Þjóðviljinn - 23.03.1978, Side 19
Fimmtudagur 23. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Jón Óskar fékk
bókmenntaverð-
laun Gunnars
Gunnarssonar
Nýlega voru Jóni Öskari rithöf-
undi veitt bókmenntaverðlaun
Gunnars Gunnarssonar, að upp-
hæð þrjú hundruð þúsund krónur.
1 tilkynningu úthlutunarnefndar
segir, að Jón Óskar hljóti þessa
viðurkenningu fyrir ritstörf sfn
yfirleitt. Nefndina skipa Tómas
Guðmundsson, Kristján Karlsson
og Ragnar Jónsson.
Gunnars Gunnarssonar verð-
launin hafa verið veitt einu sinni
Guðlaug
teflir í
Danmörku
og unglingameistari
Mjölnis í Noregi
Guðlaug Þorsteinsdóttir,
norðurlandameistari kvenna i
skák, mun tefla sem gestur i
afmælismóti Danska
skáksambandsins, um páskana,
ásamt einum þátttakanda frá
hverju hinna Norðurlandanna.
Fer mótið fram i Horsens á
Jótlandi og hefst á skirdag og lýk-
ur á annan í páskum.
Þá hefur Einar S. Einarsson,
forseti St og kona hans þegið boð
um að vera viðstödd hátiðahöld
sem fram fara i Horsens dagana
25. og 26. mars, i tilefni af 75 ára
afmæli Danska Skáksambandsins
Birkir Leósson, nýbakaður
unglingameistari Skákfélagsins
Mjölnis.mun taka þátt i alþjóðlegu
unglingaskákmóti, sem fram fer i
Fredrikstad i Noregi dagana
21.-26. mars, en Norska
Skáksambandið bauð einum þátt-
takanda af tslandi fria gistingu og
uppihald, en Skáksamband
íslands og Skákfélagið Mjölnir
kosta að öðru leyti för hans.
„Kærleikur
og mannleg
samskipti”
Hið árlega kirkjukvöld
Bræðrafélags Dómkirkjunnar
verður á skirdagskvöld kl. 20.30 i
Dómkirkjunni.
Efni kvöldsins að þessu sinni
verður , .Kærleikur og mannleg
samskipti”. Hilmar Helgason
formaður S.Á.Á. er aðalræðu-
maður kvöldsins.
Kristinn Bergþórsson syngur
sálmalög eftir Sigfús Halldórsson
tónskáld meö undirleik organista
og Jónasar Dagbjartssonar
fiðluleikara.
35 miljónir í sjód
Thors Thors
t tilefni 1100 ára afmælis
tslandsbyggðar lét
Kandarikjastjórn af hendi rakna
upphæð sem nemur $ 30.000. — til
námsstyrkja i s 1 e n s k r a
námsmanna i Bandarikjunum.
Rikisstjórn tsiands hefur ákveðið
að fé þetta skuli renna i Thor
Thors sjóðinn, sem starfræktur er
á vegum Ameriean Scandinavian
Foundation i New York, og er
tilgangur hans að styrkja
islenska namsmenn til náms i
Bandarikjunum og Bandarikja-
menn til nátns á íslandi.
islensk Ameriska félagið
fjallar um s.tyrkveitingar úr sjóði
þessum. Thor Thors sjööurinn
héfureflstmjög á undangengnum
mánuðum eins og kunnugt er af
fréttatilkýnningum. Frá
dánarbúi ' Einars borkelssonar
bárust nýlega $ 48.500.-, sem
samsvaraði 11 milj. isl. króna á
þeim tima. Einnig barst sjóð-num
framlag aö upphæö $ 60.000 i
tilefni af 200 ára afmæli
Bandarikjamanna A stuttum
tima hefur þvi sjóðurinn eflst —m
$ 138.500 — sem samsvarar kr.
35.276.000 —á gengi dagsins i dag.
Jdn óskar
áður, og hlaut þau þá Hannes
Pétursson.
Barátíusamkoma þíng-
eyskra herstööva-
andstæðinga
Herstöðvaandstæðingar i Þingeyjarsýslu efna til
baráttusamkomu 30. mars n.k. kl. 21, að Breiða-
mýri, með fjölbreyttri dagskrá.
Ræðumaður: Vésteinn Ólason.
Auk hans koma fram Ási i Bæ og heimamenn,
sem veröa með upplestur, tónleika, leikþátt og
ýmislegt fleira. —mhg
Vésteinn ólason
(norpítienpe) Bang & OlufsGn
Magnkaup-
Gerum tilboð
í magnkaup,
yður að
kostnaðarlausu
Lita-
sj ónvörp
ALLAR STÆRÐIR
Magnaf sláttur
Tilvalið fyrir:
Þorp, kaupstaði,
starfshópa
og jafnvel
byggðarlög.
Lægra
verð —
Betri
þjónusta
Skipfroiti 19, R.
sími 29800, (5 línur)