Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. júlt 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Ðeilan á Hótel Heklu
Engir skriflegir
samningar gerðir
Knn situr allt viA hib sama i
deilunni á Hótel Heklu. Eftir þvi
sem næst verður komist er deilan
risin vegna þess að engir skrifleg-
ir samningar voru gerftir milli
starfsfólksins, sem nú hefur verift
sagt upp störfum með ólögmæt-
um fyrirvara og hótelstjórahjón-
anna.
Þegar til skiptingar á tekjum
hótelsins kom, voru uppi mis-
munandi túlkanir þessara aöila á
munnlegum samningum og
standa báðir fast á sinu.
Aslaug Alfreösdóttir, hótel-
stjóri sagöi i samtali viö Þjóövilj-
ann i gær, aö hún áliti alla skrif-
lega samning óþarfa. Nóg væri aö
byggja á gagnkvæmu trausti
milli manna. Þvi heföu þau hjónin
ekki gert neina skriflega
samninga viö stjórn Húsbygg-
ingasjóös Framsóknarflokksins
þegar þau tóku aö sér reksturinn i
vor, og heldur ekki viö starfsfólk-
iö.
Hún sagöist vera undrandi á aö
lesa i blöðum að starfsfólkið væri
i stéttarfélagi, og kvaö þaö ekki
samrýmast þessum munnlegu
samningum sem þau heföu gert i
vor. Fyrst svo væri nú komiö,
myndi starfsfólkiö fá laun greid
samkvæmt töxtum FSV fyrir júli-
mánuö, og einnig yröu greiöslur i
lifeyrissjóö inntar af hendi.
Starfsfólkið hefur hins vegar
fariö fram á það, að laun þess fari
ekki niður fyrir taxta FSV, enda
hafi orðib um það samkomulag i
vor, en það sem umfram væri,
yröi skipt upp eftir prósentvis
vinnustundum, eins og til heföi
verið ætlast.
Jón Danielsson sagði við blaöiö
i gær, aö þaö væri enginn vafi á
þvi aö launin færu aldrei niður
fyrir taxta FSV ef hótelstjórinn
ætlaöi sér ekki bróöurpartinn af
þvi sem til skipta er.
Þaö er ótrúlegt en satt, aö Hótel
Hekla er samkvæmt þessu rekin
af hótelstjóra, sem gerir hvorki
skriflega samninga viö starfsfólk
sitt né viö eiganda hótelsins og
finnst það alger óþarfi.
Sýnir þessi deila ótvirætt hver
nauðsyn er ávallt á þvi aö starfs-
fólk sé i stéttarfélagi, enda þótt
tekin séu upp ný rekstrarform.
—Al.
Hœstu félöe os einstaklingar i Revkjanesumdœmi
-------------------N
/ stuttu
méti
Eiturlyfjasmyglari
stungin til bana
ATLANTA, 28/7 Reuter — Maður sá, sem talinn er hafa staðið á bak
viö stórfellt eiturlyfjasmygl frá Frakklandi til Bandarikjanna, var
nýlega stunginn til bana með hnif. Var hann i fangelsi i Atlanta, þar
sem hann var aö afplána 22 ára fangelsisdóm.
Vincent Papa var handtekinn fyrir þátttöku i glæpahring, sem
stóö fyrir heróin-smygli frá Marseille til Bandarikjanna, og vakti
þetta mál mikla athygli á sinum tima, — m.a. var þaö notað sem
uppistaöa i kvikmyndinni „French Connection”. Alitiö var aö Vin-
cent Papa heföi verið aðal skipuleggjandi glæpahringsins.
Að sögn talsmanns bandarisku alrikislögreglunnar var setið fyrir
Vincent Papa, þegar hann var á leiöinni frá fangelsinu til æfinga-
vallar á þriðjudagskvöld. Var hann stunginn átta sinnum með hnif
og fundust þrir „heimatilbúnir” hnifar viö hliðina á likinu.
Vincent Papa, sem haföi verið dæmdur i 22 ára fangelsi fyrir aö
hafa i fórum sinum tvær ferðatöskur, aðra meö 72,5 kg af heróini og
hina með eina miljón dollara i reiðufé (þvi aö annaö sannaöist ekki)
hafði afplánaö fjögur ár af þeim dómi.
★ ★ ★
Eldar slökktir í
Kaliforníu
SANTA BARBARA, Kaliforniu, 27/7 Reuter — Storminum, sem hef-
ur aö undanförnu blásið fimm km langri eldlinu yfir borgina Santa
Barbara i Kaliforniu, létti i dag, og þá tókst slökkviliðsmönnum loks
aö stööva eldsvoöann. Þá höföu 385 hús i borginni brunniö til ösku
og 3000 menn orðið aö flýja heimili sin.
Þessi eldur kom upp i gili i fjallgarði fyrir austan borgina en barst
þangað án þess að nokkur fengi við það ráöið vegna sterks austan-
vindar. Yfirmaöur slökkvilibsins á þessum slóöum, sem stjórnab
hefur þúsund manna liöi i baráttunni viö eldsvoðann, sagði aö
heppilegt hefði veriö að storminum hefði nú létt, þvi aö annars heföi
eldurinn ekki stöövast fyrr en hann náöi ströndinni.
Edmund Brown, fylkisstjóri Kaliforniu, hefur lýst yfir neyöar-
ástandi. Tjóniö er metið á 20 miljónir dollara.
Byko með 33 miljónir
- hagnaður 61 miljón
Hæsti einstaklingur Sveinn Skaftason með 9,7 miljónir
Skv. skattskrá Reykjanesum-
dæmis er Byggingavöruverslun
Kópavogs meft hæstu gjöldin —
auftvitað aft undanskildum Aftal-
verktökum og tsal. Ber Byko 33
miljónir i gjöld, þar af 27,4
miljónir i tekjuskatt. Ilefur
hagnaftur fyrirtækisins þvi numift
61 miljón króna. t Kópavogi er
Málning einnig meft drjúg gjöld,
greiftir 22,5 miljónir alls, þar af 14
miljónir i tekjuskatt. Hagnaftur
þess fyrirtækis hefur þvi verift 31
miljón króna.
Börkur h.f. i Hafnarfirði greiöir
hæstan skatt fyrirtækja i þeim
bæ, eöa 19 miljónir, þar af er
tekjuskattur 12 miljónir.
Tekjusks.ttshæsta fyrirtæki i
Keflavik er Fiskiðjan hf., sem
greiðir 6,7 miljónir, en alls eru
gjöld þess fyrirtækis 12,3 miljón-
ir.
Af öbrum stórum gjaldendum
má nefna Stólvik i Garðabæ meö
15,5 miljónir alls en litinn tekju-
skatt. Fiskimjöl og Lýsi i Grinda-
vik með 12,1 miljón alls, og 8,3 i
tekjuskatt. Hraðfrystihús Andra i
Njarðvik meö 16,1 miljón alls og
5,3 miljónir i tekjuskatt. Og Ala-
foss i Mosfellshreppi sem ber 21,6
miljónir alls, en engan tekju-
skatt.
1 Hafnarhrepöi ber Félag
Vatnsvirkja 14,4 miljónir i tekju-
skatt og 16,3 miljónir alls.
Hæsta eínstaklingar
Af einstaklingum eru þeir hæst-
ir Sveinn Skaftason i Kópavogi.
Hann ber 9,7 miljónir alls, þar af 6
miljónir i tekjuskatt. Jakob Arna-
son i Keflavik er næsthæstur með
9,3 miljónir þar af 6,1 miljón i
tekjuskatt, og er hann tekju-
skattshæsti einstaklingurinn. 1
Hafnarfiröi er Höröur Guö-
mundsson hæstur meö 6,3 miljón-
ir alls, þar af 4,6 miljónir i tekju
skatt.
I Garöabæ er Höröur Sævalds-
son hæstur með 6,1 miljón, þar af
4,1 miíjön i tekjuskatt. Þaö vekur
athygli að enginn af þeim mörgu
landsþekktu athafnamönnum er
búa i Garöabæ, einkum i Arnar
nesi eru i hópi hæstu gjaldenda
T.d. saknar maður nokkurra for-
ystumanna Flugleiða. eng
Stjórnmálamenn
leystir úr haldi
ISLAMABAD 28/7 Reuter — Her-
foringjastjórnin, sem fariö hefur
meö völdin i Pakistan siöan valda
rániö var framið hefur nú leyst úr
haldi Zufilkar Ali Bhutto, fyrr-
verandi forsætisráöherra lands-
ins. Jafnframt hafa fimmtán aör-
ir stjórnmálamenn verib leystir
úr haldi, en þeir voru settir i
stofufangelsi eftir valdarániö 5.
júli.
★ ★ ★
Maður ákœrður fyrir
hermdarverk í Alaska
FAIRBANKS, Alaska, 27/7 Reuter — Ungur loðdýraveiöimaður,
sem lögreglan telur aö hafi veriö óánægður meb byggingu oliuleiösl-
unnar i Alaska, var i dag ákæröur fyrir aö hafa reynt aö valda
spiöllum á leiöslunni meö sprengjum.
I siöustu viku var reynt aö sprengja oliuleiðsluna á fimm stööum,
en þessar sprengingar ollu þó ekki verulegum skemmdum. Hins
vegar kom enn fram bilun i leiöslunni i dag svo að nauðsynlegt var
að stööva oliurennsliö, en þaö var f jóröa skiptiö sem leiöslunni var
lokaö vegna bilunar siöan hún var tekin i notkun 20. júni.
Aö sögn lögreglunnar var loðdýraveiðimaöurinn, sem ákæröur
var i dag fyrir að vera valdur aö sprengjutilræðunum, ekki félagi i
neinum samtökum, en vitaö var að hann heföi gagnrýnt byggingu
leiöslunnar. Loödýraveiöimaöurinn bjó einn i kofa skammt frá
þeim staö þar sem sprengingarnar urðu.
Norðurlandamótið í skák í gærkvöld:
Guðlaug sú
heldur smu
Hún vann enn einu sinni í gær, en Jón L. tapaði
fyrir efsta manni eftir miklar svipting^r
ema sem
strikl til fulls
Guðlaug Þorsteinsdótt-
ir er nú eini islendingur-
inn sem ennþá er í sviðs-
Ijósinu á Norðurlanda-
mótinu i skálc sem haldið
er i Finnlandi um; þessar
mundir. Jón L. Árnason
tapaði í gærkvöld fyrir
finnanum Raaste, og
missti þar að öllum lík-
indum á vinningsmögu-
leikum i mótinu, en Guð-
laug tefliraf miklu öryggi
enda þótt hún sé yngsti
þátttakandinn í kvenna-
flokki. Vann hún í gær
sína 6. skák og Norður-
landameistaratitilinn er í
sjónmáli.
I gærkvöld tefldi Guðlaug við
sænsku stúlkuna Syv Bengson,
sem varð i öðru sæti NM-móts-
ins siðasta, en þar sigraði Guö-
laug. Guðlaug sagði fyrir viöur-
eignina i gær aö þarna myndi
reyna á hvorri hefði fariö meira
fram siöan siðast, og reyndin
varö sú að islenska stúlkan sigr-
aöi af öryggi og sagöi Helgi
Ólafsson i samtali við Þjóövilj-
ann i gærkvöld að hún virtist
hafa öll spil á hendi. Slikt væri
öryggi hennar.
Jón L. Arnason tefldi i gær
gegn efsta manni mótsins,
finnanum Raaste. Skák þeirra
varö snemma afar flókin og
jöfn, báðir eyddu miklum tima i
miötafli og lentu i bullandi
timahraki. A lokasekúndunum
reyndist finninn sterkari, Jón
gerði afdrifarik mistök og tap-
aði. Um leið er hætt við þvi aö
islendingar hafi misst af voninni
um sigur i þessu móti.
— Ég verð aö láta mér nægja
að hugsa um Noröurlanda-
meistaratitil unglinga, sagði
Jón i samtali við Þjv. i gær-
kvöld . — Út af fyrir sig er það
ekki slæmt ef mér tekst aö koma
heim með þann titil. Jón, sem er
aöeins 16 ára gamall, er nú efst-
ur þeirra keppenda sem ekki
hafa náö tvitugsaldri, en þaö er
hámarksaldur i unglingaflokki.
Helgi ólafsson tefldi i gær
gegn finnskum andstæðingi og
fór skák þeirra i biö. Staöan er
óljós. Að loknum átta umferöum
af ellefu eru efstu menn þessir:
1. Raaste (Finnl.) 7,5 v.
2. Hurme (Finnl.) 6. v og betri
biösk.
3. -5. Jón L. Arnason, Poutjanen
og Ristoja (Finnl.) 6. v.
1 kvennaflokki er Guðlaug i 1,-
2. sæti meb 6 v úr sex umferöum
ásamt sænsku stúlkunni Kram-
ling. Þrjár umferöir eru eftir,
en á morgun mætir Guölaug
Karmling i úrslitaskák mótsins.
—gsp