Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1977 Lausar stöður Á Verðlagsskrifstofunni eru eftirtalin störf laus til umsóknar. 1. Staða starfsmanns við vélritun og simavörslu, hálfan daginn, eftir hádegi. Staðan er laus nú þegar. 2. Staða fulltrúa i verðlagningardeild er laus frá 1. nóvem- ber n.k. Hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun er tilskilin. 3. Staða deildarstjóra varðgæsludeildar er laus frá 1. nóvember n.k. Lögfræði, viðskiptafræði- eða hagfræðimenntun er til- skilin. Laun verða samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir um stöðu 2 og 3 sendist Verðlagsskrifstofunni, Borgartúni 7, Reykjavik,fyrir 26. október n.k. Upplýs- ingar um störfin veitir skrifstofustjóri. Verðlagsstjórinn. Hitaveita Suðurnesja óskar að ráða nú þegar pipulagningar- mann eða mann vanan pipulögnum. Umsóknir berist Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A Keflavík,fyrir 15. október nk. Kópavogshæli óskar eftir fósturheimilum fyrir börn á barnadeildum hælisins. Upplýsingar veit- ir félagsráðgjafi i sima 41500. Frá innheimtu Selfosshrepps Sýslumaður Árnessýslu hefur i dag kveðið upp lögtaksúrskurð fyrir gjaldföllnum en ógreiddum sveitargjöldum álögðum i Sel- fosshreppi 1977, það er útsvörum, aðstöðu- gjöldum og kirkjugarðsgjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Samkvæmt úrskurðinum geta lögtök haf- ist að liðnum átta dögum frá birtingu hans. Skorað er á þá gjaldendur, sem ekki hafa staðið i skilum, að gera það nú þegar, svo komist verði hjá kostnaði og óþægindum sem lögtök hafa i för með sér. Selfossi 4. október 1977 Sveitarstjóri Selfosshrepps. • Blikkiðjan t Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur tiverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Ráðherra í læri hjá gæslunni Hér á landi hefur dvalist í 3 daga Denis McLean frá Nýja Sjá- landi, en hann fór af landi burt I gær (þ. 4. október). Denis McLean mun taka viö ráðherra- embætti i heimalandi sinu I næsta mánuði og munu þá landhelgis- málin heyra undir ráðuneyti hans. Denis McLean kom gagngert til íslands til þess að kynna sér hér islenska landhelgisgæslu, en hann kvað íslenska landhelgisgæslu þekkta um heim allan fyrir störf sin. Nýja Sjáland, syðsta ríkið á hnettinum, hefur enga sjálfstæða landhelgisgæslu og verður þvi fyrst um sinn að treysta á her- skipaflota sinn, meðan verið er að byggja upp landhelgisgæsluna þarilandi,en Nýsjálendingar eru uggandi yfir aukinni sókn Japana og Kóreumanna á fiskimið sin, sem hafa veriö litt nytjuð til þessa, en landhelgi sina hyggjast Nýsjálendingar færa út i 200 sjó- milur. Denis McLean ræddi við yfir- menn Landhelgisgæslunnar hér, b.á m. dómsmálaráðherrann ólaf Jóhannesson, skoðaði varðskip, flugvélar Gæsiunnar o.fl. Einnig ræddi hann við starfs- menn sjávarútvegsráðuneytisins og utanrikisráðuneytisins. 95 Allsherjar endurreisn” skal hafín 1 dag 6. okt. n.k., tekur nýtt félag til starfa 1 Reykjavik, sem kennir sig við „Alsherjar Endur- reisn” (Renaissance Universal). Félagið er einkum ætlað þeim, er starfa við huglæga iðju, visinda- og rannsóknarm önnum, sál- fræðingum, listamönnum, lög- fræðingum, arkitektum, stjórn- málamönnum o.s.frv., svo og öll- um, er hafa hugræna hæfileika og áhuga. „Tilgangur A.E. Félagsins er að orsaka andiega og félagslega vakningu og þroska hjá hverjum einstaklingi, að vinna að félags- legri framför og velferð, og jafn- framt að lausn félagslegra vandamála með áþreifanlegum og m arkvissum f ramkvæmdum segir I fréttatilkynningu frá félaginu. Umræðufundir verða haldnir á tveggja vikna fresti; einnig verða sérstakir umræðuhópar, útgáfu- og rannsóknarstarfsemi. Félagið stefnir einnig að sköpun betra vistfræðilegs og félagslegs jafn- vægis með starfsemi og fram- kvæmdum er taki sérstakt tillit til þrdunarnýrra leiða og möguleika i nýtingar- og dreifingarkerfum þjóðfélagsins. öllum, sem hafa áhuga á notk- un visinda, lista og heimspeki i þágu þróunar vitundarinnar og velferðar mannfélagsins, eða vilja leggja sitt af mörkum til slfkrarstarfsemi,er boðiðá opinn stofnfund A.E.-félagsins I Nor- ræna húsinu i dag, 6. október kl. 20. Jón bóndi geispár golunni. Kerling tryggir sér sálina i skjóðuna: Helgi Skúlason, Guðrún Þ. Stephensen og Briet Héðinsdóttir( Vilborg grasa- kona). Gullna hliöiö sýnt á ný Sýning Þjóðleikhússins á Gullna hliðinu eftir Davið Stefánsson var sýnd við gifurleg- ar vinsældir allt frá jólum á siðasta leikári og höfðu tæplega 23 þúsund manns séð sýninguna i vor. Akveðið hefur verið að hefja sýningar að nýju og var fyrsta sýningin á þriðjudagskvöld (4. okt.). Nokkrar breytingar eru á hlutverkaskipan: Gunnar Eyjólfsson tekur nú við hlutverki Óvinarins af Erlingi Glslasyni, en Gunnar fór með þetta hlutverk siðast þegar Gullna hliðið var sviðsett i Þjóðleikhúsinu 1966. Gisli Alfreðsson leikur Pál post- ula og Þórunn Magnúsdóttir tek- ur við hlutverki móður keriingar. A thugasemd frá Hrafni Gunnlaugssyni Að hafa gagn af listamönnum Til Arna Bergmann vegna þátt- arins Klippt og skorið sem birtist I Þjóðviljanum 4. okt. ’77. Góður vinur minn sem les stundum Þjóðviljann benti mér á grein i þættinum Klippt og skorið sem birtist i Þjóðviljanum 4. okt ’77. Greinin er skrifuð af Arna Bergmann og er þar að finna eftirfarandi klausu: ,,í lista yfir nefndir á vegum stjórnar SUS er meðal annars nefndur Fjölmiðlahópur: ,,í hon- um voru Erna Ragnarsdóttir, Linda Rós Mikaelsdóttir, Markús Orn Antonsson, Haraldur Blöndal, Friðrik Sophusson, Pét- ur Sveinbjörnsson, Hannes Giss- urarson, Hrafn Gunnlaugsson og Davið Oddsson”, segir þar. HrafnGunnlaugsson hefur látið að þvi liggja, að hann væri óra- langt frá pólitisku streði og eigin- lega sannur anarkisti. Engu að siður situr hann á milli Hannesar Gissurarsonar og Daviðs Oddsson ar I nefnd Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, sem á væntanlega að fjalla um það, hvernig flokkur- inn getur haft „meiri afskipti” af skáldum og listamönnum, eins og segir i nýlegri samþykkt þings SUS. Eða þá hvatt Sjálfstæðis- flokkinn tilað hafa „gagn af lista- mönnum i stjórnmálabaráttu” eins og Ingimar Erlendur segir i Stefni...” Þar sem ég reikna með að Arni Bergmann vilji hafa það sem sannara reynist, þykir mér rétt að taka fram, að mér hefur hing- að til (eða þar til mér var bent á grein Ama) ekki verið kunnugt um að ég væri i umræddri nefnd. Nefndin er mér algjörlega óvið- komandi, enda hef ég hvorki mættá fundi henni, né tekið þátt i starfi hennar. Hins vegar þykir mér það heiður, að ungir Sjálf- stæðismenn sjái sérstaka ástæðu til að hengja hatt sinn á mig hvað fjölmiðla snertir og er Þjóðviljan- um velkomið að gera það lfka. Hvort skrif Ama eru i anda þess að pólitikusar geti haft „gagn af listamönnum” er mér ekki fyllilega ljóst, en ég vil þakka honum kærlega fyrir þann einstaka áhuga sem hann hefur svo oft sýnt persónu minni. Með þökk fyrirbirtinguna Hrafn Gunniaugsson Rvk. 4. okt. ”77. Tíu bílar í happdrætti Styrktarfélags vangefinna Þessa dagana er Styrktarfélag vangefinna að senda út happ- drættismiða i hinu árlega bil- númerahappdrætti féiagsins. Happdrættið er aö þessu sinni óvenju glæsilegt, en heildarverð- mæti vinninga er rúmar 14 milj. Aðalvinningurinn er Play- mouth Volare bifreið að verðmæti 3.3 millj., en 9 vinningar eru bif- reiðir að eigin vali, hver að upp- hæð kr. 1.2 milj. Vinningarnir eru skattfrjálsir. öllum ágóða happdrættisins verður varið til styrktar málefn- um vangefinna sem og öðrum tekjum félagsins. Stærsta fram- kvæmd félagsins nú sem stendur er bygging afþreyingarheimilis fyrir vangefna við Stjörnugróf i Reykjavik, en bygging þess hófst sl. vor. Afþreyingarheimilið verður um 650fm. og mun rúma 24 vistmenn. Þvi verður þriskipt þ.e. aðstaða verður til likamsræktar og þjálf- unar, til vinnu og föndurs og til hvildar. Mun það fullbúið bæta úr mjög brýnni þörf, en stöðugt er mikil eftirspurn eftir vistun á dagheimili félagsins, sem öll eru fullsetin. Áætlaður kostnaður við húsið fokhelt og frágengið að utan er um 45 milj., þannig að um mjög kostnaðarsama fram- kvæmd er hér að ræða. Ný orku- kreppa fram- undan? Þvi er spáð, að veruiegur orku- skortur verðifarinn að segja til sin þegar fyrir næstu aldamót, jafnvel þó að kol og kjarnorka verði þá notuð til að fullnægja verulegum hluta orkuþarfanna. Á þetta bendir Bent Elbek, prófess- or við Niels Bohr stofnunina i Kaupmannahöfn i grein, sem ný- lega birtist i Nordisk Lantbruks- ekonomist Tidsskrift. Orkuþörf mannkynsins verður orðin tvöfalt meiri um næstu aldamót en hún er nú. Aukning orkunotkunar verður lang mest hjá þróunarlöndunum. Oliufram- leiðslan er talin muni ná hámarki um 1990. Það mun valda mikilli spennu á orkumarkaði og allt verður gert til þess að spara og draga úr orkunotkun. Kolin verða þá notuð meira en nú er gert og það verður meira um byggingu kjarnorkuvera, að áliti prófessors Elbeks. Þá verða gerðar kröfur til land- búnaðarins eins og annara at- vinnuvega um að eyða ekki orku i óhófi. Bændur þurfa þvi að laga sig að þessu og framleiðslu- hættirnir að breytast til samræm- is við vaxandi orkuskort. Bent Elbek, prófessor, telur samt sem áður möguleika á að halda uppi mikilli og arðsamri landbúnaðarframleiðslu þótt dregið verði úr orkueyðslu i land- búnaði en til þess þurfi að bregða skjótt við og finna hentugustu leiðir til orkusparnaðar. Að lok- um bendir hann á, að næsta orku- kreppa geti skollið á hvenær sem er. (Heimild: Freyr). —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.