Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 „Stórslys ef við virnium ekki fmn- Björgvin Björgvinsson kominn i dauðafæri á llnunni og ekki þarf aö sökum aö spyrja. C3 CJ o D ana n — sagði Örn Hallsteinsson, þjálfari FH um leikinn við Kiffen FH leikur næstkomandi laugar- dag, fyrri leik sinn i 1. umferö Evrópukeppni bikarhafa. And- stæöingarnir aö þessu sinni eru frá Finnalndi, Kiffen. Kiffen hefur aldrei oröiö finnskur meist- ari en sex slöastiiðin keppnis- timabil hefur liöiö hreppt verö- laun (3 silfur, 3 brons.) Kiffen er ekki talið standa langt aö baki finnsku meisturunum Sparta sem sést bestá þvi aö i aukaúrslitaleik um meistaratitilinn finnska rétt maröi Sparta sigur. Eins og kom- iö hefur fram I fréttum hefur gengiö á ýmsu I samskiptum FH og Kiffen. Þannig var ætlunin fyrst aö Kiffen myndi leika báöa Simdþlng 1977 Sundþing 1977 verður hald- ið i Snorrabúð, Reykjavik sunnudaginn 16. október n.k. og hefst kl. 14, dagskrá er samkvæmt lögum SSí. Tillögur sem óskast teknar fyrir á þinginu þurfa að hafa borist stjórn SSÍ fyrir 11. október. Þegar venjulegum þing- störfum er lokið verður tekið fyrir niðurröðun móta fyrir næsta keppnistimabil og eru þvi fulltrúar beðnir að hafa meðferðis upplýsingar um mót sem haldin verða i þeirra héraði. Stjórn SSl leikin hér heima. Slöan eftir mik- ið þóf þar sem ekki náöist sam- komulag um kostnaðinn tók for- svarsmaöur finnska liösins þá ákvörðun aö Kiffen gæfi hrein- lega báða leikina. Ekki vildu allir féiagsmenn sætta sig viö þær málalyktir. Forsvarsmaöurinn var látinn vlkja og úr verður aö leikiö veröur bæði heima og aö heiman. Það var létt brúnin á forystu- mönnum FH á blaðamannafundi sem félagið hélt i gær. Þannig kvaðst örn Hallsteinsson þjálfari liðsins telja það stórslys ef FH ynni ekki leikinn hér heima og kæmist siðan áfram i keppninni. Leikurinn hefst kl. 15 á laugar- daginn i Iþróttahúsinu i Hafnar- firði. Verður forsala aðgöngu- miða i anddyri hússins á föstudag frá kl. 17. til 22 og á laugardag frá kl. 13. FH-ingar skora á áhorfend- ur að láta sig ekki vanta á leikinn þar sem mikið er i húfi fyrir FH að sleppa sæmilega út úr l. um- ferðinni. Aætlaður kostnaður FH við keppnina er 1,7 milj. Lið FH hefur ekki endanlega verið valið en hópurinn samanstendur af eftirtöldum leikmönnum: Markveröir: Birgir Finnbogason Magnús Ölafsson Sverrir Kristinsson (itileikmenn: Auðunn Öskarsson (fyrirliði) Geir Hallsteinsson Þórarinn Ragnarsson Janus Guðlaugsson örn Sigurðsson Sæmundur Stefánsson Guðmundur Arni Stefánsson Guðmundur Magnússon Arni Gujónsson Jón Gestur Viggósson Vignir Þorláksson Tómas Erling Hansson Valgarður Valgarðsson Olgeir Sigmarsson Finnska liðið sem kemur hing- að til lands er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markveröir: Bjarne Winberg Jouma Harold (Jtileikmenn: Ari Halme Jorma Karppinen Risto Haemaelaeinen Harri Lind Juhani Kaivola Erkk Naykki Tuomo Haavisto (fyrirliði) Kari Vilppula Osmo Lehmus Marrku Lauronen Hanno Pulkkanen Kari Lehtolainen Hernert von Kuegelgen Jari Koskela Af þessum leikmönnum munu 4 leika með finnska liðinu á Norðurlandamótinu hér I Reykja- vik. Það eru þeir Halme, Win- berg, Lehtolainen og Pulkkanen. Einn leikmaður i viðbót.Kaivola var valinn i liðið en hann gaf ekki kost á sér vegna vinnu. Það sem vekur mesta athygli við finnska liðið er hversu há- vaxnir leikmennirnir eru. Lægsti leikmaðurinn er 1,74 metra á hæð en sá hæsti 1,98. Hvernig FH-liðið verður skipað i leiknum verður tilkynnt á morg- un. -hól Markaregn í höllinni Þeir kunnu heldur betur að stilla kanónur sinar, leikmenn- irnir i leik tslands og Kina i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. tsland vann meö 32 mörkum gegn 26 sem nálgast það aö skorað sé mark á hverri minútu. Eins og i leiknum uppá Skaga á þriðju- dagskvöldið einkenndist leikur tslands mikið af þyngslum leik- manna. Var á köflum sem leik- menn eins og Jón Karlsson og nafni hans Jónsson rétt dröttuö- ust aftur I vörnina en þá oftlega of seint þvi kinverjarnir skoruöu megniö af mörkum sinum i hraðaupphlaupum. En þaö er nægur timi til stefnu fram aö Heimsmeistarakeppninni i Kaup- mannahöfn, rúmlega 3 mánuðir og ekki að efa að þessir Ieikmenn verða komnir i afbragðs holdafar þegar að henni kemur. tsland hafði öll tögl og hagldir i leiknum þegar undan eru skildar fyrstu 10 minúturnar þegar kin- verjar náðu tvivegis tveggja marka forystu. Eftir að ísland náði að jafna og komast yfir, 1, 2, 3 mörk o.s.frv. var aldrei vafi á hver úrslitin yrðu. Staðan i hálf- leik var 17:12 og I seinni hálfleik jók tsland forskot sitt jafnt og þétt, en mest varð það 9 mörk. Undir lokin datt leikur Islands að miklu leyti niður og hafði hann ekki verið beinlinis á háu plani áður, Klnverjar náðu að saxa á forskotið og lokatölur eins og áður sagði 32:26. Hjá íslandi voru þeir Geir og Björgvin áberandi bestir, mark- varslan var slök og vörnin að sama skapi gloppótt og oft sein að átta sig á leikbrögðum kinverj- anna. Mörkin: tsland: Ólafur Einarsson 9 (2), Geir Hallsteinsson 6 (2), Björgvin Björgvinsson 4, Jón Pétur Jóns- son 4(1), Þórarinn Ragnarsson 3 (1), Arni Indriðason 2, Þorbjörn Jensson 2, Jón Karlsson 1, Viggó Sigurðsson 1 Kina: Chin Pai lien 8, Charg Hsinan 4 Kan tsien 3, Li Ying Tsai 3, Kao Chien Wan 3, Chen Chin Chil 3 , Chang Pao Ping 1, Chang cheng 1. —hól. Geir Hallsteinsson mundar bolta i leiknum i gærkvöldi Þátttaka FH í Evrópukeppniim heima úti 1965 F.H . —Fredensborg 19-15 17-14 1965 F.H . — Dukla Prag 15-20 16-23 1966 F.H. . — Honved 19-14 13-20 1969 F.H, . — Honved 17-21 17-28 1970 F.H • — Ivry 18-12 16-15 1970 F.H . —UK51 13-10 17-10 1970 F.H, . — Partizan 14-28 8-27 1974 F.H. , — Saab 16-14 21-22 1974 F.H. , — St. Otmar 19-14 23-23 1974 F.H. . — ASK Vorwaerts 17-21 18-30 1975 F.H. , —Oppsal 17-15 11-19 1976 F.H. , —Vestmanna 28-13 20-15 1976 F.H. — Slask 20-22 18-22 Alls eru þetta 26 leikir I Evrópukeppninni, unnir tapaðir 13. 12, jafntefli 1, Alls hefur F.H. tekið þátt i Evrópukeppni 7slnnum og þvl i áttunda skiptið I ár. Skoruð mörk 447y en fengin 487

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.