Þjóðviljinn - 23.03.1978, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fim mtudagur 23. mars 1978
Viötal við Hermann
Jónsson verkamann
í Vestmannaeyjum
Meðal fyrstu manna,
sem blaðamaður Þjóð-
viljans rakst á þegar
hann kom til Eyja um
daginn, var Hermann
Jónsson verkamaður.
Hann var við vinnu
sina i Vinnslustöðinni,
þar sem hann hefur
unnið i flatningunni um
árabil. Hermann hefur
unnið hörðum höndum
alla ævi og lætur ekki
deigan siga, þótt hann
sé nú á áttugasta ald-
ursári. Hann er fyrr-
verandi formaður
Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja og skipar
heiðurssætið á lista
Alþýðubandalagsins
við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar i vor.
Eg spur&i Hermann hvort ég
mætti ekki eiga viö hann dálitið
— Tókstu þátt i verkalýðs-
baráttunni i Flatey?
— Ég var seinustu árin I
verkalýðsfélaginu i Flatey og
var i stjórn þess. En þegar fólk-
inu fækkaði svo mjög, þá logn-
aðist félagiö útaf. Það var engin
atvinna orðin og ekki fyrir neinu
að berjast. Hér i Eyjum fór ég
siöan fljótlega aö taka þátt i
verkalýösmálunum. Ég var
lengi varaformaður Sjómanna-
félagsins Jötuns, en þá var
Sigurður heitinn Stefánsson
formaður. Siðan gekk ég i
Verkalýðsfélagið þegar ég hætti
að stunda sjó. Ég var nokkuö
mörg ár til sjós, en 1948 hætti ég
að róa.
— Siðan ferðu i stjórn Verka-
lýðsfélagsins?
— Já, ég var fljótlega kosinn i
stjórn þess. Formaöur félagsins
var þá Sigurjón Guðmundsson.
Ég tók svo við formennsku af
honum 1958 og var formaður til
1962. Sigurður tók þá aftur viö
formennsku i tvö ár, þá tók
Engilbert Á. Jónasson við og
siðan Jón Kjartansson, núver-
andi formaður.
Ekki fýsilegt að fylgja
krötum
— Þú skipaðir þér i sveit
uðustu ihaldsmanna, sem mælir
þessari stjórn bót. Maður hefur
þá reynslu af þessum sifelldu
gengisfellingum, að þær magna
verðbólguna. Maður er nú far-
inn aö þekkja þetta. Það getur
enginn Islendingur verið svo
skyni skroppinn að halda að að-
gerðir ríkisstjórnarinnar
minnki verðbólguna.
Verkefnin eftir gos
risavaxin
— Hvað finnst þér um bæjar-
málin hér eftir gos?
— Mér finnst að margt hafi
verið hér vel gert á þessu kjör-
timabili. Verkefnin eftir gos eru
alveg risavaxin og náttúrulega
ekki hægt að gera allt i einu. En
það hefur mikið verið gert og
má segja að það hafi gerst hér
kraftaverk.
— Fluttist þú hingað aftur
strax eftir gos?
— Nei, ég kom ekki alveg
strax eftir gos, en ég skrapp
hingaö i enda gossins og fannst
óhugnanlegt um aö litast. En
svo var fáriö i hreinsunina af
miklum krafti og allur bærinn
hreinsaðurá þremur mánuðum.
Hér var vikur upp fyrir glugga
og mun meira austur i bæ, og
það var enginn sem trúði þvi,að
þetta mundi taka jafn skamman
tima.
Ætlaði alltaf
aðkoma aftur
— Þú hefur ekki viljað
flytjast I burtu héðan?
— Nei, ég ætlaði alltaf að
koma aftur, hugsaöi aldrei til
annars. En þetta var geysimikið
rót,og fólk varð fyrir miklu tjóni
og fyrirtækin lika. Erfiðleikar
hraðfrystihúsanna núna stafa
„Verkalýðshreyfingin þarf
alltaf að vera 1 baráttuhug”
viðtal og var það auösótt mál.
Siðdegis á laugardegi sitjum við
i stofu á heimili Hermanns að
Hásteinsvegi 5 og höfum gott
næöi til að skrafa saman. Ég
varpa fram sigildri spurningu,
sleppi að visu ættinni, en spyr
um upprunann.
— Ég er fæddur á Barmi á
Skarðsströnd I Dalasýslu, en
fluttist vestur i Breiöafjarðar-
eyjar þegar ég var á 12. ári og
var i Sauöeyjum, Hergilsey og
Flatey nokkuð lengi. Hingað til
Vestmannaeyja flutti ég i
ársbyrjun 1939, en hafði að visu
verið hér á vertiðum áður. Ég
réri hér nokkuð lengi á bátum. I
Breiðafiröi stundaði ég sjó á
skútum og á haustin réri ég á
árabátum og trillubátum.
Fannst lifvænlegt hér
— Var ekki fjörugt mannlif i
Breiöafjarðareyjum þegar þú
varst þar?
— Það var ákaflega mikið
athafnalif og skemmtilegt fé -
lagslif i Flatey. En þegar skút-
urnar iögðust niöur, þá fór aö
bera á atvinnuleysi og fólk tók
að flytjast' i burtii. Mé'r fannst
iffvænlegur staður hér og tók
þaöráöaöflytjast hingað,og hér
hef ég kunnað vel við mig.
„bolsanna”, róttfekustu verka-
lýðssinnanna?
— Já,strax og ég flutti hingaö
gekk ég I liö með bolsum. Ég
var mjög fylgjandi Alþýöu-
flokknum á fyrstu árum hans,
en þegar maður sá hvað fara
gerði með flokkinn, þá fannst
mér ekki vera fýsiiegt fyrir
verkamenn að fylgja honum.
Kratarnir tóku að þrengja sér æ
fastar upp að hlið ihaldsins og
jafnvel ganga á móti sinum
fyrri baráttumálum og ihaldið
að kaupa upp foringja þeirra
fyrir allskyns bitlinga. Mér virt-
ist Alþýðuflokkurinn berjast
fyrir mörgum góðum málum i
þá daga, en svo gekk hann hægt
og sígandi frá sinum fyrri
baráttumálum. Þá voru margir
sem gengu úr flokknum og
stofnuðu Kommúnistaflokkinn.
Mér fannst hann sá eini flokkur
sem barðist fyrir verkafólkiö á
þeim tima þegar Alþýðuflokk-
urinn sveik verkaiýðshreyfing-
,,Gula félagið”
— Voru ekki talsveröar yær-
ingár i verkalýöshreyfingiiinni
hér þegar þú komst hingaöf?
7— Jú. fyrst þegar ég komivar
Verkalýösfélagiö Drifándi
starfandi. Svo var stofnað hér
„gula félagið”, sem frægt var á
sinum tima. Það var stofnað af
smáatvinnurekendum og fylgi-
fiskum þeirra. Þaö gekk svo
ekki greitt fyrir félaga i Drif-
andi aö komast þar inn. Einn og
einn varð að ganga inn i einu,
þangað til róttækari armurinn
náði þar yfirtökum og hefur haft
þau siðan. Þessi klofningur var
að mestu genginn yfir þegar ég
kom hingað. Ég gekk i „gula
félagið” eins og flestir úr Drif-
anda.
Verkalýðshreyfingin
i lægð
— Er mikill munur á starfinu
I verkalýðsfélögunum nú og
áöur?
— Manni virðist verkalýðs-
hreyfingin vera i töluverðri
lægö i dag. Það er ekki sá
baráttuhugur i forustunni eins
og vará árum áður. Hér kemur
þó e.t.v. margt til, og ekki ætla
ég að skella allri skuld á
forustuna. Þaö er ekki siður
hægt að skella skuidinni á hinn
almenna félagsmann. Menn
virðast ekki gera sér grein fyrir
þvi, hverju samtakamátturinn
getur áorkað ef staðið er saman.
Menn tala um að þeir tapi 2—3
dögum úr vinnu, en þeir gera
sér ekki grein fyrir þvi hvert tap
þeirra verður, ef þeir slæva
verkalýðssamtökin meö þessum
hugsunarhætti. Mér fannst
ágætt aö starfa fyrir verkalýðs-
félagiö, en mér finnst að það
fari þvi miöur þverrandi áhugi
félagsmanna fyrir félagsstarf-
inu og baráttu verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hér eru á þriðja
hundrað meðlimir I félaginu, en
þaö þykir gott ef 20—25 manns
mæta á fund. Það siævir forust-
una aðfinna þetta áhugaleysi og
hún verður kannski ekki eins
hörð i sinni baráttu.
Enginn mælir stjórn-
inni bót
— Hvernig heldur þú aö
straumar liggi i pólitikinni
núna?
— Pólitikin hér hefur hjakkað
nokkurnveginn I sama farinu
þangaö til núna. Ég held að
hægt sé að fullyrða aö Alþýöu-
bandalagiö sé i mikilli sókn. Ég
held aö fólk sé farið að finna það
hvers sé að vænta af ihaldinu.
Astandið hefur aldrei verið eins
hrikalegt og núna. Enda finnur
maður ekki einn einasta mann,
ekki einu sinni meðal harðsvir-
mjög frá þessum tima. Viðlaga-
sjóöur bætti ekki upp það sem
lofað var, nema að hálfu leyti.
Fiskleysiö hefur lika sin áhrif;
við fáum ekki nóg hráefni til að
vinna úr.
Aldrei náðst eyrir
nema með verkföllum
— Hvernig lýst þér svo á
stöðuna I verkalýðsbaráttunni?
— Verkalýðsmálin hafa þok-
ast hér eins og annars staðar,
hægt og bitandi. Islenskur
verkalýður býr að mörgu leyti
viö þrengri kjör en i
nágrannalöndunum. Við erum
núna með 700 krónur á tímann I
dagvinnu, og opinber gjöld eru
risavaxin. Vinnan hefur lika
dregist saman. En þaö var ekki
mannsæmandi eins og unnið var
hér áður, frá 8 á morgnana fram
aðmiönætti á hverjum degi viku
eftir viku og mánuð eftir mán-
uö. Verkafólk veröur að beita
sér af alefli og með samtaka-
mætti til að bæta kjör sin. Ef
eitthvaö næst, þýðir ekki að
leggjast á koddann og ætla að
hvila sig. Verkalýðshreyfingin
þarf alltaf aö vera i baráttuhug.
Aldrei hefur náðst eyrir út úr at-
vinnurekendum nema með
verkföllum. —-eös
—T
Bráöabirgðastjórn í Ródesíu tekur viö
21/3 — Stjtírn hvitra Rtídesiu-
manna kom snemma I dag saman
tii síðasta fundar sins,.en nú er
komið að þvi aö viö taki bráða-
birgðastjórn,. sem bæði hvitir
mennogsvartireiga sætii, og eru
þeir svörtu aðeins fleiri. Bráða-
birgðastjórnin á að fara með völd
til áramóta, en þá eiga aö hafa
farið fram kosningar með jöfnum
atkvæðisrétti allra landsmanna.
Þó hafa hvítir þau sérréttindi að
fá að kjósa einir 20 þingmenn af
100 og ráða mestu um kosningu
átta í viðbót.
Ian Smith, forsætisráðherra
stjórnar hvitra manna, og
blökkumannaleiðtogar þeir þrir
sem viö hann sömdu, eiga til
skiptis að vera J forsæti bráða-
birgðastjórnarinnar. Þeir fjór;-
menningar höfðu hlutkesti unij
hver ætti að hafa það embætti áj
hendi fyrstur og kom upp hlutur
Smiths. Við af honum tekur
Jeremiah Chirau ættbálkshöfð-
íngi, siðan séra Ndabaningi
Sithole og loks Abel Muzorewa
biskup. Hver þeirra hefur stjórn-
aribrustuna á hendi fjórar vikur i
senn. Bráðabirgðastjórnin sór i
dag embættiséið sinn frammi
fyrir Patrick Murindagomo,
biskupi anglikönsku kirkjunnar i
Masjonalandi. Masjonar
(Mashona, Shona) eru lang-
fjölmennasti þjóðflokkurinn i
Ródesiu. Verður þetta i fyrsta
sinn siðan Bretar gerðu Ródesiu
að nýlendu sinni 1889 aö hvitir
menn fara ekki einir með stjórn
landsins.
Bráðabirgðastjórninni er ærinn
vandi á höndum. Bæði er óljóst
hversu hvítir menn taka þvi þeg-
ar farið verður að skerða forrétt-
indi þeirra i alvöru og eins hefúr
Föðurlandsfylkingin lýst þvi yfir
aðhún meti samkomulagið einsk-
is og muni halda uppi skæruhern-
aði gegn bráöabirgðastjórninni
engusíður en stjórnhvitra manna
áður. Svo er að heyra áð hvitir
menn verði áfram alráðir i
Ródesiuher, sem berst gegn
skæruliðum Föðurlandsfylking-
arinnar.
Síml Þjóðviljans
er 81333