Þjóðviljinn - 17.01.1978, Qupperneq 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. janúar 1978
Þriðjudagur 17. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Yfirlit um heilbrigðisstofnanir í Reykjavík og fjármögnun þeirra af ríki og borg
Á sjö árum hefur ríkið greitt
278 miljónir, en ber að
greiða /32 miljónir
Miklar umræöur urðu á Alþingi viö samþykkt f járlaga
vegna sjúkrahúss- og heilsugæslustöðvabygginga í
Reykjavík/ og fluttu 6 Reykjavíkurþingmenn ítrekað
breytingatillögur um hækkanir þessara f járveitinga/en
með litlum árangri.
Alþingi samþykkti þó að veita 20 miljónum króna til
sundlaugarbyggingar við Grensásdeild/ ef sama upphæð
kæmi frá öðrum aðilum.
Samkvæmt lögum ber ríkinu að greiða 85% af stofn-
kostnaði við sjúkrastofnanir af þessu tagi/ en borginni
5%.
Á f járlögum 1978 er veitt samtals kr. 1.187 miljónum til
framkvæmda á sviði heilbrigðismála annarra en ríkis-
spítala.
Af því fé var veitt samtals 183 miljónum króna til
framkvæmda á þessu sviði i Reykjavík, sem jafngiidir
15,4%. Á Reykjavikursvæðinu býr rúmur helmingur
þjóðarinnar.og hér eru í byggingu og undirbúningi mikil-
vægar sjúkrastofnanir sem í mörgum tilfellum þjóna
landinu öllu, eins og t.d. slysadeildin.
Fjárveitingar rikisins til Reykjavikurborgar skiptast þannig:
1. Þjónustudeild Borgarspítala...........................60miljónir
2. B-álma Borgarspitala.................................80 miljónir
3. Arnarholt.............................................35miljónir
4. Heilsugæslustöö Arbæ, skuldagreiöslur ............... 5 miljónir
5. Heilsugæslustöö Breiöholti I, hönnun................. 3 miljónir
Samtals 183miljónir
Þá veitti rikið samtals 22
miljónum króna I styrfci vegna
breytinga á húsnæði eða tækja-
kaupa. Reykjavikurborg sótti um
sllkan styrk vegna heilsugæslu-
stöðvar i Breiðholti III, en fékk
synjun.
I borgarstjórn Reykjavikur
hefur einnig verið deilt hart um
sjúkrahúsbyggingar og fjár-
mögnun þeirra.
1 þeim umræðum hefur m.a.
komið fram, að allir borgarfull-
trúar eru óánægðir með það fjár-
magn sem rikið hefur skammtað
Reykvikingum til framkvæmda á
sviði heilbrigðismála, en skoðanir
eru skiptar um hvernig á þeirri
mismunun standi og hvaða leiðir
séu til úrbóta.
Nýlega var borgarfulltrúum
send skýrsla frá borgarlækni þar
sem er að finna ýmsar upp-
lýsingar um stofnanir á sviði
heilbrigöismála, nýtingu þeirra,
framkvæmdir á siðustu árum og
fjárveitingar rikisins.
Margar athyglisverðar stað-
reyndir koma fram i þessari
skýrslu, og verða nokkrar þeirra
raktar hér á eftir.
Þær framkvæmdir sem unnið
hefur verið að i Reykjavik á sviði
heilbrigðismála eftir 1970 eru
þessar: 1. Grensásdeild. 2.
Arnarholt. 3. Þjónustuálma
Borgarspitalans (slysadeild,
heilsugæslustöð) 4. Heilsugæslu-
stöö Arbæ, 5. Heilsugæslustöö
Breiðholti I, 6. Heilsugæslustöð
Breiðholti III, 7. B-álma Borgar-
spítala (langlegudeild), 8..
Hjúkrunardeild Hafnarbúöum
Siðan segir i skýrslu borgar-
læknis:
„Framkvæmdakostnaður 1970-
1977 er orðinn 892 miljónir króna.
Af þvi hefur rikissjóður greitt
277,8 miljónir.
Hlutur rikisins hefði með réttu
átt að nema 732,4 miljónum
króna. Hreinar umframgreiðslur
frá borgarsjóði að upphæð 454,6
miljónir króna hafa þvi farið til
áð fjármagna sjúkrastofnanir
sem ibúar annarra sveitarfélaga
nýta til jafns við ríkisspltalana.”
Heilbrigðisráðuneytíð var
stofnað árið 1970, en áður hafðí
verið farið með.heilbrigðismál i
sérstakri deild i dómsmálaráðu-
neytinu.
A árinu 1970 voru einnig sett
ákveðin lög um framkvæmdir
opinberra aðila, þ.e. ákveöiö aö
þegar rlkiö taka þátt I byggingum
verði að liggja fyrir fjármögn-
unarsamningur áður en
framkvæmdir verði hafnar.
Þetta ákvæði er enn i fullu gildi
en Reykjavikurborg hefur snið-
gengið það i veigamiklum málum
allt frá upphafi.
Það er ein af ástæðunum fyrir
þvi,að borgin hefur ekki notið sem
skyldi fjármagnsfyrirgreiðslu frá
rikissjóði, — fjármögnunarsamn-
ingur og framkvæmdaáætlun
hafa ekki legið fyrir þegar hafist
er handa um byggingu og rikið
telur sér ekki skylt að taka við
bakreikningum af þvi tagi.
Grensásdeild
Sem dæmi má taka byggingu
Grensásdeildarinnar, sem öllum
er ljóst að er mikið þarfaþing, og
að gjarnan mætti búa betur að.
1 skýrslu borgarlæknis segir að
byggingunni hafi verið lokið árið
1972 og „hefur rikissjóður engan
þátt tekið I byggingarkostnaði,.
sem nam um það bil 100 miljónum
króna. Samkvæmt lögum hefði
rikið átt að greiða 60 miljónir
króna” (Þá giltu lög um 60%
greiðsluskyldu rikis i stað 85% nú.
Aths. Þjv.)
Þegar Reykjavikurborg hófst
handa um byggingu Grensás-
deildarinnar átti þar að vera elli-
heimili, en byggingunni var siðan
breytt yfir i sjúkrahús, án sam-
ráðs við rikið, og réttur borgar-
innar til endurgreiðslu er þvi ekki
ótviræður.
Þjónustuálman
Framkvæmdir hófust við Þjón-
ustuálmu Borgarspitalans á
árinu 1975. Kostnaður um siðustu
áramót var orðinn 303 miljónir
króna.
Um bygginguna segir i skýrslu
borgarlæknis: „Rikissjóði ber að
greiða af þvi 257,5 miljónir.
Greiðsla rikissjóðs er orðin 120
miljónir.”
A fjárlögum 1978 veitti rikið 60
miljónum til þessarar byggingar
og i fjárhagsáætlun Reykjavikur-
borgar er áætlað að veita 80 mil-
jónum til hennar.
Gnginn greiðslusamningur
hefur enn verið gcrður milli rikis
og borgar um byggingu þessa.og
endanleg framkvæmdaáætlun er
ekki heldur til, — og veikir það
vissulega rétt borgarinnar til
kröfugerðar á hendur rikinu.
Þetta andvaraleysi borgaryfir-
valda i Reykjavik, — að tryggja
ekki greiðslur rikisins með
samningum eins og önnur
sveitarfélög gera, hefur haft al-
varlegar afleiðingar i för með
sér, sérstaklega hvað varðar
slysadeildina, sem til stóð að
flytja i þjónustuálmuna á þessu
ári.
Slysadeildin býr nú við mjög
þröngan húsakost og slæmt
skipulag, en ljóst er að ekki verð-
ur hægt að flytja nema hluta
hennar, endurkomurnar, i þjón-
ustuálmuna i ár.
Eins og fram kemur i skýrslu
borgarlæknis þjónar slysadeildin
landinu öllu, en þangað koma ár-
lega um 50 þúsund manns, og fer
fjöldinn vaxandi ár frá ári.
A árinu 1976 voru 67,5% sjúkl-
inga Reykvlkingar, og hefur
hlutfallslegur fjöldi þeirra farið
minnkandiá undanförnum árum.
Frá nágrannasveitarfélögum
Reykjavikur eru 24,1% sjúklinga
en 32,5% frá öðrum landshlutum.
Akvörðun um byggingu B-álmu
Borgarspitalans var tekin i
borgarstjórn 1970 og itrekuð aftur
á árinu 1973.
Fjármögnunarsamningur milli
rikis og borgar var hins vegar
ekki undirritaður fyrr en nú I
haust og á fjárlögum 1978 er veitt
80 miljónum króna til byggingar-
innar, og fjárhagsáætlun Reykja-
vikurborgar gerir ráð fyrir 35
miljóna króna framlagi.
B-álman á að hýsa langlegu-
sjúklinga, en mikill skortur er nú
á sliku sjúkrarými i borginni.
Þessi þörf var löngu séð fyrir
eins og samþykktir borgarstjórn-
ar 1970 og 1973 bera með sér.
Þegar framkvæmdir drógust úr
hömlu ákvað borgarstjórn á árinu
1974 að flytja inn tilbúið hjúkr-
unarheimili og staðsetja það á lóð
Borgarspitalans, — en það var
aldrei framkvæmt.
Hafnarbúöir
Þörfin hefur þvi vaxið ár frá
ári, án þess að borgin hafi gripið
til aðgerða fyrr en með opnun
langlegudeildar fyrir aldraða i
Hafnarbúðum s.l. haust.
t skýrslu borgarlæknis segir:
„Af hreinum neyðarástæðum var
ákveðið að koma á fót 25 rúma
sjúkradeild fyrir aldraða i
Hafnarbúðum. Borgarsjóður tók
á sig kostnaðinn sem nam 130
miljónum króna.”
Arbær
1 þeim tilfellum sem Reykja-
vfkurborg hefur gert ákveöna
samninga við rlkiö um fjármögn-
un, hefur rikiö I sumum tilfellum
staöiö viö sitt, en I öörum tilfell-
um.
F'jármögnunarsamningur var
gerður um byggingu heilsu-
gæslustöðvar í Arbæ. t skýrslu
borgarlæknis segir um hana:
„Heildarkostnaður mun verða 80-
85 miljónir króna. Rikissjóður
hefur greitt sinn hluta að mestu
jafnóðum.”
A fjárlögum 1968 er veitt 5 mil-
jónum króna i skuldagreiðslur
vegna þessarar byggingar.
Arnarholt
„Framkvæmdir við Arnarholt
hófust árið 1975 og hafa greiðslur
rikissjóðs verið byggðar á fjár-
mögnunarsamningi frá i mai
I974,”segir i skýrslu borgarlækn-
is. Ennfremur: „Afallinn kostn-
aður er um n.k. áramót
(1977/1978) verður orðinn 195 mil-
jónir króna, þar af 77,8 miljónir
frá rikissjóði af 165,7 miljónum
sem ber samkvæmt lögum. Til að
ljúka framkvæmdum á næsta ári
(1978) þarf 140 miljónir króna.”
A fjárlögum 1978 veitti rikið að-
eins 35 miljónum til Arnarholts,
og fer skuld rikisins við borgina
þvi enn vaxandi.
Breiðholt I
t öðrum tilfellum hefur rikið
gersamlega sniðgengið þarfir
Reykjavikurborgar fyrir fjár-
magn, t.d. i sambandi við
byggingu heilsugæslustöðvar 1
Breiðholti I.
Um þá framkvæmd segir i
skýrslu borgarlæknis:
„Undirbúningur hófst 1973.
Reykjavikurborg hefur itrekað
lagt fram frumathuganir fyrir
þessa framkvæmd,en ekki fengið
neinar undirtektir hjá fjárveit-
inganefnd. Undirbúningskostnað-
ur borgarinnar er orðinn um 20
miljónir.”
A fjárlögum 1978 er veitt 3 mil-
jónum til hönnunar þessa verks.
Breiöholt III
Rikið veitir á fjárlögum 1978
samtals 22 miljónum I styrki til
sveitarfélaga vegna breytinga á
húsnæði eða tækjakaupa til
sjúkrahúsa. Reykjavikurborg
hefur tekið á leigu tii 10 ára hús-
næði, sem getur þjónað 6—8000
ibúum af 12 þúsund ibúum, sem i
Breiðholti III búa.
„Innréttingar og búnað hefur
borgarsjóður greitt,” segir i
skýrslu borgarlæknis. „Farið var
fram á greiðslu styrks vegna
framkvæmdarinnar úr rikissjóði,
án árangurs. Kostnaður 32 mil-
jónir króna.”
Af þessari samantekt má ljóst
vera, að Reykjavlkurborg hefur
verið afskipt i fjárveitingum
rikisins til heilbrigðismála, eins
og greinilega kemur fram I töflu
borgarlæknis hér að neðan.
Til heilsugæslustöðva 1974—1977;
Á Reykjanessvæði 523,6 miljón-
ir
Aðrir landshiutar 2.038,6 miljónir
Samtals hefur þvi verið veitt á
fjárlögum áranna 1974 til og með
1977 kr. 3.285,9 miljónuin til
sjúkrahúsbygginga úti uin landið,
en 2.169,2 miljónum til sjúkrahús-
bygginga I Reykjavik, þar af
rúman helming eöa 1209 miljón-
um til rikissjúkrahúsa I Reykja-
vík.
Borgarlæknir gerir ráð fyrir
þvi i skýrslu sinni að 30% rúma á
spitölum borgarinnar sé nýtt af
ibúum annarra sveitarfélaga en
Reykjavikur.
Fjárveitingar til framkvæmdasveitarfélagaá sviði heilbrigðismála
eftir gildistöku heilbrigðisþjónustulaga. Rlkissjóður/sveitasjóður:
85%/li5l%'. ' ________ '___________________
Rikispltalar (Allir i RVK nema Vifilsstaöir og Kristnes) Sjúkrahús á Reykjanessvæði Aðrir landshlutar
1974 1975 1976 1977 143.5 milj. 187,0 milj. 339,0 milj. 440.0 milj. 1209.5 milj. 52.7 milj. 111.4 milj. 117,0 milj. 155,0 milj. 436,1 milj. 117.1 milj. 276.2 milj. 350,0 milj. 504,0 milj. 1247.3 milj.
Grafið fyrir grunni
B-álmu Borgarspit-
alans, þar sem lang-
legudeild að að risa.
Hafnarbúðir
Þar eru nú25 rúm fyrir aldraða langiegusjúklinga á
efri hæð, og á neðri hæðinni verður bráðlega opnað-
ur dagspitali fyrir aldraða.
Grensásdeild
Rikið hefur ekki greitt eyri til byggingar þessarar
mikilvægu stofnunar og veitti 20 miljónir króna tii
sundlaugabyggingar þar á þessu ári, ef aðrir
greiddu sömu upphæð.
Borgar-
spítali
Þjónustudeild
230 miljónir vantar til þess að unnt verði að flytja
slysadeildina í hana en á þessu ári veitti rikið 60
miljónum og borgin ætlar að veita 80 miljónum.
a/ erlendum vetivangi
SÆNSK EFNAHAGSMÁL 1. HLUTI
Kreppan í alþj< óðlegu
hagkerfi og í hagfræði
Mér finnst ekki hægt aö
segja frá sænskum efna-
hagsmálum og sænskri
efnahagspólitiköðruvísi en
að rekja fyrst alþjóölega
efnahagsþróun undanfarin
ár og einkum taka til með-
ferðar viðbrögð rikisvalds
og auðvalds við þessari
þróun. Síðastnefnda atriðið
hef ég ekki ennþá séð rætt
af alvöru í islenskum fjöl-
miðlum og hefur þó aldrei
eins afturhaldssöm efna-
hagsstefna ríkt í hinum
vestræna heimi siðan 1932
og einmitt i dag.
Sérstöðu Sviþjóöar og þó eink-
um sænskra sósialdemókrata
verður að sjá I þessu ljósi: Þetta
er eini áhrifariki aðilinn I vest-
rænum heimi sem neitaö hefur að
taka þátt I þeim dansi kringum
gullkálfinn sem nú er iðkaður viö
undirleik Miltons Friedman og
félaga hans.
Kreppan nýja í vestrænu
hagkerfi og i hagfræðinni
Efnahagskreppa kom I kjölfar
hækkunar olíuverösins 1973. Það
var ekki þessi hækkun sem var
hin raunverulega orsök krepp-
unnar. Hækkunin var steinninn
sem kom skriðunni af stað.
Raunveruleg ástæða kreppunn-
ar var almennt misræmi I eftir-
spurn og framleiöslu bæði I
neyslu og fjárfestingu samhliða
vaxandi óstööugleika I alþjóðleg-
um gjaldeyrismálum. (Misræmi
eftirspurnar og framleiðslu kom I
fjárfestingu skýrast fram I vax-
andi hlutdeild þess óarðbæra fyr-
ir samfélagið, smbr. vopnaiðn-
aö.)
Helsta einkenni kreppunnar
hefurverið atvinnuleysi sainhliöa
verðbólgu. Samsvörun þessara
tveggja þátta var áður talin
ómöguleiki meðal flestra hag-
fræðinga, einkum þeirra sem
lærðu speki sina I kjölfar heims-
kreppunnar miklu 1929-1939. Talið
var að atvinnuleysi leiddi óhjá-
kvæmilega til minnkandi eftir-
spurnar sem slðan drægi úr verð-
bólgu og jafnvel orsakaði verð-
hjöönun. Þessi kenning var
grundvallaratriði I borgaralegri
kreppukenningu fram til núver-
andi áratugs; Keynes-isminn
haföi að nokkru leyti verið inn-
limaður I heföbundna borgara-
lega hagfræði (nýklasslska hag-
fræöi) fyrir tilstilli manna eins og
Paul Samuelsson o.fl.
Efnahagskreppan „nýja” hefur
þannig skapaö hugmyndakreppu
i hagfræöinni. Sú „hæfilega
blanda” einkaframtaks og rikis-
afskipta sem hagspekingar trúðu
á, reyndist einfaldlega engan
veginn hæfileg. Nýjar skýringar I
formi hagfræöikenninga hafa
orðið rlkjandi og má I stórum
dráttum skipta þeim i tvennt:
1. „Kreppan 1973/74 kom af þvl
að rikisafskipti voru of mikil.”
2. „Kreppan 1973/74 kom af þvl
að rikisafskipti voru of lltil og
snertu hvergi grundvallaratriði
efnahagslifsins.”
Kenning 1.: /-Rikisafskipti
eru of mikil"
Þessikenning („monetarismi”,
mætti ef til vill útleggja sem pen-
ingahyggju) á sér frægastan tals-
mann I Miltoni Friedman. 1 þess-
ari kenningu hefur flestum eða
öllum hugm. Keynes verið út-
rýmt og á ýmsan hátt er tekinn
upp beinn þráöur við hagfræði-
hugmyndir þær sem rlktu fyrir
1929. Atvinnuleysi er útskýrt sem
afleiöing þess að fyrirtækin séu
ekki nógu arðbær. Þau eru ekki
nógu arðbær af þvi að samfélgið
tekur af þeim of mikil gjöld og
skiptir sér af atvinnulifinu. 1 stað
þess að ráðast á kjarna vandans,
of mikil rikisafskipti, eru prent-
aöir fleiri seðlar til að viöhalda
óarðbærri atvinnu. Afleiðingin er
veröbólga. Þannig helst i heudur
Milton Friedman — kenningum
Keynesar visaö út i ystu myrkur.
atvinnuleysi, óarðbær atvinnu-
rekstur og verðbólga.
Ráðið til bóta felst I minnkandi
rikisafskiptum og umfram allt að
prenta eWti fleiri seðla en sam-
svarar raunverulegri þjóðar-
framleiðslu. Þannig skal fyrst
ráöist að verðbólgunni. Viður-
kennt er að allskyns óþægindi
skapast fyrir allan almenning i
upphafi, aukiö atvinnuleysi,
minnkandi kaupmáttur, lélegri
heilbrigðisþjónusta o.fl. Þetta
kalla „monetaristar” á ensku fln-
um nöfnum: „transitional social
costs,” sem þýða mætti sem „fé -
lagslegar fórnir á umbreytingar-
skeiðinu.” En þegar umbreyt-
ingarskeiðið er umliðið hefst gull-
öld hins frjálsa framtaks; arð-
bærni fyrirtækja eykst og at-
vinnuleysið hverfur I kjölfar þess.
Kenning 2.: ,,Ríkisafskipti
eru of litil"
AUsundurleitur hópur aöhyllist
kenningu nr. 2. Mest ber þó þar á
tvennskonar hugmyndafræði. 1.
Marxisma. 2. Svonefndum
, .vinstr i-Keynesisma. ’ ’
Þvl er haldið fram að rlkisaf-
skiptin hafi fyrst og fremst veriö I
formi skipulagslausra gjafa til
einkaframtaksins. Alla heildar-
áætlun og heildarstjórn hafi vant-
að. Rikisvaldið hafi aldrei notað
peningagjafir slnar til aö knýja
fram nauðsynlegar breytingar á
atvinnulífinu. Enginn mismunur
hafi verið gerður á eðli efnahags-
legrar útþenslu; hergagnaiðnaður
hefði talist jafngóö starfsgrein
fyrir samfélagið og byggingar-
iðnaöur svo framarlega sem næg
atvinna skapaöist.
Ráðið til úrbóta felst I þvl að
opinberir aðilar taki aö sér alla
heildarskipulagningu atvinnullfs-
ins; efnahagsmál séu of alvar-
legur hlutur til að láta allskyns
einkabraskara ráða þar ferðinni.
En skiptar skoðanir eru um hvort
eignarformið eigi að breytast.
Samkvæmt hefðbundinni sósial-
demókratlskri kenningu og hug-
myndum „vinstri-Keynesista” er
engin þörf á að afnema einkaeign
ef rikið endanlega ræður hvaö
fyrirtækin gera.
Kenningar 1. og 2: Tvær
andstæður
Sú gamla samhygð sem áður
rikti milli vinstri og hægri I
kapitaliskum löndum, milli
sósialdemókrata og Ihalds-
manna, um ágæti hins „blandaða
hagkerfis” er horfin að mestu
leyti. Kreppan 1973/74 hefur
framkallað vaxandi fhaldssemi
meðal ihaldsmanna og allskyns
tilraunir til aö draga úr félagsleg-
um umbótum. Atvinnuleysi er
varla lengur taliö vera vandamál,
sem glíma þurfi við þar sem þaö
sé einkenni sjúkdóms, ekki sjúk-
dómur. Meðal sósíaldemókrata
hefur trúin á kraft kapltaiismans
til að standa yfir umbótum fengið
talsverðan hnekk. En i flestum
löndum hafa þeir ekki þorað i
reynd að aðhyllastkenningu nr. 2,
— um viðtækari og djúptækari
rikisafskipti.
Það er sem sagt kenning nr. 1,
um nauðsyn minnkandi rikisaf-
skipta og að fyrst og fremst sé
barist gegn veröbólgu, sem nú
sætir vaxandi vinsældum meðal
hagspekinga og ráöamanna I
vestrænum löndum. Þetta er
stefna Alþjóðabankans og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, þetta er
af skiljanlegum ástæðum aðal-
stefna auðmagnsins. 1 Vestur-
Þýskalandi er þessi stefna nú
mótandi, þótt ekki hafi verið
hreyft viö félagslegum umbótum
fyrri ára ennþá aö minnsta kosti.
Sama máli gegnir um flestar aðr-
ar rikisstjórnir Vestur-Evrópu.
Varla nokkursstaðar utan
Noröurlanda eru gerðar tilraunir
til aö berjast gegn atvinnuleysi
með beinum rikisafskiptum og
nær þó atvinnuleysið viöa til 5-
10% af vinnuaflinu. 1 staðinn er
reynt að auka arðbærni einka-
fyrirtækja, meðal annars með
lækkuðum sköttum.
í Vestur-Þýskalandi hefur þessi
stefna „tekist prýðilega.” Fyrir-
tækin græöa meira en nokkru
sinni fyrr. Veröbólgan er „aö-
eins” 5% á ársgrundvelli. En 10%
af vinnufæru fólki er atvinnulaust
og fer þeim hópi fremur fjölg-
andi. A þessari forsendu halda
ýmsir þvl fram að landið sé ennþá
i kreppu.
Fylgismenn aukinna ríkis-
afskipta — Noregur og Sví-
Þióð
Stjórn sóslaldemókrata i Svi-
þjóð (sem var við lýði fram til
haustsins 1976) lagði megin-
áherslu á að tryggja fulla at-
vinnu; hindra atvinnuleysi. Þessi
stefna var hefðbundin I þeirri
merkingu aö þetta var rikjandi
stefna flestra borgaralegra rikis-
stjórna frá 1932 til 1970-73. En 1976
var þessi stefna ekki lengur ráö-
andi nema i Sviþjóð og Noregi.
Lausn norsku sósialdemókrata-
stjórnarinnar var einföld: Þenslu
I efnahagsmálum með fullri at-
vinnu var haldiö með erlendum
lánveitingum sem framtlöaroliu-
gróði átti aö greiða. Lausn
sænsku sósialdemókratastjórnar-
innar var að velja sérstakar at-
vinnugreinar úr til að veita stuðn-
ing. Var hér yfirleitt um útflutn-
ingsfyrirtæki að ræða. Um leiö
áskildi ríkisstjórnin sér rétt til aö
fá að fylgjast með öllum veiga-
miklum ákvörðunum fyrirtækj-
anna, sem styrk fengu, og til að
grípa inn I með valdboði ef þurfa
þótti. Ef segja þurfti upp fólki
var forðast að setja það á at-
vinnuleysisskrá. Vinnumiðlunar-
skrifstofan var efld mjög, einkum
með fjárveitingum, og ef ekki var
hægt að útvega vinnu var við-
komandi komið á sérstök nám-
skeiö með námslaunum, þar sem
hann eða hún átti aö læra ein-
hverja atvinnugrein sem hefði
góðar ‘ framtiðarhorfur. Þessi
siðastnefnda aðgerð hefur verið
gagnrýnd sem „tilraun til að
dylja atvinnuleysið”, en gagn-
rýnendurnir gleyma þá gjarnan
að hinn valkosturinn er að gera
ekkert fyrir atvinnuleysingja
nema veita þeim vissan f járhags-
styrk.
Þótt rikisafskipti væru eitthvað
aukin var þetta allt samt innan
ramma hins „blandaða” hag-
kerfis. Hvergi var hreyft við
undirstöðum kapitalismans.
Kreppuaðgeröir sænskra
sósialdemókrata fram til falls
stjórnar þeirra haustið 1976 voru
þannig óllkar stefnu flestra ann-
arra stjórnarvalda I hinum
kapitallsku þróuðu löndum. Eigi
að síður hlaut „sænska kerfiö”
bestu meðmæli margra „hlut-
lausra” erlendra aðila, t.d. voru
sænsk rikisskuldabréf talin betri
öðrum rikisskuldabréfum á al-
þjóðlegum lánamörkuðum vegna
styrkleika hins sænska hagkerfis.
Hvergi var hagvöxtur meiri og
hvergi eins lítið atvinnuleysi.
Þegar geislabaugurinn fór
af sænska kerfinu
Þegar glæsibragurinn hvarf
skyndilega af sænsku efnahags-
myndinni I ársbyrjun 1977 varö
þvi gleðin mikil meðal allskyns
ihaldsmanna, jafnt I efnahags-
málum sem stjórnmálum um all-
an heim. „Kreppan var llka kom-
in til Svlþjóöar.” Um leiö var
„komin sönnun” fyrir þvl að
efnahagsstefna fullrar atvinnu
hefði mistekist I slðasta vlgi sinu.
(Noregur reiknast varla með
vega oliusérstööunnar.) Var ekki
kominn tlmi fyrir Sviþjóð að feta I
fótspor annarra kapitallskra
ianda og fara að samþykkja stór-
fellt atvinnuleysi og umtalsverða
kjararýrnun?
1 vinstri fjölmiðlum hefur einn-
ig borið nokkuð á að hlakkað sé
yfir „óförum” Svla I efnahags-
málum. Má I þvi sambandi benda
á danska blaðið Information. Hér
kemur að nokkru leyti fram
hreint og klárt þjóðarstolt, Danir
eru yfirleitt þreyttir á þvl að vera
taldir verri en Sviar þegar lýtur
að efnahagsmálum. Vinstrimenn
geta einnig bent á tvær skýringar
sem eru stefnu þeirra I hag:
Sænskir kratar hreyfðu aldrei viö
undirstöðuatriðum kapitalism-
ans. Efnahagsvandamálin
sænsku urðu fyrst áberandi eftir
að hægristjórn hafði tekið völdin.