Þjóðviljinn - 06.10.1977, Page 13

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Page 13
Fimmtudagur 6. oktdber 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Stefán íslandi sjötugur í dag Afmælistónleikar í Þjóðleikhúsinu kl. 7 í kvöld Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, fyrr og siðar, Stefán ís- landi, er sjötugur i dag. í tilefni af þvi verða sér- stakir tónleikar honum til heiðurs haldnir i Þjóðleikhúsinu kl. 7 i kvöld. Þeir, sem að þessum afmælistónleik- um standa, eru Karla- kór Reykjavíkur, Þjóð- leikhúskórinn, Skag- firska söngsveitin og Félag islenskra ein- söngvara. Þess er og vert að geta, að Þjóð- leikhúsið kemur þarna myndarlega við sögu með þvi að lána húsið endurgjaldslaust undir tónleikana. Auk áðurnefndra kóra koma fram á tónleikunum einsöngvar- arnir: Guörún Á Simonar, Guö- mundur Jónsson, Kristinn Halls- son, Þuriöur Pálsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Magnús Jónsson og Sigurveig Hjaltested. Blaðiö óskar afmælisbarninu til hamingju meö tónleikana og af- mælið. -mhg Stefán islandi Norska kapalskipið Arn- stein, sem kom hingað til lands laugardaginn 24. sept., fór héðan i fyrradag eftir að hafa lokið verk- efnum sínum á Vestfjörð- um. Viögerðin á rafstrengnum i Arnarfiröi hófst snemma þriðju- dags i siöustu viku og lauk á sunnudag. 1 Arnarfiröi er dýpi svo mikið, aö ekki er hægt að gera viö og leggja strenginn nema meö aöstoö sliks kapalskips. A föstudag var svo lagöur ann- ar rafstrengurinn af tveimur i Patreksfiröi, en hinn var lagður á laugardaginn. Slæmt veöur taföi nokkuö fyrir lagningu rafstrengj- anna i Patreksfiröi. Strengirnir i Patreksfiröi eru einfasa, hvor um sig 2,5 km aö lengd. Þegar þeir hafa verið tengdir veröur komiö þriggja fasa rafmagn á Baröa- strönd, I staö einfasa áöur. Siöan hélt skipið til Flateyjar og þar kom Hafsteinn Guömunds- son um borö og lóösaði skipiö ásamt vitaskipinu Arvakri inn á Þorskafjörö. Arnstein mun vera stærsta skip sem komiö hefur inn á Þorskafjörö. Fjöröurinn er grunnur, en aðstæöur voru kann- aðar vel áöur en fariö var þar inn. A sunnudag var lagöur 1,5 km langur einfasa rafstrengur i Þorskafjörö og þar meö er kom- inn sá hlekkur sem á vantaði til aö Djúpifjöröur og Gufudalssveit aö Skálanesi fengju rafmagn. Allir þessir rafstrengir eru 19 kv. Arvakur og kafarabáturinn Rán voru norska skipinu til að- stoöar. Kafari var Guömundur Guöjónsson og verkstjóri Magnús Sveinsson. Eftir er að tengja strengipa i Þorskafirði og Patreksfiröi, en strengurinn i Þorskafirði verður tengdur um næstu helgi, að sögn Kára Einars- sonar yfirverkfræöings hjá Raf- magnsveitum rikisins, sem gaf Þjóöv. ofangreindar upplýsingar. —eös Kapallinn dreginn yfir Arnarfjörö Mynd. Guömundur Sæmundsson. Hér var nýi rafstrengurinn tekinn I land. mynd. Guömundur Sæmunds- son. Norska kapalskipið Arnstein Lagði rafstreng í Arnarfjörð, Patreks- fjörð og Þorskafjörð ■•■: ■■ Þórhallur Sigurösson Miðdegissagan Siguröur Guðmundsson ,3VONA STOR” eftir EdnuFerber I dag heldur Þórhallur Sigurðsson áfram að lesa miðdegissöguna / // Svona stór," eftir Ednu Ferber, en þetta er áttundi lestur sögunnar, sem er á dag- skrá kl. 14.30. Þessa sögu þýddi Siguröur Guðmundsson, ritstjóri Þjóð- viljans, skömmu fyrir strið og kom hún sem framhaldssaga i blaðinu, en i þann tima lögðu blaöamenn gjörva hönd á fleira en almenn fréttaskrif ein og kröfðust aðstæður þá enda manna með alhliöa hæfileika. Sagan var svo gefin út i Sögu- safni Þjóðviljans árið 1940, en hér er um úrvalsverk að ræöa, sem hlotið hafði Pullitzer-verð- launin bandarisku um 1920 og veriö gefin út oftsinnis i risa- upplagi. Edna Ferber ritaði margar skáldsögur og valdi sér sögusvið i hinum ýmsu hlutum heima- lands sins, en hafði þó jafnan lif almúgafólks að viðfangsefni. Sagan ,,Svona stór,” gerist meðal hollenskra innflytjenda i grennd við Chicago og segir frá stúlku, Celinu að nafni, sem flytur úr borginni upp i sveit, þar sem hún gerist kennslu- kona. Hún eignast þar einn son, og dregur sagan nafn af honum, þvi hann kallar hún „Svona stór,” en i nafninu er kallað á nokkurn samanburö á þeim mæðginum. Manngildi móður- innar er annars eðlis en sonar- ins, sem gerist fjáraflamaður upp á ameriska visu. Þetta er fögur og hugþekk saga, sem enn á erindi til nýrra lesenda og 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frfvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: ,,Svona stór” eftir Ednu FerberSig- uröur Guömundsson þýddi. Þórhallur Sigurösson les (8). 15.00 Miödegistónleikar Filharmoniusveitin i Berlin leikur Pólonesu og valsa úr óperunni „Eugen Onegin” eftir Pjotr Tsjaikovský: Herbert von Karajan stjómar/ Jascha Silberstein og Suisse Romande hljóm- sveitin leika Sellókonsert i e-moll op. 24 eftir David Popper: Richard Bonynge stjórnar/Sinfóníuhljómsveit ungverska útvarpsins leikur Tilbrigði eftirZoltán Kodály um ungverska þjóölagiö „Páfuglinn”, György Lehel stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. hlustenda, svo sem er aðals- merki allra góðra bókmennta. Leikrit vikunnar „Lítrygging er lausnin” Kl. 20.55 er flutt leikritið„Lif- trygging er lausnin” eftir R.D. Wingfield. Þýðandi er Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri Helgi Skúlason. Með stærstu hlut- verkin fara Rúrik Haraldsson, Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir. Flutningur leiks- ins tekur röska klukkustund. Croll einkaspæjari hefur orðiö aö láta öörum eftir skrifstofu sina. Hann þjáist af svimaköst- um og annarri vanliðan og fær að vita, að hann eigi ekki marga mánuöi ólifaða. Nýi einkaspæj- arinn, Martin, felur Croll það verkefni aö hafa gætur á húsi ungrar konu, Júliu Heston. Hún segir mann sinn hafa horfið að heiman, en Croll er vantrúaöur á, að öll frásögn hennar hafi við rök að styðjast. R.D. Wingfield skrifar saka- málaleikrit fyrir breska útvarp- ið. Hann er islenskum hlustend- um að góðu kunnur, þvi aö áður hafa tvö leikrit hans verið flutt i útvarpinu: „Afarkostir” og „Bjartur og fagur dauðdagi”, bæði fyrr á þessu ári. Leikrit Wingfields eru gædd sérstæðri spennu og óvæntum atburðum, eins og vera ber i slikum leikverkum. Hugmyndir hans eru kannski ekki allar mjög frumlegar, en hann vinnur skemmtilega úr þeim, og það skiptir mestu máli. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Gfsli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar Guðjón Jónsson frá Fagurhólsmýri flytur siðara erindi sitt um öræfajökul. 20.05 Stefán lslandi óperu- söngvari sjötugur 20.55 Leikrit: „Liftrygging er lausnin” eftir R.D. Wingfield Þýðandi: Torfey Steinsdóttir Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Croll: Rúrik Haraldsson, Gladys: Guö- björg Þorbjarnardóttir, Martin: Gunnar Eyjólfsson, Júlia Heston: Helga Bachmann, Betty: Kristbjörg Kjeld Aðrir leik- endur: Flosi Ölafsson, Ævar R. Kvaran, Valdemar Helgason og Hjalti Rögn- valdsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Ólafsson les (18). 22.40 Kvöldtónleikar 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.