Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1977 Fréttaritari Þjóöviljans i Höfn i Hornafirði hefur skýrt okkur svo frá, aðf sumarhafi verið unnið aö vegagerð fyrir Hvalsneshorn. Nú er vegurinn orðinn fær og hefur verið ákveöið að taka hann i notk- un i vetur. Miklir erfiðleikar hafa jafnan verið á þvl að vetrinum aö komast yfir Lónsheiðina vegna snjóa en henni hefur verið haldið opinni með kostnaðarsömum snjómokstri. Nú þarf þess vænt- anlega ekki lengur. Vegurinn um Hvalsneshorn liggur að hluta til um tvær brattar skriður, sem ganga i sjó fram, þ.e. Hvalsnesskriður og Þvottár- skriður. 1 fyrra voru skriöurnar ruddar I tilraunaskyni og nokkrir framtakssamir jeppaeigendur klöngruðust þessa leið. Nú er þessi leið orðin fær hvaða bil sem er þó aö varanlegri vega- gerð sé þar fyrir engan veginn lokið. Eitthvað af brúm þarf á þessari leið um skriðurnar en gert er ráð fyrir að þeirri brúa- gerð ljúki i haust. Þessi nýja leið er á margan hátt afar sérkennileg og fögur. Hrika- leiki náttúrunnar er óviða mikil- fenglegri hvort heldur er hið stór- kostlega hamraþil i námunda við bæinn Hvalsnes eða þar sem Atlantshafið sleikir kletta, tanga, vikur og voga undir Hvalsness- og Þvottárskriðum. Allt er þetta i senn stórkostlegt og fagurt. Þannig hugsar sá, sem ekur þessa leið i fyrsta skipti en það Komið yfir Þvottárskriður og séð vestur. gerði undirritaöur hinn 16. sept. s.l. Leiöin til Austurlands um Hvalsnes er 11 km. lengri en sú, er liggur um Lónsheiði en hún veröur væntanlega miklu mun snjóléttari. ÞLÞ/mhg VEGARGERÐ UM HVALSNESS- OG ÞVOTTARSKRIÐUR I7i7in rvDiD HfJviJti r i iviiv HVALSNESHORN $5*8 Hvalsneshorn séð frá Svinhólnm. Séö heim aö Hvalsnesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.