Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. júli 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 7 Þaö að hefja glæp eða glapræði er haft sem afsökun fyrir því að leiða ólukkuna til lykta, með afleiðíngum sem flæði siðan yfir alda og óborna. Þorsteinn frá Hamri Að hefja glæpinn 1. Fyrireigi alllaungu bar svo til tvlvegis meö fárra daga bili, aö fólki sem byggir eitt af ibdöa- hverfum gamla bæjarins varö ekki svefnsamt næturlángt sakir þess að úti fyrir gluggunum hjá þvl var allt krökkt af hrínandi steypuvélum að starfi, og fylgdu dunur og dýnkir, óp og óhljtíö. Þarna var verið aö byggja; bráttmótaðifyrirhúsi,og siðan hefur komið I ljós að þar er I vændum stórt hús. Þeir sem þarna voru að byggja voru sýnilega ekki sömu menn og þeir er sveitast blóðinu árum saman til að komast einhvern- veginn undir þak með sig og sina; þessir menn höfðu tök á að láta vinna hratt, og einkum á næturnar. En þannig er nú einu- sinnií pottinn búið á íslandi, að I flestum venjulegum húsum býr fólk, vinnusöm dýrategund sem þarf svefn til að geta vaknað til starfa við sólarris; börn þurfa að vakna árla til að komast I skóla; I sumum húsum er fólk veikt, og enn er sá siður al- geingastur á Islandi hvað sem hver segir að fólk á vanda til að deyja I húsum inni, og er stund- um tímakom að því. En hér var ekki spurt um smámuni af mannlegum eölistoga, hvað þá heimilið, griðastað borgaralegs samfélags. Stáldjöflarnir voru að starfi unz sól skein að morgni, og fékk einginn mann- legur máttur rönd við þvi reist. Mannagrey sem þarna bjuggu I grennd ræddu um þetta við lögregluna gegnum sima og vitnuðu I visdómsorð sem segja að svona atferli megi ekki leing- ur tiðast en til hálftólf fyrir mið- nætti. NU hyggur kannski einhver að undanþága hljóti að hafa verið veitt þarna til að valda ama og ónæði um stund; svo var þó ekki. Enda kemur fyrir að menn virðast ekki þurfa neina sér- staka opinbera aðstoð til að hegða sér grunnfærnislega, að ekki sé sagt einsog ruddar • þeir hafa nógan efnivið I það sjálfir. Sannleikurinn er sá að lögregl- an brást ókvæöa við; að hennar sögn höfðu umræddir húsbyggj- endur einfaldlega logið til um áform sin og sagt að verki yrði hætt fyrir miðnætti I bæði skipt- in; siðan hófu þeir framkvæmd- ir sem ekki var unnt að rjúfa án þess að af hlytist stórtjón — að minnsta kosti fyrir þá. Lögregl- an var öldúngis ráðalaus, og kurteis einsog henni ber að vera, sat rjóð af geðshræringu þótt það yrði raunar ekki greint gegnum simann; velviljuð og stórmóðguð. Guð gefi að þetta hús verði öllu hverfinu til gæfu. 2. Framanskrifað er auðvitað smáborgaralegt dægurnöldur útaf heldur svona óviðkunnan- legri framkomu við friðsama granna, sem kannski er lltilf jör- legt atvik eitt og sér. En fyrir þeim sem hér heldur á penna er þarna I hnotskurn aldarsiður sem einkennir sum miklu stærrimál. Þeirra á með- al eru mál sem skapað hafa þjóðinni örlög og eru henni sum hver sem hvassir þy rnar I holdi: Að það að hef ja glæp eða glap- ræði skuli I sjálfu sér vera af- sökun fyrir þvl að leiða ólukk- una til lykta, með afleiðingum sem flæði slðan yfir alda og ó- borna. Slík afsökun getur auðvitað átt upptiSc sin I mannúðlegum viðhorfum til þeirra sem glap- ræðin fremja: gefum þeim frest. Alþýðufólká tslandi sagði stundum „auminginn, og á hann svona bágt veslingurinn”, um þá sem voru vitandi vits eða óvitandi að kvelja það. Þennan háðstón þekktu frá öfum sinum og ömmum þeir menn sem réttu úr hryggnum með rökum sinnar tiðar kringum aldamótin slðustu frammi fyrir Dönum. Slðan fæddust kynslóðir sem lögðu I vanda sinn að hugsa og tala einsog frjáls þjóð. Niður- staða Bandarlkjastjórnar 1949 varð þviþessi: „Þaðer erfittað ala upp almenning i landinu og breyta venjubundinni hugsun hans, og er þetta mesta hindrun I veg forustumanna Islenzku stjórnarinnar”, svo vitnað sé til leyniskjala sem birt voru I vet- ur. Allir vita hvað á eftir fór. Herseta íslands varð að veru- leika með aðferðum sem ekki- spurðu til vegar „hugs- un almennings I landinu”. Stjórnvöldum Islands auönaðist að hef ja glæpinn. Nú er , jiugsun almennings i landinu” sótt til saka og dregin fyrir dómstóla ef hún lætur á sér kræla af mann- dómi. 3. Fjölþjóðlegir auöhrlngar steðja nú að öllu þvl er styður | rök okkar fyrir tilvist okkar i ' landinu sem þjóðlegrar menningarheildar, og koma I kjölfar þess að menn hófust handa um glapræðið á slnum tíma. Gömlu mennirnir feður í vorir sögðu að einginn skyldi vekja upp draug sem ekki væri jafnframt fær um að bora hon- < um niður aftur. Þeir vissu lika sitthvað fleira um þau efni. Það var til að mynda ekki nóg að sjá fyrirbærið uppvakning spretta uppúr kumlinu og senda hann siðan á eitthvaðsem manni var illa við. Það þurfti lika að skrlða fyrir honum og kara á honum kjaftinn. Og þótt fulltrúar islenzkrar borgarastéttar séu litlir galdra- menn, hafa þeir ætlð kunnað sig i þeirri innvirðulegu þjónustu. Strídsendumúnmngar DjUasar Fyrir skömmu birti vesturþýskt blað heimskort/ þar sem ríki heims voru flokkuð eftir þvf hvernig mann- réttindi eru virt af hálfu yfirvalda/ að dómi blaðsins. Júgóslavía er eitt þeirra landa/ sem talið er frítt af allri synd í þessum efnum/ að mati blaðsins. Ekki kemur það heim og saman við skýrslur ýmissa mannréftindastofn- ana/ sem halda því fram að í Júgóslavíu séu pólitískir fangar fleiri en í Sovétríkjunum/ að tiltölu við fólks- f jölda. Skýringin kann að vera sú, að flestir pólitisku fanganna i Júgó- slavíu sitja inni fyrir meintan stuðning við Sovétrlkin, og kannski telja sumir vestrænir fjölmiðlar og ráðamenn það ekki til mannréttindabrota, þótt slikir séu geymdir Itugthúsum.En hætt er við að til dæmis Milovan Djil- as, sem i eina tið var einn af helstu leiðtogum júgóslavneskra kommúnista og hefur mátt gista fangageymslur þar I landi vegna hlifðarlausrar gagnrýni á stjórn Titos, muni ekki taka undir það að mannréttindi séu eindregið virt I Júgóslaviu. Einn hroðalegasti þáttur stríðsins Djilas er þekktur fyrir rit sin Hin nýja stétt og Samræður við Stalin og mátti þola kárlnur fyrir þau. Nú er hann utan fangelsis, en er þó bannað að fara úr landi. Hann er nú i fullum gangi með að rita ævisögu slna og hefur þegar sent frá sér tvö bindi af henni. I þvi fyrsta greinir Djilas frá æsku- árum sinum, þegar hann gerðist byltingarsinnaður kommúnisti. I þvi næsta, Stríðstimar, sem fyrir skömmu er komið út, segir hann frá þvi sem yfir land hans gekk á árum heimsstyrjaldarinnar seinni, þegar skæruliðar undir forustu kommúnista háðu harða baráttu gegn hernámsliði þjóð- verja og itala og innlendum fylgi- fiskum þess. I bók þessari gefur þessi stolti og hreinskilni svartfellingur opin- skáa og lifandi lýsingu á ein- hverjum hroðalegasta þætti heimsstyrjaldarinnar siðari. Nasistar litu á júgóslava sem óæðri kynþátt og meðferð þeirra á landsfólkinu var eftir þvi. Þar við bættist innbyrðis hatur milli landsmanna sjálfra, sem jók enn Djilas á vigaslóð — hvorki hefni- gjarn eða sjálfhælinn. stórum á grimmd hernaðarins. Sjaldan hefur nokkurt strið verið háð af jafn ofboðslegri grimmd og takmarkalausu hugrekki og frelsisbarátta júgóslava þessi ár- in, sem hófst þegar sigur þjóð- verja sýndist á næsta leiti og lltil sem engin von var um aðstoð ut- anlands frá. Fljót stíflað af líkum Skæruliðar júgóslavneskra kommúnista undir forustu Titos urðu ekki einungis að berjast við þjóðverja og itali, heldur og gegn Ustashi (króatiskum fasistum) og sétnikum (konungsinnuðum serbum), sem studdu þjóðverja og Itali meira eða minna. Hatur það milli þjóðerna og trúarbragða I Júgóslaviu, sem enn er ekki gróið yfir, fékk sér- staklega andstyggilega útrás þessi árin, og þar dregur Djilas ekkertundan. Griskrétttrúaðir og konunghollir serbar hrannmyrtu múhameðstrúarmenn. Kaþólskir króatiskir fasistar brenndu unn- vörpum serbnesk þorp og drápu þar hvert mannsbarakarla, kon- ur og börn. Skæruliðar Titos hlifðu óvopnuðu fólki eftir bestu getu, en skutu striðsfanga og aflifuðu grunaða njósnara og þjóðverjavini miskunnarlaust, enda áttu þeir sjálfir engrar vægðar von af óvinunum, yrðu þeir teknir til fanga. Ekki verður annað séð en að Djilas, sem var einn af æöstu mönnum i liði Titos, greini hlutlægt frá sinum hlut I átökunum og reyni hvorki að sýn- ast betri eða verri en hann raun- verulega var. Hann sýndi mann- úð þegar það taldist mögulegt, en drap án miskunnar og af heim- spekilegri ró þegar undan þvi varð ekki komist, að mati skæru- liöanna. Hann leynir þvi ekki að hann hafi glaðst þegar óvinirnir týndu tölunni, eins og þegar hann segir frá þvi er skæruliðar tóku af llfi heila bataljón italskra striðs- fanga og fleygðu likum þeirra i fljót. „Ég og aðrir liðsforingjar vorum gripnir meinfýsinni gleöi, þegar við hugsuðum til þess að itölsku herforingjarnir i Mostar (borg i Hersegóvinu) myndu fyll- ast skelfingu og hryllingi, þegar þeir sæju Neretwa-fljótið hálf- stiflað af llkum hermanna sinna,” skrifar Djilas. Aðdáun á Tito Djilas er þó hvorki hefnigjarn eða sjálfhælinn i frásögn sinni. Hánn hrósar félögum sinum fyrir hugrekki, enda þótt sumir þeirra fordæmdu hann slðar eftir að kastaðist I kekki með þeim Tito. I lýsingu hans á Tito gætir aðdá- unar og væntumþykju. Hann lýsir áhyggjum sinum er Tito var sæmdur marskálksnafnbót, þar eð hann þóttist greina merki um bráða skapsmuni og valdafikn i fari leiðtogans. Djilas fer I enga launkofa með veikleiká félaga sinna, eins og þegar pólitiskar hugsjónir þeirra rákust á miskunnarlausan veru- leikann. En með tilliti til veik- leikanna ris hetjuskapur þessara garpa jafnvel enn hærra I frá- sögninni. Þrátt fyrir ofurefli og ótrúlegar hörmungar og erfið- leika tókst skæruliöunum að standa af sér sókn þjóðverja 1943, þegar þjóðverjar umkringdu meginher skæruliða í von um að geta útrýmt þeim I eitt skipti fyrir öll. Það mistókst, og i framhaldi af þvl báru júgóslavneskir kommúnistar gæfu til að frelsa land sitt sjálfir og gera sína byil- ingu af eigin rammleik. <Byggt á Newsweek, tíþ lögmál ferða- mannsíns 1. Göngum jafn vel frá áningarstað og við komum að honum. 2. Hendum ekki rusli á víðavangi. 3. Spillum ekki vatni. 4. Sköðum ekki gróður. 5. Skemmum ekki sérstæðar jarðmyndanir. 6. Förum varlega með eld. 7. Ökum með gætni utan vega. 8. Fylgjum merktum göngustígum, þar sem þess er óskað. 9. Notum ekki bílgluggann sem sorpilát. 10. Hirðum vel eignir okkar og umhverfi, svo ánægja og sómi sé að. Þetta er boðskapur náttúruverndarlaganna um um- gengni. En við vitum öll, að þetta er nauðsynlegt að hafa hugfast, ef við viljum eiga áfram hreint land og fagurt. Náttúruverndarráð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.