Þjóðviljinn - 15.02.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. febrúar 1978 VIII. K_________ 1978 Friðrik Ólafsson fór á kostum í gærkveldi Fórnaði manni og skiptamun gegn Smejkal og sigraði með glæsibrag — ekkert jafntefli í 9 umferðinni Það var presturinn Lombardy, sem lagði Miles að velli, fyrstur manna i þessu móti. Lombardy tefldi mjög vel. Þeir lentu i botn- lausu timahraki við fyrri tima- mörkin, og útúr þvi kom Lom- bardy með 2 peð yfir og nánast tæknilegt atriði fyrir hann að ljúka skákinni. Og Browne gerði sér litið fyrir og sigraði Hort i vel tefldri skák. Menn héldu lengi vel að Hort væri með betri stöðu, en það kom i ljós, þegar Browne brá sér frammi i skýringarsalinn eftir skákina að hann gat sýnt fram á og sannað að hann hefði haft undirtökin allt frá byrjun. Polugajevski átti ekki i neinum vandræðum með Helga Ólafsson, eftir að Helgi lék illilega af sér i 12. leik. „Allt frá þeim leik var skákin mér töpuð, þótt ég þvæld- ist i 30 leiki”, sagði Helgi á eftir. Hann notaði aðeins 50 min. fyrir þessa 30 leikL og aöspurður um tekin I gærkveldi, en þessi skák stal senunni I gær vegna stórkostlegrar Friðrik ólafsson og Smejkal eru þungt hugsi, þegar þessi mynd var taflmennsku Friðriks, sem sigraði glæsilega. Larsen hefur örugga forystu á mótinu með 7,5 vinnioga hvort þetta væri eðlilegt svaraði hann þvi til að hann hefði vanið sig á að tefla hratt og ætlaði sér að standa við það. Það mætti segja að þetta væri i það minnsta, en þess að gæta að skákin hafi verið sér töpuð frá 12. leik. Guðmundur Sigurjónsson tefldi sannfærandi gegn ögaard og sigraði af öryggi. Margeir átti lengi vel góða stöðu gegn Kuzmin, en stórmeistarinn sovéski bætti stöðu sina hægt og rólega, uns hann hafði sigur i endatafli, enda þá kominn með óstöðvandi fripeð. Staðan i mótinu er nú þessi: 1. Larsen 7,5 ■ 2. -3. Friðrik Ólafsson 6 2.-3. Miles 6 4.-6. Hort 5,5 4.-6. Polugajevski 5,5 4.-6. Browne 5,5 + biðskák 7. Lombardy 4 + biðskák 8. -9. Guðmundur 4 8.-9. Kuzmin 4 10. Smejkal 3,5 11. -12. Helgi 3 11. -12. ögaard 3 12. Jón L. 2,5 14. Margeir 2. — S.dór 10. umferð i dag 10. umferð Reykjavíkurskák- mótsins fer fram i dag og hefst kl. 18.00. Þá tefla saman: Friðrik og Margeir Helgi og Smejkal Lombardy og Polugajevski Larsen og Miles Hort og Jón L. ögaard og Browne Guðmundur og Kuzmin i þriöja sinn í því Reykjavíkurskákmóti sem nú stendur yfir, fékk Frið- rik ólafsson áhorfendur til aö standa á öndinni í gær- kveldi, meö mannsfórn í miðri skák og hann lét ekki sitja viö það eitt, heldur vann hann manninn aftur og fórnaði síðan skipta- mun, en stóð þá uppi með 2 peð uppí skiptamuninn og betri stöðu, sem hann nýtti til hins ýtrasta og sigraði glæsilega. t tvö skipti hafa mannsfórnir Friðriks i mótinu leitt til sigurs fyrir hann, en i eitt skiptið, gegn Polugajevski, varð jafntefli, en þá slapp Sovétmaðurinn með skrekkinn. Það fer ekkert á milli mála að Friðrik átti kvöldið i gærkveldi; taflmennska hans var með slikum glæsibrag að menn gleymdu að mestu öðrum skák- um. Þvi miður lauk skákinni svo seint að við getum ekki birt hana nú, en munum gera það á morg- un. Annars er það frá 9. umferðinni i gærkveldi að segja, að hún var einhver sú skemmtilegasta, sem fram hefur farið á mótinu. Öllum skákunum lauk með sigri, ekkert þóf og ekkert jafntefli. og hvað vilja menn sjá ef ekki slikar bar- áttuskákir... Tveir af efstu mönnum i mót- inu, þeir Miles og-Hort,töpuðu sin- um skákum, en Larsen karlinn sigraði að vanda, átti ekki i nein- um erfiðleikum með Jón L. Arna- son, sem komst i mikið timahrak og sá ekki við snilldar tafl- mennsku Larsens, sem teflir hreint ótrúlega sterkt og virðist ekkert hafa fyrir þessu, lendir aldrei i timahraki og er allan tim- ann hinn rólegasti. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VINN S.B. RÖÐ 1 Helgi Ólafsson n O o X 'A 2 Yx % 0 2 WiIIiam Lombardy / Éf 0 0 Yx / / A o 3 Bent Larsen / / m 7 'A / / / o / 4 Vlastimil Hort / 0 m / 0 £ '7 / 5 Leif Ögaard 'A /♦ 'A o W / 'A O o 0 6 Walter Browne Y+ 0 / w m / / / Y* ‘A 7 Jón L. Árnason % 0 0 W/ W' 0 o A <3 / 'Yi 8 Anthony Miles & 0 / [Y< / / / 'A / 9 Lev Polugaevsky T O / Ae ■ <? / Yt A / 10 Jan Smejkal 0 0 'A O '/ W// W I/ 'A o 'A 11 Margeir Pétursson 0 'A 0 / V 0 0 0 y+ 12 Gennedy Kuzmin Ó & j 'A 0 O 'A 'A / jÉf 13 Friðrik Ólafsson 'A / A / 'A A 'A & / V///A m 14 Guðmundur Sigurjs. & / o o / 'A 0 Yi Ya m 15 ára gamall strákur Sigraði Miles í aðeins 16 leikjum — þegar stórmeistarinn Miles tefldi viö 22 menn i fjöltefli í fyrrakvöld Hann gerir það ekki enda- sleppt hinn nýbakaði Reykja- víkurmeistari i hraðskák, Jó- hann Hjartarson, sem er aðeina 15ára gamaii. i fyrrakvöid tók hann þátt i fjöltefli, sem banka- menn i Reykjavik efndu til, og það er ekki ómerkari meistari, en stórmeistarinn enski, Anthony Miles, sem tefldi við 22 menn i þessu fjöltefli, og gerði sér litið fyrir og sigraöi Miles. Og það var ekki bara það að Jóhann sigraði, heldur „mal- aði” hann stórmeistarann og vann i aðeins 16 leikjum. Þá stóð Miles hrók og peði undir og gaf skákina. „Blessaður farðu ekki segja frá þessu, þetta var ekk- ert merkilegt’’ sagði hinn ungi skákmeistari þegar við spurð- um hann i gærkveldi um þessa skák. „Hann lék bara svona illa af sér”, varþaðeinasem Jóhann vildi segja um þetta mál. Annnars er það frá þessu fjöl- tefli að segja, að Miles tefldi við 22, vann 13, gerði 6 jafntefli og tapaði 3 skákum. Þeir sem sigruðu Miles. auk Jóhanns Hjartarsonar, voru þeir Björn Þorsteinsson og Gunnar Gunnarsson, báðir landskunnir skákmeistarar. —S.dór Jóhann Hjartarion

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.