Þjóðviljinn - 15.02.1978, Side 11

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Side 11
Miðvikudagur 15. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Aðstaða og fjármál lyftingamanna: N or ðurlandame is tarar æfa í ÞVOTTAHÚSI Gamia þvottahúsið í Laugardal er eina æiingaaðstaða allra lyitingamannanna okkar sem þó eru margir á heimsmælikvarða Mikiö hefur verið rætt um fjármál Iþróttahreyf- ingarinnar aö undanförnu svo og aðstöðuleysi hennar. Svo sem alkunna er, er aðstaða vissra íþróttagreina svo bágborin þessa dagana, sem hún hef ur nú reyndar alltaf verið að við liggur að leggja þurfi viðkomandi iþróttagreinar niður. Var neitað um salinn Tökum sem dæmi lyftinga- menn okkar. 1 þeim herbúðum eru fjármálin i algjöru lama- sessi, svo og aðstaða. Skuldir sambandsins nema miljónum og ekki er i sjónmáli nein lausn i þeim málum Er þar um að kenna skilningsleysi stjórn- valda. Sem dæmi um aðstöðuleysið má taka að nú nýverið fór fram unglingameistaramót Islands i lyftingum og sóttu lyftingamenn um keppnisleyfi til forstöðu- manns Laugardalshallarinnar. Þar fengu þeir þau svör að gólf Laugardalshallar leyfði ekki keppni sem slika, en eins og kunnugt er, er um þónokkrar þyngdir að ræða þegar lyftinga- kappar eru annars vegar. Það breytir þó ekki þvi að hægt hefði verið að fá dýnur og setja þær undirpall sem útbúa hefði mátt svo gólf hallarinnar hefði þá tekið við mun minni þunga en ella. Þessi ákvörðun forstöðu- manns hallarinnar er fyrir neð- an allar hellur og er ekki annað að sjá en að honum sé meinilla við lyftingaiþróttina. Við skulum t.d. taka sem dæmi júdómann sem vegur um 120 kiló. (Júdómenn fá að keppa i höllinni) Þegar honum er sveiflað i loft upp og hann lendir á gólfi hallarinnar hefur þungi hans aukist samkvæmt lögmáli eölisfræðinnar um fallþunga og er ekki fáleitt að imynda sér að þungi hans þegar hann lendir á gólfinu sé svipaður eöa meiri en lóð þau er lyftingamenn okkar lyfta hverju sinni, séu dýnur og pallur notaður eins og vikið er aö hér að framan. Fengu loks andyrið í stað þess að fá að keppa i' sjálfum sal hallarinnar urðu þvi lyftingamennirnir að láta sér ANDYRI Laugardalshallar nægja og verður að segja eins og er að þar fara nægjusamir i- þróttamenn. Fyrir utan þetta vandamál bætist svo ofan á allt saman að- stöðuleysið sem er algjört. Hvaða heilvita maður skyldi trúa þvi að óreyndu að allir lyft- Gústaf Agnarsson hinn frábæri lyftingamaöur úr KR er einn þeirra sem verða að láta sér þvottahúsiö nægja. ingamenn okkar og þar á meðal tveir Norðurlandameistarar æfðu i ÞVOTTAHÚSI. Þetta er staðreynd sem ekki verður hrakin. í algjörri niðurníðsiu Lyftingamennirnir tóku við þessu húsi i algjörri niðurniðslu enda húsið ekki verið notað i lengri tima. Það fyrsta sem gera þurfti til að geta æft i þess- um „húsakynnum” var að fjar- lægja þak það sem fyrir var á „húsinu” og voru þar að verki þeir sjálfir lyftingamenn. Þaö stakk marga s.l. sumar er þeir voru að horfa á knattspyrnu leik á nýja grasvellinum i Laugar- dal er þeir sáu lyftingamennina vinna við að skipta um þak á ÞVOTTAHÚSINU sinu. Horfurnar Það er þvi ekki að óathuguðu máli að þetta er tekið upp hér og þyrfti að gerast oftar þvi ekki virðist bóla á neinu nýju frá þeim sem sitja i stjórn ISt, né frá þeim sem eiga að heita stjórnendur landsins. Þaðan verður frumkvæðið að koma og það strax, nema að þeir vilji leggja iþróttina niður en þeim málstað virðast verk þessara manna fylgja. —SK. Metin falla í sundi AUtaf eru sundheimsmetin að falla. Eitt slikt var bætt nú um helgina og ekki þurfti aö spyrja að þvi að það var bandarisk stúlka sem það geröi. Cynthia Woodhead en það nafn ber hin bandariska stúlka er að- eins 14 ára að aldri. Hún setti metið i 800 metra skriðsundi synti á 8 minútum 27,32 sek. Eldra metið átti landa hennar Michelle Ford og var þaö 8.31,30 min. önnur i sundinu á laugardaginn var landa hennar Kim Black frá Bandarikjunum en hún synti á 8.37.47 min eöa rúmum 10 sek. á eftir Woodhead sem lenti i fyrsta sæti. Blakí Evrópu Orslitakeppni Bikarkeppni Evrópu i blaki stendur nú yfir i Rheine i V-Þýskalandi og voru um helgina leiknir tveir leikir. Nimse Budapest frá Ungverja- landi sigraði Savoia Bergamo frá Italiu 3:0. t fyrstu hrinunni urðu úrslitin 15:6, i þeirri annari 15:5 og i þriðju og siðustu 15:11. Þaö tók Ungversku stúlkurnar aðeins 41 minútu að gera út um leikinn. 1 siðari leiknum sigraði austur- þýska liðið Traktor Schewerin. Pólska liðið Start Lodz einnig 3:0. Orslit i einstökum hrinum uröu 15:6, 15:2, 15:13. Heimsmet í göngu Tvö heimsmet voru sett um helgina i göngu. Voru þau sett á ttaliu en þar fór fram alþjóðlegt frjálsiþróttamót. Það var i kvennakeppninni sem annað metið var sett en það geröi italska stúlkan Elena Rastello og gekk hún 2.000 metra á nýju heimsmeti eöa 6.13.2 min. 1 karlalleppninni var hins vegar keppt i tveggja kilómetra göngu og þar sigraöi ttalinn Vittoro Vis- ini en hann gekk vegalengdina á 12 min og 57,6 sek. Kina vann Þaö er ekki á hverjum degi sem Kinverjar leika landsleik i knatt- spyrnu. Þeir eru frægari fyrir frábært borðtennisfólk og einnig fyrir að geta búiö til fallegar torg- myndir úr ailskonar ábreiðum. En Kinverjar slógu til og léltu vináttuleik gegn italska liöiiiu Serwette og lauk leiknum með jafntefli 1:1. Bæði mörk leiksins voru skoruð I siðari hálfleik aö viðstöddum um 25 þúsund áhorf- endum. Kona vann 720 þús. 1 24. leikviku getrauna kom fram einn seðill með 11 réttum og er eigandi hans reykvisk húsmóð- ir, sem ekki var að fylla út get- raunaseðil i fyrsta sinn. Með 10 rétta voru 15 raðir og er vinning- urinn fyrir hverja röö kr. 20.000.- Enn á ný setti veðrið talsvert strik i reikninginn, en alls varðað fresta 37 leikjum i ensku deilda- keppninni og þar á meðal voru 7 af leikjum 1. deildar og lét stjórn- skipaður eftirlitsmaður getraun- anna teninginn ráöa merkjunum fyrir þá leiki. Engin frægðarlör Vestur-Þjóðverjar geröu enga frægöarför til Englands um helg- ina siöustu, en þar kepptu löndin i frjálsum iþróttum. Englending- arnir sigruðu bæði i kvenna- og karlakeppninni, og komu sigrar þessir mikið á óvart. , IVÍörg góð afrek voru unnin á mótinu og bar þar hæst sigur Vestur-Þjóðverjans Wolfgang Killing i hástökki, en þar setti hann nýtt vestur-þýskt met er hann stökk 2,27 metra sem er að- eins sex sentimetrum lakara en heimsmetið, en keppt var innan- húss. Karlakeppninni lauk með sigri Bretlands. en þeir hlutu 65,5 stig gegn 62,5 stigum Vestur-Þjóö- verja. Kvennakeppnina unnu þeir einnig, hiutu 53 stig gegn aöeins 43 stigum Vestur-Þjóðverja. Af úrslitum mótsins eru þessi helst: 1500 metra hlaup kvenna. Þar sigraði breska stúlkan Birgette Kraus og hlaut timann 4,20,9 min. 800 metra hlaup kvenna: Þar sigraði Verona Elder frá Þýska- landi, hlaut timann 2,05,8 min. 1 stangarstökki sigruðu þeir Thranhardt frá Þýskalandi og Hopper frá Bretlandi.stukku báð- ir 5,25 metra. Hopper er breskur og þessi árangur hans er breskt met. Annar breskur stökkvari setti einr.ig met, en þaö var hástökkv- arinn MarkNaylor sem stökk 2,18 metra, og nægöi það honum til þriðja sætis. Bikarkeppni HSÍ Bikarkeppni HSl er nú aö fara af stað fyrir alvöru og fyrsta um- ferðin afstaðin. Var hún leikin án þátttöku 1. deildarfélaganna og urðu úrslit sem hér segir: LA-Stjarnan 21:19 KA-Týr Vestm. 32:13 UMFA-UBK 21:29 Leiknir-Þróttur 24:33 Ifyrstuumferö sátu liöGróttu, Fylkis og Þórs frá Vestmanna- eyjum yfir. en þau koma inn i keppnina i 2. umferð, en dregiö hefur verið i hana. Þar leika eftir- talin félög saman: UMFN/Þór Ak. : Þróttur 1A : KA Valur : Fylkir Armann : Vfkingur UBK : Haukar KR : Fram " Þór Vestm. : Grótta FH : ÍR Þessum leikjum á að vera lokið fyrir 1. mars 1978. M ótanefnd HSI setur leikina á. Siguröur sigraði Fimmta meistaramót FSl i fimleikastiganum var haldið nú fyrir stuttu. Sigurvegari i kvennaflokki varð Elin Viðars- dóttir oghlauthún 27,30 stig. Onn- ur varð Helga Ingjaldsdóttir 1R og hlaut hún 25,00 stig. I elsta karlaflokki sigraði Sig- urður T. Sigurðsson úr KR með 51.00 stig. en annar varö Helgi Agústsson Armanni með 44,00 stig. I flokkakeppninni, en þar eru tekin saman stig tveggja efstu manna i hverjum ftokki sigraði flokkur Gerplu i kvennaflokki hlaut 210,90 stig. 1 öðru sæti varð flokkur Bjarkar úr Hafnarfirði með 196,50 stig. t ftokkakeppni karla sigraði flokkur Armanns með 261,05 stig, en i öðru sæti varð flokkur KR með 97,30 stig. Mótiö fór i alla staði vel fram og voru keppendur um 100 talsins. — SK.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.