Þjóðviljinn - 15.02.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. febrúar 1978 MAGNUS KJARTANSSON: Rángáríng jafngild staf- setning og Rangárþing R i t h öf u n d a r n i r Halldór Stefánsson og Þórbergur Þóröar- son voru miklir vinir áratugum saman. hittust að staðaldri hvor heima hjá öðrum og spjölluðu um allt milli himins og jarðar (ég fékk stundum aö hlýða á þetta spjall og það voru ógley manlegar stundir). Það var fastur kafli i þessu spjalli að þeir vinirnir körpuðu um teósófiu (sem ein- hver afglapi fann upp á að kalia „guðspeki”: ég get hvorki borið mér það orð i munn né skrifað það á blað án vanlíðunar). Karp þeirra var mjög skemmtilegt, iðkað af óvenjulegri hugkvæmni og fyndni á báöa bóga. En einhverju sinni fann Halldór upp á þvi af hrekkvisi sinni að láta eins og hann væri orðinn sammála Þórbergi. Þór- bergur hafði léð honum bók um teósófiu og kom nokkru siðar heim til Halldórs til þess að heyra viðbrögð hans. Halldór kvaö bókina hina merkustu og sagðist nú vera orðinn samherji Þór- bergs og játningarbróðir. Þór- bergi brá mjög i brún, harkaði þó af sér og tók að túlka einhverjar kenningar bókarinnar með álykt- unum sem teygðu þær fram undir ystu nöf. Halldór tók undir og gekk alveg fram á nöfina. Þór- bereur stóð þá upp ævareiður og kvað best að þeir Halldór slitu vináttu sinni; ef Halldór hefði ekki lengur þann manndóm til að standa við fyrri skoðanir sinar, væri einn gleðiþátturinn horfinn úr lifi sinu og þá væri jafn gott að þeir skildu aö skiptum. Halldór lét þá af striðni sinni, og þeir tóku skemmtilegar stælur sinar um teósófiu upp á nýjan leik. Þessi endurminning kom upp i huga minn þegar ég las grein Þorsteins skálds frá Hamri, Staf- setnlng og saumaskapur, i Þjóð- viljanum i dag. Ég sá á sinum tima staðhæfingu um staf- setningarmál i grein sem Þor- steinn birti i Þjóðviljanum; ég skrifaði athugasemd við greinina og gerði mér vonir um að við Þor- steinn gætum haldið áfram að karpa með hæfilegum hléum i nokkur ár, báðum okkur til skemmtunar og vonandi einnig fáeinum sérvitringum i lesenda- hópi Þjóðviljans. En Þorsteinn segir umsvifalaust amen sam- kvæmt efninu með þvi að komast svo að orði i svargrein sinni; ,,Ég veit ekki hvort ég er i nokkurri megingrein ósammála Magnúsi um stafsetningarmál.” Ekki veit ég hvort hér koma til skoðanir Þorsteins eða striðnisþátturinn sem ég hef veitt athygli i eðlisfari hans, en allavegana gefur hann mér ekki tilefni til að karpa nema um aukaatriði: Ég vék að þvi i grein minni um kýla og berrassatisku að fleira hefði breyst á tslandi en fram- burður og stafsetning og festi i þvi sambandi á blað langa þulu um hannyrðir. Af þvi tilefni kemst Þorsteinn þannig að orði um mig: ,,Hann eykur sifellt við þekk- íngu sina, er nú kominn út i saumaskap og hefur á reiðum höndum aðskiljanlegar tegundir hannyrða Ekki veit ég i hvaða uppsláttarbók hann hefur þarna komizt.” Ég veit ekkert um hannyrðir umfram það að amma min bar sig að kenna mér að prjóna þegar ég var krakki, en mig minnir að árangur þeirrar kennslu hafi aðeins orðið einn ileppur. Einnig saumaði ég i æsku minni fagra mynd af Hansi, Grétu, galdra- norninni og kökuhúsinu með krosssaumi i stramma og held ég eigi hana enn einhvers staðar i fórum minum. Þulan um hann- yrðir sem Þorsteinn vitnar til er þvi ekki sótt i „þekkingu” mina og þaðan af siður nokkra „upp- sláttarbók”. Ég tók hana orðrétta úr sögu Halldórs Laxness: Ungfrúingóða og húsiö. Hins veg- ar sleppti ég gæsalöppum af ásköpuðum stráksskap; ég þóttist vera að búa til gildru og vonaði að Þorsteinn festist i henni. Hann hefur uppfyllt þá von mina og þannig gefið illkvittni minni nauðsynlega næringu. En i alvöru vil ég ráða Þorsteini til þess að lesa rit Halldórs ennþá betur en hann hefur gert: — ég hef ekki haft meira gagn og ánægju af annarri iðju. A einum stað i grein sinni sýnir Þorsteinn tilfinningar sinar og hneykslast mjög á þvi að nýlega hafi unglingur skrifað það i lausn á Islandssöguprófi að ákveðin manneskja hafi komið aust- an úr „ranga ringi”. Ég er ekki vitund hneykslaður. Mér þykir fróðlegt að frétta að orðið Rangárþing er enn til i orða- forða unglinga, einnig að þ-ið sé fallið niður úr framburði. Þar koma auðvitað til áhrif frá orðinu Rangæingur sem ekki tekur neitt mið af þinginu. Ef sá framburður er orðinn almennt fyrirbæri finnst mér sjálfsagt aö taka upp rithátt- inn Rángárlng. Vissulega er þ-ið lykill að félagsfræöilegri og lög- fræðilegri þekkingu, afar merkri, sem hægt er að rekja allt aftur til landnámsaldar, en fæstir þeirra sem notið hafa þ-ið i framburði á orðinu hafa aflað sér þeirrar þekkingar né haft nokkurn áhuga á henni. Þekkingin er tiltæk öllum þeim sem áhuga hafa, hvernig svo sem orðið er stafsett. Grund- völlur stafsetningar verður að vera sú staðreynd hvernig fram- burður er, ekki rómantisk skir- skotun til þess hvernig hann hafi einhvern tima verið; af slikri rómantisku hljótast aðeins kreddur sem leiða til andlegrar stéttaskiptingar. Mönnum kann að falla misvel við staðreyndir, en það er afglapaháttur einn að neita að viðurkenna þær. Ég hef ekki hina öru skapsmuni Þórbergs Þórðarsonar og ætla ekki að hóta Þorsteini frá Hamri neinu, þó hann vilji ekki þvarga við mig um stafsetningu til fram- búðar. Hitt má hann vita að mér þætti vænt um ef hann fyndi eitt- hvert málefni annaö sem við gætum hnotabitist um næsta ára- tuginn eða svo. llta febrúar 1978 Magnús Kjartansson Efnahagsrádstafanir ríkisstj órnarinnar: Meiri yísitöluskerðing hjá ellilífeyrisþegum en launafólki sagöi Lúdvík Jósepsson önnur umræðaum efnahagsað- gerðir rikisstjórnarinnar hófst kl. 21 á mánudagskvöld og stóðtií kl. að ganga 5 á þriðjudagsmorg- un. Umræðan hofst með þvi að lögð voru fran nefndarálit meiri og minnihlu' . viðskipta- og fjárhagsnefn <ar. Meirihlutinn lagði til að frumvarpið yrði sam- þykkt, en minnihlutinn að það yrði fellt. Stjórnarandstæðingar héldu uppi harðri gagnrýni á stjórnina og t.d. taiaði Lúðvik Jósepsson i nær tvo klukkutima. Lúðvik benti á mörg óljós atriði I frumvarpinu; t.d. virðist sem elli- lifeyrisþegar verði fyrir meiri vlsitöluskerðingu en þeim tekju- hærri einstaklingar. Rangfærslur Morgunblaðsins Lúðvík Jósepsson hóf mál sitt með þvi að svara ýmsum rang- færslum sem komið höfðu fram i máli stjórnarþingmanna varð- andi verðbólguþróunina siðustu ár. Því hafi t.d. verið haldið fram af Morgunblaðinu að hraði verð- bólgunnar hafi verið kominn upp i 54% er vinstri stjórnin fór frá völdum. Nú liggi hins vegar fyrir nákvæmar upplýsingar sem sýna að verðbólgan var komin upp i 43% en ekki 54%. Auk þess hafi verðbólguhraöinn verið mun minni en 43% fyrri hluta ársins 1974, en vaxið eftir valdatöku nú- verandi ríkisstjórnar i ágústmán- uði það ár. Þá vék Lúðvik að þeirri skoðun ýmissa stjórnarþingmanna að veltuskattur á fyrirtæki myndi koma mjög illa niður á landbún- aði, en i sameiginlegu áliti minni- hlutans i verðbólgunefnd (BSRB, ASI og stjórnarandstaðan) er veltuskattur ein þeirra tekjuöfl- unarleiða sem stungið er upp á. 4300 miljónat tekjur af veltuskatti Hugmyndin um veltuskatt mið- ast við það að það verði álika hátt og aðstöðugjald er nú. Heildar- velta fyrirtækja er áætluð á sið- asta ári um 600 miljarðar króna, og veltuskattur myndi gefa rikis- sjóði tekjur upp á 4300 miljónir, eða 0,7% af veltu að meðaltali. Miðað við veltu ársins 1977 þá yrði veltuskatturinn á landbúnað- inn milli 70-90 miljónir á ári. Upp- hæöin færi þó vitaskuld eftir þvi hversu gjaldstiginn yrði hár. A meðalbú yrði gjaldið liklega um 20-25 þúsund. Þá yrði gjaldið lika lágt i sjávarútvegi, en meginhluti gjaldsins myndi hvíla á verslun og iðnaðfenda er veltan þar mest. Tryggir hag landbúnaðar Þá verði að hafa i huga að hug- myndin um veltuskatt gengur út frá niðurgreiðslu vöruverðs er nemi 3200 miljónum og sem eink- um beinist að kjötvörum. Slikt myndi auka mjög kjötsölu og draga úr útflutningi, sem þvddi að við spöruðum i útflutningsbót- um. Einnig væru aðrar ráðstaf- anir i tillögum minnihlutans i verðbólgunefndinni, er kæmu landbúnaðinum að gagni. Þannig væri gert ráð fyrir þvi, að 18% Garðar Sigurðsson. þingsjá vörugjald yrði fellt niður, sem þýddi verulega verðlækkun á þeim vörum sem þetta gjald h vil- ir á, en gjaldið hvilir t.d. mjög þungt ávélum sem landbúnaður- inn þar að kaupa. Þessar ráðstafanir sem gerðar yrðu samhliða veltuskattinum myndu þvi tryggja að hagur bænda yrði ekki fyrir borð borinn. Lækkun verdlags um 15 miljarða I frumvarpi rikisstjórnarinnar væri hins vegar gert ráð fyrir þvi að skerða launakjör bóndans um 10-12%, eins og lagt er til að skerða kjör annarra um sömu prósentutölu. En laun bænda i af- urðaverði eru bundin við laun Lúðvik Jósepsson. annarra i landinu. Tillögur minnihlutans i verðbólgunefnd miðast þvi að þvi að vernda kaup- mátt bænda sem annarra. Tillög- urnar miða að þvi að lækka verð- lag um 15-16 miljarða á ári, en slikt myndi þýða lækkun fram- færsluvisitölu um 7%. Vitaskuld verði að afla rikis- sjóði tekna á móti, og hafi minni- hlutinn i verðbólgunefndinni iagt fram ýtarlegar tillögur um það mál. Þannig væri gert ráð fyrir 10% hækkun á skatti félaga og 5% skyldusparnaði, veltugjaid á fyr- irtæki, lsdckun rekstrarútgjalda, t.d. hætta við framkvæmdir á Viðishúsinu (400 miljónir) og stöðva framkvæmdir við Grund- artangaverksmiðju, betri inn- heimtu söluskatts og fleiri atriði. Þessar tillögur miðuöu að þvi að vandinn yrði ekki leystur á kostnað launa, félagslegrar þjón- ustuogfélagslegra framkvæmda. Hins vegar sæi ríkisstjórnin enga aðra leið en að lækka kaup al- mennings. Ef minnst væri á að þaðmættisparameðþviað draga Gils Guðmundsson saman i bankakerfinu eða sam- eina þrefalt oliudreifingarkerfi, þá væri bara sagt af hálfu stjórn- arflokkanna að þetta væru óraun- hæfar tillögur. Meiri visitöluskerding hjá ellilífeyrisþegum Þá vék Lúðvik að nokkrum at- riðum i efnahagsfrumvarpinu sem hann taldi óljós og óskaði nánari skýringa á þeim. Meðal annars benti hann á ýmis óljós at- riði i 2. 3. og 4. gr. frumvarpsins. Hann sagði að samkvæmt 2. gr. frumvarpsins gæti maður með láglaun fengið fullar visitöluupp- bætur, þ.e. aðili með 88.000 á ' mánuði fengi fullar verðlagsbæt- ur. Hins vegar væri núna enginn kauptaxti svo lágur, enda meðal- kauptaxti verkamanna nú 117.000 i dagvinnu. 1 frumvarpinu virðist hins veg- Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.