Þjóðviljinn - 15.02.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. febrúar 1978 I^JÓÐVIUINN — StÐ A 7 Þaö vill svo til að ég veit af annarri tíu barna móður, sem alla sina tið hefur orðið að stunda fulla vinnu utan heimilisins. Eg fæ ekki betur séð en hún hafí hlotið þó nokkra lifsfyllingu lika Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri: Ritstjórnargrein um mæöur og börn t>aö er ekki oft sem ritstjórn- argrein Morgunblaðsins verður manni efni til umhugsunar. Það gerðist þó sunnudaginn 12. febrúar sl. Ritstjórnargreininni er skipt i tvennt og ber fyrri hlutinn yfirskriftina MERK REYNSLA. Ritstjóri gerir að umræðuefni langt og mikið viðtal, sem birt- ist fyrir skömmu i þvi sama blaði við keflviska húsmóður, frú Soffiu Karlsdóttur sem eitt sinn var kunn reviuleikkona. Þar segir leikkonan frá þvi, að hún ákvað að hætta öllum af- skiptum af leiklist og helga sig manni og börnum. Raunar tek- ur hún fram, að maður sinn hafi gert þær kröfur, þegar þau hjónin gengu i hjónaband. Ég læt rauðsokkusiðunni eftir að ræða þann þátt málsins. Einka- mál þeirra hjóna eru hér algjört aukaatriði, svo og þessi um- rædda fjölskylda öll að öðru leyti en þvi, að það er alltaf gaman að sjá glatt og ham- ingjusamt fólk með stóran og fallegan barnahóp á heimili, sem ber vott um meira en venjulega velmegun. Það sem hér er gert að um- ræðuefni er samhengið, sem rit- stjórnarmenn Morgunblaðsins setja hlutina i. Þeir komast sem sagt að þeirri niðurstöðu, aö hér sé loksins komin sú sanna eigin- kona og móðir, sem hegöi sér eins og slikri ber. „Soffia Karlsdóttir telur ekki, að hún hafi i raun og veru fórnað neinu fyrir heimili sitt og börn. Þvert á móti hafi hún sjálf hlotið lifs- fyllingu og hamingju vegna samskipta sinna við börn sin og fjölskyldu. Það er athyglisvert að sjá afstöðu leikkonunnar, ekki sist nú á timum, þegar slik afstaða þykir ekki „fin”, a.m.k. I augum allra, sem um þessi mál hafa fjallað i fjölmiðlum.” Þessi tilvitnun er tekin orðrétt úr umræddum leiðara. Hver eiginkona og móðir get- ur tekið undir þessi ummæli sem höfð eru eftir leikkonunni. Við erum fjölmargar, sem höf- um hlotið lifsfyllingu vegna samskipta'við menn okkar og börn. Og það er vissulega verð- ugt lifsverk að koma til manns tiu börnum og ærinn starfi, þó að ekki komi önnur störf til. Hitt er vafasamara, hvort margar konur eiga þessara kosta völ. Morgunblaðið getur ekkert um, að fjárhagur fjölskyldunnar hafi verið á þann veg, að minnstu vandræði hafi verið að brauðfæða þennan stóra hóp af launum eiginmannsins. Og mér er til efs, að það sé algengt, að einn maður vinni fyrir svo stórri fjölskyldu, hvað þá að hann geti búið henni svo glæsilegt um- hverfi, sem sjá mátti af mynd- um frá heimilinu. Það má vel vera að framkvæmdastjórar i Keflavik hafi svo góð laun, en út frá þvi er vafasamt að alhæfa. Það vill svo til að ég veit af annarri tiu barna móður, sem alla sina tið hefur orðið að stunda fulla vinnu utan heimil- isins. Ég fæ ekki betur séð en hún hafi hlotið þó nokkra lifs- fyllingu lika. Laun mannsins hennar hefðu hvergi hrokkið til að framfæra fjölskylduna, svo að henni gafst ekkert færi á að fórna einu eða neinu. Hún varð bara að þræla eins og húðar- jálkur til að endar næðu saman. Þrátt fyrir þetta veit ég ekki annað en börnin hennar séu vænsta fólk. Þriðju fjölskylduna sem taldi tiu börn þekki ég hvað best. Sjálf er ég nefnilegaaldursforseti i þeim hópi. Þar vann húsmóðir- in ekki úti, heldur annaöist börnin tiu og tvö gamalmenni einsömul, þvi að heimilisfaðir- inn var úti i hafsauga allan árs- ins hring til að hafa mat i þetta allt saman. Háfleygar yfirlýs- ingar Morgunblaðsins um tengsl foreldra og barna voru ekkert á dagskrá á þeim bæ. Þetta var hins vegar eilift basl við að draga fram tóruna. Allt bjargaðist þetta einhvern veg- inn, ég má kannski gerast svo djörf að halda þvi fram að „öll séu börnin vel af guði gerð”, svona miðað við fólksfjölda, eins og frú Soffia segir um sin börn, jafnvel að móðir þeirra hafi hlotið einhverja lifsfyll- ingu. Hún færði hins vegar um- talsverðar fórnir, enda bjó hún við allt önnur skilyröi. Hafi þessi útlegging Morgun- blaðsins á viðtalinu við frú Soff- iu átt að vera lofgjörð um kon- una sem fórnar frama sinum fyrir heimili og börn, hefur hún hrapallega misheppnast. Frú Soffia Karlsdóttir er alltof skemmtileg kona til að gera orð hennaraðsvona hlægilegu bulli. Eins og efnahagsástand er nú, geta fæstar fjölskyldur lifað af einum launum, allra sist ef tiu börn eru i fjölskyldunni. En ályktunargáfa ritstjórans á enn eftir að versna i siðari hluta greinarinnar, sem hann nefnir TIL IHUGUNAR. Þar vitnar hann i hollenska sálfræð- inga (af hverju hollenska!) sem ku vera þeirra skoðunar, að það geti verið börnum skaðlegt að vera aðskilum frá mæðrunum _ um leið og naflastrengurinn er ’ klipptur sundur. Þéss vegna fæði 40% hollenskra kvenna börn sin i heimahúsum. (Það er kannski þess vegna að maður er eins og fólk er flest. Niu af tiu okkar systkina fæddumst heima þó að ekki verði séð að það ti- unda skeri sig úr.) Vel má vera að þeir hollensku hafi þarna lög að mæla, en ósköp þótti undirritaðri notalegt að geta losaö fjölskylduna við það tilstand hvað eftir annað, að ekki sé.minnst á þá tilfinningu að vera að'þessu á stað þar sem •alla hjálp var að fá, ef eitthvað færi úrskeiðis. Siðan vitnar höfundur enn i sérfræðinga, nú af ókunnu þjóð- erni. Af þeirra rannsóknum kemur fram, að börnum er skaðlegt að vera á dagheimili allan daginn, en hafa má þau i leikskóla hálfan daginn án þess að þau þurfi að biða af þvi var- anlegt tjón. Við dagvistun allan daginn missi börnin að mestu tengsl við móður sina. „Ein- hvern timann verðum viö samt sem áöur að hugsa um mann- réttindi barnanna á þessari mannréttindaöld ...” segir leið- arahöfundur. Þar rataðist hon- um þó satt orð i munn. Og nú getur hann gert meira en að hugsa um þetta. Höfundur á beinan aðgang að rikisstjórn- inni, sem nú situr. Hann getur staðið upp af stóli sinum, sagt stjórnarherrunum, sem nú skammta einstæðum mæðrum kr. 3210,00 á mánuði i mæðra- laun, að þetta þurfi að hækka verulega, svo að móðirin eigi þess kost að vera heima hjá barni sinu fyrstu mánuðina. Einstæðar mæður eru nefnilega ekkert að vinna úti, af þvi að þeim þyki það „fint”, heldur af þvi að þær verða að vinna fyrir börnunum sinum. Þær kunna að hafa áhyggjur af slitnum tengslum sinum við börnin, en þær eiga ekki annars kost. Val- kostunum fjölgar ósköp litið undir stjórn þeirra manna, sem hæst æpa um frelsi. Og það er eins með flestar mæður, giftar eða ógiftar. Við verðum einfaldlega að stunda vinnu utan heimilis, hvort sem okkur likar það betur eða ver. Það er bara háttvirtur dóms- málaráðherra, sem telur 100,000 krónur á mánuði sæmilegan framfærslueyri venjulegum fjölskyldum. Við hin komum þessu skjótar i lóg. Hræsnisbull af þvi tagi, sem hér hefur verið gert að umtals- efni, er ekki sæmandi Morgun- blaðinu. Auk þess er það svi- virðileg móðgun við þær þús- undir kvenna, sem vinna þessu þjóðarbúi milljarða ár hvert. Þeim Morgunblaðsmönnum væri nær að snúa sér að barátt- unni fyrir þvi að þeim milljörð- um væri skipt á þann veg, að mannréttindi islenskrá barna væru ekki i voða. 12.2. 1978. Lódaúthlutun í Breiðholti A fundi borgarráðs sl. föstudag var úthlutaö lóöum i Seljahverfi og Hólahverfi, sem tilheyra BreiOholtsbyggöinni I Reykjavik. i Seljahverfi var úthlutaö 46 raö- húsum, en umsækjendur voru 132. tlthlutaö var lóöum undir 52 einbýlishús i Seljahverfi, en umsækjendur um þær lóöir voru 254. i Hvammskotshólum I Selja- hverfi var úthlutaö 40 einbýlis- húsalóöum, en um þær sóttu 150. Þá var úthlutaö 15 einbýlishúsa- lóöum I Hólahverfi f Breiöholti III, cn umsækjendur voru 28. Hér fer á eftir listi yfir þá, sem fengu lóöir í Breiðholti: Raðhús v/Miðsvæði/ Seljahverfi Holtasel 24 Heimir Svavarsson, Unufelli 33 26 Sigurður J. Benjamínsson, Unufelli 33 '2 8 Ólafur Sigmundsson, Dvergabakka 34 30 Björgvin Jónasson, Dvergabakka 4 32 Jóhannes Ragnarsson, Dvergabakka 4 Itaufarsel: 1 Einar Garibaldason, Möðru- felli 3 3 Bjarni Eiösson, Gyöufelli 16 5 Guðjón Agústsson, Dúfnahólar 2 7 Sveinn Ulfarsson, Búrugötu 13 9 Agúst Ragnarsson, Rauöalæk 20 11 Rafn Ragnarsson, Snorrabraut 32 13 Þorgeir Astvaldsson, Mariu- bakka 16 Réttarsel: 7 Björn Jónasson, Dalseli 10 9 Jónas Jónasson, Torfufelli 29 10 Gunnar Gislason, Laugarnes- vegi 90 12 Bjarni Eyvindsson, Kvista- landi 1 14 Brynjólfur Eyvindsson, Kvistalandi 1 16 Ragnar Guðsteinsson, Ásgarði 19 Slöusel 1 Sigurður Jónsson, Hraunbæ 92 3 Þorbjörn Guðmundsson, Dalseli 15 5 Tryggvi Jakobsson, Asbraut 17 7 Þórdór Pálsson, Jórufelli 6 9 Ragnar Fr. Bjarnason, Vest- urbergi 142 Holtasel 20 Helgi K. Eiriksson, Sæviðar- sundi 4 22 Þorbergur Guðmundsson, Safamýri 40 Raðhús Seljahverfi — Hryggjarsel. Hryggjarsel 1 Jón K. Beck, Lindargötu 58 3 Karl Sigurösson, Laufási 1, Garöabæ 5 Óskar A. Beck, Dalseli 15 7 Ingi. B. Jónasson, Þórufelli 4 9 Guðni Oddsson, Krummahólar 2 11 Guðjón Þ. Steinsson, Blöndu- bakka 7 13 Sævar Bullock, Blöndubakka 7 15 Erlingur Kr. Stefánsson, Vest- urbergi 96 17 Sigurjón Þorláksson. Vestur- bergi 94 2 Regina Einarsdóttir, Hverfis- götu 90 4 Ragnar Ragnarsson, Oldutúni 12, Hfj. 6 Már óskar Óskarsson, Aspar- felli 4 8 Högni Einarsson, Eyjabakka 16 10 Ólafur Guðmundsson, Hrafn- hólar 8 12 Björn S. Baldursson, Völvufelli 46 14 Garðar Halldórsson, Asparfelli 2 16 Gunnlaugur Claessen, Sævið- arsundi 23 18 Arni Kolbeinsson, Espigerði 2 20 Gunnlaugur M. Sigmundsson, Barónsstigur 65 Eftirtöldum aðilum var gefinn kostur á byggingarrétti fyrir rað- hús i Seljahverfi á lóöinni: Hjallasel 16 Erla Björnsdóttir, Blöndubakka 9. Hjallasel 18 Ólafur Kristinsson, Arahólum 4. Seljahverfi — þéttstæð einbýlishús. Hæöarsel lPálmar Guömundsson, Blöndubakka 12 3 Hallgrimur Óskarsson, Hraun- bæ 34 5 Hendrik Jafetsson, Vestur- bergi 144 7 Gunnar Þorsteinsson, Kötlu- felli 5 9 Hallgrimur Jónasson, Háaleit- isbraut 153 11 Jón S. Erlingsson, Hvassaleiti 14 13 Svavar Jónsson, Alfheimar 56 15 Reynir Kjartansson, Vestur- bergi 138 2 Jóhann ólafsson, Leirubakka 6 4 Guðmundur J. Guölaugsson, Espigerði 8 6 Þorsteinn Ingimundarson, Jörfabakka 20 8 Páll Gislason, Blöndubakka 10 10 Guðmundur Benediktsson, Torfufelli 48 12 Margrét óöinsdóttir, Kjarr- hólma 10, Kóp. 14 Ólafur R. Sigurjónsson, Stóra- gerði 6 16 Sigurjón M. Karlsson, Dverga- bakka 6 18 Ólafur Axelsson, Snælandi 7 20 Reynir Friðþjófsson Vestur- bergi.72 22 Pétur J. Eiriksson, Eyjabakka 11 24 Guðni Garðarsson, Viðimel 41 26 Jens Kjartansson, Álfheimum 19 28 Sigurbjörn Sveinsson, Austur- bergi 2 Holtasel 35 Guðmundur Borgþórsson, Týs- götu 4 37 Sigurður H. Benediktsson, Hraunbæ 196 39 Þórður Hjartarson Unnarstig 2 41 Gunnar H. Þórarinsson, Mariubakka 22 43 Brynjólfur Guöbjörnsson, Eyjabakka 22 45 Arni Stefánsson, Goðheimum 22 36 Viöar Þorsteinsson, Jörfa- bakka 24 38 Þorkell Þorkelsson, Staðar- bakka 18 40 Jóhann G. Ögmundsson, Dvergabakka 30 42 Geir Thorsteinsson, Hrafnhól- um 6 44 Haraldur Sigursteinsson, Hrafnhólum 6 46 Björn Ardal, Vesturbergi 48 Seljahverfi — einb. v/Skagasel — Skriðusel. Skagasel 2 Jón M. Steingrimsson, Alf- heimar 38 4 örn Pálsson, Marklandi 10 6 Hreggviður Þorsteinsson, Eyjabakka 8 8 Karl Jónsson, Blómvangi 4, Hfj. 10 Gunnlaugur Jósefsson, Hamrahliö 21 5 Trausti Jóhannsson, Vatnsendi 32, Kóp. 7 Þorsteinn Tómasson, Æsufelli 6 9 Jón Hilmar Bergsteinsson, Dala.landi 4 11 Gisli Viggósson, Hraunbæ 60 Skriöusel 1 Grétar Vilhelmsson, Unufelli 50 3 Magnús Jónsson, Efstahjalla 15, Kóp. 5 Bragi Guðjónsson, Hvassaleiti 10 7 Friðþjófur Björnsson, Sól- heimum 23 9 Stefán Sandholt, Seljalandi 1 11 Gunnar Þorbjarnarson, Bú- staöaveg 53 2 Ingvar Arnason, Álftahólum 4 4 Gylfi Eirfksson, Dvergbakka 36 6 Bragi örn Ingólfsson, Mariu- bakka 22 Seljahverfi — Hvammskotshólar. Þingsel 1 GIsli Erlendsson, Nýbýlaveg 64, Kóp. 3 Ottó E. Eiðsson, Irabakka 24 5 Þórður Sigurðsson, Leifsgötu 9 7 Ólafur Magnússon, Keldulandi 5 9 Geir Sigurðsson, Melabraut 49, Seltjarnarnesi. 2 Guðbrandur Bogason, Snæ- landi 2 pramhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.