Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.07.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. júll 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 af ertendum vettvangi Hemaöarátök Líbýu og Egyptalands Afrika er án alls vafa órólegasta heimsálfan eins og sakir standa. 1 Eþiopfu eru i gangi nokkur borg arastriö, styrjaldarástand er milli þess rikis og Sómalilands og litlu munar aó stríö brjótist út milli Eþiópiu og Súdans. Til bar- daga hefur komiö á landamærum Keniu og SómaiOands, i Ródesfu fer skærustriöiö harönandi, barist erá mörkum Angólu og Namibfu, i Vestur-Sahara striöir Polisario gegn Marokkó og Máritaniu og Tsjad sakar Libiu um stuöning viö uppreisnarmenn I noröurhluta landsins. Og nú siðustu dagana hefur komiö til haröra bardaga milli Egyptalands og Libiu. Hvoraöilinn um sig kennir hin- um aö sjálfsögöu um upptökin, en þáð segirekkimikið. Meö tilliti til þess, aö.um nokkurra ára skeið hefur veriö fullur fjandskapur meö þessum tveimur Arabarikj- um, þurfti þaö hinsvegar ekki aö koma neinum á óvart aö svona skyldi fara. Ein tilgátan — og ekki sú óllklegasta — um upphaf átakanna er á þá leiö, aö þau hafi byrjaö ,,af slysni.” Herir egypta og libiumanna eru búnir aö standa andspænis hvor öörum svo árum skiptir á landamærunum, gráir fyrir járnum og bólgnir af fjandskap sem hatursáróöur beggja stjórnarvalda hefur stig- magnaö. Hermennirnir báöu- megin hafa i lengri tima beöiö meö vigtól sin skotklár og sann- færöir um aö dólgarnir hinumeg- in isndamæralinunnar biöu ekki eftir ööru en hentugu tækifæri til aö hefjast handa. 1 sliku and- rúmslofti þarf ekki annaö en aö skriödreki frá öörum aöilanum álpist meö annaö beltiö út á „viöurkennt” einskismannsland milli herjanna til þess aö hinn aöilinn taki þaí) sem árás og freti úr hdlkum sinum allt hvaö af tek- ur. Byrjuðu egyptar? Þetta er ekki ný saga: margir hafa látiö i ljós ótta um, aö ein- mitt fyrir slika „slysni” kunni styrjaldir aö hefjast hingaö og þangaö á „viökvæmum” svæö- um, til dæmis þar sem yfirráöa- svæöi Natós og "Varsjárbanda- lagsins liggja saman. t þvi tilfelli yrði vissulega um sögulegt stórslys að ræöa, sem trúlega myndi ekki draga minni dilk á eftir sér en gereyöingu Noröur- Ameriku, Evrópu og Sovétrikj- anna. Til allrar lukku eru ekki verulegar likur á þvi, eins og sak- ir standa, aö vigaferli egypta og libiumanna hafi þesskonar afleiö- ingar. Svo er aö heyra á fréttum aö meira hafi veriö barist innan landamæra Libiu og aö meira hafi veriö um egypskár loftárásir á libiskt land en öfugt. Þetta bendir frekar til þess aö egyptar hafi átt upptökin aö átökunum. Efnahagur Egyptalands er i herfilegasta ólestri og reiði al- mennings, sem býr við bág kjör, gifurleg vegna óspilunarsemi og óhófslifnaöar stéttar kaupsýslu- braskara, sem Sadat hleður und- ir, eins og best kom I ljós i óeiröunum I vetur. Og það er gamalþekkt aðferö landsfeöra, sem eiga viö erfiðleika aö striöa innanlands, aö beina athygli al- mennings út á viö meö þvi aö búa til grýlur úr einhverjum raun verulegum og imynduöum and- stæðingum erlendis. Á vigvelli Rommels og Montgomerys Hinu er ekki aö neita, aö raun- verulegur ótti Sadats viö Kaddafa Libiuleiötoga gæti legiö aö baki þessum slag á landamærum rikj anna, fyrstu vopnuöu átökunum á þeim slóöum frá þvi aö þeir Rommel og Montgomery öttu þarna saman skriðdrekum sin- um I Heimsstyrjöldinni siöari. Egypskir ráöamenn hafa lengi haft vissa ástæöu til aö óttast Kaddafa. Hrakfarir egypta fyrir Israelsmönnum 1967 drógu mjög úr viröingu Egyptalands I ara- biska heiminum, hvers forustu- riki Egyptaland leggur metnaö sinnI aö vera.Hrakfarimar höföu meöal annars I för meö sér aö margiregyptar leituðu huggunar hjá trúarbrögðum sinum, og þaö leidi svo til þess aö margir menn þarlendir fóru aö lita á Kaddafa, hinn islamska hreintrúarmann, Kaddafi — hreintrúarstefna hans hefur höföaö til margra egypta. sem fyrirmynd og leiðtoga. Kaddafi hvatti lika til nýs striös viö Israel sem fyrst, og það aflaði honum fylgis þeirra egypta, sem ekki vildu iáta dragast aö hefna ófaranna og sökuöu eigin framá- menn um svik og hugleysi. Óvinsældir Sadats I októberstriöinu 1973 biöu egyptar ekki einsmikinn ósigur og I sexdagastriöinu, þannig aö i augum heimsins gat Sadat stilit sér upp sem sigurvegara eöa allt að þvi. Þetta reisti viö viröingu Egyptalands, Saúdi-Arabíu og annarra þeirra rikja, sem vilja fara tiltölulega vægt i sakirnar gegn Israel, en Kaddafi ein- angraöist og viröing hans meðal araba almennt fór minnkandi. óstjórn Sadats og bágindin i egypska þjóðarbúskapnum hafa hinsvegar aftur snúið tafiinu viö Kaddafa i hag. Óvinsældir Sadat- stjórnarinnar heimafyrir eru siikar, að ný uppreisn viröist skammtundir yfirborðinu. Sadat hefur gripiö til þess ráös aö kenna óánægjuna undirróöri innlendra „kom múnista”, sovétmanna, trúarofstækismanna og siöast en ekki sist libiumanna. Sadat tekur vaxandi vináttu Libiu viö Sovét- rikin sem sönnun fyrir illum til- gangi Kaddafa, en liklega stafar ótti hans við granna sinn fyrst og fremst af þvi, aö hann telji aö Kaddafi hafi ennþá mikil áhrif meöal egypsks almennings sem hreint rúar leiötogi. Dauðarefsing fyrir að kasta trú Púritanskir múhameöstrúar- menn hafa látið allnokkuö á sér kræla I Egyptalandi undanfariö, og er þar fremst i flokki Iörunar- og afturhvarfsfélagiö svokallaða, sem nýlega nam á brott og drap fyrrverandi trúarbragöamála- ráöherra landsins. Sadat hefur svaraö meö f jöldafangelsunum á stuöningsmönnum félagsins, en jafnframt boöar hann nýja og villimannlega löggjöf, sem geng- ur út á þaö aö héöan I frá skuli hver sá egypti, sem kastar mú- hameösrú, engu fyrir týna nema lifinu. Samkvæmt þessari löggjöf Sadat — reynt aö beina óánægj- unni út á viö? skulu og allir kommúnistar dauöasekir, þar eö Sadat og hans kumpánar lita svo á, aö gerist maöur kommúnisti kasti hann um leið trúnni. Með þessu afturhvarfi til miðaldavillimennsku er Sadat aö reyna aö bliöka strangtrúaöa múhameöstrúarmenn meðal þegna sinna og ennfremur mundi lagasetning þessi veröa einkar handhægt yfirvarp til útrýmingar á öllum raunverulegum og grun- uöum stjórnarandstæöingum, þvi aö sjálfsögöu munu egypsk yfir- völd ætla sér úrskuröarvald um það, hver sé kommúnisti og hver ekki. Varla þarf aö minna á þaö, aö meöal ráöamanna á Vesturlönd- um nýtur Sadat mikillar viröing- ar sem einhver sá hófsamasti og mannúölegasti af leiötogum Ara- barikja. „Fyrirbyggjandi strið? Hafi egyptar átt upptökin aö bardögunum, gæti veriö aö til- gangurinnheföi verið aö draga úr virðingu Kaddafa meöal egypsks almennings. Sadat talaöi i þessu tilefni um Kaddafa sem „strák- bjána,” sem fengiö heföi ,,mak- lega ráöningu.” Meö þvi aö slá þessu upp sem miklum ósigri libiumanna vonast Sadat kannski til þess, aö egyptar hætti aö lita upp til libiska leiötogans. Egyptaland hefur mjög leitast viö aö fá Bandarikin til aö knýja tsrael til frekara undanláts. Meö tilkomu harölinustjórnar hægri- manna i Israel hafa heldur dvinaö vonirnar um aö þaö takist. Það gætioröiö vatn á myllu Libiu, en kannski vonast Sadat til þess, aö meintur hernaöarlegur ósigur libiumanna nú nú dragi úr likun- um á þvi aö Kaddafi geti fært sér þaö i nyt. Hér gæti sem sagt hafa veriö um aö ræöa af egypta hálfu „fyrirbyggjandi strið”, eins og styr jaldasagnfræöingar gætu oröaö þaö. dþ. Mikið úrvai, sanngjarnt verð Regngallar f 5800 Hjá okkur fáió þið nánast allt sem þarf til útilegunnar. í Liverpool getið þió séð uppsett tjöld og í Domus er gott pláss til að skoða ferðavörurnar. Mest er þó um vert aö vita, að í þessum búðum er verðið alltaf sanngjarnt og stundum, þegar um samkaup er að ræðá, ótrúlega lágt. Hér fyrir ofan er nokkur vöru- sýnishorn og verðupplýsingar, en best er að líta inn og skoða þetta sjálfur, margir vöruflokkar eru senn á þrotum. DOMUS Laugavegi 91 UVERPOOL Laugavegi18a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.