Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1977 Verjandi Kristjáns Viöars í Guðmundar og Geirfmnsmálinu: Krefst sýknunar Undir hádegi i gær, lauk Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari sókn sinni i Guðmundar og Geirfinnsmálunum og hliðarmálum er þeim fylgja. Eftir hádegið hófst svo vörn þeirra lög- manna, sem eru verjendur sakborninga og fyrst- ur talaði Páll A. Pálsson hrl, en hann er verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Lauk hann ræðu sinni kl. 16.00 og var réttarhöldunum þá frestað þar tii kl. 9.30 i dag. Verjandi lagði mikla dherslu á að framburður sakborninga hefði allan timann verið mjög ruglingslegur og ósamhljóða. Gerði hann hlut Kristjáns Við- ars sem minnstan og fullyrti til að mynda, að hann hefði alls ekki verið i Dráttarbrautinni i Keflavik 20. nóv. 1974, þegar Geirfinni Einarssyni var ráðinn bani. Þá lagði verjandi mikla áherslu á það, að áður en þýski rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schutz kom til sögu, hefði framburður sakborninga svo og málið i heild verið i lausu lofti, en náðst saman eftir afskipti þjóðverjans, en siðan hefði allt gliðnað aftur eftir að hann fór. Lagði verjandi áherslu á að vararikissaksóknari vildi trúa játningu sakborninga, en ekki neitun þeirra eða afturköllun á fyrra framburði, sem verjandi gaf iskynaö fenginn hefði verið með þvi að þreyta og rugla skjólstæðing sinn, Kristján Við- ar. Þá lagði hann einnig þunga áherslu á, að Kristján Viðar hefði verið haldinn drykkjusýn og eiturlyfjasýki á þeim tima sem áður nefnd Guðmundar og Geirfinnsmál áttu sér stað og einnig þegar yfirheyrslur byrj- uðu, þannig að litið sem ekkert væri að marka framburð hans á þeim tima. Einnig benti verjandi á að hvorki lik Guðmundar Einars- sonar eða Geirfinns Einarsson- ar hefðu fundist og spurði sem svo, hvort nokkur vissa væri fyrir þvi að Geirfinni hefði verið ráðinn bani i Dráttarbrautinni i Keflavik 20. nóv., 1974 og að sakborningar hefðu verið þar? Er vissa fyrir þvi að eitthvað hafi gerst þarna? spurði verj- andi. Verjandi taldi að þar sem hér væri f jallað um m jög alvarlegar ákærur, sem manndrápsákæra er, bæri ákæruvaldinu að leggja fram sterk sönnunargögn og taldi hann fjarri lagi áö þau lægju fyrir nú. Varðandi þann lið ákærunnar, sem fjallarum rangar sakagift- ir þeirra Sævars, Erlu, og Kristjáns á hendur fjórmenn- ingunum, sem hnepptir voru i gæsluvarðhald, taldi Páll A.. Pálsson að Kristján Viðar hefði þar enga sök átt, sökin væri þeirra Sævars og Erlu. Kristján hefði verið veiddur i gildru af rannsóknarlögreglumönnum til að benda á þessa fjóra menn. Páll dróg mjög i efa lagalegan rétt þess að láta Karl Schutz stjórna rannsókn málsins. Hann hefði ekki þekkt islensk lög, sem skyldi og gaf verjandi i skyn að þjóðverjinn hefði á stundum notað óvönduð meðöl i rannsókn sinni. Páll benti á að vararikissak- sóknari hefði krafist þyngstu refsingar á sakborningunum. Hann krefðist þess aftur á móti Málin hafa gliðnað sundur aftur eftir að Schutz fór, segir Páll A. Pálsson hrl. að Kristján Viðar yrði dæmdur sýkn saka. Ef dómendur kæm- ust aftur á móti að þeirri niður- stöðu að hann væri sekur, krefð- ist hann þess til vara, að tekið yrði tillit til þess, að Kristján hefði verið drykkjusjúklingur og eiturlyfjaneitandi á þessum tima og þvi tæplega ábyrgur gerða sinna, og að það hefði ekki verið ásetningur hans að drepa þá Guðmund Einarsson og Geir- finn Einarsson, þar hefði verið um slys að ræða, manndráp af gáleysi og bæri að dæma hann eftir þvi. Varðandi önnur ákæru atriði á hendur Kristjáni, taldi verjandi að taka bæri tillit til þess sama. í dag kl. 9.30 hefja aðrir verj- endur ræður sinar, en alls munu verða fluttar 14 varnarræður i málunum. — S.dór. Skoðaðí Bildshöfða Bifreiðaeftirlit rikisins opnaöi beru lofti. Gert er ráð fyrir að að nýju i gær eftir flutning i leigu- byggt verði yfir Bifreiöaeftirlitið húsnæði i Bildshöfða. Er nú rúmt á lóð, sem er viö hliðina á leigu- um starfsmennina 30, en enn er húsnæðinu i Bildshöfða. skoöun að mestu leyti úti undir W Fær fólk bætur þann fímmtánda? Enn er ekki Ijóst hvort sex þúsund bótaþegar al- mennra trygginga fá mán- aðargreiðslu sína 15. þessa mánaðar, ef kæmi til verk- fall BSRB. Á svæöinu eru 15.200 bótaþegar í öllum flokkum, og þar af sækja um 40% enn greiðslur sínar í Tryggingastofnun ríkis- ins á Laugavegi. Aðrir fá greiðslur gegnum banka og eru þær færðar til reikn- ings 10. hvers mánaðar. Sigurður Ingimundarson, for- stjóri Tryggingarstofnunar, sagði i gær aö nú þegar ljóst væri að sáttatillagan hefði veriö felld, væri athugun á hvort undanþága fengist til að undirbúa og af greiða greiðslurnar hafin '. Mjög naumur timi væri tii stefnu, ekk- ert væri hægt að gera fyrr en búið væri að keyra upplýsingar gegn- um tölvu hjá Skýrsluvélum Reykjavikur, og þegar tölvuút- skrift fengist, tæki það nokkurn tima að flokka hana saman við gamlar inneignir o.fl. Hjá BSRB fengust þær upplýs- ingar að á fundi samninganefnd- ar, stjórnar og verkfallsnefndar i gærkvöldi hefði átt að kjósa sér- staka undanþágunefnd og kæmi það til kasta hennar að afgreiða Laugardaginn 15. október n.k. verður fundur haldinn að Hroll- augstöðum i Suðursveit i kjör- dæmisráði Alþýðubandalagsins á Austurlandi. A fundinum verður m.a. rætt um undirbúning alþingiskosn- inga, þar á meðal framboðsmál, einnig verður rætt um sveitar- stjórnarmál, landbúnaðarmál, undanþágu vegna greiðslna bóta almennra trygginga. Gert var ráð fyrir þvi á skrifstofunni að tekið yrði vinsamlega i það aö greiöa götu aldraðs fólks og lasburða i þessu máli, og verkfallið yrði varla látið bitna á bótaþegum. -ekh stefnu Alþýðubandalagsins i mál- efnum kjördæmisins, um fyrir- hugaða verkalýðsmálaráðstefnu Alþýðubandalagsins og fleira. Framsögumenn á fundinum verða Lúövík Jósepsson, Helgi Seljan, Hjörleifur Guttormsson, Jóhannes Stefánsson, Olafur Gunnarsson og Baldur Öskars- son. Alþýdubandalagid Fundur kjördæmis- ráds á Austurlandi Utflutningur idnvarnings: 42% verdmætaaukning á fyrstu 6 mánuðum ársins Útflutningsmiðstöð iðn- aðarins hefur sent frá sér yfirlit um útflutning iðnvarnings á fyrra helmingi þessa árs. Heildarverðmæti útflutn- ingsins var 14.4 miljarðar króna og er það 42% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Magnaukn- inq i tonnum var 9%. Stærsti hluti þessa verömætis er fyrir ál og álmelmi, 10,5 milj- arðar króna en þar næst koma skinn- og ullarvörur ýmiss kon- ar. Heildarverðmæti fyrir út- flutning á unnum prjónavörum, ytri fatnaði, ullarteppum, áklæðum, ullarlopa og -bandi nam 1,7 miljarði króna. Mest hefur aukningin orðið á útflutningi á unnum prjónavör- um, sem seldust úr landi fyrir 1,2 miljarö. Það er 72% verðmætaaukning miðað við sama tima i fyrra en 47% magn- aukning. Kisilgúr var fluttur úr landi fyrir 527 miljónir króna, niöur- soðnar og niðurlagðar sjávaraf- urðir fyrir 434 miljónir króna og jókst þessi útflutningur um 11 - 12% aö magni til. Annað sem flutt er út í aukn- um mæli er málning og lökk, pappaöskjur, fiskilinur, kaölar og net, en dregið hefur úr út- flutningi húsgagna og skraut- varnings. —AI Millilandaflug stöövast ekki Takmarkaö innanlandsflug I frétt frá Flugleiðum segir að ekkert hafi komið fram sem hindrar að farþegaflug milli landa stöðvist komi til verkfalls opinberra starfsmanna. Likur eru einnig á að innanlandsflugi takist aö halda uppi að nokkru leyti. Vöruflutningar með þotum félagsins stöðvast sennilega, nema um sérstakar neyöarsend- ingar sé að ræða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.