Þjóðviljinn - 17.01.1978, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. janúar 1978
íslandsmótið í körfuknattleik:
Njarðvíkingar sluppu með
skrekkinn að þessu sinni
Sigruðu Framara með 75:72 (36:39)
Eins og við mátti búast
var viðureign Fram og
UMFN í 1. deild Islands-
mótsins í körfuknattleik
æsispennandi og réðust
úrslit leiksins ekki fyrr en
á lokamínútum. Ekki í
fyrsta skiptið i vetur sem
sú staða kemur upp.
Þegar eftir voru 44 sekúndur af
leiknum fékk Simon Olafsson
tækifæri til aö jafna leikinn úr
vltaskotum. Þá var staöan 73:71
UMFN I vil. En Slmoni brást
bogalistin og skoraöi aöeins einu
sinni og staöan var þvi 73:72 þeg-
ar UMFN hóf sókn. En þegar
liönar voru 30 sekúndur frá þvl aö
Símon tók vitaskotin var boltinn
dæmdur af Njarðvikingum og
Framarar höföu tækifæri á aö
sigra meö einni körfu I viöbót.
Þaö tókst þeim ekki þvi þeir
misstu boltann þegar örfáar
sekúndur voru til leiksloka og
Njarövikinar náöu aö innsigla
sigur sinn meö enn einni körfu og
lauk leiknum þvl meö sigri
UMFN 75:72 eftir aö staöan I leik-
hléi var 39:36 Fram I vil. Leikur
þessi var mjög harður og mikill
hraði hjá báöum liöum. Sú harka
kom þó ekki niður á körfuboltan-
um sem leikinn var eins og oft vill
veröa heldur þvert á móti sýndu
bæöi liðin góöan leik.
Njarövikingar byrjuöu leikinn
velkomust I 6:0 en þá tóku Fram-
arar .að vakna til llfsins og þegar
leiknar höfðu veriö 10 minútur af
fyrri hálfleik höföu þeir náö
forystunni 22:20. Þeir juku svo
forskotiö aöeins fyrir leikhlé en
þá var staöan eins og áöur sagöi
39:36.
Framarar skoruöu slöan 6
fyrstu stig síöari hálfleiks og
komust I 45:36 en entist ekki
máttur aö halda fengnu forskoti
og þegar síöari hálfleikur var
hálfnaöur náöu Njarövlkingar
forystunni á nýjan leik og létu
þeir hana eigi af hendi þaö sem
eftir var leiksins. Lokaminutun-
um er áöur lýst hér aö framan og
lauk leiknum meö sigri UMFN
75:72. Framarar voru óheppnir
aö þessu sinni. Þeir áttu skiliö aö
vinna þennan leik. En þrátt fyrir
tapiö er greinilegt aö liöiö er á
réttri leið undir stjórn unglinga-
landsliösþjálfarans Gunnars
Gunnarssonar. Eiga Framarar
örugglega eftir aö velgja mörgum
andstæöingum sinum verulega
undir uggum seinna I vetur. Best-
ur aö þessu sinni var Slmon
Ólafsson en einnig áttu þeir
Guösteinn Ingimarsson og Flosi
Sigurösson mjög góöan leik og er
sá slöarnefndi greinilega I mikilli
framför. Simon skoraöi mest fyr-
ir Framara eöa 32 stig en næstir
komu Flosi meö 14 og Guösteinn
sem skoraði 8 stig.
Njarðvlkingar sluppu meö
skrekkinn að þessu sinni. Virðist
sem liöið sé að missa flugið eftir
mjög góöa byrjun I haust.
Stigahæstir aö þessu sinni voru
þeir Kári Marisson og Þorsteinn
Bjarnason sem hvor um sig skor-
aöi 18 stig. Leikinn dæmdu þeir
Siguröur Halldórsson og Stefán
Kristjánsson.
SK.
Valur lagði ÍR
og KR Armanit
Valsmenn sigruðu IR-inga 88:83 í nokkuð spenn
andi leik. KR-ingar settu nýtt stigamet og Atli Ara-
son fékk rauða spjaldið. Einhver sú allra lélegasta
dómgæsla sem sést hefur í körfunni fyrr og síðar
A sunnudaginn léku
Valsmenn við iR-inga í
ísl.mótinu í körfuknattieik
og eins og við mátti búast
var sá leikur nokkuð jafn.
Valsmenn höfðu þó foryst-
una til að byrja með og
náðu að halda henni til loka
leiksins. Það sem einkum
greindi á með liðunum var
það að Valsmenn gátu not-
að alla sína tíu leikmenn en
hjá IR var aðeins helming-
ur liðsins sem lék allan
leikinn og getur slíkt lið
ekki búist við miklum
árangri í jafn harðri bar-
áttu einsog er nú i 1. deild-
inni í körfunni. Leiknum
lauk með sigri Vals 88:83
eftir að staðan í leikhléi
var 51:41 Val í vil.
Valsmenn höföu eins og áöur er
sagt ávallt forystu og þegar fyrri
hálfleikur var hálfnaöur var staö-
an oröin 29:24 Val I vil. Valsmenn
juku slöan forskotiö og staöan I
leikhléi var eins og áöur sagöi
51:41 Val I vil.
1 siöari hálfleik var um sömu
sögu aö ræöa. Valsmenn höföu
ávallt frumkvæöiö og ÍR-ingar
náöu sér aldrei á strik og leiknum
lauk eins og áöur sagöi meö sigri
Vals sem skoraöi 88 stig gegn 83
stigum 1R. Hjá Val var Torfi
Magnússon einna bestur en einnig
átti Rick Hockenos góöan leik.
Aörir léku undir getu. Rick var
stigahæstur meö 33 stig en aörir
skoruðu mun minna.
Utlitiö hjá IR er allt annaö en
glæsilegt um þessar mundir.
Leikur liösins viröist mikiö fara
eftir þvi hvernig skapi betri menn
liösins eru I hvern daginn og þeg-
ar illa gengur kennir hver öörum
um annars vitleysur. Þá er
greinilegt aö sú litla breidd sem
er I liöinu kemur mjög niöur á leik
þess og I þessum leik léku sömu
fimm leikmennirnir allan leik-
timann meö nokkra mínútna und-
antekningu. Þá var sýnilegt aö
yngri leikmenn liösins, þeir sem
fengu aö verma bekkinn aö þessu
sinni og taka eiga viö i framtiö-
inni,eru mjög óánægöir hjá félag-
inu.
Stigahæstur aö þessu sinni var
Kristinn Jörundsson sem skoraöi
33 stig en var eigingjarn og bitn-
aöi þaö einnig á leik liösins. Aörir
léku langt undir getu. Leikinn
dæmdu þeir Erlendur Eysteins-
son og Þráinn Skúlason og geröu
þaö vel.
SK.
KR burstaði
Armann
Seinni leikurinn á sunnu-
daginn var á milli KR og
Ármanns og var þar um
mikla yfirburði KR-inga
að ræða.
KR-ingarnir tóku foryst-
una strax í upphafi leiksins
og áttu ekki í erfiðleikum
með að halda fengnu for-
skoti til leiksloka þó svo að
varalið KR spilaði stóran
part af leiknum. Sýnir þaö
enn hvað breiddin er mikil
í KR iiðinu. Leiknum lauk
svo með yf irburðasigri KR
sem skoraði 127 stig gegn
aðeins93 stigum Ármanns.
Ekki er mikiö hægt að fjölyröa
um leik þennan, til þess voru yf-
irburöir KR-inga of miklir. Þeir
hreinlega möluöu Ármenningana
á hvaöa sviöi leiksins sem var aö
einu undanteknu. Þaö var Atli
Arason sem var sá eini sem fékk
rauöa spjaldiö frá hinum hlægi-
lega dómara leiksins Siguröi Má
Helgasyni. Atli haföi fengið fimm
villur en þegar hann var aö ganga
til sturtu sá hann Sigurö standa
undir körfu þeim megin sem leik-
urinn fór ekki fram og sagöi hon-
um aö fylgjast meö leiknum og
fara fram á völlinn. Dró Siguröur
þá rautt spjald upp úr hinum
stóra vasa sinum (Siguröur er
2.09 m á hæö) og sýndi Atla sem
Framhald á bls. 14.
Flosi Slgurösson, sem sést hér á myndinni reyna aö stööva Kára Maris-
son, átti góöan leik meö Fram gegn UMFN á laugardaginn.
Út með þig...
Þaö óvenjulega atvik átti sér
staö eftir leik KR og Armanns aö
annar „dómari” leiksins Sigurö-
ur Már Helgason veittist aö
blaöamanni Þjóöviljans og hugö-
ist varpa honum á dyr. Ég brást
þá hinn versti viö og sagöist
hvergi fara.
Ástæöan var sú aö eftir leikinn
fór ég inn I búningsherbergi
dómaranna og hugöist ná I frum-
rit skýrslunnar af leiknum. Var
ég búinn aö fá leyfi réttra aöila til
aö taka skýrsluna meö mér til aö
telja út stigahæstu leikmenn liö-
anna. Þegar Siguröur var búinn
aö skrifa kærunna aftan á frum-
ritiö sem undirritaöur haföi feng-
iö leyfi til aö taka meö sér neitaöi
Siguröur aö afhenda hana.
Hótaöi Siguröur aö henda mér
út ef ég færi ekki meö góöu. Þaö
var svo fyrir milligöngu fram-
kvæmdastjóra KKl aö ég loks
fékk mina skýrslu en Siguröur
„dómari” sat eftir meö sitt stóra
enni og litla vit.
Er þaö eindregin ábending til
Siguröar aö hann láti sér ekki
flautu i munn oftar þvi þá er
hætta á ferðum ekki aöeins fyrir
leikmenn heldur einnig fyrir
blaöamenn. Er þessi framkoma
Siguröar fyrir neöan allar hellur
og ekki sæmandi svo stórum
manni (2.09 m).