Þjóðviljinn - 17.01.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓDVtLJINN Þriðjudagur 17. janúar 1978
Alþýðubandalagið á Akureyri — Félagsfundur
Félagsfundur veröur miðvikudaginn 18. janúar kl. 21 i Eiðsvallagötu
18. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Undirbúningur bæjarstjórnar-
kosninga a. kosning uppstillinganefndar b. ákvörðun tekin um hvort
skoðanakönnun skuli fara fram. 3. önnur mál. —Stjórnin.
Fundur i miðstjórn Alþýðubandalagsins
Fundur verður haldinn i mið-
stjórn Alþýðubandalagsins dag-
ana 27. og 28. janúar og hefst kl.
20.30 þann 27. janúar að Grettis-
götu 3 Reykjavik.
Dagskrá:
1. Nefndakjör
2. Hvernig á að ráöast gegn verö-
bólgunni?
(Framsögumaður: Lúövlk
Jósepsson)
3. Kosningaundirbúningur
(Framsögumaður: ólafur
Itagnar Grimsson)
4. önnur mál
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Fundur verður haldinn i Gúttó, uppUmiðvikudaginn 18. janúar nk. kl.
20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1978. Framsögu-
maður Ægir Sigurgeirsson, bæjarfulltrúi. 2. Fjárlög islenska rikisins
fyrir árið 1978. Framsögumaður Geir Gunnarsson, alþingismaður. 3.
Kosning uppstillingarnefndar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. 4.
Rætt um leigusamning vegna Skálans. 5. önnur mál. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið á Suðurlandi
Skemmtikvöld.
Alþýðubandalagið á Suðurlandi heldur skemmti-
kvöld i Selfossbiói laugardagskvöldið 21. Bestu
fáanleg skemmtiatriði og öndvegis dansmúsik
Fjölmennum og tökum með okkur gesti.
_____________________________________Skemmtinefndin
Alþýðubandalagið á Suðurnesjum
Almennur félagsfundur
Alþýðubandalagið á Suðurnesjum efnir til almenns félagsfundar
fimmtudaginn 19: janúar kl. 20.30 i Vélstjórasalnum.
Dagskrá: I. Inntaka nýrra félaga. 2. Rætt um stjórnmálaviðhorfiö og
komandi kosningar. 3. önnur mál.
Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson mæta á fundinn. Mætið vel og
stundvislega. — Stjórnin.
Herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum
Fundur herstöðvaandstæðinga á Suðurnesjum verður haldinn i
Vélstjórasalnum við Hafnargötu miövikudaginn 18. janúar kl. 20.30.
Fundarefni: 1. 30,-mars umræður. 2. Starfið framundan.
BLAÐBERAR
óskast 1 eftirtalin hverfi:
Vesturborgs
Hjarðarhaga
Kvisthaga
Háskólahverfi
Miðsvæðis:
Neðri Hverfisgötu
Austurborg:
E;i kjuvog Sogamýri
Seltjarnarnes:
Lambastaðahverfi
Melabraut
Afleysingar:
Efri-Laugaveg
Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera í
þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráða-
birgða i nokkrar vikur.
ÞJÓÐVILJINN
Vinsamlegast hafið samband við af-
greiðsluna, Siðumúla 6. — Simi 81333.
Skattalögin sérprentuð
Fjármálaráðuneytið hefur tek-
ið saman og gefið út gildandi
Dagsbrún af bls. 1
mætum skilyrðum, að sögn Guð-
mundar J. Guömundssonar,
varaformanns Dagsbrúnar. Og af
102 meðmælendum með trúnað-
arráði voru 30 sem ekki uppfylltu
tilskilin skilyrði. Þannig voru lög-
mætir meðmælendur aðeins 72,
en tilskilið er aö þeir séu 75 — 100.
Eins og segir i yfirlýsingu kjör-
stjórnar frá þvi á föstudag, var
skilyrt að frekari frestur yrði ekki
veittur. Til kosninga kemur þvi
ekki i Dagsbrún að þessu sinni.og
er listi stjórnar og trúnaðarráðs
þvi sjálfkjörinn. — eös/IGG
ákvæði laga um tekjuskatt og
eignarskatt þar sem felld hafa
verið inn i lög nr. 68 15. júnl 1971
þær breytingar sem gerðar hafa
verið frá gildistöku þeirra laga,
en þeim lögum hefur verið breytt
alls sjö sinnum.
Otgáfa sú er hér um ræðir mið-
ast við þau ákvæöi sem I gildi
voru 1. janúar s.l. Arni Kolbeins-
son, lögfræðingur, hefur annast
útgáfu þessa og er hún einkum
ætluð þeim, sem vinna að
framkvæmd skattalaganna, svo
og þeim sem vilja kynna sér lögin
um tekju- og eignarskatt.
Heftið er til sölu i bókabúðum
Lárusar Blöndal og kostar 800 kr.
Jafnréttisráð um verðlagningu
á vinnu í sveitum:
Vinna karla er
ekki verðmeiri
en kvenna
Jafnréttisráð hefur tekið til
umfjöllunar kæru tveggja bænda-
fulltrúa I sexmannanefnd vegna
mismununar launa kvenna og
karla við störf i sveitum. Fellst
ráðið á sjónarmið bænda-
fulltrúanna og segir launamis-
mununina brjóta i bága við þau
lög sem það starfar eftir.
Jafnréttisráði barst kæra frá
framleiðendafulltrúum sex-
mannanefndar dagsett 7.
desember 1977. Jafnréttisráö ósk-
aði eftir frekari upplýsingum,
sem bárust með bréfi dags. 16.
desember s.l. Ennfremur óskaði
Jafnréttisráð eftir umsögn yfir-
nefndar um þetta mál. Meirihluti
yfirnefndar svaraði með bréfi
dags 6. janúar 1978.
Vinnuframlag og verkstjórn á
búum hér á landi er vafalaust
með ýmsum hætti og fer ekki eftir
kynjum. En yfirnefnd gengur
hins vegar út frá þvl sem algildri
reglu, í úrskurði sinum, að vinna
karla sé verðmeiri en vinna
kvenna. — Jafnréttisráð getur
ekki fallist á þetta. Ráðið telur
slikt einstaklingsbundið en ekki
kynbundið.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem ráðið hefur fengið, er um
sömu verkþætti að ræða hjá báð-
um kynjum, en mismunurinn ein-
ungis fólginn i timafjölda þeirra
við hvern verkþátt, sem miðað er
við, þegar verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarafurða er ákvarðað-
ur.
Það er ekki i verkahring Jafn-
réttisráðs að meta það, hvort
útreikningur á verðlagsgrund-
velli landbúnaðarafurða er gerð-
ur á réttum forsendum, og ekki
hefur Jafnréttisráð vald til þess
að segja fyrir um það, hver skuli
vera laun þeirra, sem starfa við
landbúnað. — En það er tvlmæla-
laust brot á anda þeirra laga, sem
Jafnréttisráð starfar eftir, að
ákvarða körlum og konum mis-
munandi laun (sem notuð eru,
sem grundvöllur fyrir verðlagn-
ingu landbúnaðarafurða) fyrir
jafnverðmæt og sambærileg
störf.
Veðrid er
tvítugt!
LEIKFftLAG 2i2 <*■«•
REYKIAVlKUR
SKJ ALDHAMRAR
í kvöld kl. 20,30.
Laugardag kl. 20,30.
SKALD-RÓSA
9. sýn. miðvikud. kl. 20,30.
10. sýn. föstud. kl. 20,30.
11. sýn. sunnud. kl. 20,30.
SAUMASTOFAN
Fimmtudag kl. 20,30.
Miðasala I Iðnó kl. 14-20,30.
Körfubolti
Framhald af bls. 10
hafði ekki i frammi fleiri mót-
mæli heldur tók til við sturtuna.
En eins og áður sagöi var leik-
urinn einstefna frá upphafi til
enda og aldrei vafi á þvi hvort lið-
iö myndi fara meö sigur af hólmi.
Staöan í leikhléi var 59:41 KR í vil
en honum lauk eins og áður sagði
127:93 og eru þessi 127 stig KR-
inga nýtt stigamet i deildinni I
vetur.
Bestur hjá KR var Arni
Guðmundsson og skoraöi hann 23
stig og lék sinn langbesta leik fyr-
irKR til þessa. Leikmaður i mik-
illi framför. Einnig voru þeir Jón
Sigurðsson og Andrew Piazza
góður og skoraði Piazza 26 stig og
var stigahæstur.
Hjá Ármanni voru allir jafn
lélegir. Enginn sem stóö uppúr
meðalmennskunni. Stigahæstur
var Mike Wood sem skoraöi 24
stig.
Þá er eftir að geta um þátt
dómara leiksins.
Leikinn dæmdu þeir Guöbrand-
ur Sigurösson og Siguröur Már
Helgason og dæmdu þeir þennan
leik hryllilega i einu orði sagt.
Sérstaklega var það frammistaða
Sigurðar sem vakti kátlnu. Þar er
á ferðinni maður sem sjálfs sin
vegna og leikmanna ætti ekki að
láta flautu inn fyrir sinar varir.
Þá gerðist þaö eftir leikinn að
Sigurður lennti i stympingum við
blaðamann Þjóðviljans og þeirr-
ar fræknu frammistöðu Sigurðar
lýst annars staðar hér I opnunni.
SK.
Ct er komið lsta hefti 20.
árgangs timaritsins Veðrið, en
það er gefið út af félagi ísl. veður-
fræðinga handa alþýöu manna og
fjallar, eins og nafnið bendir til,
um veðurfræði.
Meðal efnis I þessu riti eru
greinar sem bera svofelldar yfir-
skriftir: Veðurathugunarmenn i
hálfa öld eftir Flosa Hrafn
Sigurðsson, Veðurduflið eftir
Eyjólf Þorbjörnsson, Heimsmet
lágþrýstings eftir Eirik Sigurðs-
son, Rannsóknir á snjóflóöum
eftir Oddu Báru Sigfúsdóttur,
Haustið 1974 og Arið 1975 eftir
Knút Knudsen og Veðurfar og
snjólag á Breiðamerkursandi
eftir Flosa Björnsson.
Ritnefnd skipa veður-
fræðingarnir Adda Bára Sigfús-
110
Framhald af bls. 16
þessa hefur staðið undir þvi við-
haldi sem verið hefur og einnig
lagt til fé til sameiginlegs kostn-
aðar Félagsstofnunar. Þannig
kemur það niður á sjálfsbjargar-
möguleikum stofnunarinnar, ef
ekki er séð fyrir sæmilegu við-
haldi, þvi ekki er hægt að reka hó-
telið áfram nema gerðar verði
verulegar endurbætur á húsnæði,
sagði Jóhann Scheving i samtali
við Þjóðviljann.
I raun höfum við ekkert i hönd-
unum varðandi bætt ástand nema
velvilja og góð orö, sagði Jóhann.
Við reynum auðvitað að hafa opið
ef við fáum einhverja peninga
fyrir vorið, en eins og er stendur
þetta óbreytt með iokunina 1.
febrúar.
Ibúar Gamla- og Nýja- Garðs
eru nú 110 talsins, flestir utan af
landi, og fyrir all-flesta þýöir lok-
un garðanna það að lenda á göt-
unni.
Almenningi til fróðleiks má
geta þess að árið 1977 greiddi Fé-
lagsstofnun stúdenta 21 miljón og
900 þúsund I opinber gjöld á sama
tima og framlag rikisins til henn-
ar var 11 miljónir. Sem sagt,
hagnaður rikisins af Félagsstofn-
uninni var 10 miljónir og 900 þús-
und.
dóttir, Flosi H. Sigurðsson,
Guðmundur Hafsteinsson og Páll
Bergþórsson.
Afgreiðslustjóri er Guðmundur
Hafsteinsson, en hann starfar á
Veðurstofu tslands og til hans
geta menn snúið sér vilji þeir
gerast áskrifendur að ritinu, en
það kemur út tvisvar á ári og
kostar árgangurinn 1200 krónur.
—úþ.
Migreni
Framhald af bls '5
sjúkdóminn og gera kleift að
leggja fólk þar inn þegar þaö er
með kast. Greining er auðvitað
alltaf nauðsynleg. Fólki liður illa
á meðan það veit ekki hvaö að er,
en migreni er ekki lifshættulegur
sjúkdómur. Svo getur rannsókn
leitt I ljós, að ekki sé um migreni
aö ræða heldur t.d. bara vöðva-
spennu, sem margir migrenisjúk-
lingar fá raunar líka. Og svo
getur einnig verið alvarlegra I
efni og þá er þýðingarmikiö að
geta greint það. Göngudeild væri
mjög mikil umbót fyrir þetta fólk.
Og svo tel ég að fræðsla um
sjúkdóminn, að þvl leyti, sem
hann er þekktur, ætti að vera
mjög veigamikill þáttur I starf-
semi svona félags. Gæti sú
fræðsla gerst með útgáfu frétta-
bréfa. Erlendis leggja félög
migrenisjúklinga mjög mikla
áherslu á slika fræöslu, mælti
Gunnar Guðmundsson læknir aö
lokum.
Vestmannaeyjar
Framhald af bls. 16
eftir því sem þörf krefur og eðli-
legt er i samanburði við aðra
staði með sérstöðu eyjanna og
þýðingu þeirra fyrir Suðurland i
huga.
Héraðs- og landshlutastofnun-
um verði komið upp i Vestmanna-
eyjum eftirþvi sem Samtök sunn-
lenskra sveitarfélaga ákveða i
samráði við Vestmannaeyja-
kaupstað.
Mikilvægustu framkvæmdir
rikisstofnana i þágu Vestmanna-
eyja eru taldar þessar: Raf-
magnsveitur ríkisins: Sæstreng-
ur verði lagður til Vestmanna-
eyja. Háspennukerfið á Suður-
landi verði styrkt með nýrri linu,
133 KV. Flugmálastjórn: Ljúka
þarf byggingu flugturns og flug-
stöðvar. Ennfremur þarf að mal-
bika flugbrautir og athafnasvæði
og setja upp aukinn búnað á flug-
vellinum. Vegagerð rlkisins:
Flugvallarveginn þarf að endur-
byggja að hluta og leggja bundið
slitlag á hann allan. Leggja þarf
bundið slitlag á þann hluta af
Stórhöfðavegi, sem er næst
byggðinni.
Stefnt verður að þvi að auka
rekstrarafgang Bæjarsjóðs eins
og mögulegt er með þvi m.a. að
fella niður timabundna þjónustu
eöa útgjöld, sem voru afleiðing af
gosinu. Ennfremur verða rekstr-
argjöld (þjónusta) ekki aukin
nema óhjákvæmilegt sé.
—mhg.
Skattalög
/
Á vegum fjármálaráðuneytisins er komin
út ný samantekt á gildandi lögum um
tekjuskatt og eignarskatt. Heftið er til sölu
i bókaverslunum Lárusar Blöndal og kost-
ar 800 kr.
Fjármálaráðuneytið, 16. janúar 1978.