Þjóðviljinn - 23.03.1978, Page 14

Þjóðviljinn - 23.03.1978, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mars 1978 Fimmtudagur 23. mars 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15 t>ór Vigfússon, kennari, I 3. sæti G-listans: Fólk þarf að láta málin tíl sín taka Þór Vigfússon/ mennta- skólakennari, skipar nú þriðja sætið á framboðs- lista Alþýðubandalagsins til borgarstjórnar. Þór er af flestum þekktur sem mikill ferðagarpur og eyðír hann helst öllum sín- um fritíma utan borgar- markanna. Þvi var eðlilegt að fyrsta . spruning sem blaðamaður Þjóðviljans lagði fyrir Þór, væri hvað hann væri að vilja i borgar- stjórn. — Já, ég hef verið að velta því fyrir mér hvað fyrir flokknum vakir með þvi að setja mesta sveitamanninn i flokknum I fram- boð til borgarstjórnar, sagði Þór. Ég hef einna helst komist að þeirri niðurstöðu að með þvi sé veriðað framfylgja þvi sem ætiö hefur verið á langtimastefnuskrá sósialista, — að afnema mótsetn- inguna milli borgar og sveitar. — Hver eru þá helstu áhugamál þin varðandi borgina sjálfa? — Fyrst og fremst tel ég áö auka þurfi möguleika fólks til að njóta útivistari borginni og borg- arlandinu öllu. Til þess þarf t.d. að breyta umferðarmálum og tryggja að gangandi og hjólandi fólk komist leiðar sinnar innan borgarinnar og út úr henni. Það eru ekki allir sem komast keyrandi i einkabil i lengri ferða- lög út fyrir borgina og þvi þarf að auðvelda fólki að komast i styttri ferðir eins og upp i Heiömörk og i Bláfjöllin um helgar og á fridög- um. Útivistarsvæöi innan borgarinnar þarf einnig að lífga og tengja þau saman. Sundlaugum ættieinnig að fjölga og t.d. mætti tengja sundlaugina i Laugardalnum við útivistarsvæðið i dalnum sjálfum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru min helstu áhugamál varðandi lif i borg, en ég tel mikla ástæðu til að stuöla meira að áhrifum fólksins sjálfs á málefni borgarinnar. Það er óneitanlega hægt að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með umræðum og hreinni afskiptasemi einstaklinga eða hópa og það sést t.d. á samtökum sem sprottið hafa upp til verndar gamla miðbænum og Torfunni. Með slikri „afskiptasemi” má breyta hlutunum, og aðeins með áhuga og þátttöku borgarbúa sjálfra er tryggt ao fulltrúalýðræðið sé virkt i reynd, — og að borgarfulltrúar standi undir nafni. —AI Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri, i 4. sæti G-listans: - Reykjavík oröin láglaunasvæöi Guörún Helgadóttir, deildarstjóri og rithöfund- ur skipar fjórða sætíð á lista Alþýðubandalagsins til borgarstjórnar. Alþýðu- bandalagið hefur nú þrjá borgarf ulltrúa og við spurðum Guðrúnu fyrst, hvort hún héldi að þeir yrðu fleiri á næsta kjör- tímabili. Já, sagði Guðrún. Við stef num auðvitað að því að fá fleiri menn kjörna í borgarstjórn, en hvort það tekst, er svo kjósendanna að ákveða. Reykvikingar hljóta að verða aö gera það upp við sig i þessum kosningum hvort Sjálfstæðis- flokkurinn á að stjórna borginni áfram eins og verið hefur i hálfa öld, — eöa hvort menn vilja breyta til og stefna að öðruvisi og betra samfélagi i borginni. Ef menn vilja þaö, og ég trúi þvi ekki að óreyndu að nýir og ungir kjósendur, sem eru fórnar- lömb þessa stjórnkerfis vilji halda því við, — hljóta menn að greiða Alþýðubandalaginu at- kvæði sitt. Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn hafa enga markaða borgarmálastefnu og hér verða engar breytingar nema undir forystu Alþýðu- bandalagsins. Þróunin i Reykjavik er á rangribraut. Borgin er oröin e.k. allsherjar verslana- og skrif- stofuhverfi i landinu og fram- leiösuatvinnuvegirnir eru látnir drabbast niður. Þetta er árangur af stefnu Sjálfstæðisflokksins i at- vinnumálu-m Reykvikinga og kemur hart niður á vinnandi fólki þvi Reykjavik er orðin að lág- launasvæði. Það er staðreynd að fjöldi fólks flytur úr borginni, al- farið eða um tíma, til að afla sér tekna. Hvar sem maður kemur út á land sér maður kraftmikið at- vinnulif þar sem verkafólk hefur góða möguleika á að fala sér tekna þótt með mikilli vinnu sé. Þessi uppbygging sem er verk vinstri stjórnarinnar hefur alger- lega farið fram hjá Reykjavik sem á sama tima er i mikilli afturför. Reykjavikurborg ber i sér sömu vandamálin og hnign- andi stórborgir erlendis, og þeirri þróun verðum við að snúa við. Það er sama hvar borið er niður i borgarmálum. Húsnæðismálin eru I algerum ólestri og flutning- ar innan borgarinnar valda erfið- leikum. Það er mikilvægt stjórn- unarlegt atriði hvernig borgin byggist og hún þarf að vera jafn- byggð blöndu af öllum aldur- flokkum, en ekki eins og nú er, að meðalaldur einstakra hverfa er mjög hár eða á barnsaldri, eins og i miöbænum og Breiðholtinu. Þessi stefna og stjórnleýsi Sjálf- stæðisflokksins i skipulagsmálum hefur leitt til mjög hættulegrar félagslegrar einangrunar, annars vegar gamla fólksins og hins veg- ar barna og unglinga. Vandamál- in sem vegna þessa risa eru ótelj- andi og nægir að benda á að skóli, sem er fullur i dag, getur verið tómur á morgun. Reykjavik getur verið yndisleg borg en mannlifið hér er hins veg- ar markað af þróttleysi og félags- legri einangrun. Fólk hefur ekki staði til að hittast á og afleiðingin er að hver situr I sinni ibúð eða keyrir um i bilnum sinum. Mannleg samskipti eru orðin að engu og þessi vandanál leysast ekki með einni og einni stofnun Elliheimili eru t.d. ekki einhlit lausn á vanda gamla fólksins, nema siður sé, og 2 samkomu- staðir leysa ekki félagslegan vanda unglinganna i borginni. Hér býr hver fyrir sig en ekki saman eins og vera ætti. Þetta má auövitaö teljast eðlilegt eftir 50 ára veldi stjórnmálaflokks, sem byggir stefnu sina á þvi aö hver hugsi fyrst og fremst um sig oghagnist á náunganum. Reykja- vik ber i sér dauðamerki kapital- iskrar stjórnunar og við Alþýðu- bandalagsmenn erum tilbúnir til að snúa þessari þróun við, svo fólki geti liöið vel hér, búið saman og rekið borgina með hagsmuni fjöldans fyrir augum. -AI Guðmundur Þ. Jónsson, form.Landssamb, iðnverkafólks i 5. sæti Erum fulltrúar vinnandi fólks Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks skipar nú fimmta sætið á lista Alþýubandalagsins við borgarstjórnarkosning- arnar. Þjóðviljinn spurði Guðmund, hvað honum væri hugleiknast í mál- efnum borgarinnar og hverju hann hygðist beita sér fyrir í borgarstjórn. Almennt er það nú svo með okkur, sem störfum i verkalýös- hreyfingunni, sagöi Guðmundur, að við litum á okkur sem fulltrúa vinnandi fólks, hvar sem við erum. Þaö eru þvi fyrst og fremst málefni, sem varða miklu um hagsmuni og afkomu launafólks sem mér leikur hugur á að beita mér fyrir. Ef við veltum fyrir okkur hvernig borgin getur bætt afkomu launafóks dettur mér fyrst I hug það ófremdarástand sem rikir i húsnæðismálum. Það er einkum og sér i lagi fólk úr láglauna- félögum, eins og þvi sem ég kem úr, sem þarf aö leigja og sætir oft afarkostum á almennum mark- aði. Hverjar svo sem kjarabætur, þessa fólks eru, þá hækkar húsa- leigan um leið, að maöur tali nú ekki um (á-yggisleysið sem fólk býr við. Sifelldum flutningum fylgir einnig mikill kostnaður og alls kyns óþægindi,sérstaklega ef fólk er með börn á skólaaldri. Láglaunafólk á þess ekki kost nú, jafn'vel þótt hjón vinni bæöi úti, að kaupa sér húsnæði þvi vextir eru svo háir að það er engin leiö að standa undir þvi. Maður sem skuldar 1,5 miljón i lifeyrissjóðs- lán verður að greiða hálfa miljón á ári i vexti og afborganir, og oftast eru lánin fleiri en eitt. Margir segja sem svo, að kjörin eigi að bæta þar til allir eiga kost á að koma sér upp eigin húsnæöi, en þvi miður litur ekki út fyrir að það verði á næstunni, með þeirri vaxtapólitik og verðbólgu sem rikisstjórnin hefur alið á. Þvi verður að finna Jiessum málum annan farveg og Reykjavikurborg verður aö fryggja nög framboð á ódýru leiguhúsnæði og stuöla þannig að bættri afkomu borgarbúa. Annað atriði, sem mér er ofar- lega i huga eru atvinnumálin I borginni. Ég hef fylgst með þvi hvernig gömul og gróin iðnfyrir- tæki hafa bókstaflega flúið með starfsemi sina i nærliggjandi bæjarfélög þar sem boðið er upp á betri lóöakjör. Ég er ekki að amast við þvi, að iðnaður riski i nærliggjandi sveit- arfélögum, en það þyrftu að vera ný fyrirtæki i stað þess að Reykjavikurborg hreki gamal- gróinfyrirtæki úr borginnieins og átt hefur sér stað. A iðnkynningarári var mikiö talaö um að efla islenskan iðnað og i skipulagi bæja er venjulega gert ráö fyrir sérstökum iðnaðar- hverfum. Fjarlægöirnar i Reykjavik eru orðnar það miklar að oft skipta þær orðið máli fyrir atvinnumöguleika fólks, sérstak- lega húsmæðra, sem bundnar eru af þvi aö koma börnum i skóla eða taka á móti þeim á ákveðnum timum. ~Ég- tel að enginn skaði væri skeður þótt léttur og þrifalegur iönaður veröi skipulagður inni I ibúðarhverfunum, svo fólk þyrfti ekki aö fara bæinn á enda oft á dag. Það getur ráöið úrslitum hvort hægt er aö nýta þetía vinnu- afl og yrði áreiöanlega til hags- bóta fyrir iðnaöáruppbygginguna i borginni. —AI Fmmboðsllstí Alþýðuhandaiagsms tíi b orgarstj ómar Reykjavíkur 1. Sigurjón Pétursson, borgarráösmaður. 9. Alfheiöur Ingadóttir, blaöamaöur. 2. Adda Bára Sigfúsdóttir, hMTMrfulltrúi. 10. Siguröur Haröarson, arkitekt. 3. Þór Vlgfússon, kennari. 11. Kristvin Kristinsson, verkamaöur. 12. Ragna ólafsdóttir, kennari. 4. Guörún Helgadóttir, deildarstjóri 5. Guöjm. Þ. Jóns,son forin. Landssambands iöuverkafólks. 6. Siguröur G . Tómasson, báskólanemi. 13. Glsli Þ. Sigurösson, rafvirki. 14. Ester Jónsdóttir, varaformaöur Sóknar. 17. Stefania Haröardóttir, sjúkraiiöi. 18. Gunnar Arnason, sálfræöingur. , 19. Jón Ragnarsson, vélstjóri. 20. Steinunn Jóhannesdóttir, leikari. 21. Jón Hannesson, 22- Haligrimur G. kennari. Magnússon, formaöur Iönnemasambandsins SIGURJON PETURSSON, fyrsti maður G-listans EITT STRÍÐ Á TVEIMUR VÍGSTÖÐVUM Sundrung og flokka- drættir meðal vinstri manna hefur um áratuga- skeið verið vatn á myllu íhaldsaf lanna. Sú óeining og valda- streita, sem á sér stað meðal hægri manna er aft- ur á móti undantekningar- laust barin niður þegar til stéttaátaka kemur, hvort sem hún birtist í baráttu launþegasamtakanna fyrir bættum kjörum eða í almennum alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Nú á þessum áratug virðast vinstrimenn hafa öölast aukinn skilning á nauðsyn þess aö sam- einast i öflugum stjórnmálasam- tökum. Klöfningsbrölt og valdastreita einstakra metnaöargjarnra „for- ingja” hefur notið sifellt minnk- andi fylgis. Framboð eins og Fylkingarinnar, KSML, Frjáls- lyndra, Sósialistafélagsins og Samtakanna hafa hlotiö litinn hljómgrun og minnkandi, enda aðeins verið til að sundra vinstrii sinnuðu fólki, og þvi eingöngu þjónað hagsmunum ihaldsafl- anna. Einn st jórnmálaflokkur, Alþýöubandalagiö, hefur vaxiö upp sem ótvirætt sameiningarafl allra sósialista. 1 öllum kosning- um á þessum áratug hefur flokk- urinn verið i sókn. Þrátt fyrir þaö á verkalýðs- hreyfingin og vinstri öflin nú fremur i vök aö verjast en nokkru sinni fyrr. Alþýðuflokkurinn stefnir nú að þvi að rjúfa tengsl sin við verka- lýðshreyfinguna, og i sjálfstæöis- málum þjóðarinnar tekur forysta hans sér stöðu við hlið ihaldsafl- anna. Framsóknarflokkurinn, sem leikið hefur vinstrisinnaðan mið- flokk um langt árabil, kemur nú fram sem ótviræður hægri flokkur, ákveðinn I að starfa i rikisstjórnarsamvinnu við ihald- ið. Undir þessum kringumstæöum verða á þessu vori háö tviþætt og örlagarik stéttaátök. A faglega sviðinu berjast launþegasamtökin fyrir kjörum sinum og samningsrétti, — til að koma i veg fyrir að launþegar verði sviptir rúmlega mánaðar- launum á einu ári, — og i þeirri baráttu taka allir sósialistar þátt. A pólitiska sviðinu berst Alþýðuba,ndalagið fyrir þvi aö hnekkja valdi kjaraskeröingar- stjórnarinnar, að ná þeim árangri að núverandi stjórnarflokkar heykist á áformum sinum, og þar verða allir launþegar að leggja sitt lið til. Um er að ræða eitt strið á tvennum vigstöövum. Stór þáttur i þessari baráttu er borgarstjórnarkosningarnar i vor. I mótmælaaðgeröunum 1. og 2. mars sl. tókst að hræöa ýmsa frá þátttöku með duldum og óduldum hótunum um hefndaraðgeröir. 1 kjörklefanum er hver og einn frjáls að þvi að láta i ljósi skoðun sina; þar þarf enginn aö skerast úr leik. Ollu máli skiptir að vinstri menn láti ekki sundra sér i þeim átökum, sem framundan eru. Sókn Alþýðubandalagsins er sigur alþýðunnar. 15. Þorbjörn Guðmundsson, trésmiöur. 16. Guðmundur Bjarnleifsson, járnsmiður. 25. Anna Sigriður Hróðmarsdóttir, leirkerasmiður. 27. Hermann Aðalsteinsson, varaformaður H.I.P. 29. Tryggvi Emilsson, rithöfundur. 26. Vilberg Sigurjónsson, vélvirki. 28. Margrét Björnsdóttir, kennari. 30. Guðmundur Vigfús- son, fyrrverandi borgarráðsmaður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.