Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 17
Föstudagur 29. jiilí 1977. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 17 Serge Prokofíeff Rómeó og Júlía Nokkur orð um höfundinn Á sinfónískum tónleik- um kl. 20.00 verður flutt svíta nr. 2 op. 64 eftir Serge Prokofíeff, Rómeó og Júlía, og er það Fíl- harmoníuhijómsveitin í Moskvu sem ieikur undir stjórn höfundarins. Prokofief lést árið 1953/ sextíu og eins árs að aldri, og er hér því um merka upptöku að ræða, sem gefur tilefni til að farið sé nokkrum orðum um höfundinn. Serge Prokofieff var fæddur i héraöinu Ekaterinslav i Rúss- landi, áriö 1891. Hann hóf skjótt tónlistarnám og i St. Pétursborg var hann nemandi þeirra Lia- dof, Rimsky Korsakof og fleiri. Hann gerðist frábær pianóleik- ari og kom þekking hans á þessu hljóðfæri honum að miklum not- um við tónsmiðar hans, en að- eins tuttugu og þriggja ára gamall vann hann til Rubin- útvarp 0 Serge Prokofieff stein-verðlaunanna fyrir fyrsta pianókonsert sinn. Kom hann viða fram sem pianóleikari og á efnisskránni voru vanalega verk hans sjálfs. Hann ferðaðist viða og bjó i London, Paris, Jap- an, Bandarikjunum og Þýska- landi, en árið 1934 sneri hann til Rússlands og bjó þar upp frá þvi. 1 verkum Prokofiefs er að finna frábæra túlkun ýmissa upprunalegustu tilfinninga og geðshræringa, sem oft eru til- reiddar með gáska og hvössu háði þessa gáfaða tónskálds. Meðal verka hans má hér nefna Skýþiska svitu fyrir hljómsveit, ballettinn Chout og fleiri balletta, óperurnar Appelsinurnar þrjár, Strið og friður og Pétur og úlfinn, stutt pianó\*erk (Glettur), pianó- sónötur, söngva o.fl. 1940 tóku sovésk stjórnvöld að skipta sér af Prokofiief, en hann þótti þá tekinn að gerast full myrkur og jafnvel „futuriskur” i verkum sinum, en það nefndu ritskoðarar „afbökun alls forms og andlýðræðislegar tilheiging- ar”, og mátti Prokofief heita að leitast við að tala skýrar og skiljanlegar framvegis. Eins og fyrr segir andaðist Prokofief árið 1953, eða sama árið og Stalin marskálkur. 7.00 Morgunútvarp. Veður- . fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Vilborg Dagbjarts- dóttir les söguna „Nátt- pabbi” eftir Mariu Gripe (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Zdenék og Bedrich Tylsar leika með kammerhljom- sveitinni i Prag, Konsert i Es-dúr fyrir tvö horn, strengjasveit og fylgirödd eftir Georg Philip Teleman, Zdenék Kosler stj./Ludwig Streicher og kammersveitin i Innsbruck leika konsert i D-dúr fyrir kontrabassa og strengjasveit eftir Johann Baptist Vanhal, Otmar Costa stj./Sinfóniuhljóm- sveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 4 I D-dúr op. 18 eftir Johann Christian Bach, Paul Sacher stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegistónleikar. Artur Rubinstein leikur á pianó Polonesu nr. 6 i As-dúr op. 53 og Andante Spianto og Grande Polonesu i Es-dúr op. 22 eftir Chopin. Ruggiero Ricci og Sinfóniu- hljómsveitin i London leika Carmen-Fantasiu op. 25 eftir Bizet-Sarasate og Sigenaljóð nr. 1 op. 20 eftir Sarasate, Pierione Gamba stjórnar. 15.45. Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15. Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 „Fjöll og firnindi” eftir Arna óia Tómas Einarsson kennari les um ferðalög Stefáns Filippussonar (7). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gratvinnulifinu.Magnús Magnússon og Vilhjálmur Egilsson viðskiptafræð- ingar sjá um þáttinn. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. 20.30 Norðurlandaráð og smá- þjóðirnar. Erlendur Paturs- son lögþingismaður i Þórs- höfn i Færeyjum flytur erindi. 21.00 Tónleikar frá útvarpinu i Baden-Baden. Pianótrio i g- moll op.15 eftir Bedrich Smetana. Yuval tríóið leikur. 21.30 tltvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö. Siðara bindi. Þýðandinn, Einar Bragi, les (24). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Sagan af San Michele”eftir Axel Munthe. Þórarinn Guðnason les (20). 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagákrárlok. SLAIÐ I EINU HÖGGi ------------ Irland Ffórtán daga ferð 17. til 3Lágúst VERÐ KR. 72.000 Fjölbreytfir feröamöguleikar Kennarastöður Tvær lausar kennarastöður við Grunn- skólanná Stokkseyri. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst. Upplýsingar i simum 99-3282 og 99-3261. Skólanefndin HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI ✓ SIMI (96)22600 Góð gistiherbergi Verð frá 2.700 — 5.700 Morgunverður 650 Næg biiastæði Er i hjarta bæjarins Skatta- og útsvarsskrár Reykj anesumdæmis árið 1977 Skatta- og útsvarsskrár allra sveitarfé- laga i Reykjanesumdæmi og Keflavikur- flugvallar fyrir árið 1977 liggja frammi frá 29. júli til 11. ágúst að báðum dögum meðtöldum á eftirgreindum stöðum: t Kópavogi: I Félagsheimili Kópavogs á II. hæð, alla virka daga frá kl. 10-12 f.h. og 13-16 e.h., nema laugardaga. í Garðakaupstað: 1 barnaskólanum við Vifilsstaðaveg. í Hafnarfirði: A Skattstofu Reykjanesumdæmis frá kl. 10-16 alla virka daga, nema laugardaga. í Keflavik: Hjá „Járn og Skip” við Vikurbraut. A Keflavíkurflugvelli: Hjá umboðsmanni skattstjóra, Guðmundi Gunnlaugssyni, á skrifstofu Flugmálastjórnar. 1 hreppum og öðrum kaupstöðum: Hjá umboðsmönnum skattstjóra. Kærufrestur vegna álagðra gjalda er til loka dagsins 11. ágúst 1977. Kærur skulu vera skriflegar og sendast til Skattstofu Reykjanesumdæmis eða umboðsmanns i heimasveit. Skrár um álagt sölugjald og sérstakt vörugjald I Reykja- nesumdæmi á árinu 1976 liggja ennfremur frammi á skattstofunni. Hafnarfirði, 28. júli 1977 Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi. Heilsugæslustöð á Sauðárkróki Heildartilboð óskast I að reisa og gera fok- helda heilsugæslustöð á Sauðárkróki, sem er viðbygging við núverandi sjúkrahús. í ár skal gera botnplötu, en verkinu sé skilað fokheldu 1.10. 1979. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 20.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun rikisins, Borgatúni 7, Reykjavik, fimmtu- daginn 18. ágúst, 1977 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.