Þjóðviljinn - 06.10.1977, Page 3

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Page 3
Fimmtudagur 6. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Indira Gandhi virðist nú ætla aö herða árásir slnar gegn stjórn Desai, og vist er að hin álappalega handtaka mun ekki spilla fyrir þeirri með- ferð. Mikil fundar- höld til studn- ings við Indíru en blöð gagnrýna stjórnina harðlega NÝJU DELHI 5/10 Reuter — Helstu dagblöð Indlands gagn- rýndu i dag stjórnina harölega fyrir meðferð hennar á máli Indiru Gandhi, fyrrverandi for- sætisráöherra. Domari einn fyrirskipaði i gær að hún skyldi látin laus úr gæsluvarðhaldi án nokkurra skilyrða á þeim for- sendum að engin ástæða væri til að álita að ákærurnar á hendur henni væru á rökum reistar. Mikiir fjöidafundir voru haldnir henni til stuðnings um allt Ind- land i dag, en stjórnin áfrýjaði þessum úrskurði dómarans til hæstaréttar Delhi og mun hann taka málið til meðferðar á morgun. Heldur stjórnin þvi fram að dómarinn hafiekki haft vald til að láta frú Gandhi lausa án nokk- urra skilyrða, hefði hún átt að vera áfram i gæsluvarðhaldi eða vera látin laus gegn tryggingu. Blaðið „The Times og India” sagöi að þessir atburðir hefðu al- varlega veikt trú manna á rikis- stjórn janata-flokksins og „The Indina Express” sagði „þótt þeir sem bera ábyrgð á málsmeðferð- inni hefðu beinlinis ætlað að fá frú Gandhi i hendur vopn i herferð hennar gegn stjórninni, hefðu þeir ekki getað unnið kænlegar að þvi”. Um 25 000 manns hylltu frú Gandhi i Bombay I gærkvöldi, en siðan byrjaði hún á þriggja daga ferð um fylkið Gujarat, sem er heimaslóðir Morarji Desai, for- sætisráðherra. Flutti hún ræður á fjölmörgum fundum á leiðinni frá Bombay til Suður-Gujarat. Meira en 200 fylgismenn frú Gandhi voru handteknir i Cal- cutta fyrir að stöðva umferð með mötmælaaðgerðum sinum, en þeir brenndu m.a. mynd af Charan Singh, innanrikisráð- herra, og æptu vigorð gegn stjórninni. Þeir voru siðan látnir lausir gegn tryggingu. 1 Aligarh, nálægt Nýju Delhi, voru hundrað menn handteknir fyrir að brjóta bann sem lagt hafði verið við úti- fundum. Sá alþýðustuðningur sem frú Gandhi hefur nú fengið, hefur mjög aukið kjark yfirmanna kon- gress-flokksins, sem beið mik- inn ósigur i kosningunum i vor, að þvi er fréttamenn telja. „Hundraö blóm” skulu blómgast á ný í Kína PEKING 4/10 Reuter — i grein sem birtist i Alþýðu- dagblaðinu i Peking í dag var hvatt til nýrrar efling- ar bókmennta og lista í anda hins þekkta vígorðs Maós heitins formanns: //látum hundrað blóm blómgast og hundrað stefnurvera í samkeppni". Birting þessarar greinar þykir benda til frekari frjálslyndisstefnu kín- verskra ráðamanna eftir fall „f jórmenninganna"/ en þó búast fréttaskýrend- ur ekki við því að þeir gef i algert frelsi í menningar- málum heldur hafi eftirlit með þeirri þróun sem þar muni verða. 1 greininni, sem var eftir „hug- myndafræðihóp” menningar- málaráðuneytisins, var ráðist harkalega á „fjórmenningana” fyrir einræði i menningarmálum. Stóð þar að „það myndi kosta gifurlega áreynslu að hreinsa burt það sorp sem fjórmenn- ingarnir hefðu skilið eftir og láta blóm sósialiskra bókmennta og lista blómgast”. Það var um 1957 sem Mao Tse- tung lýsti þvi yfir að i menningar- málum hefðu „hundrað blóm rétt til að blómgast” og veitti aukið frelsi á þvi sviði, en það timabil var þó skammvinnt 89,7 % sögðu „NEI” Endanleg úrslit i atkvæðagreiöslu i félögum bæjarstarfsmanna um- sáttatillöguna urðu þau að 89,7% sögðu nei, en 10,3% sögðu já. Flest bæjar- og sveitarfélög samþykktu sáttatillöguna, en í Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarneskaupstað, Akranesi og Hveragerði var hún felld. A Akranesi tók bæjarstjórnin ekki afstöðu til sáttatillögunnar. úrslit urðu annars sem hér segir: Afstaöa —...... bæjar- A kjör- Atkv. —..... _ — og sveita- . skrá_ _ greiddu Já_Nei Auöir ógildir stjórna Reykjavík . 2196 ' 1899 175 1697 22 5 Já Hjúkrunarfél. isl. -- -- — ----------- - ——- — í Reykjavik 195--- 174 ---------- io— 158.. 5- - l-.Já Mosfellssveit 30 30 5 25 0 0 Já Akranes 135" 129 10 117 2 0 Engin afstaöa Isaf jöröur 72.........66 9' 55----1------- 1 Já Siglufjöröur 47- 44 3-- 38 --3-----0- Já Sauöárkrókur 52____ 48 _ 2_____ 44 1 1 Já Akureyri 336 300 24 276 0 0 Hjúkrunarfél. Isl. -.... Akureyri 64-------- 59 5----54---1_ 0 Já Húsavik 86________ 79 7 71 0 . 0...Já Neskaupstaður 34 33 0 33 3 0 Já Vestmannaeyjar 112 78 8 67 3 0 Nei Suðurland 82 72 — 8 61 1 0 Já Hverag nei Keflavík 113 103 27. 75 3 0 Já Hafnarf jöröur 191_______ 181 24 154 0 0 Já Garðabær 47 41 12 28 2 1 Nei Kópavogur 179 146 23 121---0——0~Já Seltjarnarnesk. 42 39 — 4 35 0 0 Nei — AHS: 4013 3521 ' 356 3.09 47 ' 9 Nei 89,7% Já 10,3% Félög bæjar- starfs- manna Táknræn „gyöingabrenna” í Munchen BONN 4/10 Reuter — Eliefu ungum her- foringjum, sem tóku þátt i „táknrænni gyðingabrennu” i her- skóla i Miinchen, var visað úr herþjónustu um stundarsakir i dag og var þeim bannað að Udæðast einkennisbún- ingi sinum. Það var vestur-þýska varnar- málaráöuneytið sem tók þessa ákvörðun að vikja herforingjun- um Ur þjónustu þangaö til annað væri ákveöið, og hefur það einnig fyrirskipað rannsókn á atvikinu. Samkvæmt þvi sem fram hefur komið I fréttum köstuðu her- foringjarnir bréfmiðum, sem á var skrifaö orðið „júði”, á bál i drykkjuveislu, æptu nasista- kveöjuna „sieg heil”, og sungu flokkssönginn „Horst Wessel”. Yfirmenn i herskólanum fréttu strax um þessa atburði, en töldu að þeir væru „barnabrek” og skýrðu yfirmönnum sinum ekki frá þeim, en sagan kvisaöist þó út og birtist I vestur-þýskum dag- blöðum. Þessir atburðir hafa komið vestur-þýskum yfirvöldum I nokkumbobba, þar sem þau mót- mæltu nýlega eindregið þeim full- yrðingum Willy Brandts fyrrver- andi kanslara að ný bylgja nas- isma væri komin upp I landinu. Bækur á gjafverði TÍU ÞÚSUND MENNIRNIR í BRÚNNI Já, þaö er ótrúlegt en satt, að hjá Ægisút- gáfunni, Sólvallagötu 74 fást 20 inn- bundnar, ógallaöar bækur fyrir aöeins tíu þúsund krónur. Þessar bækur má velja úr 40 bókum. ---------TÍU ÞUSÚND------------ ENNFREMUR margarfleiri bækur girnilegar og ódýrar 5 fróðleg og falleg bindi á tíu þúsund krónur. AFBURÐAMENN OG ÖRLAGAVALDAR 4 stórfróðleg bindi á átta þús- und krónur. Súgfirðingabók er afgreidd til áskrifenda hjá okkur og hjá Sigrúnu Sturludótt- ur, Hlíðargerði 4. Skipstjóralærðum mönnum er bent á að hér er einnig tekið við myndum og skýrslum í Skipstjóra- og stýrimannatalið Það er því ærið tilefni til að líta inn. Ægisútgáfan, Sólvallagötu 74.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.