Þjóðviljinn - 25.09.1977, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. september 1977
SVAVAR GESTSSON:
Nú standa yfir fundir i félögum
opinberra starfsmanna um allt
land: þar verður fjallað um til-
lögu sáttanefndarinnar sem
kynnt var fjölmiðlum á fimmtu-
daginn. >ar verður einnig fjallað
um frekari aðgerðir BSRB 11.
október verði sáttatillagan felld.
Þegar þetta blað Þjóðviljans
kemur út hefur verið gerð ýtarleg
grein fyrir efni sáttatillögunnar i
öllum fjölmiðlum, en á fimmtu-
dag skýrðu forystumenn BSRB
einróma niðurstöðu samninga-
nefndarinnar: Nei.
Þeir lægstu
hækki ekkert
A sáttatillögunni eru margir
mjög alvarlegir gallar eins og
komið hefur fram i ummælum
forystumanna Bandalags starfs-
manna rikis og bæja. Megin-
gallinn og sá sem hlýtur að stinga
mest i augum er sá að þar er gert
ráð fyrir þvi að lægstu flokkarnir,
7 talsins, hækki ekki neitt frá
upphaflegu tilboði rikisins. 1
þessum flokkum er fimmti hver
félagsmaður BSRB. Þessi stað-
reynd hlýtur að verða opinberum
starfsmönnum hvatning til þess
að taka allir jafnmyndarlega
undir og sáttanefndin þe. með
stóru einróma eða nær einróma
nei-i við tillögu sáttanefndar-
innar. Atkvæðagreiðsla um þá
tillögu fer fram um næstu helgi, 2.
og 3. október.
Meiri launamunur
en í kröfum BSRB
Tillaga sáttanefndarinnar gerir
ráð fyrir meiri mun á lægsta og
hæsta flokki en i kröfum BSRB—
launajöfnunarstefnu er þar með
hafnað samkvæmt þessari tii-
lögu. Með þvi að neita henni eru
opinberir starfsmenn þvi ekki
einasta að krefjast almennrar
hækkunar á launum sinum: þeir
eru að berjast fyrir framkvæmd
þeirrar stefnu sem allir hafa
viljað i heiðri hafa i orði.
Samkvæmt kröfugerð BSRB
áttu hæstu laun að vera 2,15
sinnum hærri en lægstu laun.
Samkvæmt laununum eins og þau
voru i júli voru hæstu laun 2,81
sinnum hærri en lægstu laun,
samkvæmt fyrsta tilboði rikisins
voru hæstu launin 2,72 sinnum
hærri og samkvæmt sátta-
tillögunni 2,76 sinnum hærri Af
þessu sést hvað frávikin frá
kröfugerðinni eru alvarleg. Af
þessum tölum sést einnig hver
raunveruleg stefna rikis-
stjórnarinnar þrátt fyrir fagur-
galann i leiðurum stjórnar-
blaðanna um launajöfnuð.
En árásin á láglaunafólkið er
sem fyrr sagði sérstaklega
athyglisverð og alvarleg og henni
verða opinberir starfsmenn að
hrinda af höndum sér.
Einhugurinn
A sameigninlegum fundi
stjórnar og samninganefndar
BSRB sem haldinn var á
miðvikudaginn var eftirfarandi
ályktun gerð með samhljóða
atkvæðum:
„Sameiginlegur fundur
stjórnar og samninganefndar
BSRB telur, að tillaga sátta-
nefndar sé óviðunandi og hvetur
félagsmenn i bandaiaginu til að
fjölmenna á kjörstað i allsherjar-
atkvæðagreiðslunni 2. og 3.
október og fella sáttatillöguna.”
Þessi samþykkt var sem fyrr
segir gerð eimróma og það sýnir
styrk opinberra stafsmanna að
þeir hafa staðið saman sem einn
maður til þessa i afstöðu sinni til
kröfugerðar og aðgerða á vegum
bandalagsins. Þessi einhugur
hefur náð þvert yfir alla stjórn-
málaflokka: hér hefur myndast
viðtæk fagleg samstaða.
1 allsherjaratkvæðagreiðslunni
þarf samstaðan að verða með
sama hætti. Þvi ákveðnari sem
meirihlutinn er fyrir neitun á
tillögu sáttanefndarinnar þeim
mun sterkari er heildarstaðan til
frekari sóknar.
Ekki bera
launamenn ábyrgð
á verðbólgunni
Fulltrúar rikisvaldsins og
stjórnarblöðin munu hamast
gegn hagsmunum opinberra
starfsmanna og leggja áherslu á
það hvað það sé dýrt fyrir rikis-
sjóð að samþykkja frekari
hækkanir launanna en sáttatil-
lagan gerir ráð fyrir. Þessum
áróðri svara opinberir starfs-
menn með þvi að benda á að
launin þurfa að verða miklu hærri
til þess að duga fyrir þeim gifur-
legu hækkunum sem veröbólgu-
stefna rikisstjórnarinnar hefur
haft í för með sér. Opinberir
starfsmenn vita eins vel og allir
aðrir launamenn að verðbólga
undanfarinna ára hefur verið
mögnuð með skipulegum hætti
visvitandi til þess að flytja
fjármuni frá launafólki til gróða-
stéttanna. Þetta hefur verið hin
markvissa stjórnarstefna. Til
þess að ná þeim kaupmætti sem
„opinberir starfsmenn höfðu
bestan þurfa laun þeirra að
hækka miklum mun meira en
sáttatillagan gerir ráð fyrir. í
samanburði sinum við aðra hópa i
þjóðfélaginu telur BSRB til
dæmis að það vanti allt upp rúm
60% til þess að ná þeim launum
sem tiðkast í sambærilegum
störfum annars staðar. Þessi
gifurlegi mismunur er ekki til-
kominn vegna kröfugerðar opin-
berra starfsmanna gegnum árin,
— nauðsynin fyrir miklar
kauphækkanir helgast af þvi
hvernig stjórnarstefnan hefur
verið: Fjandsamleg launafólki,
Launafólk verður að fá miklar
hækkanir til þess að standa undir
þeim kostnaðarhækkunum sem
verðbólgustefna rikisstiórnar-
innar hefur haft i för með sér.
Stjórnarblöðin munu einnig
hamra á þvi að það sé ábyrgðar-
laust og hættulegt fyrir opinbera
starfsmenn að fara i verkfall. En
hverra er ábyrgðin á þeirri verð-
bólgu sem hefur aukist jafnt og
þétt á undanförnum misserum
fyrir tilverknað forstjóraflokk-
anna? Ekki bera launamenn,
hvorki opinberir starfsmenn né
aðrir.
ábyrgð á þvi að gengið hefur
verið fellt, að opinber þjónusta
hefur hækkað i verði, að sölu-
skattur hefur hækkað, að vöru-
gjald hefur verið framlengt aftur
og aftur, að sjúkratryggingagjald
hefur verið lagt á landsmenn.
Ekki bera opinberir starfsmenn,
né aðrir launamenn, ábyrgð á þvi
að gróði stórfyrirtækjanna hefur
á sama tima aukist eins og reikn-
ingar þeirra og fjárfesting gefur
til kynna. Ekki bera launamenn
ábyrgð á þvi að milliliðagróðinn
hefur hlaðist upp á undanförnum
misserum i æ fleiri steinsteypu-
höllum oliufélaga, trygginga-
félaga, banka, heildverslana,
umboðsaðila, flugfélaga og skipa-
félaga. Það jarðar við grin þegar
talsmenn stjórnarflokkanna
reyna að varpa ábyrgðinni á
vandanum yfir á launafólk.
Að spara eyrinn
og kasta krónunni
Talsmenn rikisvaldsins,
einkum fjármálaráðuneytisins,
hafa gengið furðulangt i þvi að
halda fram fjarstæðum i
sambandi við laun opinberra
starfsmanna. Þeir virðast horfa á
launamálin ein sér en það er eins
og þá skipti engu hvaða kjör það
fólk hefur sem vinnur hjá opin-
berum aðilum. Staðreyndin er sú
að það er orðið ljóst bæði af,skorti
á kennurum og hjúkrun^trfólki að
fólk veigrar sér við,,að ráöa sig i
störf hjá rikinu,vegna þess hvað
laununum er.haldið niðri. Með
láglauna^tefnu sinni er rikis-
stjórnjn þvi að setja alla
samfélagslega þjónustu i stór-
fellaa hættu: með láglauna-
stefnunni hrekst gott fólk úr opin-
berri þjónustu og þar með er
hætta á þvi að opinber þjónusta
skóla, sjúkrahúsa o.s.frv. versni
að öllum mun og að þar með verði
farið verr með það fé sem notað
er til samfélagslegra þarfa en
ella væri.
Annars er hlálegt að heyra
sömu aðilana gagnrýna kröfu-
gerð opinberra starfsmanna og
bera ábyrgö á fjárfestingarævin-
týrum hjá rikinu eins og Viðis-
kaupunum. Kaupverð og
Renniverkstæðið _
og mótoraverkstæðið
á nýjum stað
Viö höfum opnað renni-
verkstæði okkar að Smiðju-
vegi 9 a, Kópavogi.
Þangað eru nú komnar
allar okkar fullkomnu vélar
Stórbætt aðstaða:
1. Auðveld aðkeyrsla,
hvaðan sem er,
hvenær sem er.
2. Næg bílastæði.
3. Góð aðstaða til mót-
tðku og afgreiðslu.
Renniverkstæðið
á þessu sviði, þ.á.m. stærstu
planslípivéiar landsins.
Málmfyllingin er þarna, að
sjálfsögðu, á sama stað.
á nýjumstað Smiðjuvegi 9A, Kópavogi, Sími 44445
EGILL VILHJÁLMSSON HF