Þjóðviljinn - 23.03.1978, Page 9
Fimmtudagur 23. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
■ r-.
Lýðháskólinn í Kungálv
Nú stendur yfir mikil (slandsferð um 110 nemenda og
kennara Lýðháskólans í Kungðlv í Svíþjóð/en Island hef-
ur verið sérstaklega á dagskrá í skólanum í vetur og er
ætlunin að úr því námi komi lslandsbók,,og verður smiðs
höggið rekið á hana með þessari ferð. Lýðháskólinn I
KungSlv er nokkuð sérstæður meðal slíkra skóla á Norð-
urlöndum og er nú (slendingurinn dr. Magnús Gíslason
rektor skólans. Þjóðviljinn náði tali af honum er hópur-
inn var staddur á Kjarvalsstöðum í boði Reykjavíkur-
borgar í hádeginu á þridjudag og spurði hann nánar um
þessa stofnun.
Stutt viðtal vro dr.
Magnús Gislason rektor
— Hvers konar stofnun er
Lýöháskólinn i Kungaiv og hvaöa
sérstööu hefur hann meðal ann-
arra lýðháskóla, Magnús? .
— Lýðháskólar á Norðurlönd-
um hafa nú starfað 1100 ár á þeim
grunni sem lagöur var af
Grundtvig i Danmörku á siðustu
öld. I Sviþjóð má skipta lýð-
háskólum i tvo flokka. Annars
vegar eru skólar sem reknir eru
af sýslufélögum, og er það um
helmingur slikra skóla, en hinn
helmingurinn er i flestum tilfell-
um rekinn á vegum einhverra
hreyfinga svo sem bindindis-
hreyfingarinnar eða verkalýðs-
félaga. Við teljum að okkar skóli i
KungSlv sé utan kerfisbundinna
hreyfinga. Hann var stofnaður
árið 1947 og stendur sérstakt félag
að honum sem stofnaði hann i
þakklæti og gleði yfir þvi, að
landamæri væru aftur opin milli
Norðurlanda eftir strið.
— Er þetta ekki fyrst og fremst
samnorrrænn skóli?
— Jú, hann á að vera miðstöð
fyrir ungt fólk frá öllum Norður-
löndum til að hittast og kynnast i
námi og starfi. Um helmingur
nemenda hefur verið sænskur, en
helmingur frá hinum löndunum.
Þannig hafa Færeyingar alltaf
verið i skólanum og Islendingar
hafa verið 150 i skólanum frá
upphafi. Kennarar eru frá öllum
þessum löndum núna nema
Færeyjum. Mál skólans eru
sænska, norska og danska. en svo
kennum við einnig finnsku og
islensku. Þess skal getiö að við
tökum Finnana og Islendingana
alltaf viku fyrr i skólann en aðra,
til að kynna þeim aðstæður.
— Hvernig fer námið fram?
— Nemendur vinna mikið við
ákveðin þemu, en ekki er um
lexiunám að ræða. Skólinn skipt-
ist i 4 deildir:
1. Almenna norræna deild; i hana
fara þeir sem ætla út i norður-
landamálin.
2. Blaðamannadeild fyrir þá sem
hafa áhuga á að kynnast blaða-
mennsku eða fara i hana.
3. Leiklistardeild fyrir þá sem
vilja kynnast eða ætla sér i leik-
list.
4. Deild fyrir eldra fólk. I henni er
aðallega sænskt fólk.
Við leggjum mikla áherslu á aö
allir vinni saman og taki virkan
þátt i stjórnun, skipulagningu og
rökræðu um skólann. Nemendur
búa i litlum húsum, átta i hverju,
og er hver eining með aðild að
skólastjórn.
— Er ferð á við þessa Islands-
ferð á hverju ári?
— Snar þáttur i skólastarfinu
er ferð til nágrannalanda aö vori.
1 fyrra fór einn hópur til Lofoten i
Noregi, var þar bæði til sjós og i
fiskvinnslu og skilaði siðan rit-
gerðum og skýrslum um þá dvöl.
Annar hópur fór i Lappabyggöir,
sá þriðji til dönsku eyjarinnar
Læsö osfrv. Þetta er unnið þann-
ig, að fyrst er nám i hálfan mánuð
um viöfangsefnið, en siðan viku-
dvöl. Nýjung I ár er þessi íslands-
ferö þvi að þá er aðeins eitt land
tekið fyrir, en skipt i námshópa
um ýmis atriöi.
— Svo skilst mér að önnur
stofnun sé i tengslum við skól-
ann?
— Já, þaö er Nordens folkliga
akademi, sem rekin er af rikis-
stjórnum hinna 5 sjálfstæðu
Norðurlanda og hefur það aö
markmiði að efla og auka alþýðu-
menntun. Þar fara fram nám-
skeið um hin margvislegustu efni
en rgktor akademiunnar er Maj-
Britt Imnander sem áður var for-
stjóri Norræna hússins i Reykja-
vik.
— Hverjir eru möguleikar Is-
lendinga að komast á Lýöháskól-
ann i KungSlv?
— Aðgangur er opinn fyrir alla
18 ára og eldri og er engin önnur
skilyrði. Þó er talið æskilegt að
fólk hafi einhverja grunnmennt-
un. Styrkir eru veittir i gegnum
Norræna félagið og eins höfum
við styrktarsjóð á vegum skól-
ans. Nemendur geta fengið allt að
helmingi kostnaöar greiddan úr
þessum sjóðum, en fæði og hús-
næði við skólann kostar nú 5600
kr. sænskar miðað við 30 vikur.
Kennslan er hins vegar ókeypis.
— Er mikil aðsókn?
— Já, það er geysilega mikil
aðsókn. Sem dæmi má nefna aö
sl. haust sóttu 23 tslendingar um
skólavist,en við gátum aðeins tek-
ið 10 þeirra i skólann.
Magnús sagðist að lokum vera
mjög ánægður með móttökurnar
á tslandi þaö sem af væri.