Þjóðviljinn - 15.02.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Síða 4
4 SIÐ'A — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. febrúar 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Ríkisstjórnin magnar stéttaátök Það eru stéttaátök framundan á íslandi á næstu dögum, vikum og mánuðum. Þessi stéttaátök munu verða háð af verka- lýðsfélögunum um land allt, og þau verða einnig háð á hinu pólitiska sviði. Það er rikisstjórnin, sem magnar upp þessi stéttaátök nú. Það hefur hún gert með þvi að svikja á lúalegasta hátt almennu kjarasamningana, sem gerðir voru með vitund og vilja stjórnvalda fyrir fáeinum mánuðum, og einnig kjarasamn- inga opinberra starfsmanna, sem rikis- stjórnin var sjálf beinn aðili að. Ráðherrarnir og aðrir talsmenn stjórnarflokkanna leyfa sér ekki einu sinni að halda þvi fram, að nokkrar forsendur hafi breyst til hins verra frá þvi kjara- samningarnir voru gerðir. Þvert á móti er viðurkennt, að raungildi þjóðartekna okk- ar hafi hækkað meira á siðasta ári, en gert var ráð fyrir við undirritun kjarasamn- inga, eða fyllilega jafn mikið og svarar til raunverulegrar kaupmáttaraukningar verkamannakaups. fái samningarnir að standa. Samt á að svikja samningana. Láta ráðherrar og þingmenn stjórnar- flokkanna sér detta i hug, að verkalýðs- hreyfingin á íslandi, að verkafólkið sjálft, láti slikt yfir sig ganga mótspyrnulaust? Hafi þeir gert sér slikar grillur, þá mun þeim verða kennd sú lexia, sem ekki var seinna vænna að þeir lærðu. Verkalýðshreyfing, sem léti svo grimu- lausa árás sem þessa yfir sig ganga, án þess að risa til öflugrar varnar, hún væri illa komin. í málgögnum rikisstjórnarinnar er reynt að bera þær falsanir á borð, að kaupmáttur muni haldast óbreyttur, þótt frumvarp rikisstjórnarinnar um ógildingu kjarasamninganna nái fram að ganga. Þetta eru visvitandi falsanir. I greinargerð með frumvarpi rikis- stjórnarinnar er sagt berum orðum, að gengið sé útfrá þvL að verðlag hækki að frumvarpinu samþykktu um 36 — 37% milli áranna 1977 og 1978, sé miðað við ársmeðaltöl, og um rúmlega 30% frá 1. janúar til 31. desember 1978. Hvað á svo kaupið að hækka á móti? — Það kemur einnig skýrt fram i greinar- gerð frumvarpsins, að gert er ráð fyrir, að kaupið hækki i krónutölu frá ársbyrjun til ársloka um aðeins rúmlega 20% verði frumvarpið samþykkt. Sem sagt,verðlagið á að hækka yfir 30%, kaupið um rúmlega 20%. Er þetta ekki veruleg kjaraskerðing? Er þetta ekki lækkun á raungildi kaupsins frá þvi sem nú er? Enginn getur mótmælt að svo sé, nema fara með lygar og falsanir. Samkvæmt kjarasamningunum átti kaupmáttur launa aftur á móti að hækka nokkuð á árinu 1978, sem kunnugt er. Rikisstjórnin reynir að afsaka gerðir sinar með þvi, að vinstri stjórnin hafi verið engu betri. Það er staðreynd að gengi krónunnar lækkaði litið eitt á stjórnartima vinstri stjórnarinnar, þannig að dollarinn hækkaði þá i verði um 7% frá upphafi til loka stjórnartimans. — En hvernig geta menn leyft sér að færa þetta fram sem afsökun fyrir þvi, að á þessu kjörtimabili hefur dollarinn ekki bara hækkað um 7%, heldur um 156,7% — svo gífurlegt hefur gengisfall krónunnar verið!! Það er staðreynd, sem kemur fram i óumdeildum skýrslum Kjararannsóknar- nefndar, að á vinstri stjórnarárunum hækkaði kaupmáttur launa verkamanna um 32,4%, og er þá ekki miðað við ein- hverja örfáa daga, eins og Geir Hall- grimsson talaði um i sjónvarpsþætti á dögunum, heldur miðað við annars vegar árið 1971 i heild og hins vegar allan fyrri hluta árs 1974, en það var siðasta hálfa ár- ið fyrir stjórnarskipti. Þessum staðreyndum getur hvorki Geir Hallgrimsson né Morgunblaðið mótmælt. Það er rétt að vinstri stjórnin frestaði greiðslu visitölubóta á laun i þrjá mánuði vorið 1974, en gerði jafnframt ráðstafanir, sem dugðu til að tryggja hinum Iægst launuðu óbreyttan kaupmátt. En þrátt fyrir þetta var kaupmáttur launa verkamanna 34,4% hærri á 2. árs- fjórðungi 1974, en þegar vinstri stjórnin tók við,og að ársmeðaltali var kaupmáttur launa verkamanna árið 1974 29% hærri en við upphaf vinstri stjórnarinnar. Menn skulu ekki heldur gleyma þvi, að þegar vinstri stjórnin greip til sinna efna- hagsaðgerða vorið 1974, þá höfðu utan- rikisviðskiptakjör okkar versnað um nær 20% á þremur mánuðum. Visitala við- skiptakjara féll á 2. ársfjórðungi ársins 1974 úr 123,3 stigum i 101,4 stig. Er einhverju sliku til að dreifa nú? Nei, svo er alls ekki. Þvert á móti liggur fyrir, að þjóðartekjur okkar urðu hærri á siðasta ári en nokkru sinni fyrr, og samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eiga þær enn að hækka nokkuð á árinu 1978, enda viðskiþtakjör ákaflega hagstæð. Það eru stéttarhagsmunir peninga- valdsins, enekkiytriáföll, sem kalla fram svik rikisstjórnarinnar við gerða kjara- samninga. Þess vegna verður verkafólkið að br jóta sókn fjármálavaldsins á bak aftur, strax á næstu vikum. —k. Striðsminjasafn Arni Larsson skrifar skemmtilega grein i Dagblaöið á mánudag um Isíenskt striðs- minjasafn og „góðu indiánana” hér á landi, stjórnmálamenn og embættismenn sem eru leppar efnahagslegra og hernaðar- legra hagsmuna Bandarikja- stjórnar. Niðurlag greinar Arna er þannig: ,,Og vist mun hermanna- bragginn skipa veglegan sess á Hinu islenzka striðsminjasafni. Ef vel væri leitaö, þá fyndist ef til vill einn eða tveir hermanna- beddar, og hugvitssamir safn- verðir gætu vafalitið fengiö nokkra lýöræöissinnaða stjórn- málamenn úr Iþróttadeild Alþingis til þess að hossa sér á beddunum, og siðan tekið rúm- brakið upp á segulband ásamt arnarsúgi frá flikkflakkstökk- um þeirra, miðaldra sómakon- um til yndisauka, svo minning- arnar um varnartlmabiliö beri allar þessar finu frúr ofurliði — eitt andatak fyrir kosningar. Hverjum getur blandazt hug- ur um það, að beddinn hafi ekki lika gegnt þýðingarmiklu hlut- verki i vörnum landsins, þegar hugprúöir verndarar islenzku þjóðarinnar hafa teygt úr lim- um sinum milli bardaga? Já, af mörgu er að taka. Og væntanlegir safnveröir í Hinu islenzka stríðsminjasafni eru vísir til þess að velja og hafna af kostgæfni. Ljóst verður, að sök- um húsnæðisskorts geta þeir ekki farið alveg að ráðum erlendu sérfræðinganna, sem sögðu, að varnartækin á íslandi- væru fyrir löngu úrelt — nánast safngripir. Og þar andar sagan... Hafi einhverjir gengið um sali Sölunefndar varnarliðseigna, þá blandast sennilega fáum hugur um það, hvilikt varnar- gildi hefur veriö i þessu lúna dóti. Öhætt er að segja, aö þar andi sagan úr hverjum haug. Það þarf jafnvel enga hernað- arsérfræöinga til þess aö sann- færast um hernaðargildi gam- alla bifreiða. Þvottavéla, elda- véla, brauðrista, feitipotta og billjarðborða. Aö sjálfsögðu sjá inníendir hernaöarsérfræðingar i einni svipan, að landiö veröur auð- veldlega varið með þessum mögnuðu tólum. En sökum þess, að allir Isiendingar eru ekki sérfræðing- ar i hermálum að eigin sögn, þá er hægt aö benda hinum fámenna hópi, sem litið veit um varnarmál á hvað gera skuli, þegar varnarflautan gellur: Menn skulu skella feitipotti á höfuð sér og á hlaupunum gripa næstu brauðrist, sem þeir fá hönd á fest, og þegar þeir hafa komið sér fyrir undir hin- um traustu billjarðborðum, þá skulu þeir skjóta ótt og titt upp i lofti ristuöum brauðsneiðum. Varnarliðið sér um áleggið”. Konurnar aftur inn á heimilin! Móöurást er eitt þeirra hug- taka, sem Morgunblaöið notar oft i áróöursskyni fyrir Ihalds- samar hugmyndir eða „fornar dyggðir”. Á sunnudaginn voru skrifaöir tveir leiðarar i Mogg- ann til að dásama konu, sem átt hefur tiu börn og alið upp (ásamt eiginmanni sinum vænt- anlega) og telur blaöið konuna gott fordæmi þeim „sem vilja stinga viö fótum og Ihuga stööu* heimilisins nú á timum. Jafn- framt er tækifæriö notað og veist að barnaheimilum, en blaöið telur að börnum geti ver- ið það skaðlegt, „ef þau dveljast þar allan daginn og missa þann- ig aö mestu tengsl við mæður sínar”. Föðurlaus börn? Hvað segja einstæðir foreldr- ar við slikum boðskap? Og hvað segja feöur? Hvergi er minnst á • föðurinn einu orði i þessum tveim forystugreinum Morgun- blaðsins, og verður ekki annaö séð en blessuð börnin séu ein- getin. A.m.k. flökrar þaö ekki aö leiðarahöfundi blaösins, aö hugsanlegt sé að karlmenn komi nálægt uppeldi og umönn- un barna sinna eða heimilis- störfum. Börn, konur og heimili eru eitt i hugarheimi höfundar- ins. Morgunblaðið talar um nauö- syn þess að „slá skjaldborg um heimilið”. Þá segir þar, að börnumisé nauðsynlegt að njóta móðurástar fyrstu árin og geti það haft „ófyrirsjáanlegar afleiðingar”, ef börn eru svipt mæðrum. Þeim sé lof og dýrð m Reyndar kemst blaöiö að þessari merku niðurstöðu: „Margar konur hafa ekki efni á að vinna ekki úti. Þær sækja nauðsynlegar rauntekjur heim- ilisins eins og það er kallað, á almennan vinnumarkað, og leggja i raun og veru á sig tvö- falda vinnu með þvi. Astæða er til að bera viröingu fyrir þeim konum ekki siöur en hinum, sem þurfa aö sinna stórum barna- hópi heima”. Þá er liklega komin lausnin á vanda útivinnandi kvenna. Þaö á semsé aö „bera viröingu fyrir þeim”. En ekki dettur leiðara- höfundi Mbl. I hug aö efast um réttmæti þess, að konur sem vinna utan heimilis sinni lika ölium heimilisstörfum. Konan sem Morgunblaðiö segir að farið hafi leið„sem ætti aö geta oröiö mörgum gott for- dæmi” er gift yfirmanni hjá verktökum á Keflavikurflug- velli. Hefur leiðarahöfundur ihaldsins hugleitt hve margar konur verkamanna eða lág- launamanna I opinberri þjón- ustu gætu „valiö” sér þetta sama hlutskipti, þ.e. að sinna eingöngu barnauppeldi og hús- móöurstörfum, meðan alþýöu- heimili berjast i bökkum þótt hjónin vinni bæði úti? —eös

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.