Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 3Með framkvæmd tillögunnar mun miðbærinn verða jafn líflaus á kvöldin og áður, umhverfið hins vegar ómanneskjulegra og umferðin meiri á daginn, sem aftur mun kalla á betri aðkomuæðar og bílastæði Siguróur Harðarson, arkitekt: Hnignun miðbæjarins og hallærisplaiiið Nýlega leit dagsins ljós tillaga um mikla uppbyggingu á s.k. framkvæmdasvæöi viö Aöal- stræti, sem gerði ráð fyrir þvi, aö allar núverandi byggingar á svæðinu yrðu rifnar og i staðinn byggöirum 11.600 ferm., auk yfir- byggðs torgs og bilgeymslu. Aukn ingin i flatarmáli yrði þvi liðlega 100%. Það gildir sama um þessa tillögu og þá sem um árið var gerð fyrir Grjótaþorpið: Þeim er ætlað að gæða hinn hnignandi miðbæ höfuðborgarinnar nýju og frisku lifi — eins og það er gjarn- an orðað. Báðar eiga þessar til- lögur það lika sammerkt, aö þær eiga að viðhalda umhverfisáhrif- um og svipmóti gamla bæjarins. En hvaö skyldi raunverulega liggja að baki svona tiilögugerð"? Við gerö aðalskipulags Reykja- vikur var eftirfarandi stefna mót- uð: „Siðan núgildandi aðalskipulag Reykjavikur (62-83) var staðfest hefur ekki verið um neina sam- ræmda uppbyggingu stærri svæða að ræða i gömlum hverfum borgarinnar, þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Við svo búið má ekki standa, ef þessum hverfum á ekki aö hnigna mjög verulega frá þvi sem nú er, einkum með tilliti til þess að bygging nýs miðbæjar er hafin, auk fyrirhugaðra mið- bæjarkjarna í aðliggjandi sveitarfélögum. Nauðsynlegt er einnig að sporna gegn fólksflótta úr miðborginni og auka þarf á fjölbreytta miöbæjarstarfsemi. ...Til að ná settu markmiði, áli'tur skipulagsnefnd, að hefja verði uppbyggingu i miðbænum, þar sem þó er á það lögð megin áhersla að viðhalda umhverfis- áhrifum og svipmóti gamla bæjarins.” (úr bókun meirihluta skipulagsnefndar við afgreiðslu á tillögum um endurnýjun eldri hverfa, 15. nóv. 76) Nú skyldi sem sagt lóðareig- endum f miðborginni gert kleift að nýta hinar dýrmætu lóðir sin- ar, hinu háa lóðaverði skyldi við- haldið og það helst aukið. Ef ein- hverjir lóðareigendur skyldu samt sem áöur vera i vafa um ábatann af þvi aö rifa gamla hús- ið og byggja nýtt, þá var skipu- lagsyfirvöldum gert heimilt aö leyfa meira byggingarmagn ef um meiriháttar uppbyggingu væri að ræða, en einnig ef byggð- ar væru ibúðir inná hinum svo- kölluðu framkvæmdasvæðum. En hver skyldi eiga sök á þess- ari hnignun gamla bæjarins, skyldi hún vera afleiðing af ein- hverju náttúrulögmáli? Eða skyldi hún kannski vera óhjákvæmileg afleiðing þeirrar stefnu, sem borgaryfirvöld hafa fylgt i gamla bænum á undan- förnum árum? Eru það ekki þau, sem ákváðu byggingu nýs miö- bæjar, og sem hafa látið það af- skiptalaust, að skrifstofur alls konar leggja undir sig æ fleiri ibúðir og miðbærinn allur og að- liggj. ibúðarhverfi gerö að einu allsherjar bilastæði? Hafa ekki borgaryfirvöld skapaö það ástand, að erfitt er að feröast um borgina ööruvisi en i bil og þvi sækirfólk siður þangað sem erfitt er að fá bilastæði? Hafa þau ekki látið viögangast, að bankarnir leggja undir sig hverja fasteign- ina eftir aðra i miðborginni svo heilu götuhliðarnar eru undir- lagðar? Eru ekki þarna nokkrar af ástæðunum fyrir „hnignun” og lifleysi miðborgarinnar? Hin nýja tillaga á fram- kvæmdasvæðinu við Aðalstræti er liður i áframhaldi þeirrar þróun- ar—-hnignunar — sem á undan er lýst. Það þarf enginn að fara i graf- götur með það, að að baki liggur eingöngu gróðabrall lóðaeigenda á svæðinu, sem borgin hefur að sjálfsögöu mikinn skilning á eins og fram kemur i þeirri aukningu áflatarmálisemáöurergetið. Og það er lfka nokkuð augljóst, að framkvæmd tillögunnarmun ekki viöhalda umhverfisáhrifum og svipmóti gamla bæjarins, heldur þvertá móti. Þaðerlika nokkuö augljóst, að það mun ekki hvaða aumingi sem er hafa ráð á þvi aö leigja eða kaupa húsnæði i þess- um byggingum þar sem hver lóðarfermetri er metinn á hundr- uö þúsunda, sist til að selja kaffi og kökur. Það verða þvi fjár- sterkir aðilar, sem þarna munu koma sér fyrir og ekki nokkur trygging fyrir þvi, að þarna komi starfsemi, sem opin verði á kvöldin. Ef hugur hefði fylgt máli og virkilega hefði verið reynt að við- halda umhverfisáhrifum og svip- móti þessa svæðis og um leiö auka möguleikana á fjölbreyttara lifi þar á kvöldin hefði verið staö- ið að málum á allt annan veg. Þá hefði verið boðiö uppá valkost, sem að verulegu leyti byggöist á þeim húsakosti sem fyrir er, en þó með einhverjum nýbygging- um, og borgin sjálf tryggt kvöld- starfsemina með eigin framtaki t.d. með þvi aö setja þar á stofn i gömlu eða nýju húsnæði félags- miðstöð, sem opin væri öllum fram á kvöld. Yfirbyggt torg getur aldrei gegntslikuhlutverki.en gætihins vegar gjarnan tengst skipulagðri starfsemi félagsmiðstöðvar. Með framkvæmd tillögunnar mun miöbærinn verða jafn liflaus á kvöldin og áður, umhverfiö hins vegar ómanneskjulegra og um- ferðin meiri á daginn, sem aftur mun kalla á betri aðkomuæðar og fleiri bílastæði. En það kalla borgaryfirvöld náttúrlega ekki hnignun. ✓ Landsráðstefna herstöðvaandstæð- inga í Festi 15. og 16. okt. Landsráðstef na her- stöðvaandstæðinga verður í Festi/ Grindavík, 15. og 16. þessa mánaðar. Dagskrá: Laugardagur 15. okt.: 14.00 Setning. 14.30 Skýrsla miðnefndar. Almennar umræður. 16.00 Kaffihlé 16.30 Starf og stefna á komandi ári. Almenn umræða. 19.00 Matarhlé. 20.30 Kvöldvaka. Sunnudagur 16. okt.: 10.00 Starfshópar funda. 12.00 Matarhlé. 13.30 Starfshópar skila áliti. Almenn umræða. 16.00 Kaffihlé. 16.30 Afgreiðsla ályktana. Kosning miðnefndar. Matsala verður á staðnum og þeir sem þess óska geta fengið svefnpokapláss aðfararnótt sunnudagsins. Sætaferðir frá Reykjavik verða auglýstar siðar. Skráið ykkur sem fyrst til þátt- töku á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 10, simi 17966. Miðnefnd. Kornmarkaðurinn færir út kvíamar Kornmarkaðurinn að Skóla- vörðustíg 21 a hefur nú fært út kviarnar og opnað Utibú að Há- teigsvegi 20. Kornmarkaöurinn varopnaður fyrir rúmu ári i þeim tilgangi að mæta þörfum þeirra sem neyta vilja jurtafæðu. Þröngt var orðiö um starfsemina á Skólavörðustfgnum og þvi réðst Ananda Marga hreyfingin á ts- landi, sem stendur að baki mark- aðarins, að opna nýja verslun. 1 Kornmarkaöinum er aö finna alla kornvöru i úrvali svo og hverskyns baunir.Ávextir og sér- bökuð heilhveitibrauö eru einnig meðal vinsæls varnings á boöstól- um. Þá verður nú fariö út i að selja mjóikúrvörur. Varan i Kornmarkaóinum er tiltölulega ódýr, og byggist það á þvi að Ananda Marga hreyfingin rekur margar svipaðar verslanir viðs- vegar i heimi og fær islenski hluti hennar sina vöru gegnum heild- sölu hreyfingarinnar i Englandi. Þá vinnur fólk við verslunina fremur af hugsjón en fyrir laun- um að sögn forráðamanna. Viö val á fæðistegundum sem verslaö er með er i meginatriðum stuðst við reynslu og kenningar jóga, en samkvæmt þvi miðast heilnæmi fæðu ekki aðeins við áhrif hennar á likama heldur einnig á huga. Aö áliti Ananda Marga er það þáttur i þroskun einstaklingsins og framför alls mánnkyns að neyta jurtafæðu sem ræktuð er með lif- rænum aðferðum. _ ekh. Festi I Grindavik. Kennslubók í þj óðfélags fræðum Komin er út hjá Almenna bóka- félaginu bókin ÍSLENSKA RtKIÐ eftirHjálmar W.Hannesson fyrr- um menntaskólakennara. Bókin er ætluð sem kennslubók fyrir framhaldsskóla og er lýst þannig aftan á kápu: „tslenzka rlkið eftir Hjálmar W. Hannesson er stuttorð lýsing á islenskri stjórnskipan eins og hún nú er. Bókin er samin sem kennslubók i Þjóðfélagsfræðum fyrir menntaskóla, fjölbrautar- skóla og/eða framhaldsskóla, en getur einnig komið að notum hverjum þeim, sem fræðast vill á eigin spýtur og kennaralaust um islenska rikiskerfið. 1 bókinni er fjöldi uppdrátta og ljósmynda til skýringar á efn- inu.” íslenska rikið er 102 bls, aö stærð, pappirskilja. Hún er unnin i Prentsmiðju Arna Valdimars- sonar og Bókbandsstofunni örk- inni. cóíh, | CtCOJK Wk; Úr nýopnuöum húsakynnum Kornmarkaðarins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.