Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1977 Ránið ájapönsku flugvélinni: Lausnargjaldið notað til „skæruliðastarfs” NIKOSIU 5/10 Reuter — Maður einti/ sem heldur því fram að hann standi á bak við ránið á japönsku flugvélinni/ lýsti því yfir að //Rauði herinn" jap- anski myndi nota lausnar- gjaldið/ — en það er hæsta lausnargjald sem borgað hefur verið við flugvélarán — til að ef la árásir sínar á hei msva Idasinna, og nefndi hann sérstaklega í því sambandi japani og israela. Þessi yfirlýsing kom fram i tveggja klukkustunda löngu við- tali, sem þessi maður gaf frétta- mönnum í höfuðborg i Austur- löndum nær, eftir að japanska flugvélin sem rænt var lenti i Algeirsborg með sex miljón doll- ara lausnargjald. Maðurinn sagðist vera félagi úr miðstjórn japanska „Rauða hersins”, en i henni ættu sæti innan við tólf menn, og sagðist hann áður hafa notað nafnið „Yano Kenichi”. Sagðist hann vera á lista yfir menn sem bæði japanska og isra- elska stjórnin væru að leita að. Kenichi sagði að skæruliðarnir myndu ekki nota peningana i eig- in hagsmuni heldur til að „efla byltinguna,” og myndu þeir nota þá til að byggja nýjar bækistöðv- ar fyrir hina alþjóðlegu byltingarhreyfingu. Sagðist hann hafa starfað með „Rauða hern- um” i meira en fimm ár og gaf það i skyn, án þess að segja það beinlinis, að hann hefði tekið þátt i að skipuleggja árásina á Lydda-flugvöll i Israel, en þar biðu 28 menn bana. Kenichi sagði að i „Rauða hernum” væru innan við 150 starfandi félagar og skiptust þeir Alþýðubandalagið Breiðdalsvik Alþýðubandalagið Breiðdalsvik heldur almenna samkomu i Staðar- borg, Breiðdal, nk. laugardag og hefst hún kl. 20,30. Avörp, ljóðalestur, gamanvisur, dans. — Alþýðubandalagið, Breiðdalsvik. Félagsfundur Alþýðubandalagsins í Borgarnesi Alþýðubandalagsfélag Borgarness og nærsveita heldur félagsfund þriðjudaginn 11. n.k. kl. 20.30 i Snorrabúð. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Hreppsnefndarmál (Mjög stutt). 3. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. 4. Undirbúningur kjördæmisráðsfundar 15.-16. október. 5. Nefnda - kjör. — Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík. Starfsnefndir sem fjalla um kjör aldraðra og dagvistun koma sam- an á mánudagskvöld kl. 20.30 á Grettisgötu 3. Nefndirnar eiga að vinna að stefnumótun i þessum málaflokkum fyrir borgarstjórnarkosningar og eru þær öllum opnar. Kjördæmisráðsfundur á Vesturlandi Kjördæmisráðsfundur Alþýðubandalagsins i Vesturlandskjördæmi verður haldinn á Akranesi dagana 15.-16. þessa mánaðar. Fundurinn hefst kl. 14 á laugardag i Rein. Dagskrá fundarins verður birt siðar. — Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið i Reykjavík Fulltrúaráðsfundur verður haldinn 6. okt. kl. 20 að Hótel Esju, annarri hæð, (gengið inn um gestamóttöku fiáSuðurlandsbraut) Fundarefni: 1. Kosning kjörnefndar vegna borgarstjórnarkosninga. 2. Störf og stefna á kosningaári. Málshefjendur: Svava Jakobsdóttir og Svanur Kristjánsson. Stjórnin. i smá „sellur” en miðstjórnin skipulegði starfsemina Engin tengsl væru milli hinna einstöku sella og miðstjórnin ein þekkti alla félagana. Flestir félagar „Rauða hersins” væru i Japan sjálfu, og litu þeir á sig sem her- menn i skæruhernaði. Enginn munur væri á Japan fyrir heims- styrjöldina siðari og Japan nú- timans, sem kallað væri lýðræðis- riki en væri þó i höndum keisar- ans og 200 fjölskyldna. Hajime Fukuda, dómsmála- ráðhera Japans, sagði af sér i gærkvöldi vegna flugránsins, en sagt er að hann hafi verið andvig- ur þvi að gengið væri að kröfum ræningjanna. Japanir breyttu i dag um stefnu og kröfðust þess að alsirska stjórnin framseldi flug- ræningjana og afhenti sex miljón dollara lausnargjaldið. Alsirbúar hafa ekki undirritað alþjóða- samninga um flugvélarán og hafa þeir tvisvar veitt flugvélaræn- ingjum hæli, en i bæði skiptin af- hent lausnargjaldið, sem borgað hafði verið, til þeirra sem höfðu látið það af hendi. Hörpudiskur verdlagdur Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á hörpudiski frá 1. október til 31. desember 1977 Hörpudiskur i vinnsluhæfu ástandi: a) 7 cm á hæðog yfir, hvert kg.....................kr. 32.00 b) 6 cm að 7cm á hæð,hvert kg......................kr. 25.00 Verðið er miðað við að selj- endurskili hörpudiski á flutnings- tæki við hlið veiðiskips og skal hörpudiskurinn veginn á bilvog af löggiltum vigtarmanni á vinnslu- staðog þess gætt að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Framleiðslueftirlits sjávarafurða og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslu- stað. Verð á rækju Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á rækju frá 1. október til 31. desember 1977 Rækja, óskelflett f vinnsluhæfu ástandi a) 180stk.ogfærriikg, hvertkg.........................kr. 134.00 b) 181 til200stkikg.hvertkg...........................kr. 125.00 c) 201 - 220stk. f kg. hvert kg........................kr. 115.00 d) 221 -240stk. i kg. hvert kg........................kr. 106.00 e) 241 - 260stk. i kg. hvert kg........................kr. 96.00 f) 261 - 280stk. i kg. hvert kg........................kr. 87.00 g) 281-310stk. ikg. hvertkg...........................kr. 78.00 Verðflokkun byggist á talningu Framleiðslueftirlits sjávarafurða eða trúnaðarmanns, sem er til- nefndur sameiginlega af kaup- enda og seljenda. Verðið er miðað við að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Um þá verðflokkun sem nú er tekin upp á rækju svo og um verð- hlutföll á milli verðflokka varð samkomulag i Verðlagsráði. Verðið sjálft var hinsvegar ákveðið af oddamanni og fulltrú- um seljenda i yfirnefndinni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Gamaliel Sveinsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Agúst Einarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda og Arni Benediktsson og Ólafur B. ólafsson af hálfu kaupenda. #ÞJÓÐLEIKHÚSIfl AFMÆLISTÓNLEIKAR Stefán Islandi sjötugur i kvöld. kl. 19.00. NÓTT ÁSTMEYJANNA föstu- dag kl. 20.00. TÝNDA TESKEIÐIN 5. sýn- ing laugardag kl. 20.00. 6. sýn- ing sunnudag kl. 20.00. Uppselt. DÝRIN í HALSASKÓGI sunnudag kl. 15.00. Miðasala 13.15 11200. 20.00. Simi IíIIKFEIAC', <2i2 lil RKYKJAVlKUR 'M ^ SKJALDHAMRAR i kvöld kl. 20.30. Laugardag kl. 20.30. GARY KVARTMILJÓN föstudag kl. 20.30. Sunnudag kl. 20.30. SAUMASTOFAN miðvikudag kl. 20.30. Miðasala i Iðnó 14.00 — 20.30. Simi 16620. Austurbæjarbíó BLESSAÐ BARNALAN laugardag kl. 23.30. Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16.00 — 21.00. Simi 11384. Jarðaförum aflýst vegna verkfalls LONDON 5/10 Reuter - starfsmenn við útfarir, Breskir sem nú eru i verkfalli, fóru i dag fram á það að erlendir starfsbræður þeirra veittu þeim stuðning með þvi að neita að senda til Englands lik þeirra englendinga, sem dæju erlendis. „Ég veit að þetta er mikið til- finningamál”, sagði Roy Wheel- er, talsmaður verkfallsmann- anna, „en ef englendingur deyr i frii erlendis munum við reyna að koma i veg fyrir að lik hans kom- ist heim”. ökumenn likvagna, likkistu- burðarmenn og smurningsmenn i London hafa nú verið i verkfalli i þrjá daga til aö krefjast auka- greiðslna fyrir að vera alltaf reiðubúnir til þjónustu og hefur mörgum jarðarförum verið af- lýst. Herstöðvaandstæðingar Herstöðvaandstæðingar Kópavogi. Fundur i Kópavogshóp verður i kvöld, fimmtudag, kl. 8.30 i Tryggvagötu 10. Rætt verður um fyrirhugaða landsráð- stefnu og starfið fram undan. 10 flokkur 9 á 1 000.000 — 9.000.000 — 9 — 500 000 — 4.500.000,— 9 — 200.000 — 1.808.000 — 243 — 100.000,— 24.300.000 — 693 — 50 000,— 34.650.000 — 9.279 — 10 000 — 92 790.000,— 10.242 167.040.000 — 18 — 50 000,— 900.000,— 10.260 167.940.000,— Gleymið ekki að endurnýja! Það verður dregið í 10. flokki þriðjudaginn 11. október. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Tvö þúsund milljónir í boói SKIPAUTGCRQ RIKISINS M.s. Hekla fer frá Reykjavik þriðjudaginn 11. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumót- taka: miðvikudag, fimmtudag og föstu- dag til Vestmanna- eyja, Austfjarða- hafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsa- vikur og Akureyrar. Pfpulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.