Þjóðviljinn - 17.01.1978, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. janúar 1978
Happdrætti Sjálfsbjargar
Skiluðu vinn-
ingnum at'tur
Ekki alls fyrir löngu var dregiö
i happdrætti Sjálfsbjargar,
Landssambands lamaöra og fatl-
aöra. Aðalvinningurinn, Ford
Fairmount bifreiö árgerö 1978,
kom á miöa i eigu Steypustöövar-
innar B.M. Vallá og ákváöu for-
ráöamenn fyrirtækisins aö færa
Sjálfsbjörg vinninginn aftur aö
gjöf.
Fyrir hönd B.M. Vallá færöi
Viglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri, ásamt
Magnúsi Benediktssyni og Sigur-
steini Guösteinssyni, stjórnar-
mönnum fyrirtækisins, stjórn
Sjálfsbjargar þessa höföinglegu
gjöf nú fyrir helgina. Theodór A.
Jónsson, formaöur Sjálfsbjargar,
tók viö gjöfinni fyrir hönd lands-
sambandsins aö viöstöddum öör-
um stjórnarmeölimum,
framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar
og fréttamönnum. Hann sagöist
vilja færa gefendum bestu þakkir
fyrir þessa mjög svo höföinglegu
gjöf, sem kæmi sér afar vel fyrir
Sjálfsbjörg. Hann sagöi aö þetta
væri stærsta gjöf sem Landssam-
band lamaöra og fatlaöra heföi
nokkru sinni fengiö. Þegar
happdrættiö hófst i september
var verðgildi þessarar bifreiöar
rúmar 3 miljónir króna en hún
mun nú kosta á 4öu miljón.
Theodór sagöi aö andviröi hennar
yröi variö til innréttinga á íbúöa-
álmu i húsi Sjálfsbjargar að
Hátúni 12. Þar er gert ráö fyrir 36
eins og tveggja herbergja fbúöum
fyrir fatlað fólk. Nú þegar hafa
borist 40 umsóknir um þessar
ibúðir og er áætlaö aö fyrstu ibúö-
irnar veröi teknar i notkun um
mánaöamótin janúar-febrúar.
Aö Hátúni 12 er rekiö dvalar-
heimili fyrir 45 vistmenn sem
ekki geta bjargaö sér á eigin
spýtur. Þar er vakt allan sólar-
hringinn og um 60 starfsmenn.
Heimilið var tekiö i notkun áriö
1973 en byrjaö var á framkvæmd-
um viö bygginguna árið 1968. Þar
er einnig starfrækt endurhæfing
fyrir lamaöa og fatlaöa.
Happdrættiságóöi er aöaltekju-
stofn Sjálfsbjargar, og tvisvar á
ári er efnt til happdrættis til þess
aö fjármagna starfsemi lands-
sambandsins.
Stjórn Sjálfsbjargar skipa;
Theodór A. Jónsson formaöur,
Sigursveinn D. Kristinsson vara-
formaöur, Ólöf Rikharösdóttir
ritari, Eirikur Einarsson ritari og
FriörikMagnússon meöstjórandi.
Framkvæmdastjóri Sjálfs-
bjargarer Trausti Sigurlaugsson.
IGG
ViglundurÞorsteinsson afhendir Theodór A. Jónssyni vinningsmiöann.
Hjá þeim standa Magnús Benediktsson og Sigursteinn Guösteinsson.
Af löggiltum endurskoöanda
Endurskoöar
sjálfs sín
reikningshald!!
Endurskoðun og málefni endur-
skoöenda hafa mikið verið til um-
ræöu i tilefni þess svikamáls, sem
upp hefur komist um i Lands-
banka islands. i tilefni af þeirri
umræöu er ekki úr vegi aö segja
eftirfarandi frétt af endurskoðun;
Varamaður i stjórn Dósa-
gerðarinnar, sem þó ekki er
eignaraðili að fyrirtækinu, er
endurskoðandi fyrirtækisins. Er
hér um að ræða einn af fjármála-
spekúlöntum Alþýðuflokksins,
Eyjólf K. Sigurjónsson, löggiltan
endurskoðanda.
En þetta væri engin saga ef
ekki fylgdi eftirfarandi:
Formaður stjórnar Verka-
mannabústaða i Reykjavik er
Eyjólfur K. Sigurjónsson. Pró-
kúruhafi Verkamannabústaða i
Reykjavik er Eyjólfur K. Sigur-
jónsson. Gjaldkeri Verkamanna-
bústaða i Reykjavik er Eyjólfur
K. Sigurjónsson. Endurskoðandi
er Eyjólfur K. Sigurjónsson, lög-
giltur endurskoðandi!
Blaðamaður reyndi i gær að ná
tali af Eyjólfi K. Sigurjónssyni,
sem rekur endurskoðunarskrif-
stofu hér i bæ. Hann var ekki viö-
látinn. Simsvarandi á kontórnum
vissi ekki heimasima eiganda
endurskoðunarskrifstofunnar,
Eyjólfs K. Sigurjónssonar.
Nú kann þetta allt að vera að
settum lögum. Og þar sem siö-
gæðislög fyrirfinnast ekki i laga-
safni út frá stjórnarskrá lýðveld-
isins, var ætlunin að hafa upp á
Eyjólfi K. Sigurjónssyni, löggilt-
um endurskoðanda, og spyrjast
fyrir um það hvort honum þætti
iramangreindur háttur samrým-
ast hinum óskráðu siðferðislög-
um, og hvort ekki bæri að endur-
skoða niðurstöðuna ef hún væri á
þá lund að ekkert væri við þetta
að athuga. Til þess mætti fá lög-
giltan endurskoðanda.
Til aö foröast misskilning er rétt
að taka fram, aö ekki er vitað til
þess að nokkuö sé brogað við bók-
hald Verkamannabústaða i
Reykjavik. Þetta er aðeins sýnis-
horn af þvi hvernig endurskoðun i
sumum tilvikum er háttað.
—úþ
f ' l f t * "~I. ■ ;
m « inr mm
Frá afmælishátiö ungmennafélaganna aö Staöarborg.
Mynd: Guöjón
Guöjón Sveinsson skrifar:
Enn eru sumir
sjónvarpslausir
Siðastliðinn laugardag birtust
hér á umráðasvæði Landpóst
fréttapistlar frá Guðjóni Sveins-
syni á Breiðdalsvik. Þeim var
ekki lokið þá og kemur nú hér
það, sem eftir lá.
Höfum við rafmagn eða
höfum við það ekki?
„Vetrardagskrá” Rafmagns-
veitna rikisins hófst hér um leið
og fyrsta haustveðrið skall á.
Voru eilifar rafmagnstruflanir i
nóvember og vissum við vart,
hvort rafmagn var eður ei. En
nú stendur þetta til bóta. Nú um
miðjan des. kom hingað 600 kw
disilrafstöð og er nærri búið að
•setja hana niður og tengja.
Erum við að vona að nú fáum
við að hafa rafljós þessi jól, en
undangengnar hátiðir hafa þau
verið munaður. Þó eru ein þrjú
ár siðan sveitarstjórn fór að
óska eftir slikri stöð, — en það
tekur allt sinn tima i þessu góða
landi, sérstaklega á útkjálkun-
um, þar sem fólk er svo vitlaust
að reyna að búa.
Fyrir nokkru var lokið við að
reisa tvær endurvarpsstöðvar
sjónvarps hér. önnur er á svon-
nefndu Felli, upp af Staðar-
borgarskóla. Tekur hún við
sendingum frá Gagnheiði. Hin
stöðin er á Hellum, vestan við
þorpið og tekur við sendingum
Fellsstöðvarinnar og endur-
varpar um þorpið og nágrennið.
Sá er þó galli á gjöf Njarðar, aö
enn eru 3—4 bæir, sem ekki ná
sendingum þessara tveggja
stöðva og er slikt heldur
ómyndarlegt. Veit enginn
hvenær þeir bæir fá úrlausn i
þeim málum.
Búnaöur
Heyskapur gekk vel i sumar,
einkum hjá þeim, sem lokið
höfðu slætti i fyrstu viku ágúst.
Náðu þeir hverju strái silgrænu.
Hjá þeim, er voru með seinni
skipunum, gekk hægar, þvi
fremur stirð tið var fram i byrj-
un sept. en þá lauk heyskap.
Ekki hraktist þó hey til muna og
er heyfengur þvi mikill og góöur
yfirleitt.
Haustheimtur voru misjafnar
og vantar enn fé og mikið bar á
þvi að lömb hefðu ringlast frá og
það jafnvel strax i sumar. Er
það kannski von, þar sem ó-
venjumargt mun hafa verið um
tvilembur i vor.
Hreindýraveiðar voru með
minna móti og rjúpa sást varla.
Hausttið hefur verið fremur góð
utan nokkrir dagar i lok nóv.
Siðustu daga hefur veriö frost
og i dag snjóar. (Bréfið er dags.
20. des.). Annars er snjór hér
ekki teljandi og allir vegir færir
og hafa verið i allt haust, nema
Breiðdalsheiði, og þó ekki sjálf
heiðin heldur vegurinn i Viði-
gróf i Skriðdál.
Félagslif
Umf. Hrafnkell Freysgoði
hélt upp á 40 ára afmæli sitt i lok
ágúst. Var það skemmtileg
samkoma, sem stóð i tvo daga
með keppni i fjölmörgum
iþróttagreinum. Samkomunni
lauk með kaffisamsæti, þar sem
eldriogyngri ungmennafélagar
voru saman komnir. Þar var
saga félagsins rakin, sungið,
spjallað og dansað fram til kl. 3
að nóttu. Heiðursgestir sam-
sætisins voru þeir Pétur
Sigurðsson, framkvæmdastj.
fyrsti formaður félagsins, og
sira Emil Björnsson, dagskrár-
stjóri, en hann var einn aðal
frumkvöðull að stofnun félags-
ins.
Alþýðubandalagsfélagið hélt
skemmtun i haust. Þar
skemmtu þeir Helgi Seljan og
Þórir Gislason, með söng og
gamanmálum. Hafa þeir verið
þrautseigir að skemmta Aust-
1
firðingum undanfarið og eiga
þakkir skyldar fyrir óeigin-
gjarnt starf.
Kvenfélagið Hlif hefur komið
upp leikaðstöðu fyrir börn hér i
plássinu og kunna þau vel að
meta það framtak. Ekki er þó
um skipulega gæslu að ræða en
félagið er þó með það i athugun.
Formaður Hlifar er Inga Dag-
bjartsdóttir. Þá hefur ung-
mennafélagið, lionsklúbburinn
og kvenfélagið gengist sam-
eiginlega fyrir spilakvöldum og
kvöldvöku i haust og hefur það
verið góð skemmtun.
Og nú eru jólin að ganga i
garð (og bændur farnir að fara
með hrút). Breiðdælir eru þvi
ákveðnir i að eiga ánægjuleg jól,
þrátt fyrir blikur á lofti i at-
vinnumálum. Vonast flestir
eftir betri tið á þvi sviði með
hækkandi sól og nýjum kosning-
um.
Breiðdalsvfk, 20. des. 1977,
Guöjón Sveinsson
.. ... .
Frá hötninni. Nyja bryggjan fjær og haus hennar fyrir miðri mynd.
Gamla bryggja nær, gerð á árunum 1945—1946 og siðan lengd upp úr
1950.
Hinn vinsæli vettvangur yngstu kynslóðarinnar.
VOf
Umsjón: Magnús H. Gfslason