Þjóðviljinn - 17.01.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 17.01.1978, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. janúar 1978 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Pálsson Ritstjórar: Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Siðumúla 6, Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Prentun: Biaðaprent hf. Árni Bergmann. Braskara- þjóðfélagið Við lifum i braskaraþjóðfélagi. Þeir sem sitja fyrir að kjötkötlunum keppast flestir við að margfalda enn eignir sinar og eyðslufé, og skeyta þá ýmsir hvorki um skömm né heiður. Margir braskaranna virða þó sem betur fer ramma laganna i auðgunarstarfsemi sinni. Þeir spila á verðbólguna út á ystu nöf, þeir spila á skattakerfið með öllum sinum furðulegu fyrningar- og frádrátt- arreglum, þeir kaupa og selja hlutabréf eða skuldabréf, þeir reka verslun og við- skipti, — þeir eru frjálsir menn sem kunna á kerfið og eru stoltir af. Venjulegur múgamaður horfir á brask- arana og alla þeirra dýrð, og býsna marg- ir fá glýju i augun. Þannig setur braskara- þjóðfélagið soramark sitt viða, og mótar stundum besta fólk i sinni eigin hryggðar- mynd. Gildismat margra breytist með breytt- um þjóðfélagsháttum og breyttum, per- sónulegum aðstæðum. Sá sem ungur barð- ist með félögum sinum fyrir mannsæm- andi lifskjörum þvi fólki til handa, sem býr við erfiðustu kjör, — hann stekkur máske gamall og vellauðugur á hverja þá ustu tima kunni flest ekki að stela nema þá sér til matar? Stefnum við fyrir björg? Þannig spyr Pétur og þannig spyr Páll. En hér er ekki ætlunin að hafa uppi neinar harmatölur. Þvert á móti skal á það bent, að islenskt mannlif um þessar mundir á sér fleiri á- sjónur en grimu svindlarans við gljáfægt skrifborð sem stingur á sig hundruðustu miljóninni. Sannleikurinn er sá, að býsna stór hluti islenskra þegna hefur þrátt fyrir allt stað- ið af sér gerningahriðar braskaraþjóðfé- lagsins. Verkamenn stunda fæstir fjár- glæfra eða fjársvik, sama gildir um bænd- ur, sjómenn og venjulega launamenn við opinber störf eða önnur. Það er annars staðar, sem stóru upphæðirnar eru i veltu. Börn fæðast ekki svindlarar. Það er braskaraþjóðfélagið, sem hnoðar veikan leir, ef menn gefa sig i dansinn, uns einum auðsafnaranum er boðið sæti við háborð reglubræðra en öðrum stungið i svarthol- ið. Milli bliðu og éls er stundum ekki langur vegur. Braskaraþjóðfélagið er ekki islenskt þjóðfélag allt, heldur bara ein deild, sem að visu hefur þanist út meir en góðu hófi gegnir. Nú þurfa menn að taka höndum saman um að stöðva þessa útþenslu, — snúa undanhaldi i markvissa sókn gegn braskaraþjóðfélaginu, en fyrir jafnréttis- þjóðfélaginu. Slikt gerist að sönnu ekki allt á einni nóttu, en við skulum siga á stað. Þó munum við ekki komast fetið nema pólitiskur skilningur á eðli brask- araþjóðfélagsins sé með i för. —k. miljón sem hann sér hilla undir og hugsar ekki um annað en koma henni i eigin vasa. Braskaraþjóðfélagið gerir menn að um- skiptingum, það treður gildismati sinu og siðaskoðunum upp á alla þá, sem ekki snúast vitandi vits til varnar. Og hér er sókn i rauninni eina vörnin, sem á viti er byggð, sókn gegn braskaraþjóðfélaginu. Braskaraþjóðfélagið hampar ekki þeim, sem taka laun sin fyrir þjóðfélagslega nytsöm störf á sjó og landi. Það hampar hinum, þeim sem fleyta rjómann, þeim sem eru leiknastir svindlarar i völundar- húsi verðbólgunnar, i rangölum skatt- kerfisins, smákóngum og stórfurstum við- skiptalifsins með frelsi á vörum en falsk- an hljóm. í braskaraþjóðfélaginu fer ekki hjá þvi að upp komi ærið mörg fjársvikamál, sum stör, önnur smá, og af öllum mögu- legum gerðum. Þegar siðaskoðun brask- araþjóðfélagsins, boðorðið um einkagróð- ann sem æðsta gildi ræður rikjum, þá verður ýmsum að hoppa yfir lágan múr laganna og hætta að gera greinarmun á lögmætu svindli og löglausu. Sumir stökkva fimlega yfir lagamúrinn, og sést hvorki á þeim blettur né hrukka, þegar þeir koma standandi niður, — en aðrir hnjóta til hálfs eða falla flatir i fang rétt- visinnar. Braskaraþjóðfélagið skiptir þrátt fyrir allt sinum vöskustu sonum i hafra og sauði. Ýmsum fallast hendur, þegar þeir sjá rétta mynd braskaraþjóðfélagsins blasa við i skæru ljósi. Menn spyrja, hvert hefur ameriski gull- kálfurinn leitt það fólk, sem fram á sið- Allir eru að verða eins Það sem frændur vorir á Norðurlöndum gerðu á siðasta áratug erum við að gera á þess- um áratug. Við öpum eftir þeim mistökin jafnt sem framfara- sporin. Miðbæjaskipulag var eitt af þvi sem tók miklum stakka- skiptum annarsstaðar á Norö- urlöndum á sfðasta áratug. Gömlu handverksmanna- kaffi- húsa- og smáverslanahverfin i miðbæjunum viku fyrir versl- anamiðstöðvum og breiðari göt- um. Þegar kom fram á áttunda áratuginn var farið aö vernda neytendur fyrir bilaumferðinni með göngugötum. Afleiðingin af þessari byltingu i miðbæjaskipulagi er sú, eins og bent var á nýverið á menn- ingarsiðu sænska blaðsins Dag- ens Nyheter að öll sérkenni eru horfin og miðbæirnir eru svo sláandi likir hverjir öðrum að hægt er að villast á þeim. Nú á að risa verslanahöll við Lækjartorg og glerhöll á aö byggja yfir Hallærisplanið og nærliggjandi hús. Sjálfsagt veröur öðrum gömlum bygging- um i miðbæ Reykjavikur ekki bjargað undan „þróuninni” og „forminjar eru ekki smiðaðar” i þessari borg, svo að Torfusam- tökin eiga fyrir höndum harð- vituga baráttu. Við fáum hér að láni myndir úr DN af miðbæjum nokkurra borga i Sviþjóð sem flestar eru af svipaðri stærð og Reykjavik. Ef ekki væri fyrir blessaða is- lenskuna sem alltaf er dálitð sérstök á skiltum og i búöar- gluggum gætu þær alveg eins verið af miðbænum I Reykjavlk UPPSALIR 1978 — A áratug voru 450 hiis rifin eöa þeim gjörbreytt I þessum fornfræga bæ. Borgarkjarninn breytti um form og innihald. VXSTERAS 1978 — Lág tveggja hæöa tréhús einkenndu áöur miö- SKELLEFTEX 1978 — Bæirnir viö strendurnar I Noröur-Svfþjóö bæinn, en i staöinn hefur tekist aö koma fyrir ótrúlega miklu versj- voru áöur stolt sænskrar trésmiöaheföar. A sjöunda áratugnum átti unarrými á litlum blett. hún ekki upp á pallboröiö. árið 1980. En meðal annarra orða, hversvegna skyldi vanta á þessar myndir öll fallegu trén sem alltaf eru á skipulagsteikn- ingum arkitekta? —e.k.h. SÖDERTXLJE 1*78 — Þar hefur miöborgin I Stokkhóimi — Hötorgscity — veriö höfö til fyrirmyndar og öllu „gömlu drasli” sópaö burt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.