Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 5
af erlendum vettvangi Fimmtudagur 6. október 1977 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA S Lance-málið varanlegt áfall fyrir Carter „Þrennt er það, sem fólki er al- vöruniál. Trúarbrögð þess, fjölskyldan og þó fyrst og fremst peningar þess.” Þetta er að sögn biandarfska blaðsins Time eftiriæt isspakmæli Bert Lance, fjárlaga- stjóra Carter-stjórnarinnar og eins helsta áhrifamanns stjórnar- innar, sem nú hefur orðið að segja af sér og yfirgefa Washington vegna þess að Bandarikjamenn eru ekki ennþá búnir að jafna sig af þynnkunni eftir Watergate-hneykslin. Og ásakanir þær, sem um siðir hröktu Lance úr embætti, voru einmitt þess efnis að hann væri full frekur til fjár. Lance er Georgiumaður eins og Carter og hefur verið náinn sam- starfsmaður hans siðan 1966 að minnsta kosti. 1 Bandarikjunum kemstenginn fetið i stjórnmálum án þess að hafa aðgang að gildum sjóðum, og þegar Carter hóf baráttu fyrir þvi að komast að sem rikisstjóri Georgiu, varð Lancehonum betri en enginn með þvi að tryggja honum stuðning þó nokkurra sterkefnaðra kaup- sýslumanna og atvinnurekenda. Siðan hafa þeir tveir fylgst að. Forsetar„utanaf landi”. 1 Austurrikjunum er til staðar gamalgróið fjármálavald og auð- jöfraættir, sem rekja kyn sitt aftur til upphafs Bandarikjanna. Þetta „fina” fólk hefur tilhneig- ingu til að lita smáum augum á stjórn- og fjármálamenn „utan af landi”, það er að segja þá, sem koma frá öðrum hlutum landsins, þar sem byggð og efnahagslegur uppgangur eiga sér skemmri sögu. I staðinn mætir þessi austurrikjaaðall tortryggni mannanna „utan af landi.” Sá hefur þvi jafnan verið háttur Bandarikjaforseta, sem hafist hafa til áhrifa utan hinna útvöldu forustuhópa i Washington, New York og Nýja Englandi, að taka með sér f Hvíta húsið gamla stuðningsmenn sina, trúnaðar- menn og vini, koma þeim inn i stjórnina og starfslið Hvita húss- ins. Þetta eru menn, sem þessir forsetar af „lágum stigum” þekkja út i gegn og treysta, og hafa enga minnimáttarkennd gagnvart eins og „heimsborgur- um” höfuðborgarinnar og Austurrikjanna. Þegar Truman varð forseti að Roosvelt látnum, tók hann með sér til'Washington heilan hóp gamalla félaga sinna frá Missouri, sem eins og hann, höfðu komist til áhrifa i skjóli vægast sagt vafasams athafna- manns að nafni Tom Pendergast, sem Truman sagði um að hefði verið „eins líkur Stalín og nokkur maður hefði getað verið” — lik- lega báðum til hróss. Svipað gerði Nixon og siðan Carter tók við hef- ur hann ekki látið á sér standa að fylla Hvita húsið af Georgiu- mönnum. „Á engan hátt hæfur..” Spilling er oft á næstu grösum við fjármál, og i mörgum banda- risku rikjanna hafa stjórn- og fjár- mál lengi verið flækt saman i margskonar ógeðslegar bendur. Slikuhafa menn lengi vanist þar i landi, og fyrir fáum árum hefði varla neinn farið að gera sér mikla rellu út af þvi, þótt ein- hverjir embættismenn nýkjörins forseta ættu að baki eitthvað flekkótta fortið á þvi sviði. En Watergate-hneykslin ofbuðu Bandarikjamönnum, sem þrátt fyrir allt hafa allsterka tilhneig- ingu til að sýnast — og jafnvel vera — ærlegir, og Carter vann forsetakosningarnar ekki hvað sist á eindregnum loforðum um heiðarlega og óflekkaða stjórn. Þessvegna eru hans menn meira undir smásjá blaðanna og þings- ins en áður hefur lengstum þekkst. Ekki hafði Lance lengi verið i stjórn Carters er farið var að bera honum sitthvað misjafnt á brýn. Hann var sagður hafa verið skæður með að láta sér verða á yfirdrátt i bönkum Georgiu, þar sem hann hafði mikil itök, hafa notað flugvél i eigu rikisbanka Georgiu til persónulegra og póli- tiskra þarfa, notað aðstöðu sina i bönkunum til að verða sér úti um óeðlilega rausnarleg lán, svikið undan skatti, og fleira og fleira i þeim dúr. Ein alvarlegasta ásök- unin — og ein af þeim sem mun hafa verið sönnuð — var á þá leið að Lance hefði selt banka sem hann átti að mikluleyti sjálfur, notaða einkaflugvél sina fyrir miklu meira en sannvirði. Hófst nú mikil skothrið á Lance — og siðan á Carter — i þinginu og þó einkum blöðum, og meira að segja Wall Street Joumal, sem varla verður sakað um fjandskap við athafnamenn, komst að þeirri niðurstöðu að ferill Lance i bankamálum væri sllkur, að hann væriá engan hátthæfursem f jár- lagastjóri. „Bert, ég er stoltur af þér” Carter varði vin sinn lengi vel eindregið, kvaðst treysta honum takmarkalaust og lét engum steini óvelt til að auglýsa sam- stöðu sina með honum. „Bert, ég erstolturaf þér”, sagði forsetinn. En þegar Lance — og þar með spurningin um heiðarleika Carter-stjórnarinnar — var orðið aðalmatur blaðanna dag eftir dag, mun þeim félögum hafa orð- ið ljóst að leiðir þeirra yrðu að skilja. Sv'o að Bert sagði af sér og fór heim til Georgiu. En þar með er ekki sagt að Carter sé búinn að bita úr nálinni i þessu máli. Þar sem þeir Lance hafa lengi verið félagar i stjórn- málum, spyrja nú margir hvort Carter hafi ekki hlotið að hafa vit- að eitthvað um fjármálabrall þessa vinar sins. Og ef hann vissi um það, hvers vegna skipaði hann Lance þá i eitt áhrifamesta embætti stjórnarinnar? Raunar voru völd Lance, þennan stutta tima sem hann hélst við i Was- hington, öllu meiri en sem svarar embætti fjárlagastjóra. Hann var einn nánasti samstarfsmaður for- setans og einn af helstu ráðunaut- um hans i efnahgsmálum. Sundurtættdýrðar- mynd. Þetta lita margir á sem ljósa visbendingu þess, að Carter hafi brugðist þvi kosningaheiti sinu að tryggja þjóðinni „ærlega stjórn”. „Við höfum þegar séð nóg til þess að vita, að Carter er ekki minni hræsnari en hver annar meðal- stjórnmálamaður,” hreytti Wall Street Journal út úr sér. Time segir að þetta mál hafi afhjúpað uggvænlegan eiginleika i fari Carters: þegar honum geðjast að einhverjum eða treystir honum sem af eðlisávisun, þá sé hann reiðubúinn að láta sem hann sjái ekki veikleika þess hins sama. Blaðið bætir þvi við, að Lance-málið hafi gert að verk- um, að héðan i frá sé vonlaust fyrir Carter að telja fólki trú um, að hann sé eindreginn riddari sið-' ferðilegs hreinleika I stjórnsýslu. Niðurstöður skoðanakannana styðja þessa fullyrðingu, en sam- kvæmt þeim hafa vinsældir Cart- ers farið dvinandi meðan Lance-þvargið var i gangi. 1 kosningabaráttunni tókst að telja miklum fjölda Bandarikjamanna trú um, að Carter væri hrekklaus dreifbýlingur, laus við spillingu og engum klíkum háður. Þessa mynd — sem auðvitað var aldrei ekta — hefur Lance-málið tætt i sundur. Yfirlýsing Carters við brottför þessa gamla félaga hefur og varla bætt úr skák fyrir hon- Klaus Croissant: Fasismínn flæðir yfír V estur-Þýskaland PARtS 3/10 Reuter — Vestur- þýski lögfræðingurinn Klaus Croissant, sem handtekinn var i Frakklandi 30. september eftirað hafa farið þar huldu höfði i tvo mánuði, sagði i dag fyrir rétti að ný bylgja fasisma flæddi nú yfir Vestur-Þýskaland. Klaus Croissant var verjandi manna úr hinum svokallaöa „Baader-Meinhof hóp” en flýði land fyrir tveimur mánuðum. Sagði hann að vestur-þýsk yfir- völd hundeltu hann vegna þess aö hann hefði sagt að þau létu „skæruliðana” deyja I hungur- verkföllum. Vestur-þýska stjóm- in hefur ákært hann fyrir þátttöku i skæruliðastarfsemi „Baader- Meinhof hópsins” og krafist þess aö hann yrði handtekinn og fram- seldur. Hann fór fram á það I dag að hannyrði látinn laus gegn trygg- ingu,og lýsti þviþá yfir fyrir rétt- inum að stjórn Vestur-Þýska- lands heföi vakiö upp nýja tegund fasisma sem væri lævislegri en hinn fyrri en hættulegri af þeim sökum. Dómarinn leit svo á aö þar sem ekkiværi búið að þýða öll málskjölin á frönsku gæti hann ekki kveðið upp úrskurð og frestaði málinu i viku. Mun Klaus Croissant þvi sitja áfram i fangelsi að svo stöddu. Bert Lance var einn helsti maðurinn á bak við Jimmy Carter allt frá þvi að framaferill þess siðarnefnda i stjórnmálum hófst. um. Þar endurtók Carter að hann treysti Lance fullkomlega og kenndi blöðunum um að hann hefði neyðst til að fara frá. Enda þótt þvf fari fjarri að allar ásakanirnar á hendur Lance hafi verið sannaðar, þá er ekki vafi á þvi að almannarómurinn er sá, að hann hafi á engan hátt verið til þess fallinn að verða einn áhrifa- mesti aðilinn i „siðvæðingar- stjórn” Carters. Þvi er hætt við, að margir muni lita á kveðjuorð Carters i garð Lance sem merki um forherðingu. Þetta mál gæti þvi orðið stjórn Carters afdrifa- rikt. dþ SILDVEIÐAR í NORÐURSJÓ: Samkomulag um veiðikvóta KAUPMANNAHÖFN 3/10 Reuter — Danir, norðmenn og svlar ætla að draga úr slldveiðum sinum I Skagerak og takmarka þær við 14.500 tonn árlega I stað þeirra 80.000 tonna sem nú eru veidd að sögn talsmanns fiskveiðiráðu- neytisins i Kaupmannahöfn. Talsmaðurinn sagði frétta- mönnum að þessar þrjár þjóöir hefðukomistaö samkomulagi um nýja sildveiðikvóta en nefnd Efnahagsbandalangsins I Brussel ætti þó enn eftirað samþykkja þá. Fer sú nefnd með öll fiskveiðimál aðildarrikjanna. Samkvæmt þessum kvótum fá danir 7.000 tonn, sviar 5.000 og norðmenn 2.500. Talsmaðurinn sagði aö sam- komulagið gengi I gildi 1. janúar næsta ár en hann bætti við aö gerðaryrðu ráðstafanirtil að tak- marka sfldveiðar i Skagerak þeg- ar i næsta mánuði. Félagið ísland — DDR minnist 28. þjóðhátiðardags Þýska Al- þýðulýðveldisins með samkomu að Lækjarhvammi, Hótel Sögu, föstudaginn 7. október 1977 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ávarp: Dr. örn Erlendsson, form. Félagsins Is- land-DDR Georg Spitzl, Charge d’Affaires a.i. 2. Skemmtiatriði: Visnasöngur, örn Bjarnason Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur 3. Dans. Kynnir: Kristbjörg Kjeld, leikkona. Allir félagsmenn og vinir þýska Alþýðu- lýðveldisins velkomnir. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.