Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjdri: úlfar Þormóösson Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Sfðumúla 6. Simi 81333. Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Prentun: Blaðaprent hf. Uppskera ráöherrans Mikil tiðindi hafa gerst i kjaradeilu opinberra starfsmanna. Við almenna at- kvæðagreiðslu, sem fram fór á sunnudag og mánudag höfnuðu um 90% þeirra, sem atkvæði greiddu, sáttatillögu þeirri, sem lögð hafði verið fram. Aðeins um 10% opinberra starfsmanna vildu samþykkja sáttatillöguna. Ekki er siður athyglisvert að þátttaka i atkvæðagreiðslunni varð ná- lægt 90%, en sáttatillagan hefði sam- kvæmt gildandi lögum talist samþykkt, ef þátttaka i atkvæðagreiðslunni hefði orðið innan við 50%, og það þótt tillagan hefði ekkert atkvæði fengið úr hópi opinberra starfsmanna. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjármálaráðherra hafði fyrir hönd rikis- stjórnarinnar eindregið hvatt opinbera starfsmenn til þess að samþykkja sáttatil- löguna, og fluttu bæði aðalmálgögn rikis- stjórnarinnar, Morgunblaðið og Timinn, þennan boðskap ráðherrans sama dag og atkvæðagreiðslan hófst. Þá hafði fjár- málaráðherrann att fram ráðuneytis- stjóra sinum, sem frægt er orðið, og skyldi ráðuneytisstjórinn kenna láglaunafólkinu i BSRB siðina, svo sem fram kom i opnu bréfi þessa fulltrúa rikisstjórnarinnar skömmu áður en atkvæðagreiðslan hófst. En nú liggja sem sagt fyrir tölur um úr- slit atkvæðagreiðslunnar, og þá kemur i ljós uppskeran af erfiði ráðherrans og fulltrúa hans. — Aðeins 10% opinberra starfsmanna kusu að þakka fyrir hollráðin úr herbúðum rikisstjórnarinnar, segja takk fyrir bréfið og hneigja sig, sem auð- mjúkum þegnum sæmir. Það voru hins vegar 90% opinberra starfsmanna, sem kvittuðu fyrir bréfið á annan hátt. Boðskapnum um ,,ágirnd” láglauna- fólksins, boðskapnum um það að ,,verk- föll væru forngripir”, sem ekki hæfðu sið- uðu fólki, — þessum boðskap svöruðu niu af hverjum tiu félagsmönnum i BSRB með þvi að kolfella sáttatillöguna á þann hátt að lengi verður munað. Ráðherrann situr uppi með skömmina eina fyrir hönd rikisstjórnar sinnar. Það er full ástæða til þess nú að minna sérstaklega á, hversu vönduð, félagsleg og traust öll vinnubrögð hafa verið innan BSRB i þessari kjaradeilu. Við hlið stjórn- ar samtakanna starfar mjög fjölmenn samninganefnd þar sem sæti eiga fulltrú- ar flestra eða allra meginhópa. Þróun mála hefur verið kynnt til hlýtar með vandaðri útgáfu dreifirita og félagsfund- um, sem verið hafa gifurlega fjölsóttir. Það er stundum deilt á samtök launa- fólks fyrir það, að innan þeirra ráði örfáir menn öllu, og ekkert sem máli skipti sé borið undir hina almennu félagsmenn. Sem betur fer eru slikar ásakanir oftast ómaklegar, þótt finna megi einstök nei- kvæð dæmi. Það er hins vegar svo ljóst sem verða má i sambandi við kjaradeilu BSRB, að þar hefur bókstaflega allt kapp verið lagt á, að gefa hinum almennu félagsmönnum ekki aðeins kost á að fylgj- ast með, heldur lika að taka þátt i þeim ákvörðunum sem veigamestar eru. — Þannig á þetta lika að vera, þannig vinnu- brögð skila bestum árangri, bæði félags- lega i bráð og lengd og varðandi þau kjara- og hagsmunamál, sem barist er fyrir. hverju sinni. Forystumenn BSRB standa ekki einir frammi fyrir fulltrúum rikis- stjórnarinnar. Þúsundir láglaunamanna úr röðum BSRB um allt land standa við hlið þeirra, og öll alþýða gerir málstað þeirra að sinum. Talsmenn BSRB hafa lagt mjög rika áherslu á það, að verkfall sé að sjálfsögðu neyðarúrræði. Þeir hafa bent á að vel sé hægt að ná samningum á þeim dögum, sem eftir eru fram til 11. október, ef aðeins raunhæfur vilji i þá átt fyrirfinnst hjá full- trúum rikisstjórnarinnar, hjá fjármála- ráðherranum og hjá öðrum ráðherrum. En verkfalli verður ekki forðað , ef áfram á að neita opinberum starfsmönn- um um rétt til að taka kjarabaráttuna upp að nýju áður en 2ja ára samningstimabili lýkur, verði mikilvæg ákvæði væntanlegra samninga um verðbætur á laun eða annað rofin með lagaboði, — máske fljótlega að samningum gerðum.Þarna er aðeins verið að krefjast sömu mannréttinda og t.d. félagsmenn Alþýðusambands íslands njóta. Verkfalli verður heldur ekki forðað, nema fallist verði á hærri laun fyrir fólkið i lægstu launaflokkunum, og leiðréttingar verði gerðar hjá fjölmennum hópum um miðbik launastigans. Þetta verður rikisstjórnin að gera sér algerlega ljóst, og bregðast við nú þegar, svo verkfalli verði forðað. —k. Hvorki reisn né rætur Dagblaðið hefur siðustu daga haldið þvi fram i forystugrein- um að meðan Alþýðuflokkurinn finnur ekki nýtt leiðarljós með nægri reisn meðal alþýðunnar sé Gylfi Þ. Gislason þrátt fyrir allt besta leiðtogaefni flokksins. Röksemdafærsla Dagblaðsins er um það bil þessi: Gylfi Þ. Gislason er ekki fullkominn. En hann er mennt- aður og hefur reisn. Hinsvegar skortir hann rætur og traust hjá almenningi. Það hefur hann þó unnið upp meö pólitiskum ref- skap. Benedikt Gröndal skortir reisn og hefur heldur ekki rætur né traust. Um menntun hans er Gylfi — skortir traust og rætur en hefur reisn. Benedikt — hefur ekkert — ekki reisn, ekki rætur og ekki traust. Kjartan — hvorki reisn né rætur. Björgvin — hann hefur BREIDDINA — Hann er leiðtogaefnið. ekki getið. Kjartan Jóhannsson, vara- formaöur flokksins, er vel menntaður en hann hefur hvorki reisn né rætur. Staða hans er til- komin vegna leikni i innan- flokksklækjum, en ekki vegna trausts flokksmanna. Siðferðið er i lagi hjá ungu og reiðu mönnunum i Alþýðu- flokknum, eins og best sést á Vilmundi Gyifasyni, sem þó aö mati Dagblaösins geldur þess að vera sonur pabba sins og þyrfti auk þess að fá sér róandi. Hinir hugsanlegu leiðtogarnir fá ekki einkunn fyrir siðgæði hjá Dagblaðinu. Verkalýðshreyfingin er helsta afl alþýðunnar, segir Dagblaðið réttilega. Þar er að finna ræt- urnar. En það er álit Jónasar Kristjánssonar að oddamönnum Alþýðuflokksins meðal rótanna skorti reisn og vidd til flokks- forystu Takið eftir þessum viddareiginleika, sem hér er einnig gefin einkunn fyrir. Eggert G. Þorsteinsson er rótarmaður, en orðinn of þreyttur. Ný einkunn. Loks er það Björn Jónsson, sem hefur það fram yfir Gylfa að hafa rætur. Dagblaðið kemst þó að þeirri niðurstöðu að hæfi- leikar hans nýtist betur i verka- lýðsmálum en flokksforystu Má ekki skeyta þá saman? Niöurstaða Dagblaösins er þvi sú aö enginn úr forystuliöi Alþýöuflokksins sameini reisn, rætur, traust, siögæöi, vidd, ró, heiisu og pólitiskan refskap, þannig aö dugi i leiötoga fyrir flokk á krossgötum. Enginn þeirra hefur semsagt nóga BREIDD. Klippari hefur af hlýleika til Alþýðuflokksins velt þvi tals- vert fyrir sér, hvort ekki sé til lausn á þessun leiötogavanda. Hefur honum helst dottið i hug að lausnina sé að finna i al- kunnri lausavisu, sem ort var til vinnukonu einnar. Ingibjörg er aftandigur, en örmjó framan. Skyldi ekki mega skera hana sundur og skeyta hana saman? Allir hafa nefndir Alþýðu- flokksmenn til sins ágætis nokkuð. Sumir þeirra hafa og um árabil verið vinnukonur á ihaldsbænum. Þvi spyrjum við likt og skáldið forðum: Skyldi ekki mega skera þá sundur og skeyta þá saman? Björgvin er leiötogaefniö flokkinn eins og á stendur. Hennar er þó varla þörf. Dag- blaðið hefur sniðgengið þann mann i Alþýðuflokknum, sem sameinar þá eiginleika flesta sem blaðið telur að prýða þurfi leiðarljósið. Við vitum ekki annað en Björgvin Guðmundsson hafi til að bera rósemd hugans, hesta- heilsu, nóga vidd og enn meiri breidd, mikla reisn — og um traustið efast enginn eftir glæsi- legan kosningasigur hans i próf- kjörinu i Reykjavik. Rótleysi það sem Björgvin kann að hafa sameiginlegt með Gylfa vinnur hann upp á þvi, að enginn frýr honum pólitisks refskapar fremur en hagfræðiprófess- ornum. Einhverjir kunna að hafa efasemdir um siðgæðið, en eftir siðferðisvottorðið sem Vil- mundur gaf Björgvini i rit- stjórnartiö sinni á Alþýðu- blaöinu i sumar fær hann ekki minus þar heldur. Vilmundur sagði: „Formennska Björgvins Guö- mundssonar i Fulltrúaráöi Alþýöuflokksins er sömu ættar og formennska Kristins Finn- bogasonar i Fulltrúaráöi Fram- sóknarflokksins I Reykjavfk. Og báöum stjórnmálaflokkunum til jafn mikils sóma.” Alþýöuflokkurinn þarf sannarlega á kraftaverkamanni að halda. Samkvæmt einkunna- stiga Dagblaðsins er Björgvin Guðmundsson eina Alþýöu- flokksstjarnan sem ætti að hafa þá eiginleika til að bera að geta gert „eitt kraftaverk á .dag” fyrir flokkinn fram að kosningum. Hann er leiðtoga- efnið. —ekh Slík samskeyting eiginleika væri mjög æskileg fyrir Alþýðu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.