Þjóðviljinn - 23.03.1978, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.03.1978, Síða 5
Fimmtudagur 23. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Yfirlýsing meirihluta stjórnar RARIK: Ráðherra tók að sér hlutverk stjórnarinnar V'ið undirritaðir, Helgi Bergs, Björn Friðfinnsson og Tryggvi Sigurbjarnarson, höfum i dag beðið iðnaðarráðherra að leysa okkur frá störfum i stjórn Raf- magnsveitna rikisins þegar i stað. Tíl skýringar á þessu viljum við taka fram það semhér fer á eftir: Rafmagnsveitur rikisins hafa mörg undanfarin ár átt við mikla og sivaxandi fjárhagsörðugleiká að striða. Höfuðvandi RARÍK stafar af mikilli fjárfestingu fyr- irtækisins, sem svo til eingöngu hefur verið fjármögnuð með lán- um. Lánin eru með óhagstæðum kjörum, en framkvæmdir oft gerðar af ýmsum félagslegum og byggðapólitiskum ástæðum og þær skila yfirleitt mun lakari fjárhagslegri arðsemi en sem svarar til kostnaðar við það fjár- magn sem i þeim er bundið. Eigandi RARÍK — rikissjöður —hefur ekki lagt fram fé til fyrir- tækisins, heldur hefur hann út- vegað lánsfé og lagt verðjöfnun- argjald á raforkusölu i smásölu til þess að mæta hluta af f járfest- ingarkostnaði RARÍK. RARIK eru nú komnar i alvar- legt fjárþrot. Bráðabirgðaráð- stafanir duga ekki lengur. Fram- kvæmdir eru stöðvaðar sökum fjárskorts og fyrirtækið skuldar Landsvirkjun hundruð miljóna króna fyrir keypta raforku.A.m.k. eitt oliufélag hefur stöðvað oliuaf- hendingu til disilstööva fyrirtæk- isins. Byggðalinunnar og spenm- stöðvar þeirra eru byggðar fyrir reikning rikissjóðs, en kostnaður við byggingu þeirra hefur farið fram úr áætlun sökum verðbólgu og skuldar nú rikissjóður RARÍK hundruð miljóna af þeim sökum. Kostnaðartölur fjárlaga og lánsfjáráætlun rikissjóðs um framkvæmdir RARÍK 1978 eru miðaðar við verðlag i mai 1977 og þvi úreltar. Fá þarf mikið fé til viðbótar eða skera niður fram- kvæmdir að öðrum kosti. 1 ljósi framangreindra vanda- mála ákvað stjórn RARlK ný- lega, að stofna ekki til nýrra greiðsluskuldbindinga að svo stöddu meðan fjárhagsvandi stofnunarinnar væri óleystur. Hinn 8. þ.m. lagði iðnaðarráðu- neytið fyrir stjórn Rafmagns- veitnanna að panta nú þegar allt efni til áætlaðra framkvæmda við svokallaða Vesturlinu. Stjórnin samþykkti af þvi til- efni á fundi sinum hinn 13. mars s.l., að á meðan ekki væri fengin lausn á fjárhagsvanda stofnunar- innar teldi hún ekki fært að stofna til frekari greiðsluskuldbindinga en þegar hefði verið gert og gæti hún þvi ekki orðið við þessum fyr- irmælum. Hér er ekki um það að ræða, að stjórn RARÍK sé út af fyrir sig andvig framkvæmdum við Vest- urlinu, heldur hitt, að þegar fy rir- tækið er i greiðsluþrotum, þá get- ur það ekki bætt á sig nýjum fjár- skuldbindingum. Iðnaðarráðherra sendi þá Raf- magnsveitustjóra rikisins bréf, þar sem hann fyrirskipaði honum að panta samdægurs allt efni i Vesturlinu. Þeir stjórnarmenn RARÍK, sem nú hafa sagt sig úr stjórninni telja, að með þessu sé iðnaðarráðherra búinn að taka að sér hlutverk stjórnarinnar og hún sé þvi orðin bæði óþörf og gagns- laus. Ljóst er að á næstunni þarf að gera ráðstafanir sem duga til frambúðar varðandi fjárhag RARIK. Taka þarf fjárfestingar- stefnuna til endurskoðunar, þannig að þær framkvæmdir fyr- irtækisins, sem ekki réttlætast af fjárhagslegri arðsemi, verði greiddar af rikissjóði eða Byggðas jóði. Hægt er að reikna út áhrif allra meiri háttar fjárfest- inga á hag fyrirtækisins fyrir- fram og um leið velja þeim við- eigandi f jármögnunarleiðir. Gera þarf nú þegar uppstokkun á skuldum fyrirtækisins og koma þeim i það horf, að rekstur þess geti staðið undir greiðsium af- borgana og vaxta. Taka þarf verðlagningu á raforkusölu til hitunar til endurskoðunar. Það er von okkar að með þessu takist okkur að vekja nægilega athygli á þeim stórfellda vanda, sem við er að etja, og þannig sé stuðlað að þvi að hann verði leyst- ur til frambúðar. Mundu nafnið þitt endur- sýnd A laugardaginn fyrir páska verður endursýnd iMÍR-salnum, Laugavegi 178, sovésk-pólska kvikmyndin „Mundu nafnið þitt”. En þessi kvikmynd fjallar með eftirminnilegum hætti um Auschwits-fangabúðirnar og lif nokkurra þeirra er þaðan komust lifandi. Kvikmyndin er sýnd kl. 15 á laugardag og er aðgangur öllum heimill meðan húsrúm leyfir, eH á laugaröaginn var þurftu margir frá að hverfa. KðpawnslaigslaönT^) Útboð Tilboð óskast i þakklæðningu úr stáli á iþróttahús Digranesskóla við Skálaheiði. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu bæjar- verkfræðings Kópavogs, frá og með þriðjudeginum 28. mars. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu bæjar- verkfræðings þriðjudaginn 11. april kl. 11. Bæjarverkfræðingurinn Kópavogi. Um leiö og Landsýn og Samvinnuferöir óska félagsmönnum verkalýös- og samvinnuhreyfingar og öllum öÖrum viÖskiptavinum sínum gleöilegra páska, minnum viÖ á aÖ verölistinn fyrir sumariÖ 1978 er tilbúinn. ® LANDSÝN ÆU!rn*' JtST'- Austurstræti 12 slmi 2-70-77 SKOUAVORÐUSTIG 16 SIMI28899 Ný sending mikið úrval ULJnuínLni Hamraborg 3, Sími: 42011, Kópavog Verð: tæpl. 70.000.— borð og 4 stólar Borð og stólar úr birki, ljós t»g brún bæsuð. OPIÐ LAUGARDAGA STA lhusgagnagerð STEINARS HF. Hversvegna að burðast með allt í fanginu fötu.skrúbb, þvottaefni og flr. Hvað með tveggja fötu skruggukerru. sem eyðirengu. kemst yfir 20 km/klst. og er óttúlega lipur í umferðinni?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.