Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1977 AKVARÐANIR KJARADEILUNEFNDAR: Ekki er tekið tOlit til óska hjúknmar- fræðinga og lögreglumanna Ákvarðanir kjaradeilu- nefndar eru umdeildar, einsog fram kom t.d. í til- kynningu verkfallsnefndar BSRB í Þjóðviljanum í gær. Á blaðamannafundi í fyrradag tóku nefndar- menn fram, að nefndin hefði komist að sameigin- legri niðurstöðu, þó að ágreiningur hefði verið mikill í upphafi. Bæði full- trúar ríkisins og BSRB í nefndinni hafi þvi orðið að slá af kröfum sinum. Hjúkrunarfræðingar vildu láta loka hluta af spitaladeildum, en halda uppi ákveðinni lágmarks- Á 2. þúsund manns kvaddir til starfa í verkfalli BSRB Kjaradeilunefnd vinnur nú að þvi að skipta vinnuskyldu milli þeirra manna sem ákveðið er að starfi i verkfalli BSRB og á- kveða hve margir muni starfa I einstökum starfsþáttum. Lik- lega veröa milli 1000—2000 manns kvaddir til starfa í verk- fallinu samkv. ákvörðun kjara- deilunefndar, og er lögreglulið og starfsliö sjúkrahúsa lang- stærsti hluti þess hóps. Engin heimild er i lögum um undanþágur í verkfalli BSRB, þ.e. svipað þeim heimildum sem verkalýðsfélögin hafa til að veita undanþágur. Enginn aðili að verkfalli BSRB getur veitt undanþágu. Aðeins Kjaradeilu- nefnd ákveður hverjir eigi aö starfa, svo haldiö verði uppi nauðsynlegri öryggis- og heilsu- gæslu. Ýmsir starfshópar fá ekki greidd laun sln ef verkf all BSRB dregst á langinn. Þar má nefna verkamenn hjá ríkisfyrirtækj- um og starfsfólk sjUkrahUsa. þjónustu. Rætt var við forráða- menn sjUkrahUsa, sem töldu ástandið á neyðarstigi nU þegar. T.d. eru hjUkrunarfræðingar á skurðstofum Landspitalans að- eins 7 en gert er ráð fyrir 12 og á Borgarspitalanum eru aðeins 8 i stað 14. Þá er einnig talið að ann- að starfsfólk sem að hjUkrun vinnur sé i algeru lágmarki. í framhaldi af þessum athugunum leggur kjaradeilunefnd til að starfsfólk spitalanna starfi al- mennt áfram i verkfalli BSRB. Hugmyndir lögreglumanna voru þær, að um 1/4 hluti lög- regluliðsins væri við störf i verk- fallinu og lágmarksfjöldi, 8 menn, á vakt. Reiknað er þá með minni þörfá löggæslu m.a. vegna lokun- ar áfengisverslana. Kjaradeilu- nefnd ákvað hinsvegar, að lög- reglumenn skuli almennt starfa áfram, ef til verkfalls kemur. Nefndarmenn tóku þó fram á blaðamannafundi, að til greina kæmi að endurskoða þessa ákvörðun ef verkfall dregst á langinn. Flugumferðarstjórar eru ekki i BSRB og fara þvi ekki i verkfall. Aðstoðarmenn flugumferðar- stjóra vinna mjög þýðingarmikil störf og þeir taka þátt i verkfall- inu. Telja margir liklegt, að flug- ið stöðvist að mestu leyti af þeim sökum. Kyrkislanga ljúf sem lamb Nýlega þurfti að gera við dýra- garðinn i bandarisku borginni St. Louis, og varð þá að flytja „íbU- ana” burt i bráðabirgðahUsnæði um stundarsakir. Slikir flutning- ar eru vitanlega mismunandi auðveldir þar sem dýrin eru ekki öll eins samvinnuþýð og best hefði verið á kosið, en þó ber ekki á öðru en að kykvendið sem myndin sýnir sé ákaflega ánægt yfir þvi að fá svolitla tilbreyt- ingu: hér eru sem sé tveir starfs- menn dýragarðsins að flytja tólf feta langa og 75 punda þunga bur- manska kyrkislöngu i bráða- birgðahUsnæði sitt, og er hUn eins og lamb i meðförum.... Hlutverk störf og kjaradeilunefndar Ákvæði um hlutverk kjara- deilunefndar er að finna i 26. gr. laga nr. 29/1976 og 26. gr. reglu- gerðar nr. 236/1976. Þarerkveðið svo á um að kjaradeilunefnd ákveði hvaða einstakir menn skuli vinna I verkfalli svo að hald- ið verði uppi nauðsynlegri öryggisvörslu og heilsugæslu. Skal kjaradeilunefnd skipta vinnuskyldu á milli þeirra manna, sem starfa skulu. Starfs- mönnum ber skylda að starfa ef kjaradeilunefnd ákveður, og fara laun og kjör þessara starfsmanna meðan á verkfaili stendur eftir þeim kjarasamningi, sem gerður verður að loknu verkfalli. Fram til 4. október 1977 hefur kjaradeilunefnd haldið 24 fundi. Fyrsta verk nefndarinnar var að leita tilhinna ýmsu ráðuneyta og sveitarfélaga, sem hafa starfs- menn innan BSRB i þjónustu sinni um ábendingar um þær stofnanir, sem starfa að öryggis- vörslu og heilsugæslu. Nefndin hefur kallað á sinn fund ýmsa af forstöðumönnum slikra stofnana og hefur fulltrUum frá viðkom- andi starfsmannafélögum þá jafnframt verið gefinn kostur á að fylgjast með og tjá sig um málin. Að slikri athugun lokinni hefur nefndin tekið ákvörðun um einstök störf. Er i ákvörðunum nefndarinnar ýmist gert ráð fyrir að starfsmenn séu i fullu starfi, skipti vinnuskyldu móti öðrum samstarfsmönnum sinum eða að forstöðumönnum stofnana sé heimilt að kalla til starfsmenn til vinnu í brýnum tilvikum. í ákvörðunum sinum gerir nefndin ráð fyrir að unnið sé með lágmarksmannafla og eingöngu að störfum, sem teljast til nauösynlegrar öryggisvörslu og heilsugæslu. Nefndin mun að sjálfsögðu starfa meðan á verkfalli stendur, ef til þess kemur, og verða til hUsa i fundársal ’ fjármálaráðu- neytisins i Arnarhvoli. Má gera ráð fyrir að nefndin þurfi að fjalla um ýmis mál, sem upp kunna að koma i verlcfalli. Þá má gera ráð fyrir að ef verkfall stendur lengi geti nefndin þurft að breyta fyrri Urskurðum sinum, ef forsendur breytast. Þessir fara ekki í verkfall Eftirtaldir starfsmenn i BSRB mega ekki lögum samkvæmt fara i verkfall: A. Starfsmenn, sem skipa eftirtalin störf: 1. Héraðsdómarar, hæsta- réttarritari og starfsmenn Hæstaréttar, lögreglustjór- ar, fulltrUar lögreglustjór- ans i Reykjavik, tollstjórar, tollgæslustjórar og fulltrUar saksóknara. 2. Ráðuneytisstjórar , skrifstofustjórar og deildar- stjórar i ráðuneytum, sendi- herrar, starfsmenn islenskra sendiráða erlendis, skrif- stofustjóri og deildarstjórar á skrifstofu Alþingis og starfsfólk skrifstofu forseta Islands. 3. Starfsmenn sáttasemj- ara rikisins. 4. Starfsmenn Alþingis, forsætisráðuneytis, utan- rikisráðuneytis og launa- deildar fjármálaráðuneytis- ins, er eigi falla undir 2. tl. 5. Forstöðumenn stjórn- sýslustofnana rikisins og staðgenglar þeirra. 6. Forstöðumenn atvinnu- rekstrar- og þjónustufyrir- tækja rikisins og staðgenglar þeirra, nema þeir séu ráðnir sérstakri ráðningu. 7. Aðrir þeir, er gegna em- bættum, sem öldungis verð- ur jafnað til embætta þeirra manna, sem getið er i 1.-6. tl. Fjármálaráðherra gerir skrá yfir nöfn og störf þeirra manna, sem falla undir ákvæði laganna og sker Félagsdómur Ur ágreiningi ef hann verður. B. Starfsmenn Landhelgis- gæslu íslands. C . Þeir starfsmenn, sem starfa eiga samkvæmt ákvörðun Kjaradeilunefnd- ar, en frá ákvörðun hennar var sagt i Þjóðviljanum i gær. —eös Stórkostlegt litaúrval af PATONS og JAEGER garni. 100% ull. Hjá okkur eru einnig hinar vönduðu prjónauppskriftir frá bæði PATONS og JAEGER Littu við i Bimm Bamm og fáðu þér gott garn og góðar hug- myndir. Bimm Bamm Vesturgötu 12 - simi 13570 : ::: '. Egyptar fá nú kínversk vopn KAIRÓ Reuter — 1 hersýningu sem fram á að fara i dag, 6. októ- ber, mun egypski herinn sýna i fyrsta skipti kinverskar eldflaug- ar, sem nota á til að skjóta á skot- mark á landi og draga um 200 km. Birtust fyrst um þetta fréttir i blaðinu Al-Akhbar, en fréttamenn Reuters fengu staðfestingu á þeim og nánari upplýsingar hjá áreiðanlegum heimildarmönn- um. Egyptar fengu áður öll sin vopn frá Sovétrikjunum, en eftir vinslit þeirra og sovétmanna hafa þeir snUið sér annað, og hafa þeir fengið eldflaugar frá Kina. Engar upplýsingar eru þó til um það hve margar eldflaugarnar eru. Einn- ig hafa þeir. breytt sovéskum skriðdrekum og sett á þá vélbyss- ur frá vesturlöndum og annan Ut- bUnað þaðan. 1 dag , 6. október er þess minnst að þá eru fjögur ár liðin siðan egypski herinn fór yfir SUes-skurð i Yom Kippur styrjöldinni. FÆREYJAR: Fiskútflutningur fyrri hluta ársins Frá nýári til jUniloka á ári fhitti Föroya Fiskasöla Ut 27 þús tonn af fiski og fiskivörum fyrir 244 milj. d.kr. I islenskum kr. 8.105.680.000. Á sama tima i fyrra varþessi Utflutningur 22 þús. tonn og verðmæti hans 176 miljónir danskar kr. 1 islenskum kr. 5,846.720.000. t áðurgreindu fisk- magni voru 1000 tonn af frosinni rækju sem fóru á Bandarikja- markað. Þá sendu aðrir Utflytjendur yfir sama timabil á markað 630 tonn af frosinni lúðu og fengu fyrir það 4,3miljónir danskar krónur. 1 is- lenskum kr. 142,846.000. Þá var fyrirtækiö Marr & Co i Þórshöfn búiö að senda á markað á ágústmánuði 23 tonn af laxi og var jafnaðarverð 45 þús. danskar kr. fyrir tonnið, eða 45 d. kr fyrir kg, sem er i islenskum kr. 1474,90 fyrir kg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.