Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 8
.8 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 29. júli 1977 Egg I hreiöri er algeng sjón i Skaftafelli. óvföa getur aö lita fegurra útsýni en f Skaftafelli og nágrenni. — Engar fréttir héðan og það þýða góðar frétt- ir, sagði Finnur Torfi Hjörleifsson, eftirlits- maður með þjóðgarðin- um i Skaftafelli, þegar blaðið átti tal við hann, s.l. þriðjudag. Og mikiö rétt. I Skaftafelli rlkir ró og friöur, eins og vera ber i þjóögaröi, og friöurinn þykir sjaldnar en hitt fréttnæmur. Margt um manninn. — Hér er nokkuö margt um manninn, sagöi Finnur Torfi. Fram aö siöustu viku var meiri aösókn en á sama tima i fyrra og hitteöfyrra. Siöan hefur fólki hér heldur fækkaö. bó brá svo viö, aö síöasta sólarhringinn var hér hátt á.fjóröa hundraö manns. Þar af voru um 250 Islendingar.en 135 út- lendingar. Þeir koma hér meira i hópferöum, en islendingarnir fremur á einkabilum. Framan af i sumar hygg ég aö útlendingar hafi veriö hér í meiri hluta en þaö breyttist, er sumar- leyfin hófust aö marki. Af erlend- um gestum eru Þjóöverjar fjöl- mennastir, eöa um 30 — 40% út- lendinganna, en annars er þetta fólk frá flestum eöa öllum Evrópuþjóöum. Langsamlega flestir búa I tjöld- um en dálitiö er þó af hjólhýsum. Veðurbliða Siöan ég kom hingaö, þann 21. mai, hefur veriö mjög góö tiö, sagöi Finnur Torfi, — en þó eink- um nd siöustu dagana. Hiti hefur verið þetta um 20 stig og jafnvel komist upp i 23 stig. 1 dag er 19 stiga hiti og þó sólarlftið. Veöur- sæld er mikil i Skaftafelli og veö- ur oft betra þar en á næstu grös- um, bæöi austan- og vestanviö. Ýmislegt ógert Eins og nærri má geta er margt enn ógert i Skaftafelli til þess aö staöurinn sé kominn i þaö horf, sem vera þarf, enda ekki langt um liðið siöan horfiö var aö þvi heillaráöi aö gera hann aö þjóö- garði. Þaö er t.d. mikil nauösyn, aö leggja meira af göngustigum * „Ferjaft” yfir Morsá. um landið þvi þaö er auövitaö fyrst og fremst göngusvæöi. Úr þessu hefur mikiö veriö bætt s.l. tvö ác en nóg er þó eftir. A leiðinni inn i Morsárdalinn, sem er mjög fjölfarin, er Morsáin og hún er enn óbrúuö. Menn veröa pvi aö vaöa hana og eru misjafnlega til þess fallnir, eins og gengur. 1 Skaftafelli eru allar tegundir af lengri og styttri gönguleiðum. Flestir byrja á þvi aö fara aö Svartafossi. Svo gjarnan inn á Sjónargnýpu á Austur-Heiöinni. Þaöan er útsýni i senn fagurt og mikilfenglegt. Margir hafa gam- an af þvi aö ganga aurana inn undir Skaftafellsjökul. Til er þaö og, aö menn ráöist til uppgöngu á jökla. Hér var t.d. á dögunum svonefndur Alpakltósbur. ÆtlcOu þeir félagar að ganga á Hvanna- dalshnjúk,en veöur leyföi þaö þá ekki. Fegurðin við hvert fót- mál Annars þurfa menn ekki langt aö fara til þess aö finna fegurö, friðsæld og fjölbreytni i landslagi og lifi. Slikt birtist fólki viö hvert fótmál. 1 Skaftafelli er t.d. aö finna 210 tegundir háplantna, svo fjölskrúöugt er gróöurlifiö. Aust- urlandsflóran er þar þvinær öll. bá er fuglalifið ekki síöur mikið og f jölbreytilegt. Og segja má, aö allar skepnur séu þúfugæfar, ekki einasta húsdýrin, heldur og þau dýr, sem villt eru talin. Helst eru þaö svonefndir flækingsfuglar, sem eru styggir. Þeir hafa ekki áttaö sig á i hvaöa friöarparadis þeir eru komnir. En i Skaftafelli er nokkuð um slika gesti. Finnur Torfisagöistt.d. hafa rekist þar á hringdúfur I vor og einn gauk sá hann sömuleiðis. Umgengni manna fer batnandi en þó er 1 jóst aö ennþá eiga sumir ýmislegt ólært I þeim efnum. — mhg Myndir: Finnur Torfi Hjörleifsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.