Þjóðviljinn - 15.02.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. febrúar 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 I flðkunarsal BOH f gærmorgun (Ljósm.:eik) Bæjarútgerö Hafnarfjardar: Bónuskerfið samþykkt Talsverðar deilur hafa staðið um það að undanförnu hvort taka ætti upp bónuskerfi i Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Miklar viðgerðir hafa fariö fram á fiskvinnsluhús- unum þó að þeim sé hvergi nær lokið. öllum þessum viðgerðum og endurbótum hefur verið stefnt að þvi. að tekið væri upp bónus- kerfi, en þegar greidd voru at- kvæði um það meðal verkafólks- ins á siðasta ári var fellt að taka upp kerfið ineð 47 atkvæðum gegn 26. Brást stjórn Bæjarútgerðarinn- ar ókvæða við þessum úrslitum og siðan hefur verið linnulaus á- róður fyrir þvi,að bónusinn yrði tekinn upp engu að siður og jafn- vel látið að þvi liggja að frysti- húsinu yrði lokað ella. Féllst ‘ verkafólkið að lokum á að taka upp tilraunabónus i 3 vikur og i gær lauk þvi timabili og var þá höfð atkvæðagreiðsla um hvort bónuskerfiö yrði endanlega tekið upp. Var það samþykkt með 59 atkvæðum gegn 23. —GFr Breska íhaldið: Valda kynþáttamálin klofningi? LUNDÚNUM 14/2 — 1 Reut- er-frétt segir að svo virðist sem opinber klofningur sé yfirvofandi i Ihaldsflokknum breska út af stefnu flokksins i málum húð- dökkra innflytjenda til Bretlands. í gærkvöldi lét Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra lhalds- flokksins og flokksleiðtogi, frá sér fara ummæli, sem litið er á sem ofanigjöf við Margaret Thatcher, núverandi flokksleiðtoga, er gefiö hefur i skyn að draga ætti úr inn- fiutningi húðdökkra manna eða jafnvel stöðva hann alveg. Heath sagði að meiriháttar um- ræður um þetta væru þarfleysa, þar eðstjórnin hefði þegar vald til þess að takmarka innflytjenda- strauminn eins og henni þætti þurfa hverju sinni og að frekari takmarkanir á innflutningi fólks gætu talist brot á mannréttinda- ákvæðum Helsinkisáttmálans, sem undirritaður var fyrir þrem- ur árum. Ihaldsþingmenn ýmsir veittust harkalega að Heath fyrir þessi ummæli og einn sagöi aö hann léti eins og eftirlætisbarn, spillt af dekri. Hinsvegar hafa margir úr hófsamari armi flokks- ins gefið i skyn á lægri nótunum að þeir væru sammála Heath og teldu það ekki boða neitt gott að kynþáttamálin gætu orðið eitt af meginmálum næstu þingkosn- . inga. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana, sem birtar voru I gær, er thaldsflokkurinn nú 11% yfir Verkamannaf lokknum 1 fylgi, en f s.l. mánuöi bentu niður- stöður skoðanakannana til þess að Verkamannaflokkurinn væri tveimur prósentum fyrir ofan i- haldið. Þykja þessi snöggu úm- skipti mikil tiðindi og er hald margra að harðlinustefna sú i kynþáttamálunum, sem örlað hefur á í ræðum Thatcher undan- farið, eigi þátt i þeim. 1 sjón- varpsviðtali i s.l. mánuði talaði Thatcher um að binda endi á fólksflutninga til Bretlands og vékaðþvi að landsmenn óttuðust aðlandiðyrði kæftiflóði innflytj- enda. Hún minntist að visuekki á húðdökka menn,enfæstir draga i efa að hún hafiátt við innflytjend- ur frá Indlandi, Bangladess, Pakistan og indverkættaða menn frá Austur-Afrlku. Peter Walker, fyrrum ráðherra i stjórn Ihaldsflo kksins, sagði að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þvi. að of margir Breskir hægriöfgahópar hafa undanfarið haft I frammi mikinn hatursáróður gegn húðdökku fólki, sem sest hefur að I landinu siðustu áratugina, og er vegg- spjald þetta eitt dæmið um þann áróður. Svo er að sjá að sumir framámanna lhaldsflokksins séu á næstu grösum við viðhorf þess- ara öfgahópa. flyttust inn i landið, heldur hinu að þeir byggju við vond skilyrði á miðborgarsvæðum, væru margir atvinnulausir og húsnæöi þeirra lélegt. Húðdökkir ibúar Bret- lands, sem flestir hafa komið til landsins frá lokum siðari heims- styrjaldar, eru auk þeirra sem frá Asiu koma aðallega ættaðir frá Vestur-Indium. Stjórn Landssambands vörubifreiðastjóra mótmælir hækkun dieselskatts: Stefnir rekstri vöru- bifreiða í hættu Stjórn Landssamba nds vöru- bifreiðastjóra samþykkti á fundi sinum nýlega cftirfarandi and- mæli, sem send hafa verið til fjár- málaráðuneytisins: „Landssamband vörubifreiða- stjóra leyfir sér að andmæla sterklega hækkun diselskatts af bifreiöum um 82.6% og hækkun mælagjalds um sömu prósentu. Hér er um að ræða óhóflega skattlagningu sem lendir með fullum þunga á atvinnutækjum og eykur þar með framleiöslukostn- að atvinnuveganna, er þurfa á flutningsþjónustu aö halda. Það vekur athygli að hækkun gjald- anna er riflega tvöfalt meiri en almennar verðhækkanir í landinu voru á siðasta ári. 1 rauninni má segja aö vörubifreiðaeigendur séu lagðir i einelti af hálfu rikis- valdsins með óhóflegum gjald- tökum og þvingunaraðgerðum i formi vaxtalausra vinnulána, um sömu mundir og atvinnuleysis gætir i æ rfkari mæli meðal þeirra. Landssamband vörubif- reiðastjóra fer þess eindregið á leit að framangreindar gjalda- hækkanir verði teknar til endur- skoðunar, þvi annars er rekstri vörubifreiða stefnt i mikla tvi- sýnu.” / stuttu máti J Ráðast ísraelar á Saúdí-Arabíu? Fyrirhuguð flugvélasala Bandaríkjanna þangað veldur Israel áhyggjum WASHINGTON 14/2 Reuter — Bandarikjastjórn mun i dag leggja til við þingið að Banda- rikin selji alls 265 herflugvélar til ísraels, Egyptalands og Saudi-Arabiu, að sögn em- bættismanna i utanrikisráðu- neytinu. Meðal annars er gert ráð fyrir að Israel fái 130 flug- vélar af gerðinni F-l6,og 25 af gerðinni F—15. Saudi-Arabia á samkvæmt þessari frétt að fá 60 F.-»-15- flugvélar. F«15 og «16 eru taldar full- komnastar af þeim flugvéla- gerðum, sem boðið er upp á. Talið er að Egyptar verði mið- lungi ánægðir með þær flugvél- ar sem þeim eru ætlaðar, en þær eru ekki eins góðar og tvær ný- nefndar gerðir. Þegar Sadat Egyptaforseti var i Bandarikj- unum nýverið, lagði hann fast að bandariskum ráðamönnum að sjá Egyptum fyrir jafnfull- Chile: komnum flugvélum og þeir hafa látið tsrael i té. Hinsvegar er liklegt að tsraelsmenn verði Bandarikjastjórn gramir fyrir þessa fyrirhuguðu flugvélasölu til Arabarikja, einkum Saudi- Arabiu, auk þess sem Israels- menn hafa beðið Bandaríkin um 250 flugvélar af gerðinni F—16. Þar eð tsraelsmenn eiga sér öfl- uga stuðningsmenn á Banda- rikjaþingi, er taliö að salan á hinum fullkomnu F—15-flugvél- um til Saudi-Arabiu muni mæta harðri mótspyrnu i þinginu. Blaðið Washington Star hafði eftir stuðningsmönnum tsraels- manna að ef kæmi til enn eins striðs milli Israels og araba, kynni tsrael að finna sig knúð til þess að gera þegar i upphafi striðsins árásir á Saudi-Arabiu i þeim tilgangii að eyðileggja F—15-flugvélar Saúdi-Araba, ef þeir fengju þær. Pinochet neitar að gefa upplýsingar um 1000 horfna fanga GENF 13/2 Reuter — Rann- sóknanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna ákærði herforingja- stjórnina f Chile i dag fyrir að neita að gera grein fyrir örlög- um um 1000 manna, sem hafa verið handteknir og ekkert spurst til siðan. Segir nefndin i siðustu skýrslu sinni að mann- réttindabrot haldi áfram i Chile og að þau séu kerfisbundin og liður i athöfnum stjórnarstofn- ana. Nefndin segir að undanfarið hafi að visu margir pó.litiskir fangar verið látnir lausir, hand- tökum hafi fækkað s.l. ár og færri fregnir borist um pynd- ingar. Engu að siður sé haldið áfram að handtaka menn eftir geðþótta, pynda þá, hafa yfir þeim sýndarréttarhöld svo að ekki sé minnst á takmarkanir á tjáningarfrelsi og kerfisbundn- ar ofsóknir á hendur grunuð um andstæðingum herforingja stjórnarinnar. Nefnd þessi var skipuð 1975, en Pinochet forseti herforingja- klikunnar hefur bannað henni aðkoma til Chile. Byggir nefnd- in þvi rannsóknir sinar einkum á upplýsingum frá flóttamönn- um og öðrum aðilum utan Chile Fulltrúi Chile-stjórnar i Genf neitaði að tala við nefndina og sakaði hana um viðtæk afskipti af innanlandsmálum landsins. Indland vill bann á atómknúna gervihnetti GENF 14/2 Reuter — Fulltrúi Indiands á afvopnunarráðstefn- unni iGenf.sem 30 riki taka þátt i, sagðii dag að stjórn hans vildi að kjarnorkuknúnir gervihnett- ir væru bannaðir. Sagði fulltruinn að full ástæöa væritil þess að óttast að alvar- leg hætta gæti stafað af slikum hnöttum, ef þeirfæru út af braut þeirrisem þeim hefði veriö yfir- huguð. Talið er að þessi skoöun ind- versku stjórnarinnar sé fram komin með tilliti til sovéska gervihnattarins, sem hrapaði til jarðar i Kanada i siðastliðnum mánuði, en sá hnöttur væri kjarnorkuknúinn. Nærri 100.0ÖÖ flóttamenn frá Ródesiu og Suður-Afríku GENF 14/2 Reuter — Poul Hartling, forstjóri Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrði svo frá i dag aö 80.000 til 100.000 flóttamenn frá Ródesiu og Suður-Afriku væru I búðum i grannlöndum þessara rikja. Gal Hartling, fyrrum forsætisráöh- Danmerkur, og leiðtogi miðju- flokksins Venstre þar f landi, þessar upplýsingar eftir þriggja vikna ferðalag um Mósambik, Svasaland, Lesótó, Botsvana, Sambiu og Tansaniu. Hartling sagði að margir flóttamannanna byggju við mikil þrengsli og að kringumstæður ykju á vonleysi þeirra. Sem dæmi um það nefndi Hartling búöir i Botsvana, þar sem nú hefðust við yfir 2000 flóttamenn, enda þótt þær hefðu verið byggöar fyrir aðeins 250 manns. Flestir flóttamannanna eru i Mósambik, eða um 40.000 Hartling sagði að i Doroi-búðun- um þar i landi, þar sem um 23.000 flóttamenn hafast við, hefðu lifskiiyrði verið hin höfmulegustu fyrir ári, en úr þvi hefði að ein hvrju leyti verið bætt með þvi að flóttamenmrnir hefðu nú i ræktun 600 hektara lands, eöa fjórum sinnum stærra svæði en fyrir ári

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.