Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Fimmtudagur 6. október 1977. —42. árg. 221. tbl. [Kristján Thorlaáus, formaður BSRB: Úrslitin styrkja stöðu samtakanna Engin viöbrögö frá rikisvaldinu enn „Ég tel úrslit atkvæöa- greiöslunnar um sáttatil- löguna styrkja mjög stöðu samtakanna," sagði Krist- ján Thorlacius formaður BSRB íviðtali við Þjóðvilj- ann í gær. „Úrslitin eru að mínum dómi ótviræð fyrir- mæli til samninganefndar BSRB um að halda fast við þau stóru atriði, sem við þurfum að fá fram til að samningar geti tekist. Þessi þrjú aðalatriði eru: 1 fyrsta lagi hækkun lægstu laun- anna. t öðru lagi hækkun laun- anna um miðjan launastigann, til Kristján Thorlacius. Sig eða gos í lok mánaðar Miðdepillinn í Bjarnarflagi — segir Axel Björnsson landsig og gos” sagði Axel Björnsson, jarðeðlisfræbingur er við ræddum við hann i gær. „Landris er jafnt og sigandi á Kröflusvæðinu þessa dagana og ef svo heldur fram, geri ég ráð fyrir að til tlðinda dragi I lok þessa mánaöar og að þá gerist eitthvað svipað og á dögunum, Axel Björnsson Axel sagðist búast við þvi að Bjarnarflag yrði miðdepillinn i næstu hrinu, vegna þess að um daginn hefði hraunkvika runnið þangaö undir og það væri orsök þess mikla guíustreymis sem þár er nú. Gufa og vatn undir Bjarnarflagi hitnar og þrýstist uppá yfirborðið, þegar hraun- kvikan rann þangað. Það er greinilegt að sögn Axels, að opin sprunga er frá Kröflu- svæðinu niður að Bjarnarflagi og þess vegna miklar likur á að þeg- ar land hefur náð tiinrii'kritísku hæö á Kröflusvæðinu, renni hraunkvika aftur aö Bjarnarflagi og hvað þá gerist veit enginn. Axel sagði að erfiöara væri nú að spá nákvæmlega fyrir um hvenær næsta hrina kæmi, vegna þess að hraunkvikan á svæðinu hefði leitað til suðurs og þess vegna væri ekki jafn mikið að marka mælingar á stöövarhúsinu við Kröflu og áður, en það hús hefur um langt skeið verið notað viðlandrismælingu á Kröflusvæð- inu, en eftir að kvikan hefur leitað til suðurs er húsið orðið of nærri öróasvæðinu til þess að mælingar verði jafn nákvæmar og áður. „En ef þetta hagar sér nú eins og það hefur gerst undanfarin misseri, þá spái ég þvi aö til tið- inda dragi i lok þessa mánaöar”, sagöi Axel. — S.dór. samræmis við laun á almennum vinnumarkaði. 1 þriöja lagi endurskoöunarrettur á launalið samningsins á samningstimabil- inu, sem er 2 ár. Þar meö förum við lika fram á verkfallsrétt, ef visitalan yrði tekin úr sambandi eða veruleg rýrnun yrði á kaup- mætti launa. Með þessu förum við aðeins fram á aö fá sama rétt og stéttarfélög innan Alþýðusam- bands islands hafa.” — Eru nokkrar horfur á að ekki komi til verkfalls? — Við höfum engin viðbrögð fengið frá rikisvaldinu enn, sagði Kristján. Ég tel það vera skyldu rikisins og sveitarstjórna að setj- ast þegar að samningaborði. Þá tel ég það ekki siður skyldu sátta- nefndar að hafa frumkvæöi i þeim efnum. I gærkvöld kl. 8.30 hófst sam- eiginlegur fundur stjórnar, samninganefndar og verkfalls- nefndar BSRB. Til umræðu var staðan I kjaradeilunni nú að af- lokinni atkvæðagreiðslunni um s^tatillöguna, sem sýndi og saVmði á eftirminnilegan hátt samstöðu og baráttuhug opin- berra starfsmanna i kjarabaráttu sinni. —eös Fólksbillinn var mjög illa leikinn eftir áreksturinn eins og myndin ber með sér, enda beið ökumaðurinn nær samstundis bana (Ljósm.: —eik) Vörubillinn var einnig illa leikinn (Ljósm.: — eik) Enn eitt banaslys iö í umferöinni I gær um kl. 4 varð banaslys á Hellisheiði. Fólksbill með Reykjavikurnúmeri lenti i árekstri viö stóran vörubil á mót- um Þrengslavegar og Hellis- heiðarvegar með þeim afleið- ingum að ökumaður fólksbilsins sem var einn sins liðs beið bana. Svo er aö sjá sem hann hafi ekki virt biöskyldu á þessum gatna- mótum. Hafa þá alls 27 manns látið lifið i umferöinni það sem af er þessu ári en á öllu árinu i fyrra létust 15. Alls eru banaslys oröin 68 en voru á öllu árinu I fyrra 56. —GFr Starfsfólki Þörunga- vinnslunnar sagt upp Verkalýösfélagiö mótmæiir uppsögnunum harölega I lok septembermánaðar tók stjórn Þörungavinnsl- unnar aftur við rekstri verksmiðjunnar á Reyk- hólum, en Þörungavinnsl- an hafði í sumar verið rek- in af samtökum heima- manna um þriggja mánaða skeið, með mjög athyglis- verðum árangri svo sem fram hefur komið í frétt- um. Stjórn Þörungavinnslunnar lét það verða sitt fyrsta verk er hún tók við rekstrinum á ný, að segja öllu starfsfólkinu upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti frá 1. október og er þetta i þriöja sinn á 13 mánuðum, sem starfs- fólkinu er sagt upp. Jafnframt var ómar Haraldsson ráðinn framkvæmdastjóri. Fyrirhugað er aö halda fram- haldsaðalfund Þörungavinnsl- unnar i næsta mánuði. A fundi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélagsins Brands I Austur-Barðastrandar- sýslu, sem haldinn var að Reyk- hólum þann 3. október s.l. var gerð eftirfarandi samþykkt vegna uppsagna starfsfólks Þörungavinnslunnar: „Stjórn og trúnaðarmannaráö Verkalýðsfélagsins Brands i Austur-Barðastrandarsýslu mót- mæla harðlega uppsögnum þeim, sem stjórn Þörungavinnslunnar h.f. hefur látið dynja á starfsfólki sinu, einn ganginn enn, i þriðja sinn á þrettán mánuðum. Stjórn og trúnaðarmannaráð lýsa undrun sinni og gremju með afstööu fulltrúa sveitarfélaganna i stjórn Þörungavinnslunnar h.f., sem jafnframt er oddviti Reyk- hólahrepps, og fá ekki séð hvernig uppsagnir þessar geta þjónað hagsmunum sveitarfélag- anna hér á nokkurn hátt. Þvert á móti eru uppsagnir sem þessar til þess eins fallnar að kalla enn frekari vandræöi yfir sveitarfé- lögin. Stjórn og trúnaðarmannaráð benda á, að fulltrúa sveitarfélag- anna er skylt að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, og skora þvi á fulltrúa sveitarfélaganna að endurskoða afstöðu sina 1 þessu máli og beita sér fyrir þvi með oddi og egg, að uppsagnirnar verði nú þegar dregnar til baka.” „Ekiö fyrir Hvals- horn” — sjá grein og myndir á bls. 8 Krafist sýknunar Kristjáns Viðars Sjá siðu 2 Verða bætur greiddar ót fimmtánda þ.m.? Sjá síðu 2 Munið landsfund Samtaka her- stöðvaandstæðinga 15.-16. þ.m. Sjá dagskrá á siðu 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.