Þjóðviljinn - 25.09.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 25.09.1977, Qupperneq 11
Sunnudagur 25. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Frá Vestur- Þýskalandi hafa undanfarið borist þær fréttir, að Adolf Hitler sé á ný að verða súperstar þar i landi. Kvikmynd um hann slær aðsóknarmet, blöðin birta úrdrætti úr dag- bókum nasistaforingja og I Hamborg kvað vera i uppsiglingu söngleikur mikill um foringja Þriðja rikisins. Svo er að heyra á vesturþýskum blöðum að þessi Hitler-alda valdi mönnum margvislegum ónotum þar i landi. Ymsir, þar á meðal Willy Brandt, hafa varað við þvi að þessu kunni að fylgja endurnýjuð hrifningá nasismanum,og margir þarlendir framámenn, sém s jálfir voru f slagtogi við nasista á yngri árum, eru ekkert hrifnir af þvi að verið sé að rif ja þessa tima upp. Sannleikurinn er lika sá, að Hitler hefur verið feimnismál hjá þjóðverjum siðan heims- styrjöldinni siðari lauk, og hafa menn reynt að afgreiða hann og nasismann með ýmiskonar kyn- Hitler i hópi aðdáenda. Yngri kynslóöin gefur hin undarlegustu svör. Hitler aftur súperstar legum og langsóttum skýringum. Og þjóðverjar hafa raunar ekki verið einir um það. Vissir reyfarahöfundar bandariskir, svo sem Leon Uris og Irwin Shaw, voru til dæmis með skýringar i þá átt, að þjóðverjar væru I eðli sinu einhverskonar kynjaverur, sem skæru sig úr öllu öðru mannfólki, þannig að þvi væri likast að þeir væru af öðrum hnetti. Af einni slfkri skáldsögu bandariskri var það helst að skilja, að höfundur teldi þjóðverja haífa gengið af göflunum af þvi að lesa Niflunga- ljóð og hlusta á Wagner. Reynt að gleyma nas- ismanum Austurþjóðverjar hallast hins- vegar að þvi að fria þýsku þjóðina af allri synd i þessu máli. Þar er hin opinbera lina að heimsstyrj- öldin siðari hafi verið alþjóðleg barátta alþýðunnar gegn Hitler- fasismanum, og er jafnvel þeirri hugmynd gefið undir fótinn að þýska þjóðinhafi ekki verið siður einlæg i þeirri baráttu en aðrir. 1 Vestur-Þýskalandi hefur, eins og fyrr er að vikiö, hinsvegar verið tekið það ráð að afgreiða nasism- ann með ýmsum skýringum á persónuleika Hitlers eins, en yfir- leitt hefur þar i landi aðaláhersl- an verið lögð á að hafa sem fæst orð um timabil nasismans og leit- ast við að láta það falla i gleymsku. Það er skiljanlegt með tilliti til þess, að fjölmargir nú- verandi háttsettir menn þar i landi voru á sinum tima inasista- flokknum eða höfðu á annan hátt góð sambönd við nasista. Til þessa hefur vesturþjóðverj- um lika orðið furðuvel ágengt i þeirri viðleitni sinni að gleyma Hitler. Þetta kemur meðal ann- ars fram af svörum við spurning- um, sem lagöar voru fyrir þar- lenda skólanema. Af þeim er ljóst, að vesturþýsk æska veit ekki ýkja mikið um þann leiðtoga þjóðar sinnar, sem sjálfur gortaði af þvi á slnum tima að njóta meiri vinsælda i sinu föðurlandi en nokkur einstaklingur frá þvi að Lúbher leið.Skólanemarnir voru beðnir að gera grein fyrir þvi, sem þeirvissuum Hitler. Nokkur svaranna: „Leiðtogi i 30 ára stríð- inu” „Hann drakk mikið af viskii og var mikill söngmaður.” (Tólf ára stúlka.) „Ég held að hann hafi fæðst 1819.” (Fjórtán ára stúlka.) „Ég hef heyrt að Adolf Hitler hafi verið ættaður frá Hollandi.” (Þrettán ára drengur.) „Adolf Hitler var itali.” (Fjór- tán ára stúlka.) „Hann lærði læknisfræði i Mönchen, eftirað hann var búinn með skyldunámið.” (Fimmtán ára drengur.) „Dag einn kom hann á krá nokkra i Miinchen, þar sem Vaxandi áhugi fyrir Hitler grípur um sig í Vestur- Þýskalandi kommúnistaflokkur nokkur var á fundi. 1 þeim flokki voru aðeins þrir félagsmenn. Úr þeim flokki stofnaði hann siðar nasistaflokk- inn." (Fjórtán ára drengur.) „Hann var i nasistaflokknum, sem var vinstri klofningur úr flokki sósi aldem ók ra ta . ” (Seytján ára piltur.) „Og þá, sem voru á móti hon- um, nefndi hann nasista. Hann setti nasistana I gasklefana.” (Þrettán ára drengur.) „Hann sigraði Bismarck i kosn- ingum og kom til valda 1933.” (Fimmtán ára drengur.) „Staðgengill hans var Bis- marck, sem setið hefur i fangelsi i Austur-Þýskalandi I 30 ár og hef- ur reynt að fremja sjálfsmorð i fangelsinu.” (Fimmtán ára drengur.) „Hitler var sjálfur gyðingur.” (Sextán ára sttúka.) „Hitler var leiðtogi Þýskalands i þrjátiu ára striðinu.” (Seytján ára drengur.) „Hann hóf heimsstyrjöldina siðari milli Vestur- og Austur- Þýskalands. Hann kom þvi til leiðar að múrinn (Berlinar-múr- inn) var hlaðinn. Margir hata Hitler, vegna þess að hann lét hlaða mUrinn.” (TIu ára stdlka.) „Hann var foringi þýska sam- bandslýðveldisins.” (Fjórtán ára stúlka.) „Hitler var I Kristilega demó- krataflokknum.” (Fjórtán ára stUlka.) SS-samkomur Rétt er að taka fram að ekki voru svörin öll á þessa lund, þótt furðumörg væru það. Sumir nem- endanna vissu greinilega meira um Hitler og höfðu margir skömm á honum, en einnig voru ófáir innan um, sem töldu hann hafa verið sæmilegan eða jafnvel ágætan mann. Og þótt blessuð börnin kunni að vita litið um for- ingja Þriöja rikisins, þá hafa að minnsta kosti sumir þeirra eldri hvorki gleymt honum né aðdáun sinni á honum. Gamlir nasistar, ekki sist liðsmenn úr SS-sveitun- um,koma oft saman á samkomur til að minnast „gömlu góðu dag- anna” og fara ekkert leynt með það. Sagt er að aðsóknin að slik- um samkomum fari vaxandi. Ný- nasistahópar hafa og opinskáan áróður i frammi, með þegjandi samþykki yfirvalda, enda óttast þau ekki að nasistum detti i hug- að steypa „kerfinu”. Ef vinstri- menn dirfast að reyna ab hindra nasista i að dreifa áróðri, gripur lögreglan fram i leikinn til vernd- ar nasistum. Prófessor Reinhard Kíinhl , doktor i félagsvisindum við há- skólann i Marburg,segir i pistli um svör nemendanna, að þótt margir þeirra viti greinilega sitt- hvað um Hitler, þá viti þeir nán- ast ekkert um þýska fasismann. Þar sneiðirprófessorinnað þeirri tilhneigingu landa sinna að skella allri blóðskuld nasismans á Hitler einan og að reyna að skýra nas- ismann sem þjóöfélagslegt fyrirbæri þvi sem næst eingöngu út frá persónulegum eiginleikum ogskoðunum Hitlers. Svo einfalt var það mál að sjálfsögðu ekki. Með fulltingi gömlu yfir- stéttarinnar Hitler var vissulega þjóðemis- sinni, kynþáttahyggjumaður, heimsvaldasinni og fjandmaður marxisma, en hið sama var að segja um stóran hluta þýsku þjóðarinnar á hans dögum. Allar þessar tilhneigingar voru fyrir hendi I Þýskalandi þegar fyrir 1918. Þegar kringum fyrriheims- styrjöld ólu stjórnmálamenn, hershöföingjar og f jármálamenn þýska keisaradæmisins með sér hugmyndir og áætlanir um stór- fellda landvinninga, ekki sist i austurvegi. Hitler þurfti ekki að finna neitt nýtt upp á þeim vett- vangi; hann tók bara við áætlun- um sem aðrir höfðu gert. Valdataka Hitlers var heldur ekkert furðufyrirbæri eða tilvilj- un. Hann hét lægri millistéttinni, sem örvingluð var vegna kreppu millistrlðsáranna, gulli og græn- um skógum, og vann hana þannig til fylgis við sig, svo og með þvi að höfða til fordóma hennar. Völd- unum náði hann hinsvegar ekki einungis með fulltingi þessa fjöldafylgis, heldur og með stuðn- ingi stóriðjuhölda, fjármála- ,manna, stórjarðeigenda og hers- höfðingja — yfirstéttar landsins. Yfirstéttin leit að visu niður á hann vegna þess að hann var litillar ættar og hafði engan frama hiotið nema i stjórnmál- um, auk þess er henni stóð nokk- ur stuggur af ofstæki hans, en hún vissi að óhætt var að treysta þvi að hann bryti verkalýðs- flokkana — sósialdemokrata og kommúnista — á bak aftur og gerði verkalýðssamtökin áhrifa- laus. Hugmyndir Hitler.s i utan- rikismálum fóru lika i öllum meginatriðum saman við hug- myndir yfirstéttarinnar á þeim vettvangi. Þessvegna greiddi yfirstéttin, með stóriðjuhöldana, von Papen og Hindenburg gamla i fararbroddi, leið nasismans til valda Þetta kæra ráðamenn Fjórða þýska rikisins, sem hefur Bonn fyrirhöfuðborg, sig ekkert um aö æska landsins fái að vita. dþ. Hjartanlega velkomin Iðnkynningin í Laugardalshöll stend- ur landsmönnum öllum opin. Flug- leiðir bjóða sýningargestum 25% hópafslátt í innanlandsflugi. Tískusýningar alla daga kl. 18og 21. Svavar Gests stjórnar bingói 14 og 16 í dag. jöf til gests dagsins: Málning á 4ra herbergja íbúð frá \ málningarverksmiðjunni Hörpu. j I IÐNKYNNING 1§■ LAUGARDALSI ÉÍI^HI 23. sepfc«»2.okt.''7]

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.