Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. október 1977 ÞJÚÐVILJINN — StÐA 9 Gísli Alfreösson og Þóra Friöriksdóttir. — Ljósm. Jóh. 01. Róbert Arnfinnsson, Sigrföur Þorvaldsdóttir og Þóra Friöriksdóttir I hlutverkum sfnum í Týndu teskeiöinni. GRÆSKUFULLT GAMAN — Hafió alltaf síld frá íslenskum matvælum h.f. í húsinu. fSLENSK MATVÆLI H/F HAFNARFJÓRÐUR mérhún hafa tekist meö ágætum. Hér er hlutur leikaranna ekki hvaö minnstur. Þar eiga allir lof skiliö, en ég get ekki stilt mig um aötaka Þóru Friöriksdóttur fram yfir aöra. Hún sýnir hér fágætan leik, finnur það hárrétta samspil tækni og innlifunar sem leiöir til þess aö hún verðurpersónan sem hún er aö leika. Þaö má til dæmis hafa alveg sérstaka ánægju af Þóruef maöur gefur henni gaum meðan hún tekur ekki beinan þátt i framgangi leiksins, er áhorf- andi. A þeim stundum reynir mest á leikarann og þá sést skýr- ast úr hverju efni Þóra er gerö. Róbert Arnfinnsson og Sigriður Þorvaldsdóttir eru eldtraustir leikarar sem alltaf er gaman aö horfaá.og Gisli Alfreðsson leikur hér af meiri myndugleik en oft áður. Annars er GIsli mjög vax- andi leikari. Þessi fjögur sem nefnd hafa verið ná glettilega góöu samspili i hlutverkum hjón- anna sem I eldlinunni standa. Þau eru raunar á sviöinu mestallan timann. Þar fyrir utan eru svo hjóninl kjallaranum sem Guörún Stephensen og Flosi Olafsson skila af prýði. Unga pariö.dóttir húsráðenda og sonur leigjenda eru nær algerar pappafigúrur at hendi höfundar og þaö er engin von aö Randveri Þorlákssyni og Lilju Þórisdóttur takist aö gera neitt meira úr þeim. Leikmynd Guörúnar Svövu er framúrskarandi fallegt og vel unnið verk, stilfært fúnkisinteriör igráu og svörtu meö eilitlum votti af rósbleiku, og búningarnir eru framhald af litatónum leik- myndarinnar. Þetta gleöur augaö vissulega afar mikiö, en hitt er annaö mál. hvort þetta er heppi- legasta leikmyndin fyrir þetta verk, hvort hún er ekki of falleg ogsmekkleg til að geta verið rítt umgerð um þaö fólk sem verkiö er aö lýsa. Þessu er slegiö fram hér til umhugsunar. Sverrir Hólmarsson Þjóðleikhúsið sýnir Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir Leikmynd: Guðrún Svava Svavars- dóttir Kjartan Ragnarsson hefur skotist meö óvenju skjótum hætti eins og halastjarna uppá himin leiklistarinnar — þessa dagana eru þr jú verk hans öll sýnd sam- tlmis hér I bænum. Saumastofan kom flestum á óvart meö fersk- leika sínum og hlýleik, og vann enda hug og hjörtu almennings i óvenju rlkum mæli. Þær góöu vonir sem sú sýning vakti um höf- undinn uröu fyrir nokkru skip- broti meö Blessuðu barnaláni, sem var eiginlega hálfgert ólán. Nú hefur Kjartan hins vegar sýnt ótvírætt aö hann hefur hæfileika til aö standa við þau loforö sem hann gaf I fyrstu — Týnda te- skeiðin er ótviræöur sigur. ■I þessu verki blandar Kjartan listilega saman glæpasögu og farsa og fær þetta tvennt til aö vinna saman og skapa lifandi leikverk sem afhjúpar tvöfeldni og siöspillingu samfélagsins á töluvert eftirminnilegan hátt. Með þvi aö láta áhorfandann velt- ast um aö hlæja yfir voveiflegum og hryllilegum atburðum tekst Kjartani aö gera hann aö þátttak- anda I þeirri tvöfeldni sem fer fram uppi á sviðinu, og þannig vonandi hrista eilitið upp I sam- visku hans. Þar meö er ekki sagt aö Týnda teskeiöin sé gallalaust stórverk, enda eru slik verk fágætari en hvitir hrafnar. Þaö urgar dálitiö I hjörunum á þvi á stöku stað, þar sem Kjartan teygir á fléttu sinni til hins ýtrasta og treystir á fram- haldandi flækjur til aö fleyta leiknum áfram. Persónurnar eru sömuleiöis helst til einhliða. En miklu fleira er vel gert en hitt. Allur fyrsti þáttur sýndist mér framúrskarandi skrifaður, flétt- an þróuð með eölilegum hraöa uppi réttan hápunkt, hvergi dauö- ur kafli. Verkið dettur dálltiö niöur eftirhlé.en lyftist svo aftur verulega undir lokin þannig að það endar á prýöilegum hápúnkti. Þaö sem vekur fyrst og fremst athygli við skáldgáfu Kjartans er hversu frjór hann er, hvaö honum dettur margt i hug. Hann viröist aldrei I vandræöum meö nýjar uppákomur eöa hnittin tilsvör. Hann kann einnig ^aö vekja hjá áhorfendum þá einföldu spurn- ingu sem heldur þeim viö efniö: hvaö gerist næst? En Kjartan nýtur einnig I þetta skipti góös af frábærri sýningu, sem skilar verkinu meö hnitmiö- un og hraöa. Briet Héöinsdóttir hefur náð verulega góöum heildarstll á sýninguna, með þvi aö notfæra sér þá blöndu af stil- færslu og raunsæi sem er til staö- ar í verkinu. Slfk blanda er að vlsu oft varasöm, en hér viröist Síld er auðvelt að grípa til, þegar gesti ber að garði og búa til eitthvaó lystaukandi og spennandi. — Síld er líka einstaklega næringarrík og einföld í framreiðslu. Gott á marga © • •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.