö aöstoð „Svejsecent-
ralen i Danmörku.
Megin niðurstaða könnunar á
rekstri skipaiönaðarins er aö
skipaiðnaður sem er ein stærsta
iðngrein hér á landi, hefur þróast
án heildarskipulags. Verkaskipt-
ing milli einstakra stööva og
landshluta er óljós og skipaiðnað-
urinn hefur dregist aftur úr I
þjónustu við flotann.
Hin nýskipaða nefnd mun
kanna væntanlega eftirspurn og
þörf innan lands fyrir skipavið-
gerðir og pýsmiðar næstu árin, og
getu innlendra skipasmiðistööva
til þess að anna þeirri eftirspurn.
Einnig á nefndin að kanna nauö-
synlega heildarfjárfestingu, er
miðist við hagkvæma uppbygg-
ingu greinarinnar, og leiðir til
fjármögnunar, auk annarra að-
gerða, er stuðli að bættri sam-
keppnisaðstöðu skipaiðnaðarins.
Til ráðuneytis við þetta verk-
efni hefur Iðnþróunarstofnunin
fengið Sigurð Ingvason frá Sví-
þjóð, sem Þjóðviljinn ræddi stutt-
lega við i gær.
Sigurður Ingvason hefur dvalist
hér i nokkrar vikur, heimsótt alla
staði þar sem dráttarbrautir eru
til staðar og kynnt sér vandamál
fyrirtækjanna þar. Hann mun
skila skýrslum til einstakra fyrir-
tækja og tillögum um framtiðar-
uppbyggingu islensks skipaiðn-
aðar.
Sigurður hefur verið búsettur
erlendis i 30 ár, lengst af i Sviþjóð
þar sem hann hefur starfaö við
stærstu skipasmiðastöðvar Svia,
þ.á.m. Arendals, Kockums,
Gavle og Eriksbergsstöðvarnar.
Sigurður sagði, að ástandið i
skipasmiöastöðvum og dráttar-
brautum hér á landi heföi ekki
komið sér á óvart. Ég er lærður
skipasmiður héðan, sagði Sig-
urður, og hef haft tækifæri til þess
að fylgjast með þvi sem hefur
verið að gerast hér i þessum
efnum undanfarin ár. Annars
hefði ég ekki getað tekið þetta
verkefni að mér, því 6 vikur er
ekki langur timi.
Islendingar eru þekktir fyrir
góða kunnáttu og mikla reynslu á
sviði fiskveiöa, og ég hef trú á þvi
að þeir geti eflt innlendan skipa-
iðnaö mjög mikið, þannig að hann
anni nýsmíðum og viðgerðum
fyrir innanlandsmarkaðinn, og
geti þess utan orðið útflutnings-
iðnaöur. Til þess þarf þó mikla
endurskipulagningu og aukið
fjármagn. Hér hafa orðið miklar
sveiflur i endurnýjun skipa-
stilsins, sveiflur sem koma illa
niöur á fyrirtækjunum sem i
þessari iðngrein eru. Það þarf á
þessu sviði eins og á flestum öðr-
um að gera langtimaáætlanir,
kanna markaðinn, ákveöa hvaða
skip . á að byggja og hvenær,
þannig að nauðsynleg festa skap-
ist. Þetta þarf að gerast hægt og
rólega.
Minar tillögur eru ekkert nýjar.
Þetta er einungis það, sem flestir
menn gera sér grein fyrir nú þeg-
ar. Ég álit að skipasmiðastöðv-
arnar og dráttarbrautir hér séu of
margar og oft einhæfar. Hluti af
minum tillögum er þvi, að þær
taki upp meiri samvinnu sin á
milli.
Sigurður sagði að skipaiðnaður
væri á undanhaldi i Sviþjóð, eins
og viðast hvar i Evrópu. Skipin
verða sifelit stærri-og fullkomn-
ari, og þvi þarf ekki eins mörg.
Auk þess er samkeppnisaöstaða
Svia erfið. Þar er tilkostnaður
mjög mikill, en lönd eins og
Japan, S-Kórea og Brasiiia sem
hafa mjög ódýrt vinnuafl leggja
meira og meira af markaðinum
undir sig.
Sigurður kvaðst ekki hafa hug-
leitt það að flytjast til íslands i
bráð. Hann sagði aö sér hefði
likað mjög vel hér og móttök-
urnar heföu alls staðar verið
skinandi góðar. Það hefur ótvi-
ræða kosti i för með séö að geta
gengið að þessu verkefni sem
sjálfsagður utanaðkomandi aöili,
og geta einbeitt sér að tækni-
legum hliðum málsins, sagði Sig-
urður að lokum.
AI