Þjóðviljinn - 15.02.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 70 ARA I DAG Oddný Guðmundsdóttír Á rúmlega 40 ára ævi Þjóðvilj- ans hefur blaðið eignast marga vini og velunnara. í þeim hópi er Oddný Guðmundsdóttir, sem nú verður 70 ára i dag. Ung að árum var Oddný komin i hópinn, sem lagði til efni i Rauða Ipenna, og þar má finna kvæði hennar frá árinu 1936, sama árii og Þjóðviljinn hóf göngu sina. Fá- um árum siðar sinnti Oddný um skeið föstum verkefnum fyrir þetta blað, og sá þá m.a. um þýð- ingu á nokkrum framhaldssög- um. Margt hefur breyst á þeim árum, sem liðin eru siðan þá, en aldrei hefur fullur skilnaður orð- ið meðOddnýjuog Þjóðviljanum, þótt stundum hafi hún þurft að segja okkur sem hér störfum maklega til syndanna. Hvergi á islensk þjóð dýpri ræt- ur en á útskögum landsins. A öll- um öldum hafa þær byggðir fóstrað liðsmannasafn, sem dugði til kraftaverka, þeirra krafta- verka, sem ein gátu borgið lífi þessarar þjóðar. Oddný kom af Langanesi, bóndadóttir með rauðan penna i höndog lágróma galdur á tungu. Það voru kreppuár. Fáar stúlk- ur úr sveitum landsins komust á menntabraut, en sögur segja að Oddný hafi fyrir strið dvalist við menntastofnanir, bæði á Norður- löndum og i Sviss, — og munu sannar. Hvernig hún fór að þessu vitum við ekki, en sjálfsagt hefur hún ekki talið sig of góða tll að . sleppa úr einni og einni máltið, eins og þeir námsmenn islenskir fyrrum, sem stundum máttu biða lengur en góðu hófi gegndi eftir kæfubelgnum góða að heiman, yfir Atíantsála. Sá sem þessar linur hripar, kynntist Oddnýju fyrst i Vina- minni við Mjóstræti i Reykjavik, þar sem Samtök hernámsand- stæðinga höfðu bækistöð um ára- bil. t hugum okkar margra er nokk- ur ljómi yfir árunum kringum Þingvallafundinn 1960 og fyrstu Keflavikurgöngurnar i byrjun siðasta áratugs. Einhvern veginn finnst manni, a.m.k. þegar frá liður, að þarna hafi mannval karla og kvenna verið saman komið. — Samt prýddi Oddný hópinn. Hún kom á vorin um svipað leyti og farfuglarnir, spurði tið- inda frá vetrinum og vildi fá eitt- hvað að gera. Til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram, að þegar Oddný vildi fá eitthvað að gera, þá var hún sannarlega ekki að falast eftir launavinnu, þvi fór fjarri. En hún vildi verða að liði, vildi vinna þeim málstað, sem hún taldi réttan og mikils virði. Fáir lögðu meira fram sem sjálf- boðaliðar en hún. Hún gekk með okkur i Kefla- vikurgöngunum, kvik á fæti, og þessleg, aðvarla hefðiséðá henni þreytu, þótt gengið hefði frá Langanesiá Rosmhvalanes á svo sem helmingi lengri tima en Arni Oddsson þurfti riðiandi úr Vopna- firði á öxarárþing, þegar mest lá við. En hvaðan kom Oddný þessi vor? Hún kom frá útskögum lands- ins. Þar stundaði hún farkennslu vetrarlangt áratugum saman, einn allra siðasti farkennarinn á Islandi. Það hlýtur að hafa verið hverju ungmenni gæfa að læra að draga til stafs og verða bænar- bókarfær undir handarjaðri Oddnýjar. En nú er vist enginn farkennari lengur til. Stéttin tilheyrir ákveðnu timaskeiði á mörkum kyrrstöðuþjóðfélags liðinna alda og þeirrar nútiðar, sem við erum nú að villast i. Farkennarahópurinn er ekki stór, en merkilegt safn fjölbreyti- legra einstaklinga, sem flestir eru efni i þjóðsögu eða skáldverk, ljóð eða lag. Siðust i lestinni fer Oddný Guðmundsdóttir, og heitir Gunn- hildur öðru nafni. Og þjóðsögurnar eru þegar orðnar til.l þeim landshluta, sem ég þekki best til,er viða sagt frá Oddnýju. Égheyrihennar getið á Rauðasandi og á Barðaströnd, i Otvikum og i Mosvallahreppi, i Kollafirði og Bitru, — og sagt er mér að hún hafi verið i Gufudals- sveitfyrir stuttu. A öllum þessum stöðum og miklu miklu viðar hefur hún fengist við að kenna börnum og ungmennum útskag- anna þær lærdómslistir, sem eigi má án vera. Slikt er dýrmæti. Oddný hrópar ekki á torgum, en hljóðlát áhrif hennar eru sterk. Enginn týnir sér, sem á sitt hald og traust hjá Odrinýju og þeim landvættum sem með henni eru i för. Oddný er mestur hjólreiðamað- ur á tslandi, en henni er litið gefið um bila. Sumarlangt fór hún um byggðir og óbyggðir landsins á þessum tvihjóla farkosti, sem alltof fáir kunna að meta, — og ekki eitt sumar, heldur mörg. Og i hverri byggð á Oddný vinum að mæta, þvi að hún hefur viða verið. Slikum er gott að eiga i langferðum. Oddný hefur skrifað sitthvað um dagana, þar á meðal nokkrar bækur, en einnig greinar i Þjóð- viljann'og önnur blöð eða timarit. öll eigum við, sem á íslandi berjumst fyrir málstað sós- ialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis, Oddnýju skuld að gjalda. Þá skuld greiðum við með þeim hætti einum að duga i verkum okkar, hver á sinum stað. Hálfkák eða loddaraskap vill Oddný hvorki heyra né sjá; hún heimtar fullan trúnað. Þess vegna munar um hana á verðin- um, þótt sjötug sé norður á Langanesi. Mér er sagt af kunnugum að Oddný dvelji i vetur i heimahér- aði sinu, og sitji á Þórshöfn á Langanesi. Þangað sendum við henni kveðju og þakkir i dag frá Þjóðviljanum og þeim stjórn- málasamtökum, sem að blaðinu 24. leikvika — leikir 11. febrúar 1978 Vinningsröð: 2 X 1 —X 2 1 —1 2 1 — 2X1 1. vinningur: 11 réttir — kr. 702.500. 31871 (Reykjavik) 2. viningur: 10 réttir —kr. 20.000.- 2663 30590 31756(2/10)+ 32516 33006+ 33267+ 33369 4761 30809 31757+ 32831 33162+ 33334 34867 + Kærufrestur er til 6. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla vcrða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR - in — REYKJAVÍK íþróttamiðstöð- standa. Persónulega þakka ég fyrir mig. I hópi hernámsandstæðinga hefur þeirri hugmynd öðru hvoru skotið upp kollinum að efna ein- hverju sinni til mótmælagöngu hringinn i kringum allt Island gegn erlendu hernámi og þjóð- legri uppgjöf. Þessi ágæta hug- mynd hefur enn ekki komist i framkvæmd, en hver veit nema að þvi komi siðar. Þá má ekki stytta sér leið og gleyma útskög- unum, eða hvernig ætla menn t.d. að sneiða fram hjá Hóli á Langa- nesi, þar sem Oddný sleit barns- skónum? Nei, það verðurað koma við á Hóli, hvort sem Oddný verð- ur þá ofar moldu eða neðar. Þar er rammur safi i jörðu og gott til heitstrenginga. Þvi veldur Oddný. Þar vakir hún á verðin- um, ekki bara nú og um næstu ár, heldur um alla framtið meðan von er lifs i landi. Kjartan Ólafsson Þegar ég frétti að Oddný Guð- mundsdóttir ætti sjötugsafmæli um þessar mundir, komu mér i hug visuhendingar, sem urðu til þegar ég var fyrir nokkru að rugla upp kveðskap á jólakortin til vina og ættingja, en þær eru á þessa leið: Horfinn er blómi bernskunnar með björtu vonirnar sinar. Eldlegur móður æskunnar óðum hverfur og dvinar. Flest er það af sem áður var og verst, hvað þær gerast gamlaðar gömlu jafnöldrur minar. Þetta afmæli kom mér á óvart, þvi mér hafði alltaf fundist Oddný vera töluvert yngri en ég, en það helgast af þvi, að þegar fundum okkar hefur borið saman, hefur hún alltaf verið svo hressileg i bragði, upptendruð af hugsjónum og lifrænu hugarfari að i saman- burði við hana hefur mér fundist ég verða eitthvað sem kallað hef- ur verið núll og nix. Það er löng leið á milli Hóls á Langanesi og Hermundarfells i Þistilfirði, og fundum okkar bar ekki oft saman á uppvaxtarárun- um. Þó man ég eftir þvi, að eitt sinn var Gisli Guðmundsson, bróðir hennar og siðar alþings- maður og ritstjóri, gestkomandi, þá kornungur maður. Ég sé hann glögglega fyrir mér þar sem hann sat á kofforti i baðstofunni, prúð- mannlegur og hafði á sér gáfulegt yfirbragð. Siðar var Oddný gest- komandi i örfá skipti, þá ung að árum og hafði verið á Akureyri við nám i gagnfræðaskólanum, og fannst mér nokkuð til hennar koma vegna þessa, þvi að á þeim árum töldust gagnfræðingar há- menntað fólk þó að nú þyki sú menntun hversdagleg og smá i sniðum. Þau systkinin standa mér glöggt fyrir hugarsjónum eins og ég sá þau fyrst. Bæði báru þau með sér menningarlegan blæ, hægláta prúðmennsku, næma i- hygli og gædd viðræðuhæfileikum eins og þeir gerast bestir. Bæði höfðu meðfæddan þann kæk, að þegar þau ræddu við mann. höll- uðu þau höfðinu litið eitt aftur og á ská til hliðar og var eins og þau horfðu athugulum augum á ein- hvern óræðan punkt út i tilver- unni en hefðu samt viðmæland- ann i sjónmáli. Það var greini- legt, að þau voru að hugsa það, sem þau sögðu, en horfa fram hjá fordómum, smámunasemi, á- reitni, og öllu þvi, sem ekki skipti máli. Þegar Oddný gisti hjá okkur á Hermundarfelli svaf hún i rúminu minu og hafði orð á þvi um morg- uninn, að ekki hefði hún áður sofið i rúmi, sem væri svo nákvæmlega mátulega langt fyrir sig. Siðar vitnaði ég oft til þess, ef Oddný barst i tal, að okkur pössuðu sam- an rúm. Þær hagnýtu aðstæður komu þó aldrei að gagni og auk þess átti vist eftir að togna eitt- hvað úr mér. Siðar bar fundum okkar saman þegar bæði voru komin af ungl- ingsaldrinum. Það var á sameig- inlegum fundi ungmennafélag- anna okkar, þar sem fóru fram heitar umræður um skáldsöguna Sjálfstætt fólk, eftir Laxness. Þar vorum við samherjar i fjarskalega fámennu liði sem stóð til varnar heiðri skáldsins og komst ég þá á þá skoðun, að eng- inn yrði svikinn af hennar greind- arlega yfirbragði, þvi hún reynd- ist rökvis, ákveðin og málsnjöll i besta lagi. Oddný er fædd á Hóli á Langa- nesi 15. febrúar 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Kristin Gisla- dóttir og Guðmundur Gunnars- son. Þar ólst hún upp til fullorð- insára ásamt bræðrum sinum Gisla og Gunnari. Hóll hefur aldrei verið nein stórbýlisjörð og ekki hentað nema til smábúskap- ar. En það er til marks um atorku og framsýni þeirra hjóna, að bæði gengu þau systkinin menntaveg- inn, eins og þau höfðu hæfileika til,oghefur það ekki verið litið á- tak á árum kreppu og fátæktar, enda gerðist slikt ekki á hverju heimili. Gunnar bróðir þeirra fór aftur á móti i iðnaðarnám, járn- smiði. Eftir að Oddný hafði lokið gagnfræðanámi stundaði hún nám við Forby-folkhojskole i Svi- þjóð árið 1933, norræna lýðhá- skólann i Genf i Sviss árið 1936 og við International hójskole i Dan- mörku árið 1937. Fljótlega eftir það hóf hún ævistarf sitt við barna- og unglingakennslu. Hún hafði ekki þann hátt á að ryðjast um fast til að nái eftirsóttar kenn- arastöður, en beið venjulega á- tekta þar til ekki var úr öðru að velja en farkennarastöðum, sem aðrir kærðu sig ekki um. Farkennsla hefur stundum reynst hrakhólavist, kennarinn orðið að gera sér að góðu að búa við þröngan og óvistlegan húsa- kost og misjafna aðbúð á heimil- um, þó að á stundum hafi mátt vel við una. Oddný hefur ekki sett neina smámuni fyrir sig, og alls- staðar mun hún hafa sætt sig við ástæðurnar og gegnt starfinu af áhuga og elju. Hún hefur ekki verið við eina fjölina felld i vali á kennslustöðum, en gerst viðförul um landsbyggðina. Þvi til sönn- unar má nefna að hún hefur starf- að á eftirtöldum stöðum: Lunda- reykjad., Haukadal, Rauðasandi, Skógarströnd, Skagahreppi, Mos- vallahreppi, Hrafnagilshreppi, Breiðdal, Ospakseyri, Þingeyri, Siglufirði, Raufarhöfn, og er þó ekki allt upp talið. Ekki mun hún hafa skipt svo oft um vinnustaði vegna þess að hún hafi ekki notið vinsælda, heldur mun þvi hafa ráðið áhugi hennar að kynnast fólki og byggðum sem viðast á landinu og vera þannig einskonar nemandi samhliða kennslunni. Auk kennslustarfanna hefur Oddný lagt mikla stund á ritstörf og látið frá sér fara skáldsögur, útvarpsleikrit og þýðingar. Skáldsögur hennar eru: Svo skal bölbæta, 1943, Veltiár 1946, Tveir júnidagar, 1949, A þvi herrans ári, 1954 og Skuld, 1967. Otvarps- leikrit hennar eru: Vellýgni Bjarni, Hraði og Fósturlandsins freyja. Helstu þýðingar hennar eru Vinirnir, eftir Eric Maria Remarque, Englahatturinn og Þegar ég var töframaður, eftir Halvard Floden. Auk þess eru svo framhaldssögur, sem birtust i Þjóðviljanum og erindi i blöðum og timaritum eða flutt i útvarp. Þegar Oddný hefur viljað lifa frjálsar stundir hefur hún sest á reiðhjólið sitt og ekið um landið þvert og endilangt, i byggðum og óbyggðum, sér til ánægju, fróð- leiks og heilsubótar. Þetta telur hún meira mannbætandi en sól- böð i sólarlöndum, og mætti margur af henni læra i þvi efni. Nú allra siðustu árin hefur Oddný dvalist á Þórshöfn og stundum verið tima og tima á æskustöðv- unum Hóli, sem hefur verið sum- arbústaður þeira hjóna, Gisla bróður hennar og Margrétar Arnadóttur, ekkju hans. Ég og Guðrún kona min erum Oddnýju þakklát vegna þess að oftast þegar hún hefur átt leiö um Akureyri hefur hún litið inn til okkar og hefur alltaf verið og verður aufúsugestur. Ég er viss um að hún á eftir að vera hress og lifleg mörg næstu árin og góður vinur vina sinna, en ósátt við heimskuna og ranglætið i veröld- inni. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. Blaðdrei iingarf ólk óskast Austurborg: Bólstaðarhlið Sogamýri DJÚÐVIIIINN Siðumúla 6 simi 8 13 33 Tökum aö okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. T résmíða verkst æðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.