Þjóðviljinn - 17.01.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. janúar 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7
Þad er óvart ekki ný kenning, aö ríkið megi
hvergi koma nærri arðbærum
atvinnurekstri, heldur er það sigildur kækur
á ásjónu sérhyggjunnar.
Kristján
Gíslason:
Landsmiðjan
Báknið burt?
1 bland við rokufréttir af
uppákomum í fjármála- og við-
skiptalífi slæðast stórtiöindi,
tengd hugmyndafræði og stökk-
breytingum á sviði stjórnlistar.
Greint er frá störfum nefndar
einnar, sem kvað hafa gert
stórmerkar uppgötvanir til
umbóta i stjórnsýslu rikisins.
Sannar það enn, aö fátt er svo
fullkomið, að ekki megi bæta
það, ef nógu djúpt er hugsað.
Það er annars mörg nefndin, og
stundum er hnjóðað I þær sumar
og þær taldar vera dýrt spaug.
Þessi ætlar sjáanlega að 'vinna
fyrir kaupinu sinu. Hún hefur
fariö óvenju djúpt og kemur úr
kafinu með kjarna stjórnunar-
vandans i höfðinu og lausnina i
munninum: Það á aö selja ein-
staklingum Landssmiðjuna og
fleiri rikisfyrirtæki, þvi
vandamálið er i hnotskurn
vafstur rikisins i ábatasömum
atvinnurekstri!
„Takk fyrir,” sögðu hug-
myndafræöingar og hneigðu sig.
„Grunaði ekki Gvend — Báknið
burt”!
En ólæröir leikmenn hlusta
undrandi á og þeim verður á að
spyrja I einfeldni sinni: Var
þetta þá allt og sumt — og þaö
semjnest var aðkallandi? Eða á
þetta kannski aö aflétta skulda-
fárinu, tryggja framtiö atvinnu-
veganna, bana veröbólgunni,
uppræta skattsvikin, gjald-
eyrisbraskiö, fjármálasukkið,
óreiðuna undir, yfir og allt um
kring? Hver veit? Nefndin hefur
reyndar ekkert gefið út af sér
um það ennþá og hugmynda-
fræðingarnir ekki heldur. Svo
menn biöa þess aö sjá hverju á
að bjarga, þvi áreiðanlega er
það eitthvaö!
En gamanlaust. Hvað er um
að vera?
Það er næsta einfalt, en þvi
miður hvorki nýtt né sérlega
merkilegt: Skipuð hefur verið
nefnd (blóraböggull), sem eftir
hæfilegan meðgöngutima ungar
út, samkvæmt pöntun,
afgamalli sértrúarkreddu — og
þykist hafa fundiö púðrið!
Það er óvart ekki ný kenning,
að rikiö megi hvergi koma nærri
arðbærum atvinnurekstri,
heldur er það sigildur kækur á
ásjónu sérhyggjunnar. Hlutverk
rikisins á sviði atvinnureksturs
skal vera að sjá réttum
einstaklingum fyrir peningafót-
um að standa á, 'r iflegum lán-
um og rikisábyrgðum j
„rekstrargrundvelli” — og að
hlaupa undir bagga, ef allt ætlar
á hausinn, eða áföíl steðja að.
Tekjur slnar á rikiö aftur á móti
að taka með beinum og óbeinum
sköttum af launatekjum. Þetta
er hin einfalda hugmyndafræði
sérhyggjusinna, gömul og ný.
Enda þó rætt sé um aö selja
fleiri rikisfyrirtæki, verður i
þessum fáu orðum einkum vikið
aö Landssmiðjunni þar sem
undirritaður þekkir meira til
hennar en hinna.
Landssmiðjan er gamalt og
gróiö fyrirtæki, sem fyrir löngu
hefur sannað gildi sitt og er aílt-
af aö þvi. Þó hefur hún lengstaf
verið olnbogabarn rikisstjórna,
af alþekktum ástæðum, búið
langtimum saman við
fjármagnsskort, brölt i hafti
pólitiskra fordóma. Samt hefur
reksturinn alloft gengiö vel, i
það minnsta I seinni tið.
Um eitt skeið stundaði Lands-
smiðjan umtalsverðan innflutn-
ing (og gerir ennþá), sem bauð
uppá vöxt og viðgang — og
drjúgan hagnaö. Þetta var vita-
skuld illa séð af keppinautunum
(samkeppnin lengi lifi) og þvi
auðvitað séð svo um, að slikum
umsvifum væri I hóf stillt.
Einstaklingar töldust einfærir
um að græða á innflutningi!
Rikisfyrirtækið mátti gjarnan
setja ofan, jafnvel tapa.
En ætið var klóraö i bakkann.
Innflutningi var haldið áfram i
nokkur mæli og hefur leitt til
þess, ásamt annari starfsemi,
að reksturinn hefur skilað hagn-
aði, og er hinn traustasti, að þvi
er best veröur séð.
Nú skal hinsvegar „Gutti
setja ofan”, endanlega.
Það er niðurstaðan af
langvarandi tvistigi i þessu máli
og er kaldhæðnislegt aö þetta
skuli fyrirhugaö einmitt nú,
þegar allir virðast sammála um
ágæta stjórn fyrirtækisins og
blómlegan rekstur. E.t.v. eiga
þetta að vera þakkirnar til
stjórnenda og starfsfólks, sem
unniö hafa störf sin af dugnaði
og samviskusemi. Er það ekki
lítið uppörvandi viöurkenning!
En kannski kemur þetta allt
heim og saman, þegar að er
gáö. Löngum hnigu fyrirferöar-
mestu röksemdir sérhyggju-
sinna gegn rikisrekstri og
lélegri stjórn og óburðugri af-
komu. Nú er skyndilega annaö
uppi á teningnum. Virðist nú
vera talið sök sér að rfkisfyrir-
tækjum sé illa stjórnaö og aö
þau tapi á rekstrinum, hjá þeim
ósköpum að þau skuli lúta
styrkri stjórn og skila hagnaöi!
Tekur þá fyrst steininn úr, ef
þau taka upp á þvi aö græða!!
Þann andskotagang verður aö
stööva fljótt!
Kátlegt er að sjá i forustu-
grein „Visis” 5. þ.m. svona rök-
semdafærslu:
„Fyrirtækiö hefur veriö ágæt-
lega vel rekið uppá siökastiö.
En flestir ættu að geta verið
sammála um, að hér er um at-
vinnurekstur aö ræða, sem rikið
á ekki að hafa með hönd-
um. Það er þvi ekkert eðli-
legra en þessi starfsemi verði
seld I hendur einstaklingum og
félaga þeirra.”
Og þessa:
„Hagnaður fyrirtækisins sýn-
ir að það getur starfað á hinum
frjálsa markaði og er þvi i raun
og veru veigamikil röksemd
fyrir þvi að selja fyrirtækiö.”
(undirstrikanir minar K.G.)
M.ö.o.: Agæt stjórn fyrir-
tækisins og hagnaðurinn af
rekstri þess eru aöai rökin fyrir
þvi að rikiö hætti þessum
rekstri.
Þetta er óvenju hreinskilnis-
lega ritað og veröur naumast
fariö öllu nær naglanum án þess
að hitta hann beint á höfuöið.
Þvi þarna er auövitað tæpt á.
kjarna málsins: Um er að ræða
starfsemi, sem unnt er að græða
á. Einstaklinga munar I þennan
gróða — og kerfið tekur við-
bragö: Trekkt er upp nefnd og
fara i gang hugmyndafræðingar
og aörir góðir handlangarar
einkahagsmuna.
Já, hugmyndafræðin er
margslungin, satt er það. Og
auðvitaö er öllum frjálst að hafa
skoðanir, hversu brenglaöar
sem þær kunna að vera. Þó það
nú væri.
En misjafnlega eru menn
frjálslyndir i skoðunum sinum.
Seint held ég aö venjulegum
sameignarsinnum, eða sam-
vinnumönnum, kæmi i hug að
afnema ætti allan ábatasaman
einkarekstur. Einstaklings-
hyggjumenn eru að þessu leyti
sér á báti um einsýni og ofstæki.
Þeir þola meö engu móti rikis-
rekin atvinnufyrirtæki og allra
sist, ef þau græða peninga!
AB lokum er það um Lands-
smiðjuna aö segja, að auðvitað
á ekki að selja hana. Þvert á
móti ber að efla hana til enn
betri þjónustu, m.a. við önnur
rikisfyrirtæki, svo sem Land-
helgisgæslu og skipaútgerð — og
til meiri hagnaðar, en hagnaöur
getur bæði verið beinn og einnig
óbeinn, eins og margir vita.
Einstaklingar og félög geta svo
vitaskuld keppt við Landssmiðj-
una á jafnréttisgrundvelli og
sannað ágæti sitt umfram hana
— nú, eða haldiö áfram að af-
sanna það, eins og þeir hafa
gert hingaö til.
10. janúar 1978
Kristján Gislason
Guðmtmdiir P. Ólafsson:
Um símamál
Flateyjar
Viðkvæmur yfirverkfræðingur
Landsimans, Sigurður Þor-
kelsson, hefur kvartað undan
„ómaklegum” ummælum minum
i sjónvarpinu varðandi simaþjón-
ustuna. Sigurði er varla vert að
svara, en þar sem hann notaði
aðstööu sina til að breiöa yfir
lélega viðgerðarþjónustu og gefa
til kynna aö sameiginleg jóla-
kveðja okkar Flateyinga heföi
veriö ómerkilegur barlómur, skal
tækifærið notaðog þrýst á kýlið.
Allir sem til þekkja vita að vilj-
ann vantaði til aö gera við simann
I Flatey fyrir jólin. Það var vel
hægt. Allir sem til þekkja vita
llka aö lýgileg tregða er jafnan á
að senda viðgerðarmenn til Flat-
eyjar þegar siminn bilar, sem
skeöur æöi oft.
En ætlunin er ekki aö þræta hér
viö einhvern embættismann,
heldur aö koma á framfæri þeim
ólestri sem simamál Flateyinga
eru i. Máski hefur samgönguráð-
herra, Slysavarnafélag Islands,
Almannavarnir rikisins og fleiri
áhuga á málinu.
Staöreyndirnar eru þessar:
1. Á hverju ári er slminn
óvirkur svo vikum skiptir. Arið
1977 var hann bilaöur I a.m.k. 5
vikur samtals.
2. Þegar siminn bilar er hægt að
notaneyðartalstöö, en þó aðeins á
simatima. (Merkileg neyðartal-
stöö þaö). Talstööin er léleg og
komið hefur fyrir aö hún hefur
lika veriö biluö i allt að viku.
„Neyöartalstööin” nær aöeins
sambandi við Stykkishólm á
simatima Flateyjar. A jóladag
vorum við t.d. sambandslaus við
umheiminn I 21 tima og 119 tima á
2. i jólum. Er ekki glannalegt að
kalla þetta öryggistæki?
3. Ef senda þarf viögeröarmenn
til Flateyjar er aldrei brugðist
strax við.
4. Símasambandsleysið hefur
skaðað einstaklinga fjárhags-
lega.
5. Landsiminn hefur innheimt
gjöld fyrir enga þjónustu.
Stundum er ævintýraljómi yfir
viögeröarþjónustunni. Má þar
nefna músafundinn i Stykkis-
hólmi og þegar tækin týndust á
leiðinni til Reykjavikur. En svo
gerast alvarlegir atburöir þegar
lif getur veriö i húfi. Það hefði
verið óskemmtilegt fyrir Land-
simannef slysiði Svefneyjum á 2.
I jólum hefði reynst alvarlegt.
Flateyingar eru langþreyttir á
viðgeröartregðu og öryggisleysi i
simamálum. Við ágæta við-
geröarmenn er ekkert að sakast.
Þaðer ljóst að lampatæki eins og
i Flatey hljóta sifellt að bila. Þess
vegna er löngu tlmabært að
leggja „tansistor”simaIstööina i
öryggisskyni. Þá má lika biöa
eftir næstueöa þarnæstu ferö meö
viðgerðina. Þyki þetta á hinn
bóginn dýrt, má velta þvi fyrir
Frá Flatey á Breiðafk-ði
sér hve mörgum mannslifum
þurfi aö fórna til þess að þessi
varúöarráöstöfun borgi sig.
Auðvitað er ekki aðeins lif eyja-
manna 1 húfi. Hvað finnst Slysa-
varnafélaginuum öryggi af þessu
tagi? (Veit Slysavarnafél. aö ekki
er einu sinni til Unubyssa i Flat-
ey)?
Hvaö finnst Almannavörnum
rikisins um simaöryggi eyjanna.
Hafa Almannavarnir gert úttekt
og áætlun um Flateyjarhrepp?
Við erum ekki hrætt fólk, en þaö
erheimskaaögerasérenga grein
fyrir hættum. Diskæöasker er vist
ekki nema 377 ára gamalt.
GuðmundurP. ólafsson
Utanlandsferðum íslendinga
fer stöðugt fjölgandi
Ferðalög tslendinga út fyrir
landsteinana virðast hafa farið
stöðugt vaxandi á siðustu árum.
Samkvæmt skýrslu frá
útlendingaeftirlitinu um komu
farþega til tsiands, með skipum
og flugvélum voru um 11.000 fleiri
tsiendingar á ferðinni til og frá
útlöndum sl. ár heldur en árið
1976.
Ariö 1975 komu alls 123.114
farþegar til landsins, þar af 71.676
útlendingar og 51.438 tslendingar.
Heldur hafði hlutfall Islendinga af
heildarfjölda farþega til landsins
aukist áriö 1976. Þá komu hingað
130.059 manns, þar af 70.180
útlendingar og tæplega 60.000
tslendingar. Og enn eykst hlutfall
landans árið 1977, en þá voru þeir
70.992 á móti 72.690 útlendingum.
Ef viö gerum ráö fyrir að hér sé
I flestum tilvikum um aöra en
börn að ræða þá segja þessar töl-
ur okkur aö hvorki meira né
minna en milli 40 og 50% allra
fulloröinna tslendinga hafi farið'
út fyrir landsteinana á árinu 1977,
eða sá fjöldi sem samsvarar þvi.
Af einstökum löndum komu
flestir útlendingar frá Bandarikj-
unum eð 22.574, og næstflestir frá
V-Þýskalandi 11.318. Frá
Norðurlöndunum Danmörku,
Finn landi, Noregi og Sviþjóö
komu 17.920 manns árið 1977