Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.10.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1977 Rennismiðir Vélsmiðjan Þrymur óskar að ráða renni- smiði nú þegar. Mikil vinna. Uppl. hjá yfirverkstjóra. Vélsmiðjan Þrymur, Borgartúni 27. Blaðadreifing Heilsubót fyrir unga sem aldna. Eftirtalin hverfi eru laus til umsóknar: Laufásvegur, Neðri-Hverfisgata, Þingholt, Þórsgata Kaplaskjól- Meistaravellir Sogavegur Verið með í blaðberahappdrættinu frá byrjun. ÞJÓÐVILJINN Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna Siðumúla 6 — sími 81333, mánud. — föstud. Aðstoð íslands við þróunarlöndin auglýsir Framkvæmdastofnun aðstoðar Noregs við Þróunarlöndin (NORAD) hefur óskað eftir þvi að auglýstar yrðu á íslandi 10 kennarastöður við Institute of Develop- ment Management i Tanzaniu, en sú stofnun er rekin af þrem Norðurlandanna, Danmörku, Finnlandi og Noregi. Af stöðum þessum eru fimm á sviði reikningshalds og endurskoðunar. Þrjár á sviði stjórnunar. Ein i tölfræði og áætlana- gerð og ein i landbúnaðar- og samvinnu- hagfræði. Umsækjendur verða að hafa háskólapróf i viðskiptafræði eða hagfræði eða próf lög- giltra endurskoðenda, ennfremur er góð enskukunnátta nauðsynleg. Gert er ráð fyrir þvi, að þeir sem ráðnir verða hefji störf frá n.k. áramótum. Umsóknarfrestur er til 25. október. Nánari upplýsingar um einstök störf verða gefnar á skrifstofu Aðstoðar íslands við þróunarlöndin, Lindargötu 46, efri hæð) Rvk., opin mánudaga og miðviku- daga kl. 14:30-17:00. Þar fást einnig umsóknareyðublöð. Auglýslng í Þjóðviljanum ber ávöxt H GÍSLI KRISTJÁNSSON SKRIFAR: „Avogarskálum” I þættinum „Á vogar- skálum", sem sjónvarpið hafði á skerminum i kvöld, var sitthvað skyn- samlega mælt um mat- væli og næringu, en þar voru lika ummæli við- höfð, sem tæpast geta tal- ist annað en hreint bull, ef skoðuð eru frá réttum sjónarhóli. „Bauernblatt” heitir þýskt blað, sem siðastliðið vor flutti yfirlit yfir umfangsmiklar til- raunir og rannsóknir i Þýska- landi gagnvart cholesterol- magni i fæðu fjölda manna og blóði sömu aðilja. Var eggjaneysla þar tekin sem dæmi og greint frá niður- stöðum. Þar segir m.a.: „Fólk er hrætt með þvi að cholesterol i fæðunni auki magn sama efnis i blóðinu og valdi svo truflunum i hjarta og blóðrás mannsins. Hins er ekki getið, að mannslikaminn framleiðir dag- lega 1500—2000 mg. cholesterol alveg óháð þvi hve miklu magni cholesterols hann nærist með fæðunni. I venjulegu hænueggi eru 250 mg. cholesterol. Nákvæmar rannsóknir hafa verið gerðar um undanfarin ár, sem sanna aö cholesterol i blóði neytendanna hefur ekkert breyst þótt eggja- neysla væri aukin verulega. Til- raunamenn voru bæði ungir og gamlir. Aldraðir höfðu meira magn cholesterols i blóði en þeir ungu. Allir fengu hver sitt morgunegg. Að auki fengu ungu mennirnir hver 2 auka-egg á dag i 4 vikur. Hinir öldruðu fengu fyrst eitt auka-egg hver i 4 vikur og siðan 2 auka-egg i aðrar 4 vikur. Hjá báðum hópunum reyndist árangurinn: Engar Mjólk orkulind okkar og heilsugjafi t mjólkinni eru flest þeirra mikilvægu næringarefna, sem nauðsynleg eru til vaxtar og þroska. Við öðlumst heilbrigði og hreysti með neyslu mjólkur og hinna fjölbreyttu mjólkuraf- urða: s.s. undanrennu, mysu, kókósmjólkur, súrmjólkur, ým- is, jógúrtar, skyrs, osta, Iss og rjóma. Á Islandi er meðalneysla á hvern Ibúa 250 Itr. af mjólk, undanrennu og sýröúm mjólkurafurðum á ári. Þessi neysla sér okkur fyrir: allri fos- fórþörfinni, allri B 2-vftamin- þörfinni, 2/5 af prótinþörfinni, 2/5 af A-vitaminþörfinni, 2/7 af B 1 -vltaminþörfinni. (Úr ky nn ing a r bæ klingi Mjólkurdagsins.) L______________..... breytingar i cholesterolmagni blóðsins”. Eru ekki staðhæfingar ungu stúlkunnar I þættinum ,,A vog- arskálum”, um 4 egg á viku, úr lausu lofti gripnar? Nokkuð annað er, að aðrar til- raunir hafa sýnt, að vissir ein- staklingar hafa að jafnaði miklu meira cholesterol i blóðinu en almennt gerist.og það eru þeir, sem eiga á hættu hjartaveilurn- ar, rétt eins og hinir, sem ganga með mikið magn af þriglyseidi i blóðinu og yfir þeim vofir 50 sinnum meiri hætta á hjarta- göllum en venjulegu fólki. Þar er sykurátið hættuvaldurinn. Ætli það sé ekki með okkur mennina eins og svlnin, að efna- nám og efnabrennsla likamans er einstaklingsbundin, arfgeng og að nokkru háð umhverfinu? Það er alltaf rétt að geta hins afbrigðilega og sjúklega, en enginn skyldi meta almenning á afbrigðilegan mælikvarða. Reykjavik, 27/9 1977, Gisli Kristjánsson. Skóglendi i Húnavatns- sýslum Hér er hvergi um samfellt skóglendi að ræða. Birkivottur er á ýmsum stöðum; t.d. i Blöndugili eru lagleg tré á nokkrum stöðum. Við Svinavatn eru birkileifar utan á kiöppum nyrst við vatnið. A ýmsum stöðum hefur verið plantað trjám i stærri og minni reiti, sumsstaðar með ágætum árangri? t.d. i Vatnsdal, Blöndu- dai og ásunum norðan Svina- vatns er árangur af gróðursetn- ingu framar öllum vonum. tVatnsdal eru tveir sáðreitir frá frá 1927 og er Haukagilsreiturinn vaxinn ágætu birki. Reiturinn á Hofi er athyglisverðastur fyrir vöxt islensku blæasparinnar. Stafafura og sitkagreni hafa tekið góðum framförum i Vatnsdal. t Miðfirði er gamall reitur á Barkarstöðum, en þar er þroski trjáa miðlungi góður. Ætla má af þessu að skilyrði til skógræktar séu all-sæmileg innarlega i lengstu dölunum og þvi betri sem austar kemur i sýslurnar. — mhg Afli Seyöistjaröarbáta I ágústmánuði var afli Seyðisfjarðarbáta þessi: sjóf. Tala Gullver...................3 Gullberg..................1 Olafur Magnússon..........2 Þórður Jónasson.......... 1 Auðbjörg..................2 Ýmsir bátar.............. Vingþór...................5 ÞórirDan..................2 Litlanes..................2 Veiðarfæri Afli Botnv. 179.0 lestir Botnv. 115.6 lestir Botnv. 118.8 lestir Botnv. 77.9 lestir Færi 15.7 lestir Færi 24.6 lestir Dragnót 18.0 lestir Dragnót 17.5 lestir Dragnót 25.0 lestir Samtals 592.1 lestir Sláturhúsið á Selfossi: Leiðrétting i Þjóðviljanum i fyrradag, sagði undirritaður frá heimsókn sinni og Einars Karissonar i sláturhúsið á Selfossi, þar sem rætt var við þá Halldór Guðmundsson og Helga Jóhannsson. Þar sem rætt er um þunga dilka hefur fallið niður i prentun hluti af málsgrein með þeim af- leiðingum, að hún verður óskiljanleg. I blaðinu stendur: ,,í siðastliðinni viku var meðalvigtin 13,8 kg. og þá var slátrað hér um 38 þús. fjár”, o.s.frv. Þetta mega nú heita næsta ofurmannleg afköst og ég held ég verði að draga dálitið úr þeim, enda áður komið fram, að slátrað sé 1700 fjár i húsinu á dag. Rétt er málsgreinin þannig, (þau orð, sem niður hafa fallið, eru með breyttu letri): „1 siðastliðinni viku var meðalvigtin 13,8 kg. 1 fyrra var meðalvigtin hér 14,59 kg.og þá var slátrað hér um 38 þús. fjár”. Þó aðég fallist ekki á, að þessi asnaspörk séu min sök, nóg er nú sjálfsagt samt, þá tel ég mér skylt að biðja hlutaðeigendur afsökunar á þessum mistökum. — mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.