Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. april 1978
ÁTT
ÞÚ
GAMALT
SIIJIJR?
„Okkur væri niikill fengur og
þökk i þvi ef fólk, sem á gamla
silfurmuni i fórum sinum vildi
hafa samband við okkur hér á
Þjóðminjasafninu og gcfa okkur
leyfi til að Ijósmynda og skrá
munina”, sögðu þau Ole
Villumsen Krog, Lilja Arnadóttir
og Þorvaldur Friðriksson er við
hittum þau i Þjóðminjasafninu,
en þau eru að vinna að þvi aö hafa
upp á og skrá gamla silfurmuni,
af dönskum uppruna, i islenskri
eign.
Það sem við erum að gera er að
reyna að koma höndum yfir sem
flesta gamla silfurmuni smiðaða
af islenskum silfursmiðum i
Danmörku og skrásetja þá. Þetta
er sameiginlegt verkefni þjóð-
minjasafnanna i Danmörku og
hér á íslandi og var byrjað á þvi i
fyrra. Þá var farið um Suður- og
Vesturland og þar ljósmyndaðir
og skráðir allir gamlir silfurmun-
ir, sem unnt var að komast i tæri
við. Flestir voru þessir munir i
kirkjum og á söfnum en þó nokk-
uð er lika um gamla silfurgripi i
einkaeign.
I fyrra voru skráðir milli 160 og
170 hlutir sem eru örugglega
komnir frá Danmörku og voru
14% þeirra frá 16. og 17. öld, 49%
frá 18. öld og 36% frá 19. öld.
Auk þeirra hluta sem skráðir
voru á Suður- og Vesturlandi kom
fjöldi manns i Þjóðminjasafnið
með marga góða gripi til ljós-
myndunar og skrásetingar.
Fólk sem hefur i fórum sinum
gamla silfurgripi er eindregið
hvatt til þess að hafa samband við
Þjóðminjasafnið og gefa leyfi til
þess að skrá þá. Það getur annað
hvort komið sjálft með hlutina
eða látið sækja þá, það fær kvitt-
un fyrir hlutunum og þeir verða
mjög vel geymdir i sérstaklega
gerðum hirslum þá viku, sem það
væntanlega tekur að skrá og ljós-
mynda.
1 byrjun mai er svo ákveðið að
leggja upp i ferð um Vestfirði,
Norðurland og Austfirði og von-
andi verða móttökur eins góðar
og i fyrra og samvinna við presta
og sóknarformenn lika eins mikil
og góð. En án þeirrar hjálpar og
þess velvilja sem við mættum
hvarvetna hjá fólki hefði árangur
ekki orðið sá sem raun ber vitni,
sagði Ole Villumsen Krog.
1 flestum menningarrikjum
veraldar hefur verið gerð úttekt á
hlutum sem þessum en hér á
landi er þetta nánast alveg
ókannað mál og timi til kominn að
bæta þar úr.
Einnig höfum við áhuga á að
afla upplýsinga um persónulega
sögu tiltekins fólks, i þvi skyni að
varpa ljósi á sögu tiltekinna
muna, svo sem Eggerts Hannes-
sonar, lögmanns á Rauðasandi,
Barðaströnd. Hann var uppi á 16.
öld og dó i Hamborg árið 1580. Við
vildum gjarna fá allar upplýsing-
ar sem nokkur kostur er á um
þennan mann, fjölskyldu hans og
eftirkomendur, en þetta var fin
aðalsf jölskylda, að e-u leyti ættuð
frá Noregi.
' Einnig leitum við eftir' upplýs-
ingum um konu nokkra, Ingveídi
Bjarnadóttur, sem bjó á Narfeyri
á Skógarströnd. Við vildum
gjarna fá upplýsingar um ætt
þessarar konu og fjölskyldu, svo
og sögu Narfeyrar á 17. og 18. öld.
Ef til vill velta þvi einhverjir
fyrir sér til hvers sé verið að
skrásetja þetta silfur og afla upp-
lýsinga um þessa hiuti. Það er
óhætt að fullyrða að þessar upp-
lýsingar gefa tilefni til margs
konar athugana og má t.d. nefna
verslunarsögu Dana og íslend-
inga, upplýsingar um silfursmið-
ina sjálfa o.fl. o.fl.
Og þá er bara að vona að fólk
bregðist eins vel við þessari upp-
lýsingasöfnun og i fyrra.
—IGG
Veit einhver sögu þessa
grips?
Ole Villumsen Krog heldur hér á
hálsmeni sem ber miðaldarlegan
svip en er frá þvi um 1718. Þetta
er geysilega vandaöur og fallegur
gripur, smíðaöur af Daníel
Schwarzkopf. Þegar dóttir hans
Appolonia fluttist til tslands um
1720 til þess aö giftast Nielsi
Fuhrmann amtsmanni aö Bessa-
stööum hafði hún meö sér þennan
skartgrip. Ekkert varð úr brúö-
kaupinu og Appólónia mun hafa
dáiö skömmu eftir aö hún kom
hingaö. Arið 1845 er svo vitað um
meniö i Kaupmannahöfn en þaö
var gefið fornleifanefndinni
dönsku af Finni nokkrum
Magnússyni. t Danmörku var þaö
svo til 1930 en þá var menið flutt
hingaö og gefið Þjóöminjasafninu
I tilefni Alþingishátlðarinnar.
Ekkert er vitaö um hvaö varö um
þennan grip frá þvi aö Appolonia
dó þar til hann áskotnaöist Dön-
um en það fýsir okkur mjög að
vita, sagði Ole, og eins hvort hér
muni hafa verið til fleiri slikir
gripir.
Kvökdvaka herstöðvaandstædinga á ísafirði:
Húsfyllir
Cr ÆskavÍBMBi eftlr Svövu Jakobsdóttur: F.v. Aöalsteinn
Eyþórston, Guöni Asmundsson og Kristinn Karls son.
Dagskrá flutt I ljóöum, söngvum og óbundnumáli. Flytjendur frá vinstri: Hallgrimur Guöfinnsson,
Aldis Baldvinsdóttir, Finnur Gunnlaugsson, Þóra Grimsdóttir, Ragnheiöur Indriöadóttir, Rannveig
Guömundsdóttir og Ólafur Guömundsson (Myndir tók Ketill)
og mikil stemning
Hinn 5. april s.l. héldu her-
stöðvaandstæðingar á isafirði
kvöldvöku, sem átti reyndar að
vera 30 mars, en varð að fresta
um nokkra daga vegna sam-
gönguerfiðleika. Er skemmst
frá þvi að segja að fullt hús varð
i Alþýðuhúskjallaranum á þess-
ari kvöldvöku og stemning mjög
góö.
Flutt var samantekin dagskrá
i söngvum, ljóðum og óbundnu
máli um hersetuna. Skiptist hún
i fjóra hluta. Sá fyrsti nefndist
Hernámsárin, annar 30. mars,
þriðji Hin miklu sjálfgleymisár
og fjórði hlutinn Framtiðin.
Flytjendur ljóða, söngva og
sögukafla voru Aldis Baldvíns-
dóttir, Finnur Gunnlaugsson,
Hallgrimur Guðfinnsson, Ólafur
Guðmundsson, Ragnheiður
Indriðadóttir, Rannveig
Guðmundsdóttir, Þóra Grims-
dóttir og Þuriður Pétursdóttir.
Þá var fluttur kafli úr Æsku-
vinum eftir Svövu Jakobsdöttur
undir leikstjórn Margrétar
Oskarsdóttur. Leikarar voru
Aðalsteinn Eyþórsson, Guðni
Asmundsson, Kristinn Karls-
son, Sigriður Steinunn Axels-
dóttir og Trausti Hermannsson.
Sýnd var kvikmyndin um at-
burðina 30. mars 1949 og flutti
Jón Baldvin Hannesson kennari
formálsorð.
Áheyrendur tóku dagskránni
mjög vel og áttu pönnukökur og
kaffi i fundarhléi sinn þátt i að
losa um venjulegan Fundarstirð
leika. Siðast var kröftugur og
fjörugur fjöldasöngur og sátu
menn síðan frameftir og spjöll-
uðu og sungu. Er þetta án efa
besta kvöldvaka eða samkoma
sem herstöðvaandstæðingar á
Isafirði hafa haldið siðan Mána-
kaffisfundurinn var haldinn
sællar minningar.
Herstöðvaandstæðingar á
isafirði ætla nú á næstunni að
efna til danssamkomu með har-
monikuleik og er sérstök skrall
nefnd starfandi við undirbún-
ing.
ÞP/GFr