Þjóðviljinn - 15.02.1978, Page 9

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Page 9
8 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miövikudagur 15. febrúar 1978 Karpov hefur nú sama styrkleika og Fischer þegar hann var bestur AUt frá árinu 1962, aö sovéski skákmaöurinn Lev Polugajevski varð stórmeistari, eftir sigur á alþjóölegu skákmóti I Mar del Plata og 2. sæti i minningarmóti um Capablanca.hefur hann veriö velþekktur meöal skákmanna um alian héim, en það var þó ekki fyrr en um 1970 að stjarna hans fer að skina skært,og 1973 hlaut hann heimsfrægð er hann ávann se'r rétt til þátttöku f áskoranda einvígjunum og lenti þar á móti Karpov, núverandi heimsmeist- ara, sem þá var að hefja sinn merkilega skákferii. Síöan þá hefur Polugajevski verið í hópi allra bestu skákmanna heims. Hann teflir nú sem kunnugt er á Reykjavikurskákmótinu, þar sem honum hefur ekki gengiö sér- lega vel og kennir hann um hinum nýju timamörkum, sem hann segir að trufli sig óvenju mikið á viðkvæmu augnabliki. Þegar Þjóðviljinn óskaði eftir viötali við hann, var það auðfengið. Polugajevski er fremur lág- vaxinn, grannur, en dökkur yfir- litum, með hvöss, nærri svört augu, sem þó leiftra þegar hann segir frá einhverju sem honum finnst skemmtilegt. Ekki skákmunkur. en kannski skák,,idijót” „Nei, ég fylli ekki hóp þeirra sem sumir kalla skákmunka, þeirra sem alls ekki hugsa um neitt nema skák, en ég get kannski kallast „skákidijót”, þvi skák er mér svo mikils virði að ég hef fórnað henni minum bestu árum og sé ekki eftir þvi. Hins- vegar lauk ég minu námi i raf- magnsverkfræði og hef‘ dálitið unnið við það, svona til að fylgjast með og geta hafið störf f raf- magnsverkfræðinni þegar mér fer að daprast flugið i skákinni.” Polugajeski er 43ja ára gamall, frá borginni Kujbisjet, en fluttist til Moskvu 1961 þegar hann gifti sig og þar hefur hann búið siðan. „Égbyrjaði að tefla smástrák- ur og árið 1947; þegar ég var 12 ára komst ég uppi 1. flokk i Sovét- rikfunum. Og 18 ára varð ég kandidat til meistaratitils. 1960 varð ég stórmeistari i Sovétrikj- unum og 1962 alþjóðlegur stór- meistari. Þetta er nú svona i' stór- um dráttum ferill minn i titla- stiga skáklistarinnar. Bæði 1973 og 1977 náði ég að komast i áskor- endaeinvigi, 1973 gegn Karpov og þar tapaði ég, og siðan 1977, þá sigraði ég fyrst Mecking frá Brasilinen tapaði svo fyrir Korts- noj.” — Þú sagðir áðan að þú hefðir unnið dálitið að þinu fagú er möguleiki fyrir skákmena þegar þeir eru komnir með þann styrk- leika sem þú hefur að sinna öðru en skák, ef þeir eiga ekki að dala? „Nei, ég tel aðþað sé ekki hægt, ekki almennt, en þaö eru þó til menn sem geta unnið með skák- inni og halda styrk sinum. Þar má til að mynda nefna Botvinnik og nokkra fleiri, en eins og ég sagði áðan þá tel ég að það heyri til undantekningar að hægt sé að koma þessu heim og saman.” Hver verður að búa sér til æfingakerfi — Þetta þýðir sem sé að skákin er orðin svo flókin að menn geta ekki með góðu móti sinnt neinu öðru ef þeir ætla að halda sér á toppnum; en hvernig æfa þá sovéskir stórmeistarar? „Um það hvernig menn þjálfa sig er ekki til nein algild regla; hver stórmeistari verður aö búa sér til sitt eigið æf ingakerfi.og þar á ég við, að menn eru svo mis- jafnir að það sem hentar einum, hentar öðrum ekki. Sumir þjálfa sig allan daginn og ná góðum árangri, öðrum fellur betur að vera styttra að i einu og hvila hugann þess á milli. Enn aðrir vinna i skorpum, nokkradaga, en taka sér svo langa hvild i milli. Og enn fleiri útgáfur eru tíl. En eitt er þó öllum sariieiginlegt, enginnnærlangt á mótum, nema með góðum undirbúningi, sem kostar mikla vinnu. Það fer eng- inn langt nU til dags á náðargáf- unni einni saman, þaö þori ég að fullyrða. Og það hefur sýnt sig marg-oft, að merkir skákmenn dala ótrúlega fljott, eftir að þeir slá af við þjálfun sina; hvorki reynsla né náöargáfan geta bjargaö mönnum, ef þeir þjálfa sig ekki. Éghef ekki fasta stundaskrá að fara ef tír við mina þjálfun og það fer allt eftir þvi hvað ég er að undirbúa mig fyrir hverju sinni, hvernig ég haga minni þjálfun. Stundum finnst mér kannski að ég standi illa að vigi i byrjunum; þá tek ég það mál sérstaklega fyrir og þegar ég tek eitthvaö svona fyrir, þá vinn ég i skorpum. Hafa þeir náð sama styrkleika? Kannski 10 tima á dag i marga daga,-og þegar ég finn að ég hef gertallt sem hægt er, hvili ég mig og reyni þá að hugsa ekki einu sinni um skák. En vanalega er ég við þjálfun svona 3 tima á dag. Svo kemur fyrir að mér finnst ég orðinn þreyttur á skák, þá fer ég alveg frá henni um tima og stunda þá Iþróttir eða geri eitt- hvað sem mig langar til. Það get- ur aftur á móti verið dáh'tið erfitt fyrir menn að meta það, hvenær þeir eiga að hvila sig og hvenær ekki. En það verður hver að f inna út fyrir sig. Þegar ég svo tek þátt í mótum, einsogmótinuhér á Islandi þessa dagana, þá skoða ég ekki svo mjög hvern einstakling á mótinu, kannski eyði ég svona einni klukkustund á dag i það. En ef ég á biðskák þá getur allt eins svo farið að ég vaki yfir henni alla nóttina eða jafnvel meira; ég hlífi mér aldrei ef ég á biðskák. Og svona mótverður þegar allt kem- ur til alls óskaplega mikiö álag á mig. Ég er ailtaf i spennu þegar ég er að tefla og i löngu móti reynir slikt að sjálfsögðu mjög á menn. Nýja timareglan slæm fyrir mig „Það er afar misjafnt hvaða stil menn temja sér I skák. Sumir ienda aldrei i timahraki, en aðrir nærri þvi alltaf og svo er auðvitað allt þar á milli. Ég hef þaö fyrir sið að reyna ávalt að flækja stöö- ur frekar en einfalda þær. Þess vegna hentar þetta nýja tima- form á mótinu hér heldur illa fyrir mig. Með þvf að setja tima- mörká 30leiki á 1,5 klukkustund, leyfist manni ekki að velta fyrir sér fióknum hlutum. En enda þótt að þessi timaregla henti mér ekki,hentarhúnöðrum veLog það er sannarlega gaman að fá að taka þátt i að prófa þetta." — Éf við vikjum aðeins aftur að þjálfun þinni, sumir skákmeist- arar i Sovétrlkjunum hafa sér- stakan þjálfara eða einhvern sem æfir með þeim; er það þannig hjá þér? „Já, ég hef unnið mikið með skákmeistara sem heitir Bagirof, hann er alþjóðlegur meistari og er 41 árs gamall. Hann er kominn með fyrri áfanga að störmeist- aratith og ég spái þvi, að mjög stutt sé i það að hann verði stór- meistari. Til að mynda stóð hann sig einkar vel á sovéska meistaramótinu siðasta”. Skákkennsla i Sovétrikj- unum — Nú mun skák ekki annars- staðar Utbreiddari en i Sovétrikj- unum, hvernig er hagað skák- kennslu og æfingum barna og unglinga þar? „Já, það errétt, skák er mjög útbreidd i' Sovétrikjunum, og hann er stór barnahópurinn, sem fæst þar við að tefla skák. Og i Sovétrikjunum er kerfi af skák- mótum fyrir börn og unghnga i gangi, þannig að þau efnilegustu fá mýmörg tækifæri til að reyna sig. Eitt frægasta mótið fyrir börn og unglinga heitir „Hviti hrókurinn”, sem er áfangakeppni skólabarna. Siðan er keppni sem er mjögsterk og með dálitið sér- stæðu sniði. Þar er um að ræöa mót þar sem mætast skáksveitir frá mörgum borgum landsins, i hverri sveit er átta manns. Einn stórmeistari og 7 manna flokkur unglinga, 6 drengir og ein telpa. Siðan er fyrirkomulagið þannig að ef það væri til að mynda ég með mina unglingasveit, þá myndi ég sem stórmeistari keppa við 7 manna unglingasveitina frá til að mynda Tallin og yrði ég þá að keppa við þessa 7 unglinga með fullri timalengd á skákina, en stórmeistarinn sem kæmi með Tallin-sveitinni, myndi þá keppa við mina unglingasveit. Þegar svo mótið er bUið, er allt lagt saman, minn árangur og árangur unglingasveitar minnar, og sá hópurinn sem flesta vinninga hlýtur er sigurvegari. Þarna gefst efnilegustu unglingum hverrarborgartækifæriá að tefla við reynda stórmeistara og öðlast þannig bæði reynslu og þekkingu. Þannig fær til að mynda hver unglingasveit að tefla við 6 stór- meistara á mótinu. Þá má tilnefna hinn fræga skákskóla Botvinniks i Sovétrikj- unum. Or þeim skóla hafa komið margir efnilegustu og bestu skák- mönnum Sovétrikjanna, svo sem Karpov svo dæmi sé nefnt. Unglingamir i skóla Botvinniks eru á aldrinum 13-17 ára og koma allsstaðar að úr landinu. Þau eru 20 i einu i skólanum og eru i 2x20 daga á ári. Og það er vinsæl hug- mynd i Sovétrikjunum að stór- meistarar stofni svona skákskóla. Hver veit nema ég stofni seinna meir svona skákskóla, það held ég að gæti vel komið til greina. — En ef nú kemur fram sérlega efnilegur unglinguri skák, er eitt- hvað sérstakt gert fyrir hann til að hjálpa honum og kenna? „Slikur unglingur á ótal mögu- leika á að þjálfasig upp. Þaö eru mótin, sem ég nefndi áðan, og i sumar og vetrarfrium skólabarna er reynt að halda uppi eins mörg- um mótum og frekast er unnt og þau eru haldin á vegum Skák- sambandsins. Og þegar ungt fólk sýnir að af þvi má búast við miklu er allt gert sem hægt er til að auka á getu þeirra og kunnáttu. Þar má til nefna þjálfara og svo getur þetta unga efnilega fólk leitað til ýmissa stórmeistara, sem eru alltaf reiöubúnir tíl aö aðstoða það og segja þvi til. Bestu árin 30—35 ára — Ekki munu allir á einu máli um það á hvaða aldri skákmenn standaá hátindinum, hvert er þitt áht á þvi? „Ég hygg að besti aldur skák- manna séu árin frá 30 til 35 ára. Fyrir nokkrum árum mun aldur- inn i kringum fertugt hafa veriö talinn bestur en þetta hefur færst niður. Ég hygg að fullyrða megi að 10—12 ára gamlir krakkar hafi nú orðið álika mikinn skákþroska og unglingar 15—16 ára höfðu fyrir svona tveimur áratugum siðan og þar af leiðir að bestu ár skákmannsins færast niður. Hitt er svo annað mál að menn geta teflt af fullum krafti fram yfir fimmtugt, en úr þvi menn eru orðnir fertugir þurfa þeir að leggja mun meira á sig við æf- ingar, en menn um þritugt til að halda sama styrkleika . Þetta er mitt álit. Svo er annaö, en það er að menn sem komnir eru yfir fertugt, svo maður tali nú ekki um þegar menn eru komnir yfir fimmtugt, þá þreytast þeir miklu fyrr i mótum en hinir y ngri. En á móti kemur að visu sú mikla og dýrmæta reynsla sem sá eldri hefurogþað vegur þugnt. En svo eru i þessu máli eins og öllum öðrum, undantekningar og er hægt að nefna nokkra menn sem hafa afsannað þetta sem ég er að segja, svo sem Smyslov, svo dæmi sé tekið, en ég hygg þó að þeir séu frekar undantekningin, sem sannar regluna. List og sköpun — Hvað er skák, er hún iþrótt eða list? „Um þetta greinir menn á eins og annað. Smyslov segir að skák sé fjórþætt. Visindi, Iþrótt, list og sköpun. Ég hygg aö hver stór- meistari liti á einn þessara þátta. Ég held þvi fram að skák sé list og sköpun og ég vil ekki að þáttur iþróttarinnar þjarmi þar að, eins og ég tel að hann geri meö nýju timareglunni á Reykjavfkurskák- mótinu. Ég vil tefla skák sem heillegt verk og tel mig vera að skapa þegar ég tefli skák. Og ég tel að einmitt á þeim tima i skák- inni þegar fyrri timamörkin þjarma aö manni á mótinu hér, standi maður hvað dýpst i sköp- uninni i skákinni og þess vegna koma þau mér svo illa, eins og ég sagöi áðan. Karpov sá besti — Þá langar mig aðeins að biðja þig að spá um úrslit i væntanlegu einvigi þeirra Karp- ovs og Kortsnojs? „Já, ég þekki þánúbáða all vei sem skákmenn og að minu áliti stendur Karpov betur að vigi i þvl einvigi. Karpov er að minu áliti sterkari skákmaður en Kortsnoj, en það verður lika að taka tillit til þess, að þetta einvigi þeirra venður mjög hlaöið spennu, en samt spái ég Karpov sigri. Og ég tel engan vafa á þvi að Karpov sé besti skákmaður heims i dag, og hann er enn að bæta sig, enda aðeins 25 ára gamall. Hann hefur alveg einstaka hæfileika frá náttúrunnar hendi, sem hann hefur ræktað sérlega vel. Það er til að mynda með ólikindum hvaö hann er alltaf fljótur að leysa flóknustu hluti i skákinni, ég þekki engan sem stendur honum þar jafnfætis. Ég tel heldur engan vafa á þvi að Karpov hafi nú þegar náð sama styrkleika eða jafnvel meiri styrkleika, en Fischer hafði þegar hann var uppá sitt besta. Og það var harmleikur fyrir skákina að þeir skyldu ekki mæt- ast við skákvorðið þegar Fischer var uppá sitt besta. Að tala um einvigi þeirra á milli nú, er tómt mál, Fischer á alls enga mögu- leika gegn Karpov nú, eftir að hafa einangrað sig frá skák- keppni i heil 5 ár, slikt þolir eng- inn maður hversu góður sem hann hefur verið. En á réttum tima hefði einvigi milli Karpovs og Fischers verið mesti viðburð- ur skáksögunnar, i langan tima. Stórefnilegir skákmenn á islandi — Að lokum, hvernig hefur þér likað á Reykjavikurskákmótinu það sem af er? „Þetta er mjög sterkt mót og framkvæmd þess öll til fyrir- myndar. Og það er gaman að sjá þessa ungu skákmenn ykkar sem taka þátt i þessu móti, þar eru mikil efni á ferðinni og vist er að Islendingar þurfa engu aö kviða framtiðinni i skák, þið hafið þeg- ar eignast menn, sem munu halda merki stórmeistaranna ykkar á lofti i framtiðinni. Annars er skákstyrkleiki tslendinga næst- um ævintýri og þið eru margfalt sterkari i skákinni en mannfjöldi hér segir til um að ætti að vera mögulegt. Og að þetta litla riki skuli hafa haldið tvö HM einvigi, fyrst sjálft einvigið um titilinn milli Spasskys og Fischers og siö- an einvigiö á milli Spasskys og Hort, það segir meira en mörg orð um hve virtir Islendinear eru á skáksviöinu. —S.dór Miðvikudagur 15. febrúar 1978 'ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 ...ísland þar f engu að kvíða með f ramtiöina á sviði skák listarinnar. JgBB « 1 Wl í m * M H. Æ j|L. ÆLm LEIKRIT BJÖRNS BJARMAN: „Póker” sýnt á Nordurlöndunum 1 s.l. viku var haldinn i Stokk- 'hólmi fundur með fulltrúum leik- listardeilda sjónvarpsstöðvanna á Norðurlöndum. Voru þar skoðuð leikrit, sem stöðvarnar munu skiptast á næstu mánuði, og rædd samvinna stöövanna, sem er allviðtæk. Af hálfu islenska sjónvarpsins var boðið fram og sýht leikritið „Póker” eftir Björn Bjarman, sem frumsýnt var hér 29. janúar - ’ sl. Var það samþykkt til sýningar á öllum Norðurlöndum. Leikstjóri i „Póker” er Stefán Baldursson, en upptöku stjórnaði Tage Ammendrup. Aðalhlutverkið leikur Sigmundur örn Arngrims- son. Meðal þess efnis sem á móti kemur frá Norðurlöndum má nefna tvö stutt leikrit frá norska sjónvarpinu og fjallar annað þeirra um viðhorf ungra foreldra, sem eignast vanskapað barn, en hitt er einþáttungur eftir Sigrid Undset um vandamál skilinna hjóna. Frá danska sjónvarpinu kemur leikrit i tveimur hlutum, sem ber nafnið „Else Kant”. Byggist þaö á skáldsögum, sem komu út á siðasta áratug 19. aldar, eftir dönsku skáldkonuna Amalie Skram og byggjast á lifsreynslu hennar sjálfrar. Þótt efni þetta sé nokkuð komið til ára sinna, þykir mega lesa úr þvi ýmislegt, sem bendir fram á við til kvenna- hreyfinga nútimans. Frá sænska sjónvarpinu kemur leikritiö „Nationalmonumentet” eftir Tor Hedberg. Þetta er gamanleikrit meö alvarlegum undirtón, sem m.a. fjallar um aðstöðu og hlutverk listamanns- ins i þjóðfélaginu, og mun vera jafntimabær i dag og þegar leik- ritið kom fyrst fram fyrír um það bil hálfri öld. A fundinum i Stokkhólmi var m.a. rætt um samvinnu norrænu stöðvanna við norður-þýska sjón- varpið i Hamborg um gerð kvikmyndar, er byggist á „Paradisarheimt” Hallddrs Lax- ness. Mál þetta hefur veriö ali- lengi á döfinni, enda er um stór- virki að ræða: Framhaldsmynd i þremur þáttum, er alls verði 4-5 klst. að lengd. Ahugi á gerð þess- arar myndar er mikill, bæði á Norðurlöndum og i Hamborg, en þó litur út fyrir, að ekki geti orðið úr framkvæmdum fyrr en sum- arið 1979. Kostnaður við verkið hefur veriö lauslega áætlaður á þriðja hundrað milj. isl. kr. (Fréttatilkynning frá Sjónvarp- inu) Nýstofnað félag sósíalista í framhaldsskólum: Róttæka félagið Frá kynningarfundi Róttæka félagsins i MH 18. janúar sl. Nýstofnaður er félagsskapur ungs fólks i framhalsskólum Reykjavikur og nefnist hann Rót- tæka félagið. Félag með sama nafni var reyndar við lýði fyrir nokkrum árum, en það var lagt niður 1974. Undanfarið hefur Rót- tæka félagið gengist fyrir kynn- ingarfundum i menntaskólunum. tfélaginu eru nú sósialistar i MH, MR og MS. I starfsregium félagsins segir að Róttæka félagið sé pólitiskt fræöslu-, umræðu- og athafna- félag, opið öllum þeim fram- haldsskólanemum sem telja sig sósialista. Meginverkefni félags- ins eru: að stuðla að auknu umræðu- og fræðslustarfi meðal sósialista i framhaldsskólunum, að hafa frumkvæði að almennum póiitiskum fundúm, og að sporna gegn áhrifum ihaldsins meðal framhaldsskólanema og mynda samfellu i starfi sósialista i skól- unum. Aðild að félaginu er án skuldbindinga, pólitiskra sem fjárhagslegra. t stofnávarpi Róttæka félagsins segir m.a.: „Hvatamenn að stofnun Róttæka félagsins vilja með henni stuðla að samfelldara og öflugra starfi og virkja hina dreifðu sósialista til sameiginlegs átaks gegn vofu ihaldsins i menntastofnunum landsins. Við teljum að vænlegasta leiðin til þess að hafa áhrif i þessa átt sé annars vegar að starfrækja öflugt fræðslu- og umræðustarf á Iðn- verkafólk mótmælir Stjórn Landssambands iön- verkafólks mótmælir harðlega frumvarpi rikisstjórnarinnar um ráðstafanir i efnahagsmálum, sem tilefnislausri árás á lifskjör fólksins i landinu, upphefur gild- andi kjarasamninga og stefnir með ákvæðinu, um að draga óbeina skatta útúrvisitölunni, aö þvi að gefa rikisvaldinu sjálf- dæmi i launamálum og afnema i raun frjálsan samningsrétt stéttarfélaganna. Skorar stjórn landssambands- ins á öll samtök launafólks að snúast einshugar til varnar gegn þessum árásum. lýðræðislegum grundvelli, og hins vegar að hafa frumkvæði að almennum pólitiskum fundum þar sem sósialistar geta kynnt málstaö sinn eða mismunandi sjónarmið sin.” Ýmsar hugmyndir hafa komið fram innan félagsins, t.d. um fræðslufundi og kynningu á flokkum vinstrihreyfingarinnar á islandi. Sl. fimmtudagskvöld hélt Róttæka félagið fund i Mennta- skólanum við Hamrahlið og þar talaði Gunnar Benediktsson rit- höfundur. Veldi tilfinninganna”: Hamrahlídarmenn og Flensborgarar mótmæla banni Eftirfarandi samþykktir við- vikjandi áliti rikissaksóknara á hinni nú mjög svo umtöluðu kvik- mynd „Veldi tilfinninganna”, hafa Þjóðviljanum borist frá kennurum og nemendum Flens- borgarskólans i Hafnarfirði og Kvikmyndafélagi Menntaskólans við Hamrahliö: Hafnarfirði 9. febrúar 1978 Hr. rikissaksóknari, Þórður Björnsson. Fundur kennara og nemenda Flensborgarskólans i Hafnarfirði mótmælir þvi harðlega að þú i, krafti þins embættis hafir látið banna sýningar á kvikmyndinni „Veldi tilfinninganna” eftir japanska ieikstjórann Nagisa Oshima. Við mótmælum þvi að þú skulir leyfa þér að úrskurða kvikmynd, sem vakti geysilega athygli i Cannes '76 og margir vildu kalla einstætt listaverk, kvikmynd, sem breska kvikmyndastofnunin kaus bestu mynd ársins ’76 klám er varöi viö lög að sýna á þessari fyrstu kvikmyndahátið tslands. Þætti okkur fengur i aö vita hvort þú hyggst einnig ákvarða hver verði leyfileg dagskrá lista- hátiðar á sumri komanda. Okkur þykir það næsta óheilla- vænleg þróun að geðþótta- ákvörðun embættismanna hins opinbera skeri úr um hvað er list og hvað ekki. Frh. á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.